Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 1
10. tbl. — Fimmtudagur 14. janúar 1971. — 55. árg, LJÓSA PERUR RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTI 23, SlMI 1«395 ÞaS er ekki á hverjum degi sem viS sjáum Hjálmfögur höfuS kom- in beint úr stríSum sögunnar, en þess er þó dæmiS í ISnó, þar sem hafnar eru sýningar á Herför Hannibals. 'Hér er sjálfur höfuS- paurinn, Hannibal, leikinn af Jóni Sigurbjörnssyni, og ekki beint selárdalslegur. LR verð- launar ísLenzkt Leikrit Á næsta ári, eða nánar til tekið 11. janúar 1972, verður Leikfélag Reykjavikur 75 ára. í því tilefni verður ýmislegt til hátíðabrigða og meðal annars efnir félagið til samkepþni um nýtt íslenzkt leikrit. Svo sem vonlegt er, hefur L.R. á sínum lange ferli frum sýnt fleiri íslenzk leikrit en nokkux annar aðili. T.d. hefur ÍL. R. undanfarrnn áratug sýnt um 20 íslenzk leiferit, þar af 17 ný, og hafa að meðaltali 2 af hverjum 5 leikritum, sem félagið hefur sýnt á þessu tíma Framhald á bls. 14. Herför Hanni- bals-sjá bls. 2 Þá komust Þingeyingar á blað KÆRIR SIG INN Á ÁKÆRENDABEKK KJ—Reykjavík, miðvikudag. Þótt saksóknari ríkisins hafi gefið út ákæru á hendur 65 Þingeyingum, þá finnst sum- um sem fram hjá sér hafi ver- ið gengið í því sambandi. Bóndi einn í Mývatnssveit, Kristján Þórhallsson, er ekki á ákæruskjalinu, og hefur hann krafizt þess að komast a það. Kristján var viðstaddur spreng inguna í Miðkvísl, og kom fréttum þar að lútandi til Morgunblaðsins, en af ein- hverjum ástæðum hefur ekki þótt ástæða til þess að ákæra manninn. Hér á eftir fer listi yfir þá, sem ákærðir hafa verið, og þar sem annars er ekki sérstaklega getið, eiga viðkomandi heima i Mývatnssveit. ÁKÆRA Saksóknari ríkisins gjörir kunnugt: Að höfða ber opin- bert mál á hendur þeim 65 mönnum, sem nú verða upp taldir: 1. Arinbjörn Hjálmarsson, bóndi, Vagnibrekfeu. 2. Arngrímur Geirsson, kenn- ari, Laugum, Reykdælahr. 3. Arnljótur Sigurðsson, bóndi, Arnarvatni. 4. Arnþór Haukur Aðálgeirs- son, Grímsstöðum. 5. Árni Gíslason, bóndi, Laxárbafeka. 6. Árni Halldórsson, bóndi, Garði. 7. Ásfeell Jónasson. Þverá, Laxárdal, Reykdælahreppi. 8. Ásmundur Kristján Jóns- son, bóndi, Hofsstöðum. 9. Baldvin Kristinn Baldvins- son, Rangá, Ljósavatnshr. 10. Bóas Gunnarsson, Stuðlum. 11. Brynjólfur Steingrímsson, húsasmíðanemi, Grímsst. 12. Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum. 13. Dagbjartur Sigurðsson, Áiftagerði. 14. Einar Gunnar Þórhallsson, Vogum. 15. Eysteinn Sigurðsson, bóndi, Arnarvatni. 16. Finna Kristjánsdóttir, Litlutrönd. 17. Friðgeir Jónsson, bóndi, Yztafelli í Ljósavatnshr. 18. Friðrik Gylfi Traustason, Ámes, Aðaldælahreppi. 19. Guðmundur Jónsson, bóndi, Hofsstöðum. Framhald á bls. 14. VITAD UM HASSFARM Á LEIÐ TIL LANDSINS OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Greinilegf er að tollyfirvöld hafa fengið upplýsingar um að verið sé að reyna að smygla miklu magni af hassi til landsins frá Kaupmannahöfn. Allur bögglapóstur sem kom með Gullfossi í vikunni var grandskoðaður og lauk því verki í dag, og fannst ekkert af hassi. Var fjöldi tollvarða við rannsóknina og var mikið leitað um borð í skipinu. S.l. nótt lenti lítil flugvéi á Reykjavíkurflugvelli, og kom hún frá Kaupmannahöfn. Tollverðir og lögreglumenn höfðu mikinn viðbúnað er vélin kom. Auk flugmannsins voru fjórir farþegar með flugvélinni. Var allur farangur skoðaður, fólkið látið fara úr fötum og leit- að í þeim og flugvélin nær rifin sundur til að komast að felustöðum, sem nota mætti til eiturlyfjasmygls. Síðan var settur