Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.09.1970, Blaðsíða 3
TIMINN 3 Fundu annað dýnamitbyrgi KJ-Mývatnssveit, SB-Reykjavík, mánudag. Eftir ábendingu 80 ára gam- 'allar konu í Mývatnssveit í dag, var farið að athuga um auna'ð' dýnamitgeymslubyrgi í landi Geirastaða. Eftir stutta leit, fannst þetta byrgi og er það skammt sunnan við byrg- ið, sem áður hefur verið sagt frá og birt mynd af í Tíman- um, og er eins með þetta byrgi og það fyrra, að mjög auðvelt er að komast inn í það. Fréttamaður Títnans fór að þessu síðara byrgi í dag og sfcoðaði verksummerki. Þetta er gamall hellir, um 5x5 metrar að stærð, en hæð undir loft er um hálfur annar metri. Göt era á byrginu. bæði framan og aftan til, en málamyndahurð læst með gömlum og ryðguð- um las, er á framhlið. Til sía hvorrar handar við þessa hurð, hefur verið hlaðið upp'vegg, en faann er nú sums staðar hrun inm, svo auðvelt er að komast þar inn. f þessu byrgi mátti í dag sjá þrjá málmkassa, sem fcunmugir segja, að hvellhettur hafi verið í, og mun einn feass- inn hafa verið óupptekinn, en eitthvað af hvellhettum í hin- um. Ofaa á málmkössunum var síðan tréfcassi, styrfctur með járni úr olíudósum og skiptist kassinn í 10 hólf og á honum var sérstök ól. Mátti sjá í hólfunum hvell- hettuþræði, rauða að lit og segja þeir, sem til þekfeja, að þetta sé hvellhettukassinn sem notaður var, þegar framkvæmd ir vóru við Mývatnsósa, í landi Geirastaða. Þess má geta, að venjulega eru hvellhettur og dýnamit geymt á sitt hvorum staðnum og kemur það hér heim og saman, að Laxárvirfcjuu hefur geymt dýnamitið í öðrum helli, nær Geirastöðum, en hvellbett urnar í þessum og frá þvi fram kvæmdum lauk við Miðkvísl, hefur greiailega ekki verið hreyft við þessum hellum af hálfu Laxárvirkjunar. Mývetningar tilkynntu yfir- völdunum œn fund þennan í dag og mun þessi fundur sjálf sagt hafa sitt að segja í Mið- kvíslarmálinu svonefnda. fcn ^ 0 ^^^^¦^•^•^•^•^^^•^ ^^ *-~<m-^*~^^-^^* I Réttarhöld Framfaald af bls. 1 ®em sfcrýtin leið væri faón, því imelS því að fana norður fyrir vatn- ið, fóru þeir um 30 km krók. Dóm- arinn skoðaði verksiumnierki við Miðkvísl með tilsögn Jóns Haralds sonar, en að lokimni sfcoðun, var haldið til félagsheimilisins í Skiól brefckn. Þar hófst eins og áður seg ir rétfcarhald í Miökvíslarmálinu ©g fcom fyrstur fyrir réttinn Jón Haraldsson, stöðvarstjóri í Laxár- virkjun. Fyrir réttinn kom auk Jóns í dag, tveir lögreglumenn frá Húsavík, sem komu á staðinn á þriðjudagskvöldið og sr. Örn Frið rifcsson, sóknarprestuT á Skútu- stöðum, en hann tók myndir, er Mývetningar og aðrir Þingeying- ar hófn aSgerðir við Miðkvísl á þriðjudaginn. Lðgð var fram ein mynd fyrir réttinum, en sr. Örn mun leggja fram við réttarhðldin á morgun fleiri myndir af atburð inum. Þá voru í dag lögð fram nokkur skjöl við réttarhaldið og sagði Steinigrímur Gauitar Krist- jánsson, fréttamanni Tímans, sem staddur er í Mývatnssveit, að ann- að skjalið befði verið undirritað af 88 mðnnum, en hitt af 82. ÍÞað skjal, sem 