Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 30
30 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ M ikil uppbygging hefur átt sér stað á und- anförnum árum á svæðinu við Sóltún nálægt mótum Kringlumýrarbrautar og Borgar- túns. Þar eru að verki Íslenskir að- alverktakar (ÍAV), sem lengi hafa verið eitt helsta bygginga- og verk- takafyrirtæki landsins. Þetta svæði hefur marga kosti. Það er nærri grónum íbúðarhverf- um og öll þjónusta þegar fyrir hendi. Laugardalurinn, eitt helsta tómstunda- og útivistarsvæði Reykvíkinga, er í göngufæri. Það er því stutt á völlinn eða í sund- laugina og í nágrenni eru góðar gönguleiðir við allra hæfi. Góðir skólar eru líka í nágrenn- inu eins og Laugarnesskólinn, Laugalækjarskóli og Menntaskól- inn við Sund. Þarna eru líka veit- ingastaðir, apótek, verslanir og banki og aðeins um 2 km niður á Lækjartorg. Þá er Kringlan ekki heldur langt í burtu. Það þarf því ekki að koma á óvart, að sala á nýj- um íbúðum á þessu svæði hefur yf- irleitt gengið vel og íbúðirnar reynst góðar í endursölu. Lúxusíbúðir Við Sóltún 14–18 eru nú hafnar byggingaframkvæmdir við fjöl- býlishús með alls 32 íbúðum. Húsið er hannað af Hróbjarti Hróbjarts- syni og Karli Magnúsi Karlssyni, arkitektum hjá VA arkitektum. Þetta er 4–7 hæða lyftuhús með þremur stigahúsum. Tvær íbúðir eru á hæð í hverjum stigagangi, sem þýðir að mun færri íbúðir eru á hverjum stigapalli en venjan er. Innangengt er úr sameiginlegu bílageymsluhúsi beint í stigagang og lyftu. Stigahúsin eru mismunandi há. Það er gert til þess að aðgreina þau hvert frá öðru og hvert hús hefur líka sinn lit til þess að þau verði sjálfstæðari. Töluvert er í þetta hús lagt að utan, en það er einangrað að utan og klætt með álklæðningu og gluggar eru álklæddir trégluggar. Allt viðhald verður því í lágmarki. Íbúðirnar eru ýmist 2 herbergja og á bilinu 86–97 ferm. eða 3 her- bergja og 97–147 ferm. að stærð. Gert er ráð fyrir, að fyrstu íbúð- irnar verði tilbúnar til afhendingar í desember á næsta ári. En hver eru helstu áhersluatrið- in í hönnun þessara íbúða. „Ætl- unin er að hafa þessar íbúðir í hærri gæðaflokki en almennt ger- ist á markaðnum, sérstaklega vegna góðrar legu, en þetta er eft- irsótt svæði,“ segja arkitektarnir. „Þetta verða rúmgóðar íbúðir með stórum herbergjum. Íbúðirnar ná til tveggja og þriggja átta og tvennar svalir fylgja flestum íbúð- um. Íbúðirnar verða bjartar með stórum gluggum, sem sums staðar ná niður í gólf og einnig upp í loft, þannig að ljós og birta nái sem lengst inn í íbúðirnar. Lofthæð verður meiri en almennt gerist, sem gefur íbúðunum tígulegra og veglegra yfirbragð.“ „Með því að láta glugga ná niður á gólf mót suðri og vestri fá íbúð- irnar allt annað yfirbragð og verða miklu bjartari,“ segja arkitektarnir ennfemur. „Svalirnar tengjast þá íbúðunum enn betur. Leyfi er einn- ig fyrir því að setja svalaskjól yfir svalirnar og er það innbyggt í hönnunina. Það er samt ákvörðun íbúðareigenda hvers og eins. Þá er hægt að nýta svalirnar og stof- urnar mjög vel saman.“ Gólfhiti er í íbúðunum og mynd- dyrasími tengdur anddyri í öllum íbúðum. Sjónvarps- og símatenglar eru í stofu, borðkrók og herbergj- um. Vegna hita í gólfum eru engir ofnar í íbúðunum fyrir utan hand- klæðaofn í baðherbergjum og svo í sameign. „Þægindi íbúanna eru höfð í fyrirrúmi,“ segja arkitekt- arnir. „Þannig verður hljóðein- angrun milli íbúða eins og best verður á kosið með tvöföldu gólfi og vönduðum innveggjum. Þetta er gert þannig, að í gólfin er sett sér- stök hljóðdempandi einangrun og síðan lagður yfir 5 cm flotmúr. Þetta þýðir að gólfin í íbúðunum eru í rauninni tvöföld. Þetta er ekki ný aðferð hér á landi. Hún hefur verið notuð um árabil og reynst mjög vel.