Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.11.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN FIMMTUDAGUR 19. nóvember 1070. Sebastien Japrisot: Kona, bíll, gteraugu og byssa 46 ■þetta anzvíti, fyrx- en ég hitti þig á barnum. — Hvers vegna crtu svona? Ég meina, þú þekkir mig ekki nokk- urn skapaðan hlut. Ég er að tef.ia þig frá vinnu, en þú ert svo — svo góður við mig, svo hjálp- legur. Hvers vegna? — Þú ert líka ágæt. Þú veizt það vara ekki sjálf. Þar fyrir ut- an, þá ertu með hræðilega húfu. Hann rétti mér húfuna sína. Ég setti hana á mig. Ég horfði lengi á eftir fiutn- ingábílnum. Ég lyfti húfuderinu og hét sjálfri mér að koma þessu öllu í lag, áður en ég hitti Sign- albros á stöðinni í Avignon. Þeg- ar það væri búið, mundi óg hjálpa honum að verða miljónamæringur honum og þessum Baptistin Lav- entui'e. Guð var til vitnis um það. Ég mundi hjálpa þeim. jafnvel þó að ég yrði að vinna eftirvinnu til æviloka. Avigon. Sólin sker í augu. Boulevard Raspail lá vinstra megin úr aðalgötunni. Ég varð að bíða drjúglengi eftir færi til að beygja, og meðan söngluðu flaut- ur allt í kringum mig. Ég mundi ekki nafnið á verkstæðinu, sem stúlkan hafði gefið okkur upp í símanum. Ég mundi einungis götu- heitið. Þegar ég hafði ekið spöl- korn niður strætið, kom ég loks auga á skiltið, sem ég leitaði eftir: — Vincent Cotti, Ford- umbo'ð. viðgerðaþjónusta, allar er- lendar bifreiðategundir. Við hliðina á verkstæðinu var gisti- hús, Hotel Angleterre, og á stétt- inni h.jón að baxa ferðatöskum út úr sportbíl og hundur með laf- andi eyru, sem gaf þeim nánar gætur. Ég lagði bílnum framan við verkstæðið. Hjá dyrunum var maður nokkur að skipta um dekk, og þegar hann sá mig og Thunder- birdinn, reis hann upp og sagði: — Ha? Er þetta ekki í lagi? Ég bara trúi þessu ekki. Ég gekk í áttina til hans. Ég hélt á tuðrunni í hægi'i hendi og hafði rauðtíglótta húfuna á höfð- inu. Kjóllinn var kruplaður óg þvalur af svita, en ég reyndi að láta sem ekkert væri athugavert. Hann var lágvaxinn maður, klædd- ur samfesting, augun dauf. næst- um gul, og brýrnar ljósar og loðn- ar. — Iíefurðu séð þennan bíl áður?. — Þennan bíl? Séð hann áður? Við höfðum hann hérna í hálfan mánuð og tókum vé.'ina í sundur. Þeir eru fáir bílai-nir, sem ég þekki betur en þennan. Hvað er honum núna? — Ekkert. það er allt í stak- asta lagi. — Gengur hann ekki? — Jú jú. Ég... Þekkirðu mann- inn, sem á hann? .— Þennan frá Villeneuve? Ekki beint. Hvers vegna? — I-Iann vildi gjai'nan fá afrit af kvittuninni, sem þið gáfuð honum um daginn. Er það ekki hægt? — Það er ekkert nema sjálfsagt. Ilann vill fá afrit. Hvers vegna má ég spyrja? Týndi hann hinu? 1-Iann fylgdi mér gegnunx vinnu- salinn að glei-kotu, þar sem ég heilsaði tveimur konum í gulurn blússum. Við gáðum ölx fjögur í viðskiptabókina. Þau voru öll ósköp vingjarnleg. Önnur konan sagðist heyra á mæli mínu, að ég væri frá París. Hún hvaðst hafa búið fimm ár í Pai-ís, í Quartier de la Nation, en henni hefði ekki liðið vel. Enginn talaði við neinn. Pai'sarbúar væi'u óttaleg dauðyfli. Ég sá með mínum eigin augum, að í lok júní hafði ein- hver Mauriee Kaub komið með Thunderbirdinn á verkstæðið og beðið um lagfæringu á sjálf- skiptikerfinu. Hann hafði náð í bílinn að kvöldi hins tíunda júlí og greitt sjö hundruð luttugu og þrjá franka fyrir viðgei'ðina. Grunsemdir vöknuðu fyrst hjá konunni, sem hafði talað við mig um París, þegar ég spurði eftir manninum. sem hefði tekið við peningum af Mauvice Kaub og látið hann fá bílinn. — Hvað viltu Roger? sagði hún og beindi röddina. — Þú baðst um kvittun. Hérna er hún ekki satt. Er þetta ekk; nóg? Með leyfi, hver ertu? Þau náðu samt