Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 1
• "T~T"Z " - FKYSTIIOSTUR *"
* 9 FRYSTISKÁPAR ♦
263. tbl. — Fimmtudagur 19. nóv. 1970. — 54. árg.
Isbjöm og uglu-
hjón / Firðinum
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
í kvöld barst Sædýrasafninu
í Hafnarfirði snemmbúin jóla
gjöf firá Dýragarðinum í Kaup
mannahöfn. Gjöfin er ísbjarn
arungi, birna, sem veiddist á
Grænlandi í apríl í vor, en
var fiuttur sjóveg til Danmerk
ur í sumar. Önnur birna var
fyrir í safninu og fær hún nú
félaga í vistinni héir. Nýja birn
an var hin stilltasta meðan stóð
á flugferðinni til íslands með
þotu Flugfélagsins. Hún var
höfð í farþegarýminu, hafði
beztu lyst á kjöti, sem flug-
freyjur báru henni, og varð
ekki vart við að hún kenndi
flugveiki. í bílnum frá Kefla
vík var birnunni heitt og hún
rumdi reiðilega þegar búrið,
sem hún var flutt í, var tekið
út.
Ungt snæuglupar var einnig
með í ferðinni, en það keypti
Sædýrasafnið af Dýragarðinum
í Höfn. Eru snæuglur þessar
fágæti mikið. Þær fæddust í
vor og eru afkvæmi gamalla
snæugluhjóna í Dýragarðinum
í Höfn, en í mörg ár hafa þau
átt unga, sem komizt hafa á
legg, og eru í dýragörðum
víða um heim. Það er einstætt
að snæuglupar í dýragörðum
eigi unga, og þeir komist upp.
Unga parið kostaði 1200 kr.
danskar fyrir után'toll.
SKÖMMTUNARKERFI VIÐ
SÖLU SPARISKÍRTEINA
OÓ—Reykjavík, miðvikudag. | mikið, a8 fleiri vilja lána en fá
Ríkisstjórnin okkar hefur það. Þann 10. þ.m. voru boðin
mikið lánstraust, jafnvel svo út spariskírteini fyrir samtals
Snæuglunum sleppt lausum í búrið í Sædýrasafninu. T. h. jólapakkinn með merkisspjaldi frá Dýragarðinum
í Kaupmannahöfn. (Tímamynd Gunnar)
Þingsályktunartillaga Framsóknarmanna á Alþingi:
IÐNAÐINUM VERÐI TR YGGT
LÁGMARK REKSTRARLÁNA
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Framsóknarmenn hafa flutt til-
lögu til þingsályktunar um rekstr-
arlán iðnfyrirtækja, þar sem segir,
að ríkisstjórninni sé falið að „hlut-
ast til um að Seðlabankinn veiti
viðskiptabönkunum nú þegar sér-
stök lán til að koma rekstrarað-
stöðu iðnfyrirtækja í viðunandi
horf. Rckstrarlán til þeirra fyrir-
tækja, sem sett geta viðunandi
tryggingu, verði veitt í samræmi
við eftirfarandi lágmarksreglur:
a. Fyrirtækin fái víxlasöluheim-
ild (víxilkvóta) til sölu á allt að
90 daga löngum víxlum, er nemi
allt að þriggja mánaða framleiðslu
þeirra.
b. Auk þess fái fyrirtækin yfir-
dráttarheimild á reikningslánum
(hlaupareikningsyfirdrátt) er svari
til þriggja mánaða kaupgreiðslu
viðkomandi fyrirtækis.
Skal í báðum tilvikum miðað við
Borgarstjórnarfundur í dag:
0r vöxtur borgarinnar kallar
á eflingu skipulagsdeildar
TILLAGA UM AÐ NEFND VERÐI SKIPUÐ TIL AÐ GERA
TILLÖGUR UM UPPBYGGINGU DEILDARINNAR
AK, Reykjavík, miðvikudag.
— Guðmundur G. Þórarins-
son, borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins, flytur á fundi borg
arstjómar á morgun tillögu
um eflingu skipulagsdeildar
borgarinnar og setningu nýrrar
reglugerðar um starfssvið henn
ar og starfshætti. Tillagan er
svohljóðandi:
„Borgarstjórn ályktar að
efla beri skipulagsdeild borgar-
innar og setja nýja reglugerð
um starfssvið hennar og starfs-
hætti, með tilliti til örs vaxtar
borgarinnar og breyttra að
stæðna og viðhorfa.
Borgarstjórn felur borgar-
ráði að skipa fimm manna
nefnd, er kanni hver uppbygg-
ing deildarinnar sé vænlegust
til árangurs og geri tillögur þar
að lútandi.
