Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 6
TIMINN FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970. Húsmæðraskölimi á Hallormsstað er framvegis eins vetrar skóli HúsmæSraskólinn á Hallorms- stað var settur fyrsta vetrardag. Athöfnin hófst með guðsþjónustu. Séra Einar Þór Þorsteinsson pré- dikaði. Frú Guðbjörg Guðtaunds- dóttir Kolka, sem nú tekur við stjórn skólans, flutti þvínæst setn- ingarræðu. Skólinn, sem hefur lengst af ver ið tveggja vetra skóli, starfar eftir leiðis í einni ársdeild, en í vetur verður aðeins starfrækt eidrideild fyrir þær stúlkur sem voru í yngri deild í fyrra, og svo þrjú 5—6 vikna námskeið í matreiðslu og vefnaði. Fyrsta námskeiðið verð- ur í nóvecnber—desember, og er enn tækifæri til að sækja um það. Þá fá einnig stúlkur úr efstu Jónas St. Lúðvíksson HETJUR I HAFSNAUÐ FB—Reykjavík, mánudag. Hetjur í Hafsnauð eftir Kenneth Cooke er nýkomin út hjá Skugg- sjá, þýðandi er Jónas St. Lúðvíks- son. Fjórtán menn komust af á timburfleka, þegar ms. Lulworth Hill var sökkt af þýzkum kafbáti, í hildarleik síðari heimstyrjaldar- innar. Fjórtán menn slasaðir, hraktir og hrjáðir. í fimmtíu langa daga, undir þjakandi geislum hita- beltissólarinnar, í nepjukulda á nóttum og með gráðuga, hungraða hákarla í kjölfaritiu, hrakti timb- urflekann um hafið. Þetta reyndist flestum himna skipreika manna of- raun, þeir týndu tölunni, hver af öðrum, kvaldir af hungri og þorsta, sárum og sálarstríði, unz aðeins tveir voru eftir á lífi. Kenneth Cooke, timburmaður skipsins, og höfundur þessarar æsi spenmandi frásagnar af hörmung um og þrautseigju þeirra félaga, og félagi hans Colin, voru hinir einu, sem lifðu þessar hörmungar af. Kenneth Cooke rekur þessa hrakningasögu þeirra frá degi til dags segir hreinskilnislega frá þolgæði þeirra og þrautseigju, sjálfsaga þeirra og viljastyrk, lýs- ir vonbrigðum þeirra og örvi.’nun, og loks fögnuði þeirra, er þeim félögum er bjargað um borð í tandurspilli, tveim úttauguðum og skinhoruðum mönnm, sem í fimm- tíu daaa samfleytt hafa orðið að há ofurmannlega barátta við ó- blíð öfl og ekkert virtist bíða ann- að en hin grimmilegustu örlög. Fáar bækur lýsa betur ógnum og vitfirringu stríðsins og afleiðingum þess en saga þessara sjóhröktu manna. bekkjum barna- og unglingaskól- ans að Hallormsstað tilsögn í mat- reiðslu í Húsmæðraskólanum. Formaður skólanefndar, Vil- hjálmur Hjálmarsson, flutti ávarp og drap á nokkra þætti úr sögu skólans, en hann var settur i fyrsta sinn 1. nóv. 1930. Margir af fyrri nemendum skól- ans voru viðstaddir skólasetning- una. Frú Arnþrúður Gunnlaugs- dóttir á Hallormsstað skýrði frá undirbúningi að stofnun nemenda- sambands og sagði frá því að fyrr- verandi nemeiidur hefðu byrjað fjársöfnun til styrktar skólanum og skyldi henni lokið fyrir skóla- slit næsta vor. Þá afhenti hún myndarlega fjárupphæð, sem safn azt hefur nú þegar. Skyldi henni einkum varið til kaupa á tækjum eða búnaði, sem gerði skólann að fegurra heimili og kæmi að not- um í skólahaldi. Formaður skólanefndar þakk- aði hlýhug og rausn námsmeyja. Að lokinni skólasetningu þáðu gestir veitingar og síðan héldu eldri nemendur fund til að undir- búa stofnun nemendasambands. Nemendasamband. f tilefni 40 ára afmælis skólans komu nokkrir af eldri nemendum hans saman og lögðu drög að stofnun nemendaasmbands. Að vísu mun slíkt samband hafa ver- ið stofnað skömmu eftir að skóla hald hófst á Hallormsstað, en af einhverjum ástæðum er lítið vit- að um starfsemi þess. Aðal markmið sambandsins verð ur að hlynna að skólanum og starfsemi hans og efla kynni nem enda. eldri og yngri. Ætlunin er, að við skólaslit í vor verði hald- inn forml. stofnfundur nemenda- sambandsins og vonandi sjá sem flestar eldri og yngri námsmeyjar sér fært að heimsækja skólann á þessum tímamótum og gerast stofnfélagar. í bráðabirgðastjórn, sem starf- ar til vors, voru