88 menn rituðu undir, var á þá leið, að sðgn Stein gríms að þeir, sem undir rituðu hefðu verið viðstaddir atburðinn á þriðiudagskvðld og segja iafn- fram, að mannvirkin við Mið- kvísl hafi verið reist án leyfis. Þá segir í yfirlýsingunni, að allt framferði Laxárvirkjunarstj órn ar í þessu máli, sé lagabrot. Síðar í yfirlýsingunni segir, að þeir telji það fráleitt, að fyrirskipa oDÍnbera rannsókn í máli þessu, en vísa beri því til skipaðra sátta- semjara, sem eru Jóhann Skapta- son, sýslumaður á Húsavík og Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti á Afcureyri. í seinna skjalinu, sem undirrit að er af 82 mönnum, Mývetning um og öðrum Þingeyingum og fólki annars staðar að af landinu, segir orðrrétt: — „Við undrrituð studdum framkvæm'd þess verkn- aðar, er framinn var við Miðkvísl, 25. á"úst 1970 og veittum því lið- sinni í orði eða vciki." Þá sagði Steingrímur Gautur, að fleiri vitni yrðu leidd á morg un og mun hann þá hafa átt við, að það sé vitni, sem aðild áttu að atburðinum við Miðkvís: á þriiðju- daginn. Aðspurður sagði Stein grímiur Gautur, að rannsóknin í sambandi við dýniamitið, beindist að því hvar dýnamitið hefði feng; izt Hætt kominn Framhnln af bls. 6 inm mun hafa losnað, án þess að félagarnir yrðu þess varir, ea bátinn fyllti og hvolfdi honum. Jóni tófcst að ná lamdi, en Markus barst niður Stórafoss og hlaut höfuðhögg og skrámur. Neðan við fossinn voru menn að veiða og höfðu þeir tiltækan bát, rera út og náðu Markúsi, sem síðan var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík. Talið er að vöðlur miklar, sem hann var í og náðu upp uadir hendur, hafi fcomið í veg fyrir, að hann syfcki. \ Flugvé! Flugfragts affermd á flugvc-llinum við Sauöárkrök. HEIMILISTÆKI FLUTT BEINT ÚT Á LAND GÓ-Sauðárkróki. Flugvél frá fyTÍrtækinu Flug- fragt, kom bimgað til Sauðárkróks s.l. laugardag. Vélin flutti farm af heimilistækjum frá A.E.G. í Vestur-Þýzkalandi. Bræðurnir Ormsson h.f.,^ sem hafa umboð fyrir A.E.G. á fslandi, gerðu tilraun með iþessa flutninga nú fyrir skömmu. Var þá flogið beint til Reykjavíkur. S-ú tilraun gaf góða raun. Verðið reyndist svipað, og stafar það af minni um búðafcostnaði og ýmisfcomar hag- ræðingu sem leiddi til verðlækk unar hjá framleiðendum. Lfkur á skemmdum eru mikið miani en í skipafragt. En þessar vörur eru mjög viðfcvæmar í flutningi. f þessari ferð. sem nú var farin var farið með fisfc út, og síðan fullfermi af vörum frá A.E.G. í Nurnberg og Rotenburg beint til Egilsstaða, Akureyrar, Saufl- árkróks. Hingað flutti vélin eldavélar, þvottavélar, kælisbápa og frysti- kistur til Kaupfélags Skagfirðinga. Hugmyindin er að framhald verði á þessum flutningum. Er þetta í fyrsta skipti, sem vöruflutningaflrjgvél fcemur hing- að með v6rur beint frá framleiðslu fyrirtækiau erlendis, og er eng- inn vafi á því að hér er mjög I og samgönigumálum fyrir dreif- merk tilraun að ræða í flutninga I býlið. SÝNIRÁ MOKKA FB-Reyfcjavík, mánudag. Sigunþór Eiríkssan hefur oonað sýningu á Mokka. Á sýningunni eru 18 