Tíminn - 19.11.1970, Qupperneq 13

Tíminn - 19.11.1970, Qupperneq 13
SÍMMTUDAGUK 19. növember 1970. IÞRÓTTIR - 4^,. TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Hefur Fram ekki áhuga á Evrópukeppni bikarhafa? Hugsanlegt, að Fram takí heldur þátt í keppni borgaliða. Fá þá Vestmannaeyingar þátttöku- rétt í Evrópukeppni bikarhafa Alf — Reykjavík. — Með sigri sínum í Bikarkeppni KSÍ um sið ustu helgi, tiyggði Fram sér rétt til þátttöku í Evrópubikarkeppni bikarhafa. En áður hafði félagið tryggt sér rétt til þátttöku í Borga- keppni Evrópu, þar sem Fram varð bæði Reykjavíkurmeistari og í 2. sæti í íslandsmótinu. Velta Framarair því nú fyrir sér, hvort þeir eigi heldur að taka þátt í Borgakeppninni en keppni bikarhafa, þar sem tryggt er, að einungis fræg og þebkt lið taka þátt í þeirri keppni. En aft- ur á móti veltur á ýmsu með þátt töbu liða í keppni biikarhafa. f þeirri keppni taka þátt bikarmeist arar hvers lands, og stundum vill það bregða við, að óþekfct lið sigri í þeim. Vegna aðsóknar er mjög þýð ingarmikið að dragast gegn þekfctu liði, sbr. þegar Valur dróst gegn Benfica og Keflavík gegn Everton. í>að er þess vegna ebki víst, að Fram treysti á það, að félagið dragist gegn þekktu liði í keppni bikarhafa, þegar telja má nær öruggt, að í Borga Harðsnúið lið á námskeið í London Klp.-Reykjavík. Á föstudaginn kemur heldur 15 manna hópur íslenzkra knatt- spyrnuþjálfara utan til Englands, en þar munu þeir verða á viku námskeiði, sem enska knattspymu sambandið stendur fyrir. Fer námskeiðið fram í Crystal Palace Recreation Center í Lond oa, en það er ein. fullkomnasta íþróttamiðstöð í Evrópu. Námskeiðið verður þæði verk- legt og þóklegt, auk þess sem þjálfararnir fá tækifæri til að kynnast þjálfun 1. deildarliðanna í London og sækja knattspyrnu- leiki m.a. landsleik Englands og Austur-Þýzkalands, sem frarn fer á Weenbley. Kennarar og íeiðbeinendur á Babvörhurin.n rak knattspyrnumenn út Ekki var opnun nýja íþrótta- hússins í Breiðholti öllum jafn- ánægjuleg og ÍR-ingum. Knatt- spyrnumenn úr Ármanni, sem 'eigja tvo síðustu tímana á þriðjudagskvöldum, fengu ekki inngöngu í húsið og voru hrein- lega reknir í burtu af baðverði hússins, sem var mjög í mun, að tímarnir féllu niður, enda virtist maíðurinn hafa ráðstaf- að tímum sínum til annars en að amnast baðgæzlu þetta kvöld — fyrsta kvöldið, sem húsið var opið — og bitnaði það á knatt- spyrnumönnum Ármanns, eins og fyrr segir. Eru þeir að von- Framhald á bls. 14. Karl Guðmundsson, fyrirliði þjálf- arahópsins, sem fer til London. námskeiðinu verða færustu menn enska sambandsins í þjálfunar- málum og verður yfirmaður þess Mr. Allea Wade. Fyrirliði íslenzka hópsins verð- ur Karl Guðmundsson, en auk hans og nokkurra þjálfara frá hinum Norðurlöndunum verða frá íslandi þessir menn: , Þórhallur Stígsson, Keílavík, Sigurður Steindórsson, Kéfldvik,' Öm Eyjólfson, ísafirði, Þröstur Guðjónsson, ísafirði, Guttormur Ólafsson, Akureyri, Viktor Helga- son, Vestmannaeyjum, Gísli Magn ússon, Vestmannaeyjum, Ríkarður Jónsson, Akranesi, og Reykvíking arnir Eggert Jóhannesson, Víking, Jóhannes Eðvaldsson, Val, Jó- hannes Atlason, Fram, Þorsteinn Friðþjófsson, Val, Þórólfur Beck, KR og Hreiðar Ársælson, KR Framhald á bls !4. keppninni muni Fram mæta bekktu liði. Verði það úr, að Fram velji heldur Borgakeppnina, þýðir það, að Vestmannaeyingar öðlast rétt til þátttöku í Evrópubikarkeppni bikarhafa næsta ár. En velji Fram keppni hikarmeistara, munu Keflavíkingar að öllum líkindum. öðlast rétt til þáttöku í Borga keppninni. Landsliðið tilkynnt í dag Sfcjórn HSÍ boðaði blaða- menn ekki til fundar í gær tíl ,að tilkynna landsiiðið, sem leRca á gegn Bandaríkjunum um næstu helgi, eins og búizt hafði