kjörnir: Arnþrúð ur Gunnlaugsdóttir, Hallormsstað, Jónína Óladóttir, Selási 14. Egils- stöðum, og Jenný Sigurðardóttir, Lagarási 6, Egilsstöðum. Af gefnu tilefni' vill hin ný- kjöma bráðabirgðastjórn taka fram, að enn hefur ebki náðst til allra nemenda skólans og eru aliar þær, sem áhuga hafa á þess- ari sambandsstofnun eindregið hvattar til að hafa samband við stjórnina til skrafs og ráðagerða. Ennfremur skal á það lögð áherzla að aliar námsmeyjar, sem innritazt hafa í skólann, eru vel- komnar í hópinn, en ebki ein- göngu þær, sem lokið hafa burt- fararprófi. KAFBÁTASTÖÐIN — saga úr síðustu heimsstyrjöld, eftir Donald Dale. Hörpuútgáfan gefur út bók- ina Kafbátastöðin, eftir Donald Daie. — f þessari bók er frásögn af baráttu norsku andspyrnuhreyfingarinnar við Gestapo. Lýsing á föðurlands- ást og hetjulund gegn miskunn arleysi og grimmd. — Þýzku kafbátamir ógnuðu siglingum bandamanna á Norður-Atlants- hafi .Stórum skipalestum, sem fluttu herjunum vistir og vopn, var gjöreytt. — Tveimur norsk um föðurlandsvinum og félög- um í andspyrnuhreyfingnni er falið að finna og eyðileggja kafbátastöð Þjóðverja sem grunur lék á, að staðsett væri í Norður-Noregi Þeir eru send ir með flugvél frá aðalstöðv- um brekza flughersins og varp- að í fallhlíf meðal liðsveita Gestapo. — Þeíta er frásögn af óbilandi kjarki og frelsisþrá norsku andsprynuhreyfingarinn ar. Prentverk Akraness h. f. prentaði bókina. HRÓP HJARTANS— ] ný ástarsaga, eftir BODIL FORSBERG Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja ástarsögu — Hróp hjartans, eftir Bodil Forsberg, höfund bókarinnar Ást og ótti, sem út kom á s.l. ári. Sú bók var að allra dómi sérstaklega spennandi og skemmtileg, eins og aðrar bækur þessa vinsæla og víðlesna höfundar. — Hróp hjartans er saga um dönsku stúlkuna Jonnu, sem missti eiginmann sinn í uppreisninni í Ungverjalandi 1956. Á flótta frá Búdapest týnir hún bam- inu sínu. Hún leitar án árang- urs. Erfiðleikar og lamandi sorg yfir missi eiginmanns og sonar virðast ætla að buga hana Heima t Danmörku bíða Jonnu óvæntir atburðir. Hún fær vinnu sem læknariltó. Ungi yfirlæknirinn vekur á ný ást í harmiþrungið hjarta henn ar. Skúli Jensson þýddi bókina. Prentverk Akraness h.f. prent- aði. HORFIN SKÝ Komin er út hjá ísafoldarprent- smiðju Ijóðabókin Horfin ský, eft- ir Ómar Þ. Hafldórsson, sem líklegt má telja að verði yngsta skáld árs- ins 1970. Hann var ekki nema 15 NÝJAR BARNA- 0G UNGUNGA- BÆKUR FRÁ ERNI 0G ÖRLYGI Byrjendabókin Ferðir Dagfinns dýralæknis. Bókaútgáfan ra og Örlygur hef- ur sent litprentaða bók um Ferðir Dagfinns dýralæknis á markað. Bókin er ætluð yngstu lesendun- um. Hún er með litmyndum á hverri síðu og lesmálið er prentað með stóm barnabókaletri. Ferðir Dagfinns dýralæknis er byggð á sögu Hugh Loftings, en umskrifuð af A1 Perkins. Andrés Kristjánsson, ritstjóri, íslenzkaði. Philip Wende gerði teikningarnar. Bókin er prentuð og bundin í Englandi, en setaingu gerði Prent- smiðjan Edda. Dagfinnur dýralæknir í fjölleikaferð, fjórða hefti. Þá er fjórða heftið um Dagfinu dýralækni, í hinum eiginlega bóka flokki um Dagfinn, væntanlegt á markað bráðlega. Bókin nefnist Dagfinnur dýralæknir f fjölleika- ferð, og er að nokkrum hluta uppistaða kvi'kmyndarinnar um Dagfinn. f bókinni segir frá er Dagfinnur ræðst til ferða með fjölleikaflokki og sýnir þar tví- höfðann, en lendir í fangelsi fyrir að freísa eitt dýranna þar úr prísundinni. Töfrabifreiðin Kitty — Kitty — Bang — Bang — 2. bindi. Það hafa fleiri bækur verið kvikmyndaðar heldur en Dagfinn ur dýralæknir má þar til nefna söguna um töfrabifreiðina Kitty - Kitty — Bang — Bang. eftir þann fræga mann, Ian Fleming Kitty mun sennilega verða jóla- mynd í einu kvikmyndahúsa R.evkú vík-i- á hessu ári. Annað bindið um Kitty er nýkomið á bókamarkaðinn, en alls verða bind in þrjú. Kitty er gædd þeim töfr- um að geta siglt og