Tíminn - 19.11.1970, Page 9

Tíminn - 19.11.1970, Page 9
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970. TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pram-lcva;mdast,ióri: Kristjám Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinssor (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas KarJsson. Auglýsin-gastjóri: Steingrimur Gísliason. Kitstjómar- skrifstofnr t Edduhúsinu, shnar 18300 — 18306. Skrifstofur Sankast'ræti ? — Afgreiðslusimi 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar ckrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr 195,00 á mánuði. inmanlamds - f la-usasölu kr. 12,00 eint. Prentsmiðjan Edda hf Reikningskúnstir og fjölskyldubætur í sambandi við umræður um verðstöðvunarfrumvarp- ið gera stjórnarliðar úr því mikla rós í sitt hnappagat, að fjölskyldubætur eigi að hækka verulega. Þær eiga að hækka í 8 þúsund krónur með hverju barni. í sjónvarpsþættinum í fyrrakvöld um veröstöðvunina benti Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins, á þá staðreynd, að fjölskyldubætur ættu nú að vera 9.100 krónur með hverju barni, ef þær ættu að verða sambærilegar að kaupmætti við það sem þær voru árið 1960, þegar viðreisnarmenn hófu „umbótastarfið". Framfarirnar eru í því fólgnar í greiðslu fjölskyldubóta, að það vantar 1.100 krónur upp á að þær nái sambæri- legum kaupmætti og 1960 eftir að sú hækkun, sem lögð er til í verðstöðvunarfrumvarpinu, kemur til fram- kvæmda. Þegar þessar „framfarir“ eru skoðaðar nánar, sést brátt, hvar fiskur liggur undir steini. Fjölskyldubætumar eru skattskyldar. Á undanförnum óðaverðbólguárum hefur persónufrádrætti og skattstig- um ekki verið breytt í samræmi við hækkun vísitölunn- ar, þ. e. verðlagshækkanir og kaupgetu þeirra launa, sem skattlögð eru til ríkis og sveitarsjóða. Þetta hefur þýtt það, að beinir skattar hafa stórhækkað miðað við kaup- getu launanna. Þeir hafa hækkað svo, að fjölskyldumenn með lágar miðlungstekjur komast í hátekjuskatta. Hækk- un fjölskyldubótanna lendir 1 skattheimtu ríkis og sveit- arfélaga, og 1 mjög mörgum tilfellum munu því opinberir aðilar taka til baka allt að 60% þeirrar hækkunar fjöl- skyldubótanna, sem nú á að koma til framkvæmda. Þá er einnig rétt að gera sér grein fyrir þvi, af hverju stjórnarflokkarnir velja nú fjölskyldubætumar til að greiða niður vísitöluna að hluta í stað niðurgreiðslna á vöruverði í öllum tilvikum. Það er ekki nema eðlilegt að menn kanni það mál nokkru nánar, því að okkur var sagt það í bæjarstjórnarkosningunum á sl. vori, að það væri eina ágreiningsmál stjómarfiokkanna, hvemig greiðslum bóta almannatrygginga væri hagað. Mátti þá á Mbl. skilja, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fyrst og fremst áhuga á því að bætur almannatrygginga kæmu til þeirra, sem mesta hefðu þörfina, og fjölskyldubætur væra fárán- legar með tveimur börnum þeirra framfærenda, sem hefðu yfrið nógar tekjur til að framfleyta tveimur börn- um og flokkuðust með hátekjumönnum. ^Hgreiíiingdmdiiu En hvað sem líður skoðanamun stjórnarflokkanna i tryggingarmálum i síðustu bæjarstjórnarkosningum, þá er hitt víst, að það ber ekki á honum núna og era þeir sammála í hækkun f jölskyldubótanna nú og að þær verði jafnháar með 6. og 7. barni og 1. og 2. Eindrægni stjóm- arflokkanna í þessu eina verulega ágreiningsmáli