Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.09.1970, Blaðsíða 12
12 SÞROTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 24. september 1970. SPARTA SKAUT ÍA I KAF Þrátt fyrir 10 manna vörn urðu Akurnesingar að sækja knöttinn 6 sinnum í netið, í sínum 1. leik í Evrópukeppninni klp—Reykjavík. Hmn stórglæsilegi knattspyrnn- völlur Feyjenoord í Rotterdam í Hollandi þar sem nýlega var háð ur úrslitaleikurinn í heimsmeist- arakeppni félagsliða milli Feyjen- oord og Estudiantes frá Argen- tínu, hefur ekki verið nein para- dís fyrir íslenzka knattspyirnu- menn til þess. Fyrir rétt einu ári síðan mátti KR þola þar eitt mesta tap, sem félagið heffur orðið fyrir í keppni við erlent lið á erlendri grund, er það tapaði f.yrir Feyjenoord í Evrópukeppni meistairaliða 12:2, og í gærkvöldi fékk Akranes þá verstu útreið, sem það hefur orð ið fyrir í mörg ár, er það tapaði fyrir Sparta 6:0 í Borgakeppni Evrópu. Það er ekki hægt að segja að útkoma ísftnzku liðanna í Evr- ópukeppninni að þessu sinni, sé glæsileg, því eftir 4 leiki er marka talan 26:3 hinuin erlendu keppi- nautum í vil. Leikurinn í gær var dæmigerð- ur leikur áhugamanna við at- vinnumenn. Skagamenn léku hreinan varn- arleik, með allt að 10 mönnum í vórn, og að sögn blaðamanns hjá Niewe Rotterdamse í Rotterdaoi, sem við, töluðutn við í gærkvöldi, hefðu ísleadingarnir lítið getað sýnt vegna þess og tækifæri þeirra verið sárafá og heldur léieg. Þeir hefðu leikið með 10 manna vörn, en þrátt fyrir það þurfti að sækja knöttirin þrisvar sinnum í hvOrum hálfleik í netið. Mark- vörðurinn ¦ Einar Guðleifsson hefði verið langbezti maður liðs- ins og oft varið stórglæsilega. Hann hefði líka haft nóg að gera ásamt Þresti Stef áassyni, en sá síð arenfndi þó aðallega við að spyrna frá marki, iþví Spörtumenn hefðu verið óhittnir í meira lagi, enda óvanir því að standa allir fyrir utan vítateig o.g geta skotið að vild. Þegar á 2. mín leiksins skoraði annar toakvörður Spörtu með skoti af löngu færi, og síðan kom annað markið á 11. min. einnigmeð föstu skoti og það þriðja á 36.mÍQ. og auðvitað með þrumuskoti., í síðari faálfleik kom ekkert mark fyrr en á 25 mín.er Daninn Jörgen Ohristiansen; skoraði. ef tir einleik. í gegnum; vörnina, og 5 mín. síðar 'lék hann aftur eins í gegnum vörina en þá var honum brugðið innan vítateigs oa víta- spyrna dæmd, sem skorað, var úr, og þar með var staðan 5:0. Rétt fyrir leikslok skoruðu svo Spörtu- menn sjötta markið, og varð það jafnframt síðasta mark þeirra í leiknum. Biaðamaðurinn, sem við töluð- um við vildi lítið ræða um Akur- nesingana — sagði að ekkert væri hægt að segja um lið, sem léki með 10 naanna vörn, því enginn gœti hreyft sig í þeii'ri mann- mergð, og því ekkert hægt að dæma um getu einstakra leik- maaiia, en markvörðurinn hefði þó verið áberandi beztar. Á þriðjudaginn í næstu viku mætast Sparta og Akranes aftur, og þá á leikvelli ADO í Haag, en ADO os Sparta hafa né forystu í 1. deildarkeppninni í Hollandi, hafa bæði hlotið 10 stig eftir 5 leiki, en Feyjenoord 9 stig. NOREGUR SIGRAÐI Noregur sigraði Danmörku í landsleik í knattspyrnu, sem frám fór á Idrætsparken