Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 3
FlMMTUDAGTTR 14. janíar 1971.
TIMINN
Bohdan Wodiczko stjórnandi og Peter Frankl píanólei kari. (Tímamynd Gunnar)
UNGVERSKUR PÍANÓLEIKARI
MEÐ SINFÓNÍUHUÓMSVEITINNI
Nokkrar athugasemd-'
ir og spurningar ætl-
aðar Fegurðarsam-
keppninni h.f.
Þar sem ég er emn af þeim
mörgu sem tel.ja yfirlýsingar Sig
ríðar Gunnarsdóttur hæpnar, um
afskiptaleysi hennar við valið á
„Ungfrú Reykjavík" í Laugardals
höllinni á annan í jólum, langar
mig að leggja nokkur orð í belg,
svo fleiri viti allan sannleikann.
En það var ekki fyrr en ég fór
«ð kynnast Fegurðarsamkeppninni
á íslandi að ég fór ag efast um
siðferðilegt réttmæti fegurðar-
keppna yfirleitt:
Sigríður segist ekki hafa skipt
sér af framkvæmd þessa hluta
Fegurðarsamkeppninnar. í öðrum
yfirlýsingum segir hún Ámunda
Ámundason hafa tekið fram fyrir
hendur sér. Hvernig er það mögu
legt, að forstjóri fyrirtækisins
komi hvergi nærri þegar svo mik
ic/ stendur til — ef það er satt
sem Sigríður segir, ag hús hafi
hvergi komið nærri? Og er það
ekki heldur ræfilslegt síðasta
hálmstrá að reyna að skella skuld
inni á Ámunda Ámundason?
Hvernig stóð því að klukkan
var orðin 10 að morgni annan i
jólum, þegar haft var samband
við Maríu Ragnarsdóttur og hún
beðin aó' „hjálpa stelpunum", eins
og mig minnir að það hafi verið
orðað? Þá hafði María engin af-
skipti haft af fyirri atriðum „fram
kvæmdarinnar".
Ef það hafði alltaf verið ætlun
Sigríður að láta enga dómnefnd
koma nærri valinu á „Ungfrú
Reykjavik", hvernig stóð' þá á
því að stúlkurnar neituðu að
koma fram og taka þátt í keppn-
inni nema dómnefnd væri skipuð
Því skal ég reynar svara strax:
Það var vegna þess að Sigríður
hafði sjálf sagt stúlkunum að
dómnefnd yrði skipuð (blaðamönn
um), og að sú nefnd ætti að sjá
um valið í samráði við gesti.
Þá vil ég taka þag fram að
fullyrðing Alþýðublaðsins þess
efnis að atkvæðunum hafi verið
hent, án þess að þau hafi nokkru
sinni verið talin (á annan í jólum)
er alröng og hefði verið auðvelt
fyrir Alþýðublaðið að ganga úr
skugga um sannleiksgildi þeinrar
frásagnar. Atkvæðin voru talin og
voru í fullu samræmi við niður
stöðu dómnefndarinnar.
En hvers vegna var Sigríður
ekki sjálf í Laugardalshölinni á
annan í jólum? Og hvers vegna
þurfti að hætta við að minnsta
kosti tvær forkeppnir á síðustu
stundu? Báðaf áttu þær að vera í
Sigtúni.
Hvers vegna hefur Fegurðar-
samkeppnin verið útilokuð frá
ssmkomubaldi á Hótel Sögu?
Og er ekki tími til kominn að
nýir aðilar taki við þessari keppni
— ef endilega þarf að halda
henni áfram?
Ómar Valdimarsson.
Snæfellingar
Eftir jóla- og
áramótahléið
liöldum við
áfram áður aug
Iýstum framsókn
■arvistum, fimm
•kvölda keponi,
■þar sem aðal-
.vinningurinn er
•Mallorcaferð fyr
■ir tvo á vegum
Sunnu. Næsta spilakvöld, það 4.
•í röðinni, verður að Röst, Hellis
■sandi, næstkomandi laugardag, 16.
■janúar, kl. 21. Ávarp flytur Davíð
Aðalsteinsson kennari, Arnbjarg-
■ariæk. Einar í Dal og félagar leika
fyrir dansi.Fjölmennum að Röst á
laugardaginn kemur. Gleðilegt ár.
Framsóknarfélögin Snæfelisnesi
8. og næstsíðustu tónleikar Sin-
fóníuhljómsveitar fslands á fyrra
misserj verða haldnir í Háskóla-
BAYANIHAN
DANSFLOKKUR-
INN KEMUR í DAG
í dag, fimmtudag 14. jan. kem-
ur Bayanihan dansflokkurinn með
flugvél Loftleiða til landsins og
sýnir í kvöld og annað kvöld á
vegum Þjóðleikhússins. Hér er um
að ræða 35 manna flokk lista-
manna auk fararstjóra og annars
starfslið's. Dansararnir sýna aðeins
tvisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu
og fara listamennimir af landi
brott n. k. laugardag til Oslóar
og sýna þar. Fyrirhugað er að
þeir sýni á Norðurlöndum og fari
síðan til Moskvu og sýni þair og
víðar í Rússlandi.
Listafólkið hefur hlotið mjög
lofsamlega dóma allsstaðar þar,
sem það hefur haldið sýningar.
Hingað kemur flokkurinn frá
Bandaríkjunum, en þar hafa sýn
ingar staðið yfir frá því í byrj
un september og allsstaðar hef
ur verið húsfylli eftir blaðaum-
sögnum að dæma.
Efnisskrá Bayanihan dansar-
anna, samanstendur eingöngu af
gömlum þjóðdönsum, þjóðlögum
og stefum, sem eiga sér æfaforna
hefð í heimalandi þeinra, Pilipps
eyjum. Dansararnir eru allir
klæddir fögrum og litríkum bún-
ingum, sem auka mjög á blæ
brigði sýningarinnar.