stafar af því, að sameiginlega fundu þeir það gat í framfærsiu- vísitölunni, að það kostaði milljónatugum minna að greiða vísitöluna níður með hækkun fjölskyldubóta en með niðurgreiðslum á vöruverði, og þar til viðbótar kem- ur þetta gegnum skattheimtuna að veralegu leyti tii baka aftur í ríkissjóð eins og fyrr greindi. Önnur snjöli leið tii að lækka framfærsluvísitöluna var svo sú, að feila opinber gjöld eins og tryggingargjöldin hreinlega niður við útreikninga vísitölunnar um leið og gjöldin eru stór- leaa hækkuð. — TK M. MAXIMOV- APN: Comecon - efnahagsráð Austur- Evrópu færir ört út kvíamar Kommúnistaríkin tengjast stöðugt meira efnahagslega. Þótt athygli beinist mjög um þessar mundir að Efna- hagsbandalagi Evi'ópu og vaxandi efnahagssamvinnu Vestur-Evrópuríkja, er ekki síður ástæða til að gefa gaum þeirri þróun, sem er áð gerast í Austur-Evrópu í þessum efnum, en þar er starfandi einskonar efna. hagsbandalag, Comecon, er vinnur markvisst að því, undir forustu Rússa, að gera efnahagssamvinnu kommúnistaríkjanna stöð- ugt nánari og víðtækari. — Ýmsir kunnugir menn telja, að það sé á þennan hátt, sem Sovétríkin tryggi nú helzt áhrif sín í Austur- Evrópu, því að hin ríkin verði stöðugt háðari við- skiptum við þau. Hér á eftir fer grein eftir M. Maximov, einn af fréttarit- urum APN, þar sem hann lýsir því, hvernig Comecon sé að færa út kvíamar. ' ÞRÓUN éfnahagssámræmíwg ar hjá komcnúnistaríkjnnum í Austur-Evrópu, hefur vakið at- hygli efnahagssérfræðinga víða um heim. Réttilega er árangur- inn af tveimur síðustu fundum Comecon (Ráði gagnkvæmrar efnahagsaðstoðar) í Moskvu í apríl 1969 og í Varsjá í maí 1970 talinn marka tímamót, bæði á efnahags- og stjórnmála- sviðinu. Fundurinn í Moskvu, sá 23. frá upphafi, gerði sa-mþykkt um nánari efnahagslega sam- vinnu milii landanna og um gerð áætlunar, sem tæki til meðferðar samræmingu í fram tíðinni, einkum með tilliti til aukinnar efnahagslegrar og taaknivísindalegrar samvinnu þátttökurikja. Fundurinn í Varsjá ræddi, hvernig haga skyldi fram- kvæmd þessarar samþykktar. f ljós kom, að mikill hluti þeirrar sikpulagsvinnu, setn nauðsynleg er í sambandi við víðtæka samræmingaráætlun sem þessa, hefði þegar verið unnin. Áður var komin af stað við- leitni til samræmingar innan Comecon, en árangurinn af fund unum tveimur varð til þess áð hvetja kommúnistaríkin til enn nánari efnahagssamstarfs, sem á þann hátt komst á nýtt stig. Eftir mikla undirbúnings- vinnu var skrifað undir samn- inga í ágúst og september um samstillingu fimmáraáætlana hinna ýmsu ríkja fyrir árin 1971 til 1975. Jafnframt undir rituðu Sovétríkin samninga um vísinda. og tæknisamvinnu við flest hin ríkin. TILHNEIGINGIN til sam- ræmingar er augljós, þegar litið er á þessa samninga Að áætlanirnar skuli vera sam stilltar og hin sameiginlega lausn á mikilvægum efnahags- KOSYGIN vandamálum sýnir, að sósíalist ís'ku ríkin fara eftir ákveðinni áætlun í þróun samskipta sinna, og gera þau þannig fast- mótuð og árangursrík fram í tímann. Samböndin byggja á grund- velli gagnkvæms hagnaðar, jöfnuðar og virðingar fyrir þjóðlegu sjálfstæði. Eða svo vitnað sé til ræðu Kosygins for sætisráðherra í Búkarest í sum ar. eftir undirritun vináttusátt málans milli Sovétríkjanna og Rúmeníu: „Hin sósíalistíska efnahagssamræming er enn frekari útvíkkun á samvinnu sósíalistískra ríkja, jafn verð- mæt og jafnábatasðm fyrir alla aðila. Við framkvæmd hennar er tekið jafnt tillit tií hagsmuna alira sósíalistisku ríkjanna og á grundvelli frjálsr ar þátttöku hvers um sig.