Tíminn - 19.11.1970, Síða 2

Tíminn - 19.11.1970, Síða 2
TÍMINN Thorvaldsensfélagið 95 ára - jólamerkið 1970 komið út FB—Reykjavík, miðvikudag. Thorvaldsensfélagið er 95 ára í dag, fimmtudaginn 19. nóvem ber. Á þeim degi kcmur út jólamerki félagsins í ár, en félagið gefur á hverjum jólum út jólamerki, sem seld eru til styrktar Barnauppeldissjóði Thorvaldsensfélagsins. Það er Stefán Jónsson arki tekt, sem er höfundur merkis ins. Hugmynd þess er krossinn tákn kristninnar gegn um ald- imar. Baksvið hans er upp- hafið, fæðingarsagan, hin fyrsta jólanótt. Á hinum fjórum flöt um, sem álmur krossins mynda, eru myndir af stjörnunni, engl inum, vitringum og loks af Maríu með Jesúbarnið í jötu. Rammi lokar merkinu og í hon um stendur, að hvaða málefni er unnið með útgáfu jólamerkj anna áratugum saman. í horn um meikisins era 9 — 5 — Á — R, einn stafur í hverju horni. Litir merkisins eru litir næturinnar — dökkbláir. Jólamerkið MÓTMÆLAYFIRLYSINGAR FRÁ VERKALYÐSFELÖGUM EJ—Reykjavík, miðvikudag. Blaðinu hafa borizt yfirlýsing ar frá Málm- og skipasmiðasam- handi íslands, Verkalýðsfélaginu Einingu á Akureyri, Hinu ísl. prentarafélagi og Iðnnemasam- bandi íslands, þar sem frumvarpi ríkisstjórnarinnar um verðstöðvun ina er mótmælt. Þessar ályktanir fara hér á eftir: Málm- og skipasmiðir „4. þing Málm- og ski'pasmiða sambands Íslands haldið í Reykja vík 14. og 15. nóvember 1970 tel ur, að frumvarp ríkisstjórnarinnar „um ráðstafanir til stöðugs verð lags og atvinnuöryggis" feli í sér skerðingu á nýgerðum samning um verfcalýðsfélaganna, þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir breyt ingu á umsömduim vísitölugrand velli þannig, að kaup skerðist úm eitt vísitölustig auk þess sem þar er gert ráð fyrir að fella niður tvö vísitölustig. Þing MSÍ lítur mjög alvarleg um augum á það, ef frumvarpið yrði að lögum, þar eð með því væri frjáls samningsréttur verka lýðsfélaganna þverbrotinn. Fyrir því sfcorar 4. þing Málm- og skipasmiðasambands íslands á Alþingi, að breyta frumvarpinu þannig að það raski ekfci áður nefndum samningsákvæðum.“ Eining, Akureyri Á fundi laugardaginn 14. nóv ember samþykkti stjórn Verka lýðsfélagsins Einingar einróma eftirfarandi: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Ein- ingar mótmælir eindregið kjara skerðingarákvæðum frainkomins stjórnarfrumvarps um verðstöðv un og fleira. Stjórnin lítur svo á, að verði þessi ákvæði lögfest, séu öl kaup gjaldsákvæði kjarasamninga úr gildi fallin, og mun beita sér fyrir því, að teknar verði upp viðræður um nýja kjarasamn inga. Ennfiremur er það álit stjórnar innar, að eðlilegt sé að taka til athugunar að auglýsa lágmarks kauptaxta fyrir meðlimi félagsins, ef kjaraskerðingarákvæðin verða samþykkt og samkomulag tekst ekki um nýja kjarasamninga inn an hæfilegs tíma.“ Iðnnemasambandið Fundur stjórnar Iðnnemasam- bands íslands ásamt formönnum aðildarfélaganna á Reykjavikur- svæðinu, haldinn 16. 11. 1970, ályktar eftirfarandi um verðstöðv unina: ,Fundurinn lýsir yfir sam- stöðu sinni um ályktanir þær sem ASÍ og hin ýmsu verkalýðsfélög hafa gefið út um málið. Telur fundurinn, að með þess um ráðstöfunum sé verið að ráð ast á kjör alþýðunnar, og fótum troða rétt hennar til frjálsra samn inga við atvinnurekendur. Fundurinn fordæmir þau ólýð ræðislegu vinnubrögð, sem höfð voru í frammi af aðstandendum frumvarpsins um verðstöðvun, þar sem þeir tóku ekkert tillit til afstöðu samtaka alþýðunnar í máli þessu. Fundurinn lítur alvarlegum aug um á þá yfirlýsingu, sem gefin var, um að til verðstöðvunar mundi koma og hvenær. Telur fundur inn yfirlýsinguna vera orsök allra þeirra verðhækkana, sem dumdu yfir varnarlausa alþýðuna fyrir þann dag er verðstöðvunin kom til framkvæmda. Fundurinn skilur nauðsyn þess. að hemill verði hafður á verð bólgunni og skorar á ríkisstjórn og Alþingi að ,gera ráðstafanir til að hefta hana til framtíðar, en Framh. á 14. síðu. Slökkt á 40 afmæliskertum FB—Reykjavík, þriðjudag. f gær, mánudaginn 16. nóvem ber, varð Lúðrasveitin Svanur 40 ára, og