verið við. Fundur mun þó verða hald; inn í dag, og vexður því nánar / sagt frá leikjunum og íslenzka liðinu í blaðinu á morgun. Það er heldur óvenjulegt að HSÍ boði svona seint til fund- ar fyriir landsleik, en hingað til( hefur Jrað verið talið míkilvægt | að bandknattleiksunnendur fái; ! að vita með nægilegum fyrir- vara þegar slikir stórleikir: fara fram á vegum sambands ins. — iklp. 3. DEILDARLI — sigraði í bikarkeppninni í handknattleik í Danmörku Þessa dagana er ekki um annað talað í fiskimannabænum Esbjerg í Danmörku, en hand- bolta og aftur handbolta, þrátt fyrir að fótbolti og íshokkey séu þær greinar, sem hingað til hafa verið hvað vinsælastar þar, enda Esbjerg átt meistaralið í báðum greinum. Ástæðan fyrir því að handbolti er a:’lt í einu orðinn svona vin- sæll í Esbjerg er sú, að Esbjerg liðið Kvik sigraði í úrslitaleik bik arkeppninnar í Danmörku. Leik urinn fór fram í Esbjerg og var hann milli Kvik, sem leikur í 3. deiíd og 1. deildarliðsins Skov- bakken, sem er í 4. sæti í 1. deild. íþróttahúsið í Esbjerg var fullt út úr dyrum og komust færri inn en vildu. Leikurinn var ofsa spennandi og skemmtilegur og var enginn sjáanlegur munur á liðunum þótt annað væri úr L deild en hitt úr 3. Að venjulegum leiktíma var staðan jöfn 13:13 og var því fram ilengt um 2x5 mín. Þegtaff 20 sekúndur voru eftir af framleng ingunni skoraði Kvik sigurmark leiksins 16:16 og ætlaði þá allt um koll að keyra í húsinu. Voru leikmenn Kvik hornir á gullstól um aUt hús og að lokum alla leið út á götu. Þetta er í fyrsta sinn, sem Iið úr 3. deild vinnur bikar keppnina í Danmörku. DREGIÐ í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni deildar og bikarmeistara f gærkvöldi var dregið um hvaða lið eiga að mætast í 8 Iiða úrslit- um í Evrópukeppnunum í knatt- spyrnu, en leikirnir eiga að fara fram 10. og 24. marz næsta ár. Liðin, sem mætast, eru þessi: Evrópukeppni deildanmeistara: Carl Zeiss, A-Þýzkal. — Red Star,. Júgósl.; Ajax, Holl. — Celtie, Skot- Jandi; Everton, Engl. — Panathi- naikos, Grikkl.; Atletico Madrid,, Spáni — Legia, Póllandi. Evrópukeppni bikarmeistara: Psv Eisndhoven, Holl. — Vorwa- erts, A-Þýzkal.; Comik, Póll. — Man. City, Engl.; FC Brugge, Belg- íu — Chelsea, Engl.; Real Madrid, Spáni — Oardiff, Waíes. VEGLEGT ÍÞRÓTTAHÚS TEKIÐ í NOTKUN í BREIÐHOLTI í fyrrakvöld var tekið í gagnið fyrir æsku höfuðborgarinnar mikið og vandað iþróttahús í Breiðholti. Er húsið íþróttahús Barna- og ung lingaskólans þar. Frá kl. 8 á morgnana til 6 að deginum verður húsið notað til kennslu við skólann, en á kvöldin og um helgar verður það ætl- að íþróttafélögunum til æfinga og hefur ÍR þar mestan aðgang eða 38 tíma fyrir allar deildir sínar. Er það mikil breyting fyrir félagið, sem undanfarin 40 ár hefur að mestu verið til húsa í ÍR-heimilinu við Túngötu, en það er löngu orðjð úrelt, og uppfyllir ekki kröfur nútímans. Nýja húsið í Breiðholti er stórt og vistlegt. Gólfflötur þess er 34x18 m. og er hægt að skipta salnum í tvennt með skilrúmi. Húsið var opnað i fyrrakvöld og skoðuðu þá gestir salinn. Tók Gunnar, Ijósm. Tímans, þessa mynd við það tækifæri, en þá fór einnlg fram æfing hjá IR-ingum. Bók um HM í Mexikó kemur út fyrir jóiin Meðal hinna mörgu bóka, sem koma út um jólin, veffður ein bók, sem gefin er út á Akureyri, sem áreiSanlega á eftir að falla kuatfc spyrnuunnendnm vel í geð. Hún er um heimsmeistarakeppcj ina í Mexíkó, seen fram fór í sum ar og er hún prýdd mörgum mynd um frá einstökum leikjum í keppD inni og sagt frá öllum leikjum hennar. Bókin er þýdd úr þýzku, en þeii sern séð hafa þá útgáfu, segja a? hún sé frábær, og beri hún ai öðrutn bókum um þessa mikl? keppni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.