Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 20
20 F MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Á UNDANFÖRNUM árum hefur áhugi á hönnun vaxið verulega og farvegur hefur skapast til að læra hönnun hér heima sem vonandi á eftir að vaxa og dafna. Margir munu þó halda til útlanda og bera með sér til baka hugmyndir og reynslu frá ýmsum þjóðum auk þess sem þeim gefst kostur á sérhæfðara námi en hér er hægt að fá. Áður voru gæði lýsingar mest mæld í magni ljóss en minni áhersla lögð á litendurgjöf, glýju (það er þegar birta innan sjónsviðs verður svo miklu meiri en umhverfisbirta að óþægindum valdi), jafnleika og ann- að sem veldur því að okkur líður vel. Nú er mun meira horft til gæða lýs- ingar fremur en magns og fjölbreyti- leikar í lýsingu hafa aukist. Auk þess hefur sjónum verið beint í auknum mæli á undanförnum árum að sjón- mengun, hugtaki sem vart þekktist fyrir nokkrum áratugum. Aukin lýsing utanhúss er oft til- komin vegna krafna um meira ör- yggi auk þess sem æ fleiri hafa áhuga á að lýsa upp nánasta um- hverfi sitt, hús og garða. Þetta veld- ur því svo oft að nágrannalóðir og hús lýsast upp, íbúum þeirra húsa oft til lítillar ánægju. Kastarar og götuljós lýsa oft ómarkvisst og valda glýju og stjörnuhiminninn er löngu horfinn þeim sem búa í stærri bæj- um. Félag um lýsingu Ljóstæknifélag Íslands er 50 ára gamalt félag sem hefur það að mark- miði að stuðla að betri lýsingu og sjónskilyrðum. Undanfarin ár hefur starf þess eflst og nýverið gaf félagið út heftið Góð lýsing á heimilinu sem hægt er að fá endurgjaldslaust hjá helstu söluaðilum lýsingarbúnaðar og á stafrænu formi á heimasíðu fé- lagsins www.ljos.org. Einnig hefur félagið nýlega gefið út ritið Neyð- arlýsing og ritið Götu- og veglýsing og nú í þessum mánuði er félagið að gefa út ritið Ljós og rými – gæða- viðmið fyrir lýsingu innanhúss en í henni er jafnframt tafla með íslensk- um staðli um lýsingu hinna ýmsu rýma. Tímaritið Ljós sem Hönn- unarhúsið gefur út í samstarfi við Ljóstæknifélagið kemur út að jafn- aði tvisvar á ári og er dreift á arki- tekta- og verkfræðistofur og víðar auk þess sem það liggur frammi hjá stærstu söluaðilum lýsingarbúnaðar. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á lýsingu, fagfólki sem áhugafólki, auk þess sem fyrirtæki og stofnanir geta haft aðild að félag- inu. Félagið heldur reglulega fræðslufundi og ný og endurbætt heimasíða er í smíðum, með fjöl- breyttum upplýsingum um lýsingu. Samkeppni um hönnun Í sumar náðist athyglisvert sam- starf á milli Ljóstæknifélags Ís- Hönnun á ljóskeri Markmiðið er að auka áhuga á hönnun góðrar lýs- ingar og ljóskera. Guðni Gíslason, innanhússarkitekt og ritstjóri tímaritsins Ljóss, fjallar hér um sam- keppni um hönnun á ljóskeri. Guðni Gíslason Ljós er eins og pensill sem mála má með, ekki síst með aðstoð myndavélarinnar.Guðni Gíslason Jón Guðmundsson sölustjóri Hof fasteignasala Síðumúla 24 Sími 564 6464 Fax 564 6466 Guðmundur Björn Steinþórsson löggiltur fasteignasali www.hofid.is EIGNIR VIKUNNAR Sóleyjarimi 43 - Nýtt Vorum að fá í sölu 210 fm tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr. Eignin afhendist fullbúin að utan en rúmlega fokhelt að innan, ný InnX eldhúsinnrétting (hvít með innfelldum álhöldum, án borðplatna) og forstofuskápur fylgir með óuppsett. Á neðri hæð er bílskúr, forstofa, salerni, stofa og eldhús. