Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 4
4
TIMINN
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970.
HOT TIP
AC KERTI er eina kertiö,
sem hefur hreinan bruna
og heitan odd til aö auð-
velda gangsetningu, auka
eldneytisnýtingu og gera
sjálf kertin endingarbetri.
Þessir eiginleikar eru jafn
áríðandi i hýjum bílum sem
gömlum.
FIRE ft RIHG
AC-KERTI eru í öllum
Opel-, Vauxhall- og Chev-
rolct-bílum.
VÉLADEILD
Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag
Nivada
OMEGA
©msm
JUpina.
PiEflpom
Magnús E. BaSdvinsson
Laugavegi 12 - Simí 22804
qÆkedirð ®e
LESHNDIMN
Nú verður vikið að trygging-
arráðstöfunum til bráðabirgða,
þ.e. kyrrsetningu og lögbanni.
Ef maður á einhverja pen-
ingakröfu eða aðra kröfu sem
meta má til peninga, á hendur
öðrum manni, en óttast að
skuldarinn komi fjármunum
undan eða hann sé svo illa
staddur fjárhagslega að eigi sé
hættandi á að bíða, t.d. eftir
dómi yfir honum, getur kröfu-
hafinn óskað eftir því að fógeti
kyrrsetji fjármuni skuldara.
Fógeti yrði alla jafna við
slíkri beiðni, en um leið krefst
hann þess, að kröfuhafinn setji
tryggingu fyrir greiðslu á tjóni
og óþægindum, sem skuldarinn
kynni að verða fyrir vegna þess
arar aðgerðar, ef í ljós kæmi,
að gerðarbeiðandi ætti raun-
verulega ekki réttmæta kröfu.
Kyrrsetning fer fram á svip-
aðnn hátt og fjárnám. Hún
hefur því í för með sér að
kyrrsetningarþola er óheimilt
að eyða eða spilla þeim mun-
um, sem kyrrsettir hafa verið.
Ef maður telur sig eiga ein-
hvern ákveðinn rétt, en annar
maður er byrjaður að raska
þessum rétti á ólögmætan hátt,
(eða hætta er á að hann geri
það), getur sá fyrrnefndi farið
þess á leit við fógeta, að hann
leggi lögbann við hinum ólög-
mætu athöfnum. (Dæmi: Ef
Jón byrjaði t.d. að reisa hús
á lóð Sigurðar og héldi því
áfram þrátt fyrir mótmæli Sig
urðar, getur Sigurður látið
stöðva framkvæmdirnar með
fógetaaðstoð. Um leið yrði Sig-
urður að setja tryggingu sam-
kvæmt úrskurði fógeta, fyrir
tjóni og óþægindum, sem Jón
yrði fyrir, af aðgerðinni ef svo
reyndis-t, að Sigurður hefði vað
ið í villu um stærð lóðar sinn-
ar).
Lögreglumönnum er skylt að
veita aðstoð sína til þess að
lögbanni verði framfylgt og ef
gerðarþoli brýtur lögbann varð
ar það refsingu.
Kyrrsetning og lögbann eru
. bráðabirgðaaðgerðir og þær
þarf að réttlæta með eftirfar-
andi málssókn, svonefndu stað-
festingarmáli. Skilyrði er að
höfða það mál innan viku frá
því gerðin fór fram, annars
fellur hún úr gildi.
f tveim síðustu þáttum hafa
verið raktar helztu tegundir
fógetaaðgerða, í örstuttu máli.
Þess hefur áður verið getið,
að afgreiðslugerðir leiði venju-
lega til þess, að nauðungarupp
boð á eignum gerðarþola verði
að fara fram. Þegar héraðs-
dómari framkvæmir uppboðs-
gerðir nefnist hann uppboðs-
haldari, en þegar hann fram-
kvæmir gjaldþrotaskipti nefn-
ist hann skiptaráðandi, en eigi
er tóm til að re'kja reglur um
uppboð og gjaldþrot á þessum
vettvangi fremur en ýmiss önn
ur mikilvæg störf fógeta, eins
og t.d. þinglýsingar og ýmsar
skrásetningar.
Með þessum þætti er þá lok-
ið að fjalla um störf hinna »1-
mennu dómstóla skv. skiptingu,
sem áður hefur' verið gerð
grein fyrir, en í næsta þætti
verður lítillega vikið að ýms-
um sérdómstólum og þar með
botn sleginn í skrif um dóms-
valdið.
Björn Þ. Guðmundsson.
Jgl®l Sólun
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
lá y v IH[|1 snjómunstur veitir góða spyrnu
í snjó og hdlku,.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða
. m með fullkomnum tækjum.
Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN. BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík..
BÍLAEIGENDUR
Forkaupsréttur að happdrættismiðum með bílnúmerum ykkar
rennur út 20. þessa mánaðar.
Happdrætti Styrktarfélags vangefinna.
VERNDIÐ
SJÓNINA
UTFILTAR Á SJÓNVÖRP
FYRIRLICGJANDI
RAFIÐJAN
VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SÍM119294
Til sölu kýr
að Hurðarbaki, Kjós, —
sími um Eyrarkot.
Sunnlendingar
Suðri II, þættir úr framfarasögu Suðurlands, safn-
að af Bjarna Bjarnasyni frá Laugarvatni, er kom-
in í bókaverzlanir. Áskrifendur geta keypt SuSra
1 Bókinni, Skólavörðustíg 6.