Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1970. TÍMINN Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3. ríkissjóðs á næsta ári, „eyma- marka‘ðir“ skattar ern þegar orðnir allt of margir, launa- skattur er í mörgum tilfellum óheppileg tekjuöflunarleið, sem kemur mjög illa við þá, sem hafa tekjur af útseldri vinnu, og fleira má að honum finna, t.d. það, sem L.Í.Ú. hef- ur ritað , Alþingi um, þ.e. greiðsln af aflalilut sjómanna." Að falsa vísitölu „Á sérstöku þingskjali leggj- um við því til, að ákvæði 2. gr. frumvarpsins verði felld. Um b: Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins er ákveðið, að við útreikning kaupgreiðsluvísitölu skuli eigi taka tillit til verð- hækkana á tveim li'ðum, sem nú eru í vísitölugrundvellinum, þ. e. iðgjaldi til almannatrygg- inga og útsöluverði áfengis og tóbaks. Ennfroiur er í greininni ráðgert að fresta útreikningi kaupgjaldsvísitölu um einn mánuð frá því, sem nú er ákveð ið, og taka við útreikning tillit til verðbreytinga sem verða eft- ir á. Undirritaðir telja hér um frá leit ákvæ'ði að ræða, sem ekki komi til mála að samþykkja. Vísitölugrundvöllurinn er mæli tæki, sem á að tryggja launþeg- um það, að verðlagsuppbótin samsvari framfærslukostnaðin- um á hverjum tíma, og kjara- samningarnir frá 19. júní s.l. og síðar voru gerðir í trausti þess, að fyrir hverja vcrðhækkun, sem grundvöllurinn tók til, kæmi full verðlagsuppbót. Einhliða breyting þessa jafn- gildir því breytingu þessara samningsákvæða, enda hefur komið fram, að stærstu lftuh- þegasamtök landsins líta þessi — PÓSTSENDUM — ákvæði mjög alvarlegum aug- um. Leggjum við því til, að 4. gr. frv. verði felld. Um c: Þriðja nýmæli lag- anna lýtur að því, að ekki skuli koma til útborgunar 2 vísitölu- stig, þ. e. að launþegar skuli taka þeirrí kjaraskerðingu án þess, að neitt komi í staðinn. Þetta ákvæði frumvarpsins hefur mestum deilum valdið, og m.a. hefur miðstjórn A.S.Í lýst þeirri skoðun, að grund- velli kjarasamninganna sé kippt brott og þeir úr gildi fallnir hvað öll kaupgjalds- ákvæði áhrærir, verði þessi frumvarpsákvæði, svo og þau, er um getur í b-lið lögfest. Nú hefur ríkisstjórnin hopað nokkuð í þessu máli á þann hátt að lofast til að greiða nið- ur liin umræddu vísitölustig á tímabilinu frá 1. desember til 1. marz 1971 og fresta á þann liátt hinni beinu kjara- skerðingu, sem hér um ræðir. Engu að síður er til þess ætl. azt, að ákvæði greinarinnar verði lögfest óbreytt. Við undirritaðir teljum, að ckki komi til greina að lög- festa ákvæði þau, er hér um ræðir, gegn jafneindregnum mótmælum launþegasamtak- anna og fram hafa komið, enda mundi af því leiða erfiðleika á vinnumarkaði, sem fráleitt væri að Alþingi ætti hlut að því að skapa.“ Hætt komin Framhalc af bls 3. varnar áðurnefndri hættu af þeim tækjum og búnaði sem nú er í notkun, hvetja eindregið bæði al- menning og útvarpsvirkja til þess að leggjast á eitt með að útrýma nefndri hættu af þessum hlutum svo fljótt sem auðið er. Leiðir til úrbóta: 1. Að setja viðurkenndan viðtengiútbúnað fyrir loftnet og viðtæki. 2: Að setja viðurkennda öryggisþétta 'framan við málmstangir inni- ðoftneta. Að sjálfsögðu er aukinn skiln- ingur og árvekni almennings þyngst á metum í þessu efni sem 6ðru er slysavörnum viðkemur. Maðurinn minn Hálfdán Sveinsson, kennari lézt i gær á sjúkrahústnu á Akranesi. Dóra Erlendsdéttir börn og tengdabörn. TamfflmwmmmmmæmmmmmnmmmmmmmmmmmKHm JarSarför konunnar minnar Þorbjargar Ásgeirsdóttur, Merkigarði, Stokkseyri fer fram frá Stokkseyrarkirkju, laugardaginn 21. nóvember kl. 2 e.h. Bílferð verður frá Bifreiðarstöð íslands kl. 12 á hádegi. Guðmundur Einarsson. Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður ókkar Þórarins Snorrasonar frá Bjarnastöðum, Selvogi. Börnin. Systir okkar og fóstra mín, Ólöf Guðný Jónsdóttir, verður jarðsungin I Fossvogskirkju föstudaginn 20. nóvember kl. 1,30 e. h. Sigurbjörg Jónsdóttir, Ingveldur Jóna Jónsdóttir, Jón Jónsson, Gunnar H. Þórisson. Seinagangur Framhald af bls. 16. á fjölbýlishúsi með 13 íbúðum. íbúðirnar eru frá 75 — 84 ferm. auk sameignar í kjallara. Það sýn ir hve húsnæðisþörfin á Egilsstöð um er brýn, að þegar er búið að fala allair þessar íbúðir, þótt þær hafi ekki verið auglýstar. Af öðrum framkv. sem fyrirhug aðar eru á næsta ári má nefna að undirbygging verður hafin á nýjum vegi þar sem þjóðvegur inn liggur í gegn um Egilsstaði frá vegamótunum við Egilsstaða flugvöll og að vegamótum við Fagradalsbraut. Er þetta eini veg arkaflinn á Austurlandi, sem áætl að er að verði hraðbraut og verð ur undirbyggður samkvæmt þvl. Iðnaðinum Framhalu ai bls. 1 Þótt nær ár sé liðið síðan rætt var um aðild íslands að EFTA á Alþingi, hefur sáralítið verið gert til að auka rekstrarlán iðnaðarieis. Þó hafa á þessum tíma orðið mikl- ar kauphækkanir, sem hafa auki® verulega rekstrarlánaþörf iðnaðar- ins. Nú vofir líka yfir mörgum iðn- fyrirtækjum að stöðvast, ef þau fá ekki aukin rekstrarlán. Morgun- blaðið nefndi nýlega Slippstöðina á Akureyri sem dæmi um þetta. Haldi þessu áfram, er ekki ann- að fyrirsjáanlegt en að samdráttur verði í iðnaðinum og samkeppni hans við EFTA-vörur verði mjög erfið og jafnvel útilokuð, þar sem erlendir keppinautar geta veitt ríf- lega greiðslufresti. Þessi tiilaga er flutt til a® stuðla að því, að iðnaðinum sé a. m. k. tryggt víst ,’ágmark rekstrarlána. Efni hennar er að mestu samhljóða tillijgum atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar frá því í des- érfiber 1968. Nefndiei taldi nauð- synlegt fyrir atvinnuöryggið, að iðnfyrirtækin hefðu tryggingu fyr- ir ákveðnu lágmarki rekstrarlána. í samræmi við þetta skal það tekið fram af hálfu flutningsmanna að litið er á þessar til/ögur sem hreina bráðabirgðalausn og kc .a þurfi þessum málum í miklu full- komnara horf í framtíðinni." • • 0r vöxtur Framhald al bls. 1 Arkitektafélagi íslands skal gefinn kostur á að tilnefna einn nefndarmann, Verkfræð- ingafélagi íslands einn ,en þrír 9kulu kosnir af borgarráði. Er tillögur nefndarinnar liggja fyrir skal fá umsögn borgarverkfræðings og skipu- lagsstjóra uen þær, svo og ann- arra þeirra, er fengur verður talinn í að fjalli um tillögurnar. Síðan skal borgarráð ganga frá reglugerð um starfssvið og starfshætti skipulagsdcildar og hefjast handa um uppbygg- ingu hennar.“ Sporhundar Framhald aí bls 16 ur hundurinn sýnt eftirtektarverð an árangur eftir 9 vikna þjálfun. Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði hefur um árabil haft spor hunda til þjálfunar í tilraun.askyni, og á grundvelli þeirrar reynslu sem Hafnarfjarðarskátarnir hafa öðlazt. hefur nú verið ráðizt í að þjá.'fa tvo sporhunda. Góður árang- ur náðist me® sporhundinn B: gsa, en hann drapst af eitrun. Sem dæmi um góðan árangur með Bangsa má nefna eftirfarandi dæmi: Eftir klukkutíma leit fann hann á Arnarholti á Kjalarnesi mann, sem leitarflokkar höfðu leit- að að í fimm klukkustundir ón árangurs. Hann leitaði að manni á Þingvöllum og rakti slóð hans á ákveðinn stað, en síðar kom í Ijós, að þar hafði maðurinn far ið upp í bifreið. í Vestmannaeyj um rakti hann slóð manns fram á bjargbrún, en maðurinn hefur aldrei fundizt svo að vitað sé. Leitairstörf krefjast mikils og leitir kosta oft of fjár. Góður sporhundur er ómetanlegur öllu leitarstarfi og getur oft sparað tíma, fé og fyrirhöfn fjölda manna, og stundum getur góður sporhundur rifiið baggamuninn, þegar um líf eða dauða einstakl inga ea- að tefla. Rétt er að hafa í huga, að þó að þjálfun þessa hunds takist vel, eins og full ástæða er til að ætla, er hér engin endanleg lausn fengin. Til þess að svo verði er nauðsynlegt að fá fleiri hunda til þjálfunar og það sem allra fyrst. T. d. er ekki hægt að fara með sporhund til leitar, ef hann hefur verið þjálfaður sama dag. Einnig er rétt að hafa í huga, að skyndilega getur gerzt óhapp, og er þá óverjandi, ef ekki eru, þá þegar, til