hélt hún blaðamanna fund í því tilefni. Þar kom m. a. fram, að Svanur hyggst halda tónleika nú um mánaðamótin. Fyrr á árinu fór Lúðrasveitin m. a. til Húsavíkur og Akureyrar. og tók ust hljómleikar sveitarinnar á þeim stöðum mjög vel. Nú eru starfandi um fjörutíu hljóðfæra- leikarar í sveitinni, og margt ungt fólk. Er félagsandi mjög góður. Það er ósk forráðamartna Lúðra sveitarinnar Svans, að gam'lir fé- lagar úr sveitinni hafi samband við hana fyrir hliómleika þá, sem áður era nefndir. Myndin er tekin af því er sex fyrrverandi formenn sveitarinnar slökkva ljósin á 40 kertum. Frá hægri eru Eysteinn Guðmundsson, Gísli Ferdínandsson, Hreiðar Ól- afsson, Þórir Sigurbjörnsson, Sveinn Sigurðsson og Snæbjörn Jónsson. FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970. NÆSTIFUNDUR NORRÆNA KENN ARASAM B ANDSINS VERÐUR í REYKJAVÍK Dagana 2. — 3. nóv. s. 1. var haldinn í Osló ársfundur Norræna kennarasambandsins. Er þetta þriðji fundurinn, sem haldinn er, frá þvi að samtökin voru form lega stofnuð. Ársfundinn sækja formenn, vara formenn og ritarair aðildarland- anna. Einnig halda ritstjórar kenn arablaðanna fund um sama leyti. Af fslands hálfu sóttu fundinn Skúli Þorsteinsson, form. SÍB, Ól- afur S. Ólafsson, form. LSFK, og Svavar Helgason, starfsmaður SIÍIB. Helztu mál, sem rædd vora á fundinum að þessu sinni, vora: 1. Launa- og kjaramál kennara á Norðurlöndum. 2. Nýjungar í skóla- og fræðslu máluim. 3. Gagnkvæm atvinmuréttindi kennara á Norðurlöndum. 4. Samnorræn útgáfa og fram leiðsla á kennslutækjum. 5. Samstarf Norræna kennara- sambandsins við UíNESOO. 6. Samstarf og þátttaka Nor- ræna kennarasambandsins í al- þ j óðakennarasamtökum. 7. Framtíðarverkefni Norræna kennarasambandsins. Næsti fundur verður haldinn í Reykjavík haustið 1971. Formað ur næsta starfsár var kosinn Skúli Þorsteinsson, ritari Ólafur S. ÓL afsson og varaformaður Hans Hellers, form. sænsku kennarasam takanna. Innan vébanda Norræna kenn- arasámbandsins eru nú um það bil 140 þúsund kennarar frá öllum Norðuiiöndunum. (Tímamynd JK) Slgurður ASalsteinsson við vélina, STUNDA LEIGU- OG SJÚKRAFLUG FRÁ EGILSSTÖÐUM JK—Egilsstöðum, þriðjudag. í maí-mánuði s. 1. stofnuðu þeir flugmennimir Gunnar Þorvalds son, Sigurður Aðialsteinssoin og Arngrímur Jóhannsson fyrirtækið Austurflug. Festu þeir kaup á flugvél af gerðinni Cessna 180 og ákváðu að hafa aðsetur fyrir hana á Egilsstaðaflugvélli. í sumar stunduðu þeir leigu- og kennslu flug hér, og einnig hafa þeir farið allmörg sjúbraflug, en flugvélin getur borið sjúkrakörfu ásamt lækni. f haust samdi svo Póstur og simi við Austurflug um póstferð ir frá Egilsstaðaflugvelli til Raufarhafnar, með viðkomu á Vopnafirði og Þórshöfn, og til Breiðdalsvíkur. Einnig hafa þeir félagar bætt Djúpavogi inn í áætlunina, en þó er ekki flogið með póst þangað. Til Raufarhafn ar er farið á föstudögum og til Breiðdalsvíkur á laugardögum. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem flogið er sérstakar áætlun arferðir hér með póst. Sigurður Aðalsteinsson tjáði mér. að vélin tæki fimm farþega, og væri mönn um gefinn kostur á að ferðast í þessum ferðum á venjulegu sæta gjaldi, milli áðurnefndra staða. Vélin er eins og fyrr segir Cessna 180, eins hreyfils, en Slg urður taldi hana mjög hentuga til lendingar á misjöfnum flugbraut- um, eins og víða eru hér um slóð ir. Vélin er búin grandvallartækj um til blindflugs, og eykur það Öryggi, en þó er ekki flogið að öllum jafnaði, nema í björtu veðri. Nokkuð háir þessari starf semi, að ekki er til skýli á Egils staðaflugvelli fyrir vélina, en Sigurður kvað vonir standa til, að skýlið kæmist upp fyrir áramót, og nyti Austurflug stuðnings opin- berra aðiLa til þeirra fram- kvæmda. Framsóknarfélag Kópavogs Aðalfundur Framsóknarfé- lags Kópavogs verður haldinn að Neðstutröð 4 fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Venju leg aðalfundar- störf. Guttormur Sigurbjörnssoo, bæjörfulltrúi, talar um bæjarmál in. — Stjórnin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.