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, sjónvarpsherbergi, baðherbergi, geymsla og þvottaherbergi. Húsið er klárt til áframhaldandi vinnu kaupanda. Verð 29 millj. Hraunbær - Laus - Aukaherb. Mjög góð 118 fm endaíbúð á 2. hæð í nýlega viðgerðu húsi. Hol og stofa með ljósum flísum á gólfi, rúmgott eldhús með upphafl. innr. Íbúðin er innréttuð með þremur svefnherbergjum en þau gætu verið fjögur, auk íbúðarherbergis í kjallara. Góðar suðursvalir. Fallegur verðlaunagarður í suður. Verð 19,8 millj. Akurvellir - Nýtt - Hf. Vorum að fá í sölu nýjar og glæsilegar 5 herbergja 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna og með glæsilegum innréttingum og gæða tækjum. Stórar og góðar svalir með íbúðum á 2 og 3. hæð og sér lóð með íbúðum á jarðhæð. Teikingar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 29,4 millj. Fróðengi - Penthouse Glæsileg 4-5 herbergja íbúð á tveimur hæðum í fjölbýlishúsi ásamt tveimur stæðum í bílageymslu, alls 214 fm. Á neðri hæð er hol, baðherbergi, herbergi, eldhús og borðstofa. Á efri hæð er stórt svefnherbergi með fataherbergi inn af, flísalagt baðherbergi með nudd hornbaðkari, sjónvarpshol og stofa með arni. Tvennar svalir 9 og 18 fm. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Glæsilegt útsýni. Verð 34,9 millj. Mánalind - Glæsieign Vorum að fá í einkasölu 237 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Skiptist í stórar stofur, stórt eldhús, fjögur svefnherb., baðherbergi og gestasnyrtingu. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og vönduð gólfefni. Suðursvalir og 120 fm sólpallur með góðri skjólgirðingu út af efri hæðinni. Verð 65 millj. Logafold - Glæsieign Glæsilegt 325 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæð er m.a. stórar stofur með mikilli lofthæð, eldhús með stóru búri innaf, flísalagt baðherb. og stórt svefnherbergi. Á neðri hæð eru þrjú mjög stór herbergi, flísalagt baðherb., stór geymsla og 70 fm bílskúr. Suðursvalir út af borðstofu og aðrar extra stórar út af holi (yfir hl. bílskúrs). Allar innréttingar og innihurðir eru sérsmíðaðar úr eik. Massíft eikarparket og náttúrusteinn á gólfi. Allar útihurðir og þakkantur úr harðviði. Glæsileg útsýnislóð innst í botnlanga sem liggur að óbyggðu svæði. Verð 69 millj. Starhólmi - Laust Vandað 244 fm einbýlishús á tveimur hæðum með stórum innbyggðum bílskúr og litlu frístandandi gróðurhúsi. Efri hæðin skiptist í forstofu, gang/hol, stóra stofu, eldhús, baðherb. og fjögur svefnherbergi. Innaf hjónaherbergi er sér baðherbergi. Neðri hæðin skiptist í hol, þvottahús, svefnherb., hobby herb., snyrtingu, herbergi með sauna og sturtu og ca 60 fm bílskúr með gryfju. Húsið stendur á fallegri hornlóð. Verð 45 millj. Akurvellir - Nýtt - Hf. Vorum að fá í sölu nýja glæsilega 4ra herbergja 144 fm íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýlishúsi á þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna og með glæsilegum innréttingum og gæða tækjum. Stór og góð sér lóð. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Verð 28 millj. Hvassaleiti - Laus Mjög góð 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er opin og björt með 2 til 3 svefnherbergjum. Eldhús er opið fram í hol og baðherbergi flísalagt með þvottaaðstöðu. Stofa björt og falleg með vestur svölum út af. Gervihnattadiskur fylgir íbúð. Verð 19 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.