þjálfa'ðir spor- hundar, sem tækju við. Samkvæmt fyrri reynslu er betra að fá óþjálf aða hvolpa af góðu kyni, heldur en að fá hingað fullorðna, þjálf- aða sporhunda. Verðhækkanir Framnald ai bls. 16. í atvinnumálunum lagði þingið megináherzlu á þessi atriði: 1. Tryggja þarf að skipasmíðar verði hér öruggur atvinnuvegur með því að smíða þau skip er landsmenn þarfnast í íslenzkum skipasmíðastöðvum. Gerð verði og framkvæmd áætl un um smíði fiskiskipa innanlands miðað við endurnýjunar- og við- bótarþörf fiskiskipa'stólsins og að smíðaðar verði staðlaðar stærðir og gerðir fiskiskipa. 2. Byggð verði þurrkví þar sem mögulegt verði að framkværoa viðgerðir og viðhald þeirra kaup skipa sem til landsins sigla. Bygg ing og rekstur þurrkvíar myndi spara mikinn gjaldeyri árlega, auk atvinnu og treysta rekstrarmögu leika íslenzkra málmiðnaðarfyrir tækja. 3. Takmarkaður verði eins og kostur er innflutningur á fram- leiðslu sem innlend málmiðnaðar fyrirtæki framleiða og smíða. Jafnframt verði viðgerðir og viðhald íslenzkra skipa fram- kvæmt innanlands, hamli því ekki sérstakar aðstæður. 4. Komið verði upp fullkominni birgðastöð sem eigi jafnan fyrir liggjandi alge.ngustu tegundir málma og önnur nauðsynlegustu smíðaefni er íslenzkur málm- og skipasmíðaiðnaður þarfnast. Birgða stöðin leitist við að gera sem hagkvæmust innkaup. íþróttir Framhald af bls. 13. um óánægðir með þessa fram- komu baðvarðarins, sem er fyr- ir neðan allar hellur. Yfirleitt hefur verið gott samstarf milrf íþróttafélaga og skóla, vegna afnota íþróttafé- laga af íþróttahúsum skólanna. Er vonandi, að svo verði einnig um afnot af íþróttahúsinu í Breiðholti. Gefst baðverðinum tækifæri til að biðja Armenn- inga afsökunar á framkomu sinni nk. þriðjudagskvöld, en ennþá er óútkljáð, hvort hann verður látinn greiða fyrir tím- ana, sem ekki voru notaðir sl. þriðjudagskvöld — alla vega greiðir Ármann þá ekki, af skiljanlegum ástæðum. — alf.. ©lETnrtiD Bræður tveir í baugakleif bjuggu lengi saman, hvor af öðrum hárið reif, þeir höfiðu ei annað gaman. Ráðning á síðustu gátu. Steinn. í sjöttu einvígisskák Kava.’ek (hvítt) og Bent Larsen kom þessi staða upp. Larsen á leik. 22. — DxR?. (auðvitað exd5!) 23. Rg4! — Dd8? 24. d5H — exd5 25. Dd4! — HxHt 26. HxH — Df8 27. Rf6f og Larsen gafst upp nokkrum leikjum síðar. Mótmælayfirlýsingar Framhald af bls. 2 ' að þess verði jafnframt gætt, að ekki verði gengið á hlut alþýð unnar í þeim ráðstöfunum." Prenfarafélagið „Stjórn Hins íslenzka prentara- félags mótmælir eindregið fram- komnu frumvarpi um „verðstöðv- un“ og fleira, sem fram hefur ver- ið lagt á Alþingi. Sér í lagi mót- mælir stjórnin harðlega því virð- ingarleysi fyrir samningsfrelsi verkalýðshreyfingarinnar, sem meðal annars kemur fram í frest- un á greiðslu verðlagsuppbótar á laun til 1. september 1971. Stjórnin lítur svo á, að með af- námi verðlagsuppbótar á laun hafi ríkisvaldið enn einu sinni skent rétt verkalýðshreyfingarinn- ar til aS gera samninga við við- semjendur sína, oig um leið rofið þann grundvöll, sem kjarasamning amir á síðastliðnu sumri byggðust á, en verðlagsuppbót á laun var einn aðalávinningur þeirra samn- inga. Um leið og stjórn Hins íslenzka prentarafélags skorar á Alþingi að fella frumvarpið, vill hún benda á, að verði frumvarpið sam- þybkt, gæti svo farið, að verka- lýðshreyfingin teldi nauðsynlegt að taka upp aðrar aðferðir til tryggingar launakjörum sínum en tíðkazt hafa til þessa, aðferðir, sem sízt munu til þess fallnar að skapa vinnufrið í landinu og því óhagstæðar þjóðfélaginu í heild.“ íbróttir Framhald af bls. 13. Úr þessum hóp væri hægt að gera harðsnúið knattspyrnulið, a.m.k. gott varnarlið því í hon- um eru margir núverandi og fyrr verandi landsliðsmenn, aðallega þó varnarmenn. En það er áber- andi hvað mikið fleiri varnar- menn hafa gerzt þjálfarar í knatt- spyrnu hér á landi um dagana, en framlmumenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.