“ SU REYNSLA sem fengizt hefur á mörgum árum við sam- ræmingu áætlana Comecon- ríkjanna sýnir, hve margir möguleikar eru fyrir hendi inn an þessa nýja efnahagskerfið fyrir efnahagslegt samst.arf , í ýmsu formi milli ríkja, sósíal- ismans. Hægt er að benda á margs konar og mjös stór verk efni, sem framkvæmd hafa ver- ið við samstillingu áætlana og efnahagsstefnu landanna til langs tíma. Á síðustu árum hafa Come- con-ríkin rannsakað í sam“n- ingu og siðan leyst mörg franv leiðsiu og tæknivandamál Þar á meðal eru eldsneytis- og orkuvandamál (fimm '•ikjanna byggðu „Drúzhba". stærstu oliu leiðslu heitns og eru að byrjs á ..Drúzhba-2“), Samvinna orku veitukerfa evrópsku sósíalista- ríkjanna, sameiginleg iárnbram arvagnamiðstöð þróun í sam- bandi við aukna sérhæfingu og samvinnu í framleiðslu véla, tækja, gerfiefna o.fl., samein- ing ýmissa fyrirtækja og stofn- ana, skipulagning sameigin- legra vísindaransókna, áætlun- argerðar o.s.frv. Allt í sameiningu myndar þetta kerfi efnahagssamskipta, sem byggt er á alþjóðlegvi vinnuskiptingu. Samstilling áætlana í hverju einstöku ríki öllum í hag gefur hverju þátttökuríki aukna möguleika til að gera efnahags samvinnuna enn nánari og auka þróunarhraðann heima fyrir og jafnframt í öllu hinu sósialistíska kerfi. HIN ÁKVEÐNU verkefni eru leyst í sameininga. Þannig voru undirskrifaðir 17 saenn- ingar milli ríkisstjórnanna og 13 samningar milli einstakra ráðuneyta, þegar áætlanir Sovétríkjanna og Þýzka alþýðu lýðveldisins vora samræmdar. Þessir samningar mynda eina heild og fela í sér tæknisam- vinnu, sameiginlegar bygginga- fratnkvæmdir, sérhæfingu og samvinnu í framleiðslu á ýms- um sviðum, samvinnu í efna- iðnaði, vélaiðnaði, rafmagns- og rafeindaiðnaði. Samningurinn um áætlana- saimræmingu Sovétríkjanna og Ungverjalands til næstu fimm ára, gerir ráð fyrir lausn no'kk- urra tæknilegra og efnahags- legra vandamála með sameigin legu átaki. Samið er um gagn- kvæm skipti á vélum, vélbún- aði, raforku, eldsneyti, mikil- vægum hráefnum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum. Skrifað hef ur verið undir samninga um sameiginlega þróun margra framleiðslugreina og samvinnu í framleiðslu ýmissa gerfiefna. Jafnframt samningnum um samræmingu fimm ára áætlan- anna fyrir árin 1971—1975, hafa Sovétríkin og Rúmenía gert með sér samkomulag um samvinnu við uppbyggingu efna iðnaðarins í Rúmeníu. AUKNING og umbætur sam ræmingarstarfsins við alla áætl anagerð fyrir næstu fimm ár, sýna að rík: sósíalismans eru komin af einfaldasta samvinnu stiginu —- vöruskiptum — vfir á flóknara og árangursríkara stig með þátttöku ráðunevta, stjórna, vísindastofnana og þús- unda sérfræðinga á ýmsum sviðum Þetta eru staðreyndir, ssm meðal annars hafa fengið enska blaðið Fmancial Times til að víjöurkenna. að tram- kvæmd bessara: samræmingar muni þýða. að Comecon sé í þann veginn að verða annað og meira en ráð gagnkvæmrar M efnahagsaðstoðar. og ef til vill B muni því takast að sameina m nokkur þjóðles efnahagskerfi H í heilbrigða efnahagssam- S steypu. I (APN). I t'

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.