flotið, auk þess sem hún að sjálfsögðu ekur með miklum glæsibrag. í þessu hefti segir frá því er Gabríel hugvitsmaður og fjölskylda hans sigla á Kitty til Frakklands og lenga í kasti við margs konar manngerðir. Ólafur Stephensen þýddi og endursagði söguna um Kitty. — Myndir gerði John Burningham. Bókin er prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Eddu. Letur bók arinnar er stórt og gott bama- bókaletur. Glerbrotið — eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þetta er gullfalleg barnabók. Hún segir frá lífi barna í sjávar- þorpi, búskap í tóttarbroti, vin- áttuböndum, sem bresta um skeið sökum mikilla freistinga, og að lokum segir hún frá langþráður sáttum, eftir að mikil saga hefur gerzt. Höfundur bókarinnar Ólafur Jóhann Sigurðsson, er löngu landskunnur fyrir snilld sína og er öðrum næmari að finna þann streng, er lýsir tilfinningalífi barna og unglinga. Glerbrotið er prýtt fjölda litprentaðra teikn- inga eftir Gísla Sigurðsson, rit- stjóra. Bókin er prentuð á úrvals pappír með stóru barnabókaletri í Prentsmiðjunni Eddu Örlaganóftín — þríðja bókin um múmínálfana. í Örlaganóttinni segir frá ægi- leeu flóði. sem færir allt í kaf í Múmíndal. Allt fer á flot, múmín álfarnir líka og þá er að bregð- ast rétt við vandanum. En þeir em ekki þeir einu sem berast á öldunum um Múmíndal, þar er fleira á ferðinni. Álfasögur eru íslendingum ekk ert nýnæmi, en hins vegar eru múmínálfarnir þeim með öllu framandi, þegar fyrsta bókin um þá kom út árið 1968. Höfundur þeirrá ér finnsk skáldkona og teiknari, Tove Jansson. Hún hef- ur hlotið margs konar viðurkenn ingar fyrir sögur sínar um múmín álfana, þar á meðal hina eftir- sóttu viðurkenningu barnabóka- höfunda, H. C. Andersen-verð- launin árið 1966. Örlaganóttin er sett í Prent- stofu G. Benediktssonar h.f., prent uð í prentsmiðjunni Viðey og bundin í Bókbindaranum h.f Njósnari merktur X Nýr njósnabókaflokkur í harðjaxlastíl. Þetta er fyrsta bókin í nýjum njósnabókaflokki eftir Jaek Lan- cer, í þýðingu Áma Reynissonar. Hér er um að ræða æsispennandi bók í sannkölluðum harðjaxlastíl. Aðal söguhetjurnar, Chrestopher j Cool og félagi hans, Indíáninn Geronimo Johnson, eru stúdent-1 ar við nám í háskóla, en þess I á milli starfa þeir fyrir banda- risku leyniþjónustuna og eltast við óþokka og óvinveitta n/ósnara um allan heim Ekki skemmir ,jað söguna, að með þeim félögum starfar rauðhærð og raungóð stúlka, Spice Carter, sem einnig kann sitthvað fyrir sér í njósn- ára, þegar hann á síðastliðnu vori skilaði af sér handriti þessarar bókar, sem inniheldur 34 kvæði og er 76 bls. Ómar Þ. Halldórsson er fæddur I Reykjavík 1954. Hann fluttist nýfæddur með foreldrum sínum til Vestmannaeyja, og þaðan eins árs gamall að Selfossi, þar sem hann hefur átt heima síðan, hjá forefdr- um sinum. Ómar er Rangæingur í báðar ættir Faðir hans, Halldór Árnason trésmiður, er frá Reyðarvatni í Rangárvöllum, en móðir hans, Fanney Sigurðardóttir, er ættuð undan Eyjafjöllum. Ómar byrjaði að yrkja strax og hann hafði lært að draga til stafs og hefur ekki linnt því síðan: ljóð, leikrit og sögur. Hann er núna nemandi í IV. bekk Gagnfræða- skóla Selíoss. Horfin ský skiptist í fjóra flokka og hafa fi’okkamir þessar fyrir- sagnir: 1. Almenningar, II. Svo þverra listir, III. í eftirleit, IV. Horfin ský. Þessi ungi maður virðist jafn- vígur á hefðbundið ljóðform sem hið órímaða, og beitir hvora tveggja. Ekki verður séð, að á- hrifa gæti frá nokkru sérstöku skáldi í Horfnum skýjum. Mesta furðu mun þó vekja hinn mikli og sérkennilegi orðaforði þessa korn- unga skálds. Viða gætir mikillar kímni í Ijóðunum, stundum kald- hæðni, stundum angurværðar, al- drei reiði eða vonleysis. En hver sem hugbfær ljóðanna er og hvort sem þau eru rímuð eða órýmuð, þá eru þau fyrst og fremst nútírna- leg. Ómar Þ. Halldórsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.