Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 18
18 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Garðabær - Fasteignasalan Hraun- hamar er nú með í sölu einbýlishús við Sunnuflöt 48. Húsið er timbur- hús á einni hæð, 200,2 ferm. að stærð ásamt 63,7 ferm. bílskúr, samtals 263,9 ferm. Bílskúrinn er steyptur en verið er að klæða hann með timbri. „Þetta er gott hús, sem stendur á frábærum stað á Sunnuflöt við læk- inn og hraunjaðarinn,“ segir Þor- björn Helgi Þórðarson hjá Hraun- hamri. Tveir inngangar eru í húsið, aðal- inngangur og annar inngangur þvottahússmegin og er þaðan inn- angengt í bílskúrinn. Komið er inn í rúmgott anddyri. Opið er inn í forstofu og þaðan inn í stórar stofur. Inn af stofu er notaleg arinstofa í baðstofustíl og inn af henni er stórt svefnherbergi með stórum gluggum, þakgluggum og rennihurð út í suðurgarð. Eldhúsið er fallegt með nýrri inn- réttingu og tækjum, stórri gaselda- vél með 6 hellum og tvöföldum ofni. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús með innréttingu og dúk á gólfi. Inn af er gott búr. Inn af þvottahúsi er gengið inn í milligang og þaðan inn í gang, þaðan sem gengt er út á planið og einnig í bílskúrinn. Í svefnherbergisálmu eru fjögur svefnherbergi, þar af er eitt notað sem fataherbergi. Baðherbergi er allt upprunalegt og er með sturtu- horni og baðkari. Á gólfum hússins er nýlegt merb- auparket á stofum en í eldhúsi og herbergjum er eikarparket. „Mikið hefur verið endurnýjað í húsinu en nokkru er þó ólokið,“ seg- ir Þorbjörn Helgi Þórðarson. „Bíl- skúrinn er fullbúinn með nýju þaki og með geymslu inn af. Lóðin er 1.590 ferm. og býður upp á mikla möguleika en um endalóð er að ræða og þaðan er örstutt í Heiðmörkina.“ Ásett verð er 55 millj. kr. Sunnuflöt 48 Húsið er timburhús á einni hæð, 200,2 ferm. að stærð ásamt steyptum 63,7 ferm. bílskúr, samtals 263,9 ferm. Ásett verð er 55 millj. kr., en húsið er til sölu hjá Hraunhamri. Viðarhöfða 3 · S. 577-5050 www.gluggasmidjan.is Ál-trégluggar Trégluggar Álgluggar Útihurðir Tréhurðir Álhurðir Bílskúrshurðir Iðnaðarhurðir Hringhurðir Rennihurðir Loftristar Gæðavottuð framleiðsla - yfir 50 ára reynsla Heitir & fallegir Ofnar Ofnlokar Handklæðaofnar Sérpantanir www.ofn.is // ofnasmidjan@ofn.is Háteigsvegi 7 Sími: 511 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.