myndir, aðallega vatnslita mvndir, og eru þær allar til sölu. og verðið frá 1000 í 2500 fcrónUr. Sigurþór er skrúðgarðameistari, en hefur lagt stund á málaralist sér til dægrastyttiagar og ánægju. Hann hefur ekki áður haldið einka sýningu ,en hins vegar einu sinni tekið þátt í samsýningu Frístunda málara. — Myndin er af einu lista verkanna. (Tímamynd — GE) GÁMLIR STÓLAR RUGGU- BEZTA SÖLUVARAN 1 SB-Reykjavík, ínanudag. Verzlunin Antik-húsgögn, sem opnuð var fyrir ári í Síðu múla 14, er nú flutt í Nóatúns- húsið. Jafnframt hefur fjöl- breytni vörunnar þar aukizt tals vert, því að nú fást þar ásamt gömlum gripum, blóm og minja gripir. Eigandi Antik-hiísgagna cr Gunnar Jóhannsson, en í ráði er að stofna á næstunni hlutafélag um verzlunina. Antik-húsgögn er fyrsta fyrir tækið, sem flytur í 3ja áfanga Nóatúnshússins, en væntanlega mranu verða þar 10 fyrirtæki til viðbótar þeim 1S, sem þeg- ar eru í fyrri áföngunum tveim ur. Nóatúnshúsið verður þá orðið eins konar alhliða þjón- ustumiðstöð. Þar eru skóvinnu stofa, fatahreinsun, hárgreiðslu stofa, auk fjClda sérverzlana og kjörbúðar. Antiik-húsgögn hafa fengið þama 150 fermetra húsnæði, og þar er vel fullt inni, af gömlum dýrgripum og blómum, en þarna verður einnig útibú frá Blómaverzluninni Dögg i Álfheimum. Guanar Jóhanns- son, eigandi Antik-húsgagna, sagði í dag á fundi með frétta- mönnum, að þetta nýja hús- næði væri í alla staði mun hag kvæmara en hið fyrra, þar sem það var á annarri hæð og flytja varð öll húsgögn upp og niður stiga. Þarna er verzlunin hins vegar á jarðhæð og meira mið svæðis í bænum. Þá sagði haan, að áhugi á gömlu húsgögnun- um færi vaxandi. sérstaklega meðal ungs fólks, og nú vildi það helzt hluti, sem væru raun verulega gamlir, en efcki eftir- líkingar. Fólkið kemur hérna oft til að fylgjast með, hvort komið hefur eitthvað „nýtt" gamalt. Þetta er mikið sama fólfcið, sem skiptir við okfcur. Gunnar sagði og, að hlutirnir væru mestmegnis úr Reykja- vík, en þó svolítið utan af landi. Ailt er tekið í umboðs- sölu og aSeins eslt gegn staS- greiSslu. ÞaS er eias gott aS hafa með sér nóg í buddunni, þegar maður verzlar i svona verzlunum, því dýrgripir eru að sjálfsögðu dýrir. Nýlega seldi Gunnar danskar borðstofu mublur, borð og sex stóla, fyrir 190 þús. kr. Þarna getur aS líta fagurlega útskorna skápa meS speglum, margs konar stóla og smáborð, vasa og kaffi- stell, veggteppi og myndir, allt gamalt, en auk þess selur Gunnar nýsmíðuð húsgögn frá Trésmiðjunni Kvisti. Töluverð hreyfing er alltaf á þessu, sagði Gunnar, — og alltaf kæmi nýtt í hverri viku og alltaf seldist. Mesta eftirspurnin er eftir gömlutn ruggustólum, og þá gömlum í „alvörunni" en ekki þeim sern líta bara þannig út. Eiastakir útskornir stólar eru líka alltaf vinsælir og standa sjaldan lengi við. Verzlunin Antik-húsgðgn i Nóatúashúsinu, Hátúni 4a, verð ur opin alla virka daga frá k! 10,00—18,00, laugardaga frá kl. 10,00—22,00 og sunnudaga frá kl. 13,00—22,00. Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.