í Roger. Ilann var fi'emur hávaxinn, stæltur ung- ur maður, og andlitið krímótt af smurningu. Ilann þurrkaði af sér fituna með tvistrýju. Jú, hann mundi vel eftir Maurice Kaub. manninum, sem hafði náð í Thunderbirdinn á föstudags- kvöldið. Kiukkan hefði verið um hálftíu. rnáski tíu. Hann hefði hringt á verkstæðið frá París þá um morguninn til að ganga úr skugga um, að bíllinn yrði búinn og einhver við á verkstæðinu, þegar hann kænxi þangað. — Mér skildist á honurn að hann ætlaði að vera hérna um kyrrt yfir helgina. llann sagðist eiga hús í Villeneuve. Hvað er það eiginlega, senx þú vilt fá að vita? Mér kom ekkert svar í hug. Skyndilega fannst mér óhægt um andardrátt í kotunni. Þau virtu nxig fyrir sér, og engu líkara en þau mundu ráðast á mig hvað úr hvei'ju. — Ekkert, þakka þér fyrir, þakka þér kæi'lega fyrir — sagði ég og þaut út úr kotunni. Þau einblíndu eftir mér. bar sem ég stikaði gegnum vinnusalinn, og mér var svo hugleikið að sleppa úr augsýn, að ég gleymdi dekk- inu hjá dyrunum og flaug eins og vængstýfður engill út á stétt- ina. Lafeyrði hundurinn fi'aman við Hotel Angleterre gelti af skelfingu og skauzt ýlfxandi undir sportbílinn. Strætin vox'u þröng í Ville- neuve, lögð nxeð stórum hellum. Fólk í húsagörðum að hengja út þvott. Á torginu brúðhjón og eftir þeim runa af veizlufólki. Ég lagði bílnum. Brúðurin var há .og dökkhærð og hélt á rauðri rós. Hún var í hvítum kjól. en fald- ui'nin orðinn grásvartur af ryki og skít. Allir virtust hafa fengið nóg að drekka. Þegar ég smaug gegnum þvöguna á leið minni að veitingahúsi hinum megin við torgið, þrifu tveir menn í hand- leggina á nxér og ætluðu að þröngva mér í brúðardans. Ég tautáði takk fyrir, takk fyrir kærlega, og reif mig lausa. Gest- irnir á ki'ánni höfðu gengið út fyrir og hvöttu brúðgumann til dáða. Ég hafnaði í auðum skála og stóð þar gegnt Ijóshærði'i konu, sem gruflaði utangátta í peningakassa. Hún vísaði mér til vegar að Donxain Saint-’jean, Route de 1‘Abbaye. Ég tæmdi glas af ávaxtasafa, keypti pakka af Gitanerettum og kveikti í einni. Ég virtist ekki hafa reykt i heila eilífð. — Þekkið þér Maurice Kaub? spurði hún. — Nei. Jú, í'éttai'a sagt þekki ég hann. ©AUOLÝSINOASTOFÁN Yokohama snjóhjólbarðar Flestar stærðlr með eða án nagla NESTI ISAFIRÐI er fimmtudagur 19. nóv. — Elizabeth Tuugl í hásuðri kl. 6.20 Árdegisháflæði í Rvík kl. 10.23 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan um er opln allan sólarhringinn. Aðelns móttaka slasaðra Siml 81212. Kó„._vogs Apótek og Keflavíkui Apótek eru opin virka daga k! 9—19, Iaugardaga kl 9— '4 helgidaga k; 13—15. Slökkvniðið og sjúkrabifreiðir fyr ir Reykjavík og Kónsríög. simt 11100. Sjúkrabifreið I Hafnarfirði. siml 51336. Almennar upplýsingar um lækna þjónustu i borginni eru gefnax símsvaira Læknafélgs Reykjavílt ux, sími 18888. Fæðingarheimilið i Kópavogi Hlíðarvegi 40 simi 42644. Tannlæknavakt er 1 Heilsuverndar stöðiimi, þar sem Slysavarðs: an var, Og er opln laugardrga os sunnudaga feL 5—6 e. h. Sími 22411. Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virfca daga frá fct 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sumnu- dögum og öðrum helgidögum er opið frá kl 2—4. Mænusóttarbólusetning fyrir full- oi'ðna fer fram í Heilsuve. c.dar- stö" Reykjavikur, á mámudögum kl. 17—18. Gengið inm frá P .r- ónsstíg, yfir brúna. Kvöld- og helgarvöi'zlu Apóteka í Reykjavík vikuna 14. — 20. nóv. annast Apótek Austurbæjar og Laugarnes-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 19. nóv. annast Guðjóm Klemenzso-ix. FLUGÁÆTLAMR Loftleiðir hf.: Snorri Þorfinnsson er væntamlegur frá New York kl. 08:00. Fer til Luxemborgar kl. 08:45. Er væntan- legur til baka frá Luxemborg kl. 17:00. Fer til New York M. 17:45 STGLINGAR Skipaútgerð ríkisins: Ilekla er á Vestfjarðahöfnum á suðurieið. Herjólfur fer frá Re.vkja vík kr 21,00 í kvöld til Vestmanna eyja. Herðubreið er á Hornafirði á suðui'leið. Baldur fer til Snæfell- ness- og Breiðafjarðarhafna í kvöld. Skipadeild S.I.S.: Arnarfell fór í gær frá Svendborg til Rotterdam og Hull. Jökulfe.l er væntanlegt til Reykjavíkur á morgun frá New Bedford. Dísar- fell er væntanlegt til Akureyrar í dag Litafell fer í dag frá Hval- fii'ði ti.’ Norðurlandshafna. Helga- fell er í Kefiavík. Stauafell er vænt anlegt til Hvalfjarðar 21. þ. m. Mælifell fór 17. þ. m. frá Lugnvik til Malaga og Barcerona. Sixtus átti að fara 17. frá Svendborg tíl Hornafjax'ðar. SÖFN QG SÝNINGAR fslenzka dýrasafnið er opið alla daga frá kl. 1 til 6, í Brei'ðfirðingabúö. ^LAGSLÍF Óháði söfnuðurinn. Félagsvist í Kirkjubæ fimmtudag- inn 19. nóv. kl. 8 30. Góð verðlaun. Kvenfélag og bræðrafélag Óháða safnaðarins. Konur í Styrktarfélagi vangefinna. Munið að skila munum fyrir fjár- öflunai'skemmtunina, sem allra fyrst. Kvenfélag Laugarnessóknai'. Basar og kökusala vei'ður að Hall- veigai-stöðum kl. 3 á laugardag. — Tekið á móti basannunum og kök- um í fundarsal kirkjunnar mið- vikudags- og fimmtudagskvöld og föstudag frá kl. 2. Basai'nefndin. Norðdahl, Drápuhlíð 10 (s. 17007), frú Þóru Eimarsdóttur, Engihlið 9 (s. 15969). ORÐSENDING MINNINGaRKORT Slysavarna eiags tslands BarnaspRalasióðs Hringsons Skáxatúnsheimxósins ‘■'jórðungssjúkrahússins, Akui eyri. Helgu Ivai's^óttur, Vorsabæ SáiarrannsCf narfélaes islands SlBf Styrktarfé ags vangefícna. Mai- íór. dóttur. flugfreyju. Sjúkrahússjððí Iðnaða’manna- félagsins á Seifossi. Krabbameinsiélags istands. Sigurðai Guðmundssonar, skóla meislara. Minningarsjófis Arna Jónssonar kaupmanns. Hallgrímskirkju. Borgarneskirkju. Minningarsjóðs Steinars Richards Richards Elíassonar. Kapellusjóðs Jóns Steingrims- sonar, Kirkjubæjarklaustri AkranesMrkju. Selfosskirkju. Blindravinafélags Islands. Fást í minningabúðinni, Lauga- vegi 56 — Sími 26725. Minningarspjöld Menniugar- og minningarsjóðs kvenna fást á eftirtöldum stöðum: A skrif- stofu sjóðsins Halilveigarstöðuin vlð Túngötu, 1 Bóka’ Braga Bryn jólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Valgerði Gísladóttur, Rauðalæk 24, Ónnu Þorsteinsdóttur, Safamýri 26. og Guðnýju Helgadóttur. Sand túni 16. Minningarkort Styrktarsjóðs Vistmanna Hrafnistu D.A.S. eru seld á eftirtöldum stöðum í Reykja vík, Kópavogi og Hafnarfirði: Happdrætti D.A.S., Aðalumboð Vesturveri. sími 17757. Basar Sjálfsbjargar verður ha,’dinn í Lindai'bæ sunnu- daginn 6. des. Munum veitt mót- taka á skrifstofu Sjálfsbjargar að Laugavegi 120, 3. hæð. sími 25388. Munir veríða sóttir heim. Basar Mæðrafélagsins verður að Hallveigarstöðum sunnu- daginn 22 nóv Þeir sem • ja gefa muni, vinssmlegast nafi sambanr) við: Ágústu, sími 24846; Þórunni. sími 34729' Guðbiörgu sínxi 22850 Basar Kvenfélags Hallgrims- kirkju verður laugai'daginn 21. nóv kl. 2 e. h Félagskonur og aðrir vc.tunnarar kirkjunnar afhendi gjafir í félagsheimilinu fimmtudag og föstudag kl 3—6 eða til for- nxanns btsarnefndar. frú Huldu wr 7 3 H np H -j 6 7 * ■ p " 12 Jb y y wn & Lái'étt: I) Land. 6) Frilla. 10) Drykkur. II) Fæði. 12) Gfæps. 15) Skæli. Krossgáta Nr. 668 Lóðrétt: 2) Blaut. 3) Þannig 4) Skip. 5) Dansa. 7) Blunda 8) Söngfólk. 9) VeiðitæM. 13) Aldin. 14) Títt. Ráðning á gátu nr. 667. Lárétt: 1) Óviti. 6) Afsxkar. 10) Te. 11) NN. 12) UUinni. 15) Ástin. Lóðrétt: 2) Vos. 3) Tók. 4) Matur. 5) Ornir. 7) Fel. 8) Aki. 9) Ann. 13) Los. 14) Nei. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.