í Kaupmanna- höfn í gærkvöldi nieð einu marki gegn engu. Sigurmarkiö var skorað á 1, mín. fyrri hálfleiks, og var það Odd Iversen. sem er nú atvinnu- maður með belgísku liði, sem skoraði markið. Handknattleiksvertíðin 1971 hafin: A og B landslið karla leika fyrsta leikinn klp—Reykjavík. í kvöld fer fram í íþróttahús- inu á Seltjarnarnesi fyrstu stór- Ieikir handknattleiksársins 1971, sem nú er að hefjast. Er það fyrst úrslitaleikur I Gróttumótsins í handknattleik E kvenna milli aVls og Fram, en þessi -sömu lið léku einnig til úrslita í því móti í fyrra, og þá sigraði .Fram, en síðan fer fram leikur cnilli A og B landsliðs karla. Landsliðsnefnd KSÍ valdi A lið- ið, «n þeir Reynir Ólafsson og Pétur Bjarnason B liðið, o,g eru þau þannig skipuð: A liðið: Emil Karlsson, KR , . Birgir Finntoogason, FH Axel Axelsson, Fram Eiaar Magnússon, Víking Bjarni Jónsson, Val Ólafur Jónsson, Val Páll Björgvinsson, Víking Viðar Símonarson, Haukum Stefán Jónsson, Haukum Geir Hallsteinsson, FH Auðunn Óskarsson, FH Sigurbergar Sigsteinsson, Fram. Handalöpál á götum úti milli Arsenal og Lazio íiilir leik milli ítalska knatt- spyrnuliðsins Lazio og enska li'ðs ins Arsenal í Borgarkeppni Evr- FH Þróttur 0:4 klp—Reykjavík. Einn leikur fór fram í 2. deild í knattspyrnu í gærkkvöldi. FH lék við Þrótt í Hafnarfirði og lauk leiknum með sigri Þróttar 4:0. I hálfleik var staðan 2::0. Mörk Þróttar skoruðu Kjartan Kjartans son I og Helgi Þorvaldsson 3. Tveir leikir eru enn eftir í 2. deild. Selfoss—FH og IBÍ— Breiða blik og munu þeir fara fram ein- hverja næstu daga. rópu, sem fram fór í síðustu viku í Róm, endaði með jafntefli 2:2 En eftir veizlu, sem Lazio hélt leikmönnum Arsenal gerðist það, að leikmönnum beggja liða lenti saman í slagsmálum á götu úti, og þurfti að kalla út lögreglu til að skil.ja þá. ítalarnir hafa nú hótað að mæta ekki í síðari leikinn, ef Arsenal leikmennirnir biðji ekki op.inberlega afsökunar á fram- ferði sínu, og þeim ummælum, sem þeir létu falia um liðið. leik menn þess og ítalska knattspyrnu. Ritari Arsenal, Bob Wall, seg ir að Lazio mæti til leiksins, en ekkert verði af því að Arsenal leikmennirnir biðjist afsökunar, því þessi slagsmál hafi alveg eins verið leikmönnum Lazio að kenna. ÍÞRÓTTAFÓLK! Nýkomnir innlendir og erlendir félagsbúningar í miklu úrvali. Útvegum félögum, skólum og starfshópum bún- inga. — Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar, Klapparstíg 44. — Sími 11783. i Blið. Guðjón Erlendsson, Fram Pétur Jóakimsson, Haukum Bergur Guðnason, Vai Örn Hallsteinsson, FH Þórarinn Tyrfingsson, ÍR Agúst Svavarsson. ÍR Björgvin Björgvinsson. Fram í j Ólafur Ólafsson, Taukum Gunnsteinn Skúlason, Val Sigurður Jóakimsson, Haukum Guðjón Magnússon, Víking Hörður Kristinsson. Ármanni Af þeim leikmönnum íslenzka Íandpliðsins, sem léku í HM-keppn inni í Frakklandi s. 1. vetur eru 5 menn, sem eru með hvorugu þessara liða. þeir Þorsteinn Björnsson, Hjalti Einarsson. Ing ólfur Óskarsson, Sigurður Ein- arsson, sem var valinn en gat ekki leikið og Jón Hjaltalín, sem er eiiendis. Það sem mesta athygli vekur í sambandi við valið á liðunum, er að Ingólfur