Tíminn - 08.09.1970, Page 2

Tíminn - 08.09.1970, Page 2
TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 8- sept. lOTð Þessi mynd er af nýrri flugvél nýstofnaðs flugfélags í Vestmannaeyjum, Flugleiða h.f. Vélin er af gerð- inni Piper Apache og er nýlega komin til landsins. Hún er tilbúin til leiguflugs hvert á land sem er og þar að auki er hún sjúkraflugvél og hefur þegar farið nokkur sjúkraflug og sýnt að það er heppilegt að hafa sjúkraflugvél í Eyjum. Eigendur Flugleiða h.f. eru nokkuð margir og þ.á.m. margir útgerðarmenn og skipstjórar. Flugmaður á vélinni og aðalframkyæmdastjóri félagsins er Hallgrímur Hallgrímsson. (Tímamynd HE). 192 INNKAUPASTJORAR SÓHU KAUPSTEFNUNA Landsþing Samb. ísl. sveitarfél. hefst í dag EJ-Reykjavík, mánudag. Á morgun, þriðjudag, hefst 9. landsþing sambands ísl. sveitar- félaga að Hótel Sögu, og stendur það fram á fimmtudag. Þingfundir hefjast á þriðjudag- inn kl. 10 með setningarávarpi for manns satnbandsins, Páls Líndal, en einnin flytja ávarp Emil Jóns- son, félagsmálaráðherra og Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. Eftir hádegi á þriðjudag verða flutt erindi, og umræður fara fram um þau. M.a. mun Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, flytja erindi er hann nefnir „Ný viðhorf í skatta- málum“. Á miðvikudaginn hefst fundur með því að menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, svarar fyrir- spurnum þingfulltrúa um skóla- mál. Nefndarstörf verða síðdegis sama dag, en á fimmtudaginn verða nefndarálit lögð fram og afgreidd, en síðdegis þann dag verða stjórnarkosningar. Um kvöld ið sitja þingfulltrúar kvöldverðar boð borgarstjórans og félagsmála- ráðherra. UPPELDIS- OG LÖGFRÆÐI- HANDBÆKUR FYRIR ALÞÝÐU Haustkaupstefnunni „fslenzkur fatnaður“ lauk í Laugárdalshöll- inni W. 18,00 á sunnudag og hafði þá staðið í fjóra daga. Aðsókn að kaupstefnunni hefur aldrei verið meiri en nú, en samtals sóttu hana 192 innkaupastjórar, þar af 87 utan af landi. Er þetta 45% aukn ing á fjölda innkaupastjóra frá sið- ustu kaupstfcfnu,,, Var þetta fimmta reglulega kaúpstefna - „ísienzks fatnaðar“, sem haidin hefur verið, en h°* Félag íslenzkra iðnrekend- gengst fyrdr þeim. Tuttugu og f jögur fyrirtæki toku a® þessu sinni þátt í kaupstefnunni. Framhald ð bis 14 Námskeið fyrir verzlunar- stjóra kaupfélaganna SJ-Reykjavík, mánudag. f þessum mánuðl efnir Skipulags deild SÍS til námskeiða fyrir verzl unarstjóra hjá kaupfélögunum. Að alleiðbeinendur eru þeir H) Hans- en og Kristinn Ketilsson, en á námskeiðum þessum er fjallað um öll helztu vandamál og vinnubrögð í verzlun. Fyrsta námskeiðið var á Þing-i eyri 1. og 2. þ.m., á morgun, þriðjudag 8. sept. og miðvikudag 9. verður námskeið á Egilsstöð-I um, hið þriðja á Akureyri 1S. og; 16. og í Reykjavík 22. og 23. sept. j en það námskeið verður sennilega- endurtekið. Guðrún Hallgrímsdóttir flytur Melavöllur kl. 18.30. í dag, þriðjudaginn 8. september leika: KR I.B.K. Mótanefnd. Barnaskólann aö Varmá, Mosfellssveit vantar kennara. Upplýsingar í sima 66-222. erindi um kjötvörur og hreinlæti á námskeiðunnm. en á Þingeyri sá Jón Reynir Magnúson um þann þátt. Þorbergur Eysteinsson, for- stöðumaður, og Guðmundur Ólafs son, báðir frá Birgðastöð SÍS, ræða við þátttakendur á nám- skeiðunum. Námskeiðin fara fram á íslenzku og dönsku. Þátttakendum til leið- beiningar hefur verið gefin út ítarleg handbók, sem hefur m.a. inni að halda íslenzkar þýðingar á öllum erindum, sem flutt eru á dönsku. Námskeiðið á Þingeyri tókst mjög vel og