Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 46
46 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL SALA - VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA Á SKRÁ SUÐURMÝRI - SELTJARNARNES Gríð- arlega fallegt 181 fm parhús á tveimur hæðum. Húsið er einstaklega vandað að allri gerð. Allur frágangur að utan er til fyrirmyndar og er húsið nánast viðhaldsfrítt með litaðri álklæðningu og steinuðum veggjum. Falleg verönd með steinflís- um og vönduðum skjólveggjum. Að innan er hús- ið einkar glæsilegt og vel skipulagt enda allt hannað af innanhúsarkitekt. Samstætt tréverk er í öllu húsinu og allt sérsmíðað. Mjög vandaðar flísalagnir á böðum. Einstaklega falleg innbyggð lýsing og mikið lagt í allt rafmagn. Verð 52,9 milljónir. LOGAFOLD - GRAFARVOGI Mjög falleg 185,1 fm efri sérhæð ásamt innbyggðum bílskúr. Bílskúrinn er samkvæmt FMR skráður 24,3 fm en er í raun 27 fm ásamt 3 fm geysmlu. Hæðin er staðsett á góðum stað í Grafarvoginum þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir. Húsið er í góðu ástand að utan með fallegu plani og afgirtri verönd þar sem er heitur pottur og gróinn garður. Hæðin nýtist sérlega vel enda öll rými rúmgóð og vel skipulögð. Íbúðin skiptist í rúmgóðar stofur, sjónvarpshol, fjögur góð herbergi, gestasnyrt- ingu, stórt baðherbergi sem flísalagt er í hólf og gólf með baðkari og sturtu, fallegt eldhús og þvottahús. Að innan er húsið í góðu ástandi með fallegum innréttingum og ágætum gólfefnum. Hér er um að ræða fallega hæð á góðum stað. Komin er vísir að sólstofu á hluta svala og eru komnir útveggir og fylgir útihurð og opnanleg fög Verð 39,9 milljónir. KLEIFARVEGUR - EINSTAKT TÆKI- FÆRI Á þessum einstaka og eftirsótta stað er til sölu mjög sérstakt og fallegt einbýlishús á tveim- ur hæðum ásamt sérstæðum 26 fm bílskúr. Lóðin er 740 fm og stendur húsið mjög frítt í umhverfi sínu og nýtur þar með gríðarlega fallegs útsýnis yfir Laugardalinn og út á flóann. Húsið er byggt í s.k. “funkisstíl” með mjög hreinum línu og formi. Húsið býður upp á mjög fjölbreytta og skemmti- lega stækkunar- og breytingarmöguleika og liggja fyrir hugmyndir að nokkrum slíkum. Hús- eignin sjálf virðist við einfalda skoðun vera í mjög góðu ástandi, þ.e. gler og gluggar, lagnir, þak og steypa. Að innan þarfnast húsið hins vegar tölu- verðrar endurnýjunar á innréttingum og gólfefn- um. Brynjar Harðarson sýnir húsið og gefur upp- lýsingar í síma 840-4040. KELDULAND - FOSSVOGI Sérlega falleg, björt og vel skipulögð 3ja - 4ra herbergja 86 fm íbúð á 2. hæð í vel viðhöldnu fjölbýli. Íbúðin hef- ur verið mikið endurnýjuð m.a. hefur verið skipt um eldhúsinnréttingu, hurðir og gólfefni. Fallegt útsýni yfir Fossvogsdalinn. Gott þvottahús og þurrkherbergi er í kjallara. Snyrtileg lóð með stórri grasflöt. Rólegt og barnvænt hverfi. Stutt í skóla, leikskóla, íþróttir og alla þjónustu. Í heild er hér um að ræða mjög góða eign í vinsælu hverfi. Verð 20,9 milljónir. BLÖNDUBAKKI - MEÐ HERBERGI Í KJALLARA Rúmgóð og björt 4ra herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í góðu fjölbýli ásamt her- bergi í kjallara. Húsið er tiltölulega nýmálað og sameign er snyrtileg. Íbúðinni fylgir stór geymsla á jarðhæð ásamt herbergi sem hægt er að leigja út. Húseignin er einstaklega vel staðsett með til- liti til skóla, samgangna og allrar þjónustu, s.s. verslana sem eru á næstu grösum og stutt er í Mjóddina. Verð 18,4 milljónir. ÁSGARÐUR Góð 4ra herbergja 88,9 fm íbúð með sérinngang frá svölum í góð fjórbýli. Gott út- sýni yfir Fossvogsdalinn. Íbúðinni fylgir góð geymsla og ágæt sameign. Rólegt og barnvænt hverfi. Stutt í skóla, leikskóla, íþróttir og alla þjónustu. Verð 18,9 milljónir. 4 - 6 HERBERGJA LUNDARBREKKA - HORNÍBÚÐ ENGJASEL LINDARGATA - ÞAKÍBÚÐ ÁLFASKEIÐ - HAFNARFIRÐI LÆKJARGATA - HAFNARFIRÐI “RAFA REITURINN” HAMRAVÍK - GLÆSILEG ÍBÚÐ SKÚLAGATA - GLÆSILEG ÍBÚÐ Mjög góð 3ja herbergja íbúð í þessu vinsæla lyftuhúsi fyrir eldri borgara í miðborg Reykjavíkur. Íbúðin er á 2. hæð með tveimur svölum í norður og vestur þaðan sem er fallegt útsýni út á Faxa- flóann og til Esjunnar. Svalirnar í norður eru yfirbyggðar en hægt er að opna þær að stórum hluta. Íbúðin er sérlega vönduð með samstæðum mahogny innréttingum. Bæði húseign og íbúð er sérhönnuð fyrir þarfir eldri borgara. Húsið er staðsett alveg við Vitatorg en þaðan geta íbúar fengið keypta þjónustu auk þess að sækja ýmsa þjónustu þangað. Í heild er hér um að ræða mjög góða íbúð á vinsælum stað. Verð 27,9 milljónir. STEINASEL - LÍTIÐ “SÉRBÝLI” Góð 3ja herbergja 74,9 fm íbúð í fallegri götu í Seljahverfinu. Íbúðin er algerlega sér, þ.e. sérinn- gangur, sérhiti og rafmagn, ásamt sérbílastæði og geymslu. Fallegur garður er við íbúðina með sér afnotarétti. Þetta er sérlega skemmtileg eign með alla kosti sérbýlis. Verð 17,8 milljónir. LYNGRIMI - GLÆSILEGT EINBÝLI Mjög glæsilegt og vandað 182 fm einbýlishús á þessum vinsæla stað í Grafarvoginum. Húsið sem er staðsett í lokuðum botnlanga skiptist í hæð og ris ásamt sérstæðum bílskúr sem innréttaður hefur verið sem íbúð. Húsið er allt hið glæsilegasta með mikili lofthæð, samstæðum mahogny innréttingum og vönduðum gólfefnum. Vandaður hringstigi er í miðju húsinu. Umhverfis húsið eru fallegar verandir, vandaðir pallar ásamt skjólveggjum við suðurhlið hússins en göngustígar og bílaplan fyrir framan húsið eru heilsteypt og stimpluð. Húsið er vel staðsett í rólegu og barnvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, golfvöll, íþróttir og aðra þjónustu. SPORHAMRAR - GLÆSILEG ENDAÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR Stór og falleg 108,4 fm endaíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli ásamt 19,9 fm sérstæðum bílskúr. Óviðjafnanlegt útsýni, útbyggður gluggi, góðar suðursvalir. Sérþvottahús. Mjög snyrtileg sameign og hús í góðu standi. Verð 23,9 milljónir. KIRKJULUNDUR - GARÐABÆR Mjög góð 2ja herbergja 70,4 fm endaíbúð á 3. hæð (efstu) í mjög fallegu lyftuhúsi fyrir eldri borg- ara á þessum frábæra stað miðsvæðis í Garðabæ. Íbúðinni fylgir sérstæði í bílageymslu, sér geymsla og hlutdeild í sameiginlegri fundar- og eldhúsaðstöðu í kjallara. Sérinngangur er í íbúð- ina. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni og góðar suðvestur svalir. Gríðarlega góð aðkoma er að hús- inu sem er mjög fallegt og lóðin stórglæsileg. Gólfefni eru parket og flísar. Mjög stutt í alla þjón- ustu við Garðatorg. Verð 21,9 milljónir. ANDRÉSBRUNNUR - GLÆSILEG ÍBÚÐ NEÐST Í BOTNLANGA Stórglæsileg 4ra herbergja 113 fm íbúð á jarðhæð í mjög nýlegu lyftuhúsi á þessum glæsilega út- sýnisstað neðst í botnlanga í Grafarholtinu. Íbúðinni fylgir stórt stæði í lokaðri bílageymslu þar sem einnig er gott geymslupláss og góður sérafnotareitur í garði. Sérþvottahús og geymsla í íbúð. Allar innréttingar eru mjög glæsilegar úr eik. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með góðri innréttingu og upphengdu wc. Eldhúsið er einstaklega glæsilegt með fallegri innréttingu og gaseldavél. Gólfefni í íbúðinni eru parket og flísar. Eina sameiginlega er hjóla- og vagnageymsla. Um er að ræða gríðarlega fallega íbúð á mjög rólegum og barnvænum stað. Verð 26,9 milljónir. SELJAVEGUR - NÝ UPPGERÐ Rúmgóð og björt 66,1 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin hefur glugga til norð- urs og suðurs. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð að innan með fallegum innréttingu og tækjum. Sérlega góð íbúð á skemmtilegum stað í Vesturbænum með góðri tengingu við miðborg Reykja- víkur. Verð 15,9 milljónir. VESTURÁS - RAÐHÚS Á TVEIMU HÆÐUM Glæsilegt 263,2 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr á eftirsóttum útsýnisstað í Selásnum. Húsið er sérlega vel staðsett í Árbæjarhverfinu enda stutt í alla þjónustu, s.s. skóla, íþróttir og útivistarsvæði. Fallegar innréttingar eru í húsinu. Húsið er vel skipulagt með stórum stofum og eldhúsi á efri hæð en á neðri hæðinni eru herbergi, stórt baðherbergi og útgrafið rými sem nýtist sérstaklega vel. Hér er um að ræða mjög gott fjölskylduhús í fallegu grónu hverfi. Verð 43,8 milljónir. SÓLHEIMAR - STÓRKOSTLEGT ÚT- SÝNI LYNGMÓAR - GARÐABÆ BARÐASTAÐIR - ÚTSÝNISSTAÐUR BÁSENDI BREIÐAVÍK - GRAFARVOGI BOÐAGRANDI - VESTURBÆ GRÆNLANDSLEIÐ SUMARHÚS - BORGARLEYNI GRÍMS- NESI HÚS TIL FLUTNINGS GRÆNLANDSLEIÐ - NÝBYGGINGAR Á EINSTÖKUM ÚTSÝNISSTAÐ Glæsi- legar og óviðjafnanlega vel staðsettar sérhæðir í nýjum parhúsum á einstökum útsýnisstað. Hús- eignirnar skiptast annars vegar í glæsilegar efri sérhæðir með óvenju stórum innbyggðum bíl- skúr þar sem allt er sér, s.s. inngangur, þvotta- hús og hiti. Hins vegar er um að ræða glæsileg 2ja herb. neðri sérhæðir. Húseignirnar eru full- búnar að utan en tilb. til innr. að innan, fyrir utan eina neðri sérhæð sem selst fullfrágengin. Staðsetningin er mjög skemmtileg á stórkostleg- um útsýnisstað. SÉRBÝLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.