Nýi Skaga-
strandar-
báturinn
í fyrstu
veiðiferð
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Hinn nýi togbátur á Skaga-
strönd Örvar HU-14 er nú í
sínum fyrsta veiðitúr, en skip
stjórj á bátnum er Guðjón Ebbi
Sigtryggsson. Þá er togbátur
inn Arnar frá Skagaströnd einn
ig á veiðum, en nýr skipstjóri
eir nú með bátinn. Er það Björn
Haraldsson, er áður var stýri
maður á Arnari.
------—■— -----------—^
bíói fimmtudaginn 14. janúar og
hefjast kl. 21.00.
Stjórnandi er Bohdan Wodicz-
ko en einleikari Peteir Frankl,
píanóleikari frá Ungverjalandi.
Flutt verður Passacaglia í c-moll
eftir Bach/Respighi, sinfónía nr.
3 eftir Honegger og p?anókonsert
nr. 1 op. 15 eftir Brahms.
Píanóleikarinn Peter Frankl er
fæddur í Ungverjalandi og stund
aði tónlistarnám við Franz Liszt
akademíuna í Búdapest. Hann
vann Marguerite Long verðlaun
in í París ári, 1937, og 1. verð
laun í alþjóðasamkeppni í píanó
leik sem haldin var í Ríó de Jan
erio 1959. Hann hefur haldið tón
leika og leikið með hljómsveitum
víða í Evrópu, Norður- og Suður
Ameríku, Ástralíu, Asíu og Afriku.
Árið 1962 hélt hann sína fyrstu
tónleika í London og hefur veirið
búsettur þar síðan. Brezkur rík
isborgari varð hann 1967.
9. og síðustu tónleikar á fyrra
misseri verða haldnir 28. janúar.
Stjórnandi er Bohdan Wodiczko.
Á þeim tónleikum verður m. a.
ílutt Magnificat eftir Monteverdi.
Polyfonkórinn syngur.
1. tónleikar siðara misseris
verða 11. febrúar. Stjórnandi
Bohdan Wodiczko og einleikari
Halldór Haraldsson.
Endurnýjun áskriftarskírteina
hefst 25. janúáí. '
3
Áttundi áratugurinn
Nú er áttundi áratugurinn
örugglega hafinn, og geta þvi
fallið niður í bili deilur um
það, hvort hann hófst í fyrra
eða um nýliðin áramót. Ýms.
um þeirra, sem reyna að rýna
fram á veginn segir svo hug-
ur um, að hann vcrði einn erf-
iðasti og örlagaríkasti áratug-
urinn í sögu þjóðarinnar. Við
Islendingar drógumst óneitan-
lega aftur úr öðrum þjóðum á
áratugnum, sem liðinn er. Allt
bendir til þess að áttundi ára.
tugurinn muni einkennast af
stórfelidustu framfarasókn í
heiminum, er byggist á sívax-
andi þekkingu og tækni. Það
verður íslenzku þjóðinni gífur-
leg þolraun að fylgjast með í
þessari sókn, þar sem hún þarf
jafnframt að vinna það upp,
sem hefur mistekizt á sjöunda
áratugnum.
En þjóðin má í þessum efn-
um ekki Iáta blekkjast af ein-
hverri barnaiegri bjartsýni og
skýjaborgum um það, að eina
leiðin til að „bjarga" þjóðinni
sé að virkja allt vatnsafl á
næstu 20 árum og selja ork-
una stóriðjuverum, sem krefj.
ast mikils stofnfjármagns en
skapa fáum mönnum atvinnu,
stóriðjuverum, sem myndu
verða í höndum erlendra
manna, sem fengju þá sívax-
andi áhrif í ísienzku efnahags-
lífi og íslenzku þjóðlífi og þar
með íslenzkri pólitík. Þessi
stefna getur ekkert boðið okk-
ur annað en hrun efnalegs
sjálfstæðis.
Þjóðin verður að horfast í
augu við raunveruleikann. Við
þurfum að koma hér upp mann
frekum iðnaði, sem byggir á
hugviti og smekkvísi og vand
virkni íslenzkra lianda, þar sem
fulikomnasta iðnaðartækni
verður tekin i þjónustu fram-
leiðslunnar. Við verðum að
tryggja okkur sem mesta og
bezta hagnýtingu fiskistofn.
anna við landið, en þeir eru nú
stórlega rányrktir og rányrkjan
mun margfaldast frá því sem
nú er á áttunda áratugnum. Ef
okkur á að takast að sigrast á
erfiðleikunum verðum við að
byggja á fiskiðnaði sem einum
meginþættinum í okkar þjóð-
arbúskap. Það horfir illa, ef
ekki verður að gert f tíma,
fiskveiðilandhelgin færð út og
komið f veg fyrir ördeyðu fiski
miðanna á landgrunninu og
eyðileggingu uppeldisstöðva..
Nýja forystu
Til þess að þetta takist, þarf
nýja forystu, nýja stefnu og
ný vinnubrögð og það þarf að
iosna undan nauðungarsamn-
ingnum við Breta. Trúir því
nokkur, að þeir sem brugðu því
helsi á þjóðina séu líklegir til
stórra afreka á þessu sviði? Eða
trúir nokkur því í alvöru, a@
forysta þeirra Jóhanns Haf-
steins og Gylfa Gíslasonar, sem
ekki hefur reynzt betur á siö-
unda áratugnum en raun ber
vitni, muni henta við lausn
þeifra stóru verkefna, sem bíða
okkar á áttunda áratugnum?
Trúir því nokkur, að þessir for
ystumenn muni reynast betur,
Framhald á bls. 18.