“ Íbúðirnar eru afhentar án gól- fefna nema á baðherbergjum og þvottahúsgólfum, sem verða flísa- lögð. Innréttingar verða mjög vandaðar og hægt að velja milli þriggja viðartegunda í innrétting- um og innihurðum. Í eldhúsi verða mjög vönduð tæki. Sameign verður fullfrágengin með flísum í anddyri og teppum á stigagöngum. Lóð verður fullfrá- gengin með malbikuðum og mál- uðum bílastæðum og hellulögðum stígum og við aðalanddyri verður snjóbræðsla sem og í niðurkeyrslu í bílageymsluhús. Sala fer vel af stað Kaupverð íbúðanna er að sjálf- sögðu mismunandi eftir stærð og staðsetningu, en 2 herb. íbúðirnar kosta frá 24,2 millj. og 3 herb. íbúðir frá 27,3 millj. kr. „Verð á þessum íbúðum er vissulega í hærri kantinum en þess ber að gæta, að þetta eru lúxusíbúðir,“ segir Eyjólfur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs ÍAV. „Það er afar mikið í þær lagt og ekki síður í húsið sjálft. Það er vandað til alls og góður frágang- ur í fyrirrúmi. Allt þetta kostar sitt og kemur að sjálfsögðu fram í verði.“ Sala á íbúðunum hófst fyrir mán- uði. „Markaðurinn hefur tekið þessum íbúðum afar vel og nær helmingur þeirra er þegar seldur,“ segir Eyjólfur „Það er einkum fólk sem á góða eign fyrir, sem kaupir þessar íbúðir. Þetta er gjarnan fólk, fimmtíu ára og eldra, sem er að fara úr stórum sérbýlum í minna. Þetta fólk þarf ekki á eins Góð hönnun og vandaður frágangur einkennir íbúðir ÍAV við Sóltún 14–18 Nýjar íbúðir í grónum hverfum vekja ávallt athygli þegar þær koma á markað. Við Sóltún 14–18 í Reykja- vík eru ÍAV að reisa fjölbýlishús með 32 íbúðum. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar íbúðir. Útlitsteikning af húsunum. Þau verða tvö með þremur stigahúsum frá fjórum upp í sjö hæðir og með 64 íbúðum alls. Húsin eru eins en framkvæmdir eru hafnar við húsið Sóltún 14–16–18 með 32 íbúðum. Þetta er 4–7 hæða lyftuhús og tvær íbúðir eru á hæð í hverjum stigagangi, sem þýðir að mun færri íbúðir eru á hverjum stigapalli en venjan er. Inn- angengt er úr sameiginlegu bílageymsluhúsi beint í stigagang og lyftu. Tölvuteikning af húsunum við Sóltún 8–18, þegar þau verða komin upp. Húsin munu falla vel inn í umhverfi sitt. Húsin eru samt vel aðgreind hvert frá öðru. Þau eru mismunandi há og mismunandi á litinn. Morgunblaðið/Golli Á byggingarstað. Frá vinstri: Karl Magnús Karlsson arkitekt, Hróbjartur Hró- bjartsson arkitekt, Guðmundur Konráðsson byggingastjóri, Inga Brynja Magn- úsdóttir sölufulltrúi, Hafsteinn Jónsson verkefnastjóri, Margrét Sveinbjörns- dóttir sölufulltrúi, Eyjólfur Gunnarsson framkv.stj. sölu- og markaðssviðs, Ragnar Thorarensen sölufulltrúi, Knútur Bjarnason sölufulltrúi og Arnar Freyr Reynisson markaðsfulltrúi. www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta glæsilega fullbúna 185 fm raðhús. Húsið er á tveimur hæðum og með innbyggðum bílskúr. Parket og flísar eru á gólfum. Hellulögð innkeyrsla og timburverönd. Hátt til lofts, innbyggð lýsing. Glæsilegt eldhús. Tvö baðherbergi. Verð 42,9 millj. Þór- unn tekur vel á móti ykkur. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali Opið hús í dag á milli 14 og 16 Skjólsalir 14 - Kópavogi Elín og Örn bjóða ykkur að skoða þessa fallegu, vel skipulögðu 4ra herbergja íbúð í Hamrahverfinu, Grafarvogi ásamt bílskúr, alls um 136 fermetrar. Parket og flísar á gólfum. Frábært útsýni. Stutt í alla þjónustu. Hús er nýlega viðgert og málað að utan. Falleg sameign. Flott íbúð með miklu útsýni á frábærum stað! Verð 27,5 millj. Laus fljótlega. Opið hús í dag á milli 14 og 16 Rauðhamrar 10 2.h.h. Í dag býðst ykkur að skoða sérlega glæsilega 104 fm 3ja herbergja endaíbúð á 3. hæð á þessum eftir- sótta stað. Grill suðursvalir. Parket á gólfum. Sérinngangur. Laus strax. Verð 19,9 millj. Opið hús í dag á milli 14 og 16 Laufrimi 26 3.h.v. Steini býður ykkur að skoða þessa fallegu og vel skipulögðu 98 fm 4ra herbergja íbúð. Íbúðin er á 1. hæð á fallegu húsi á þessum eftirsótta stað. Sérþvottahús er í íbúð. Hér er gott að búa og stutt í alla þjónustu. Verð 19,5 millj. Laus fljótlega. Opið hús í dag á milli 13 og 15 Breiðvangur 7 í Hafnarf. 1.h.v. Í dag býðst þér og þínum að skoða þetta fallega 85 fm parhús. Húsið er mikið endurnýjað og á einni hæð. Suðurgarður. Bílskúrsréttur. Parket og flísar á gólfum. Verð 24,9 millj. Húsið er laust strax! Opið hús í dag á milli 15 og 17 Krummahólar 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.