Óskarsson skuli ekki vera valinn í hvorugt þeirra, og einnig að Hörður KbristSns son skuli vera valinn í B-liðið. en hann hefur ekkert leikið með íslenzkum liðum í mörg ár, en er nú sagður í mjög góðri æfingu. Búast má við skemmtilegum leikium í kvöld, en fyrri leikur inn hefst kl. 20.00. Ársþing Ársþing Frjálsíþróttasam bands íslands 1970 fer fram í Reykjavík dagana 14. og 15. nóv. n. k. Þau mál og tillögur, sem sam bandsaðilar ætla að leggja fyrir þingið þurfa áð berast tveimur vikum fyrir þing. Stjórn F.R.Í. Hörður Kristinsson, Armanni leik ur með Blandsliðinu í kvöld. Kjærbo & Co. í eldlínunni Keppa í HM í golfi, sem hefst í Madrid á Spáni í dag í dag hefst í Madrid á Spáni heimsmeistarakeppnin í golfi, eða „Eisenhowerkeppnin" eins og hún hefur verið nefnd frá upphafi, og fflun hún standa yfir í fjóra daga. í keppninni taka þátt að þessu sinni 39 þjóðir, og sendir hyer þjóð fjögurra manna sveit og er ísland meðal þeirra. Fyrirkomu- lag hennar er þannig :(!í bezta skor (eða fæst högg) þriggja manna í hverju liði er lagt sam- an eftir hvern dag, en leiknar eru 18 holur á dag, og það íið sigr- ar, sem fer á fæstum höggum. Keppnin fer fram á Puerto de Hirro go.'fveliínum í Madrid, sem er 18 ho!u völlur 6340 metra lang ur, og er gefinn upp, sem par 72, en með þvl er átt við að góður golfleikari geti leikið hann á 72 höggum Þessi keppni hefur verið haldin an'nað hveri ár, og hafa úrslit orð- ið þau í siðustu keppnum ,að blandað lið frá Eng'andi og ír- landi sigraði 1964 á Spáni, Ástr- alía vann 1966 í Mexícó og Banda- ríkin 1968 í Ástralíu. Margir heimsfrægir golfleikarar hafa hafið sinn atvinnumannsfer- il eftir þessa keppni og einn þeirra er Jaek Nieoklaus, sem árið 1960 bar af öihim öðrum keppendum, og ;ék þá 72 holur á 20 höggum umdir pari. í keppninni í ár eru Bancaríkja menn taldir sigurstranglegastir, en ensk-írska liðið er talið geta veitt þeim harða keppni. Varla er hægt að búast við góð- um árangri hjá íslenzka liðinu í þessari keppni, en það er að þessu srnni skipað þeir Þorbiraí Kjær bo, GS, Jóhanni Benediktssyni, GS, Gunnlaugi Ragnarssym, GR og Þórarni B. Jónssyni GA. Lsland hefur r.okkruti/ sinnum tekið þátt í þessari IIMkeppni.en ætíð ver ¦x meða) bftustu liðanna. o.;: a því verður ,'íklega engin breyting hjá Kjærbo & Co. í þetta sinn. Verði liðið ekki aftar en í 30. sæti má teija árangur þess góðan. Svíþjóð er talin fremsta golf- þjóð á Norðurlöndum- og hefur sent n:jög gott lið , þessa keppni, en Svíar telja sig s>smt góða ef þeir komast framar en í 15. íæti. Þeir hafa unnið narkvisst að uppbyggingu golfíþrottarinnar í landinu. og um leið hafið víðíæka unglingastarfsemi með það fyrir augum að eiga gott 'andslið í framtiðinni, enda hafa Svíar nú tvívegis orðið Evrópumeistarar unglinga, og er einn unglinganna með Iiðinu í þessari keppni. Fræg- astur Svíanna er Sven Tumba, sem jafnframn ei einn bezti ís- knattleiksmaður Svíþjóðar ttann hóf að leika golf fyrir 5 ártim, og náði þá strax m.iög göðum tön- am á þessari íþrótt eins og „hokk íinu" og varð Norðurlandataieist- ari nú 1970. — Klp—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.