þátttaka var þar ágæt. Samtals munu á annað hundrað manns sækja námskeið þessi. EB-Reykjavík, mánudag. Bókaútgáfan Öm og Örlygur h.f. mun f þesum mánuði senda á markað handbók um barnauppeldi, sem sérstaWega er ætluð foreldr- um, þótt hún eigi einnig erindi til kennara, fóstra og alls starfs- fólks í skólum, dagheimilum og 'ðrum uppeldisstofnunum. Höfund 'r bókarinnar er fyrir löngu orð- inn heimsfrægur maður fyrir skrif sin um barnauppeldi og gjaman nefndur Dr. Spock barnasálfræð- innar. Hann heitir dr. Haim Ginott. Bókin er þýdd af Birni Jónssyni, skólastjóra Hagaskóla, og formála ritar Jónas Pálsson, sálfræðingur, forstöðuma'ður sál- fræðiþjónustu skóla í Reykjavik. Höfundur hefur þann hátt á, að hann segir ótal sögur máli sínu til skýringar. Á frummálinu nefn- ist bóWn Between Parent and Child. Á s.l. ári sendi bókaútgáfan frá sér Lögfræðihandibók fyrir almenn ing, eftir dr. Gunnar G. Schram. Bókin fjallaði á alþýðlegan hátt um meginatriði persónu-, sif ja- og erfðaréttar og fékk samstundis hinar beztu móttökur almennings. Hún er nú víðast hvar uppseld og því hefur útgáfan sent frá sór aðra útgáfu bókarinnar, með þeim breytingum, sem tilheyrandi laga breytingar hafa gert nauðsynleg- ar. Að öðru leyti er meginmál og efnisskipan bókarinnar í höfuð- atriðum óbreytt- — Að þvi er blaðinu var tjáð, þá hafa einstaka skólar tekið bókina í notkun við kennslu í félagsfræðum. Stjórn Laxárvirkjunar sendir út greinargerð EJ-Reykjavík, mánudag. Blaðinu barst í dag löng grein- argerð frá stjóm Laxárvirkjunar „vegna miðlunarmannvirkja Lax- árvirkjunar við Mývatn“. Verður greinargerð þessi birt i heild í biaðinu einhvern næstu daga, en í henni eru færð rök fyrir því, að þessar umdeildu framkvæmdir hafi verið fullkomlega löglegar, og nauðsvniegar. Er greinargerðin svar við ýmsum yfirlýsingum og ummælum andstæðinga Laxár- virkjunarstjórnar í þessu máli. í greinargerðinni eru rakin sam skipti Laxárvirkjunarstjórnar við bændur vegna stíflugerðar í Mið- kvisl og aðrar kvíslar á svæðinu, og því lýst að á sumar kröfur bænda hafi verið fallizt, og að ekki hafi staðið á stjórn Laxár- virkjunar að semja um önnnr at- riði. Segir m.a. svo: „Allar bætur, sem samið hefur verið um eða matsmenn hafa úrskurðað vegna mannvirkjanna við Mývatnsósa, hefur Laxárvirkjun umsvifalaust Framhald á bls. 14. IB) il 1984 laxar úr Þverá Á hádegi í gær var búifð að veiða 1984 laxa í Þverá þetta veiðitíma- bii'ið og kvaðst Pétiur Kristjánsson starfsmaður við veiðihúsið þar, ekki vita til þess að betur hafi veiðzt í ánni eitt sumar. Sagði Pétur að undanfarið hafi veiðin í ánni verið dauf miðað *við það sem á undan er gengið. Veiddust 2 laxar í ánni fyrir há- degi í gær. Annar var 22 punda og veiddist hann á maðk í Litlu- Þverá, en hinn fékkst í Lundahyl. Einmig hann var veiddur á maðk. Aðspurður um meðalþyngd lax- anna sem veiðzt hafa í Þverá í sum ar, kvað Pétiur hana líklega vera milli 8—9 pund. Veiðitímanum á efra svæði Þver ár lauk nú um mánaðamótin. Veiðitímanum á neðra svæðinu lýkur þann 10. september, en 5 stangir eru á því svæði. 985 laxar komnir á land úr Víðidalsá. Síðastl. föstudagskvöld var lax- veiðitala ánna í Húnavatnssýslu sem hér segir: Viðidalsá 985. Vatnsdalsá 625, Svartá 385, Hrútafjarðará 180. Veiðim.i í Blöndu lauk þann 20. ágúst, og komu alls 460 laxar úr henni á veiðitimabilinu. í Mið- fjarðará munu alls um 630 laxar hafa veiðzt í sumar, eins og áður hefur verið sagt frá hér í Veiði- hominu. — EB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.