Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970. TÍMINN B ■ ■ ■ TVO BORN HÆTT KOMIN VEGNA RAFLOSTA Aðvörun frá Rafmagnseftirliti ríkisins Nýlega hafa orðiS alvarleg slys á tveim börnum í Reykjavíik. Urðu slysin með þeim hætti, að börnin snertu máknstangir inniloftneta fyrir sjónvarpstæki, sem af óvita- skap höfðu verið tengd við 220 volta raftengla með þeim afleið- ingum, að slæm brunasár hlutust af. Að ekki leiddi til dauða í þess- um tilvikum er því að þakka, að hjálp barst í tæka tíð, en í báðum tiífelium voru börnin obðin algjör- lega ósjálfbjarga vegna áhrifa raf straumsins. Hér á landi hafa áður oi'ðið slys af sötnu sökum og voru þá meðal annars birtar aðvaranir um þessa hættru í flestum fjölmiðlum. í nýrri skýrslu frá Danmörku um dauðaslys af völdum rafmagns á tímabilinu frá 1963 til 1969 kem- ur fram, að fjögur dauðaslys hafa hlotizt þar í landi af inniloftnet- um sjónvarpstækja, og er það næstum 10 af hundraði allra dauðaslysa af völdum rafmagns í Dantnörku á þessu tímabili. Ekki ætti að þurfa fleiri orð til þess að gera foreldrum og öðrum Ijóst hvaða voði er hér á ferðum. Af framangreindum ástæðum tel- ur Rafmagnseftirlitið óhjákvæmi- legt að færa loftnet til inninotkun- ar fyrir hljóðvarps- og sjónvarps- tæki, svo og al'an viðtengibúnað þessarra tækja, í flokk með viður- kenningarskyldum rafföngum. Af því leiðir að framvegis verður óheimilt að flytja þessa hluti til landsins eða gera þá innanlands, selja þá eða afhenda til notkunar fyrr en viðurkenning Rafmagnseft irlitsins er fengin. Þá vill Rafmagnseftirlitið til Framhald á bls. 14. 1. Loftnet til innilokiinar fyrir sjón- varp. Þessi mynd frá Alkureyri átti að fylgja frétt í blaðinu í gær, en varð heldur síðbúin. Þarna sjást gagnfræðaskólanemendur leggja af stað niður gilið með kröfu- spjöld sín um félagsheimili til handa ungu fólki í bænum. Á spjöldunum gat að líta slagorð eins og: — Við viljum hús, — Hvar eigum við að vera? — Hvað -er-fyrir unglinga á Akureyri og — Opnið dyrnar. í göngunni voru 600 unglingar og afhentu þeir for- seta bæjarstjórnar bréf með kröf- um sínum. Húsin, sem sjást á myndinni, eru gagnfræðaskólinn til vinstri, íþróttahúsið fyrir miðju og sundlaugin til hægri. fyrir loftnet, gerS eftir I.E.C. staðli. 3. Á myndinni sjást öryggisþéttarn- ir, sem búiS er að setja framan viS málmstangirnar. Þessir þéttar varna því aS lífshættuleg raf- spenna geti myndazt í málmstöng. unum. Þéttarnir draga hins vegar ekki úr notagildi netsins. STÓRFELLD VERÐLÆKKUN Á SMJÖRI... NtJNA KOSTAR 1/2KG AF SMJÖRI 65 KR. ttfm 3 AVIÐA ««í Gamalkunnar aðferðir 2. og 3. umræða um verð- stöðvunarfrumvarpið fór fram í efri deild Alþingis í gær og var frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. Fulltrúar Framsóknarmanna í fjárhags- nefnd deildarinnar, Einar Ágústsson og Bjarni Guð- björnsson, skiluðu sér nefndar- áliti um frumvarpið og hafði Einar Ágústsson framsögu fyr. ir því. í nefndarálitinu segir m.a.: „Frumvarpið fjallar um það að gera ráðstafanir til þess, að kaupgreiðsluvísitalan geti til 31. ágúst 1971 verið hin sama og hún var 1. september s.l. eða 4.21%. Til þess þarf tvennt: 1. Að koma í veg fyrir verð- hækkanir frá gildistökudegi lag anna og út tímabilið. 2. Að „eyða“ þeim hækkun- um, sem orðið hafa, frá því að kaupgreiðsluvísitala var siðast reiknuð. Ekki verður sagt, að frum varpið brjóti upp á nýjum að ferðum að marki, þær eru flest ar gamalkunnar og eiga stoð í gildandi lögum. Þannig hefur verðlagsn. þegar notað heimild í lögum nr. 54 frá 1960 til að banna verðhækkanir á þeim vettvangi, sem þessi lög taka til. Ennfremur er ráðgert að nota heimild í 28. grein laga nr. 4 frá 1960 til að verja fé úr ríkissjóði til þess að halda niðri verði á vöru og þjónustu í ríkara mæli en gert hefur verið nú um skeið. Þá eru fjölskyldubætur þrautreynt tæki til þess að hafa áhrif á vísitöluna, enda ódýr- asta aðferð, sem völ er á í því skyni. Nú er ráðgert að hækka þessar bætur upp í 8000 krón- ur méð hverju barni innan 16 ára .Þegar gildandi lög um fjöl- skyldubætur voru sett árið 1963, voru bæturnar ákveðnar 3000 kr. Til þess að þær haldi verðgildi sínu miðað við verð- hækkanir þyrftu þær nú að vera 7500 kr„ þannig að hér er litlu lengra gengið en að bæta upp þá rýrnun, sem á þessum tekjum barnmargra heimila hefur orðið. Sé hins vega- bor- ið saman bótafjárhæðin 1960 og verðlagsbreytingar síðan, kemur i ljós, að fjölskyldubæt ur þyrftu nú að vera 9100 kr. til að halda í horfinu. Nmæli frumvarpsins eru hins vegar þrjú: a) Launaskattur. 0b) Breyting á visitölugrund- velli. c) Niðurfelling tveggja vísi. tölustiga. Um a: Út af fyrir sig er sjálf- sagt ekkert athugavert við það, að vinnuveitendur láti eitthvað á móti, þcgar vísitölugreiðslum að upphæð um 1000 millj. kr., scm þeir hafa samið um að greiða launþcgum, er af þeim lé«. Hius vegar getiun við undip- ritaðir ekki failizt á an :,.im- þykkja nú sérstakan launaskatt. Ástæður eru þær, að við viður- kcnnum ekki þórf nýrrar skatU lagningar, fyrr en til fulls hef- ur veri'ð könnuð greiðslugeta Framh. á 14. sfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.