lögregluvörður við flugvélina, er ekkert fannst grun- samlegt í vélinni eða farangri. Hassneyzla hefur aukizt gífur- lega á Norðurlöndum undanfarið, og er Kaupmannahöfn miðstöð „heildsalanna11. Þangað er eitrinu stnyglað frá Miðausturlöndum og dreift um öll Norðurlönd, sérstak- lega til Svíþjóðar. í Danmörku er hassaeyzla almenn, aðallega með- al unglinga. Lögreglu- og tollyfir- völd utan Danmerkur hafa kvart- að yfir hve slælega Danir ganga fram í að stbðva þessa verzlun og neyzlu þar í landi. Nú eru Dansk- ir farnir að taka á honum stóra sínum til að stemma stigu við ósómanum og reyna að koma í veg fyrir að hassi sé dreift frá Kaup-1 mannahöfn til allra Norðurland- anna. Á íslandi hefur neyzla hass auk- izt að mun síðustu ár os eykst jafnvel með hverjum mánuði. Er það aðallega ungt fólfe, sem reyfe- ir hass. Það er vitað, að efeki eru mifeil vandræði fyrir þá sem áhuga hafa að ná í hass ef þeir þekkja rétt sambönd. Gangverðið á hassi í Reykjavík er nú 150 kr. fyrir grammið. Aðallega eru það unglingar, sem dvalið hafa í Danmörfeu eða Svíþjóð, sem komizt hafa upp á íiavu-pykingai og koma uhgling- I arnir rneð eitrið með sér frá út-1 lö.odum. Allra bragða er neytt til að smygla hassinu, og hefur póst- urinn til dæmis verið notaður til að feoma því til landsins. Hef- ur nokkurt magn verið gert upp- tæfet, þótt ekfeert hafi fundizt í bögglapóstinum sem nú kom með Gullfossi. Tollverðir og lögregla á Norð- urlöndum hafa náið samband sín á milli til að koma upp um smygl ara. Kemur oft fyrir að tollverð- ir á íslandi eru látnir vita ef óeðlilega mifelu magni af áfengi er skipnð um borð í íslenzk skip i erlendum höfnum, og er þá tekið • á móti skipunum í samræmi við það. Nú er greinilegt að íslenzk yfirvöld hafa verið látin vita að von sé á svo og svo miklu hass- magni til landsins. Tollgæzlustjóri sagði blaðinu í gær; að grunur léki á að vou hafi verið á hasssendingu með Gullfossi, en hafi hún komið með skipinu, er smyglið enn ófundið. Að hinu leytinu getur það komið eftir öðrum leiðum. Á fjórða tfmanum í nótt lenti tveggja hreyfla, íslenzk flugvél á Reykjavíkurflugvelli og kom hún frá Kaupmannahöfn. Voru fjórir farþegar með vélinni. Þeim þótti ekkert eðlilegra en að tollverðir leituðu eins og venja er þegar komið er frá útlöndum. En þetta var engin venjuleg leit. Tekið var upp úr öllum töskum o.g pinklum flugmanns og farþega og leitað mjög gaumgæfilega. Var leitin svo nákvæm, að bersýnilegt var að það var ekki venjulegasti smygl- varningurinn, tóbak og áfengi, sem verið var að leita að. Sæti flug- vélarinnar voru tekin upp og yfir- leitt leitað alls staðar þar sem til mála kom að fela hass. Farþegar voru látnir fækka klæðum og leit- að í fötunum og eru það óvenju- Framhald á bls. 10. Vatn í, Laxárgöngunum: DÆLA ÚT 10 TONNUM Á MÍNÚTU! SB—Reykjavík, miðvikudag. Vatnselgur veldur talsverð- um erfiðleikum í jarðgöngr.i- um, sem verið er að sprengja vig Laxárvirkjun. Það er Laxá sjálf, sem kemur upp í gegn um hraunið inni í göngunum, þegar hækkar í ánni, en auk þess reiinur heitt vatn úr smá holum þar inni. Göngin eru nú orðin rúmir 300 metrar á lengd og gengur verkið eftir áætlun. Blaðið hafði í dag samband viö Þá Norðurverksmenn við Laxá og varð Jóhann Gauti verkstjóri fyrir svörum. Hann ! sagði, að þeim væri engin \ hætta búin vegna vatnsins, all- ir væru þeir vel syndir og auk þess sæju dælur um að koma vatninu í burtu. — Við dælum um 10 tonnum af vatni á mínútu út úr göng unum, og þetta er mest vatn Framhald t bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.