Framhald á bls 14
meðaltalsframleiðslu og meðaltals-
kaupgreiðslur síðastliðin tvö ár.“
í greinargerð benda flutnings-
menn, sem eru Þórarinn Þórarins-
son, Einar Ágústsson, Jón Skafta-
son, Jónas Jónsson, Halldór E. Sig-
urðsson, Bjarni Guðbjömsson, Ás-
geir Bjarnason og Jón Kjartans-
son, á það, að þegar aðild íslands
að EFTA var til umræðu á Al-
þingi, „hét ríkisstjórnin því að
vinna a'5 auknum lánum til iðnað-
arins. Iðnþróunarsjóðurinn er
nokkurt spor í þá átt að bæta úr
stofnlánaþörf iðnfyrirtækja. Hins
vegar bætir hann ekki neitt úr
rekstrar(ánaskortinum. Gunnar J.
Friðriksson, formaður Félags ísl.
iðnrekenda, vék að þessu í ræðu,
sem hann hélt á ársþingi iðnrek-
enda í aprílmánuði síðastliðnum.
Eftir að hafa rætt um iðnþróunar-
sjóðinn, fórust honum orð á þessa
leið:
„Samhliða þessu þarf a@
tryggja, að fyrirtækin geti
fengið það rekstrarfé, sem
þau þurfa til þess að halda
uppi heilbrigðum rekstri, og
er það sennilega hér, sem
mestur vandinn verður á hönd
um, ef marka má reynslu lið-
inna ára.‘‘ (Mb,1. 23. apríl
1970.)
Framhald á bls 14.
50 millj. kr. Var eftirspurnin
miklu meiri en framboðið og
var sett á nokkurs konar
skömmtunarkerfi. Seldust
bréfin á svipstundu og fengu
færri en vildu, og þeim sem
eitthvað fengu af skírteinun-
um, voru skömmtuð þau.
Fjármálaráðherra bauð út þetta
50 millj. kr. innlenda lán ríkis-
sjóðs, vegna framkvæmdaáætlun-
ar fyrir árið 1970. Sikilmálar eru
þeir, að skírteinin eru lengst til
5. febrúar 1984, en frá 5. febrúar
1967 er handhafa í sjálfsvald sett,
hvenær hann fær skírteini inn-
leyst. Vextir eru 3% á árj fyrstu
fimm árin, en meðalvextir fyrir
allan lánstímann eru 5V2% á árL
Spariskírteinin era verðtryggð mið
að við breytingar á vísitölu bygg-
ingarkostnaðar. Er grunnvísitalan
sú vísitala, sem miðast við 1. nóv.
s.l.
Þótt vextirnir séu ekki háir mið
að við það sem hægt er að fá
annars staðar, stóð ekki á kaup-
endum, sem auðsjáanlega hafa svo
mikla trú á áframhaldandi verð-
bólgu þrátt fyrir allar verðbólgu-
stöðvandi aðgerðir, að verðti-yggð
spariskírteini virðast afbragðsgóð
fjárfesting fyi'ir peningafólk.
Það er Seðlabankinn sem annast
dreifingu, eða öllu heldur skömmt
un spariskírteina til þeirra aðila,
sem fengið hafa heimild til að
selja þau, en það eru bankar, spari
sjóðir og nokkrir verðbréfasalar
í Reykjavík. Var búið að panta
öll spariskírteinin áður en þau
voru sett á markaðinn.
Tíminn reyndi í dag að fá upplýs
ingar hjá Seðlabankanum um hve
mikið hafi verið pantað af þess-
um spariskírteinum fram yfir það
sem útgefið var. Var því svarað,
að það væri ekki gefið upp, og
hafi ekki einu sinni þeir aðilar
sem hafa söluheimild fengið að
vita, hve eftirspurnin var miklu
meiri en framboðið.
SAMNINGAR
Á LOKASTIGI
EJ—Reykjavík, miðvikudag.
Blaðið hefur fregnað, að samn-
ingar um kjör opinberra starfs-
manna, milli Kjararáðs BSRB og
fjármálaráðherra, séu nú á loka-
stigi, og jafnvel búizt við, að end-
anlega verði gengið frá samning-
um um eða eftir liglgina.
SamningaviðræÁur hafa staðið
yfir í nokkuð langan tíma, og
aldrei þessu vant virðist ekki þöri
á að vísa málinu til Kjaradóms.
Verulegar hækkanir munu fef-
ast í hinum nýju samningum. I
umræðuþættinum um verðstöðvun-
ina í sjónvarpinu í gærkvöldi, full-
yrti þannig einn þáttiakenda, að
mcðalhækkuoi væri 33%, en blaö-
inu er ekki kunnúgt um, livort
þetta er rétt eða ekki.