Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 14. janúar M
TÍMINN
ORÐSENDING FRA
HÓTEL HÚSAVÍK
Höfum opnað matsölu í Félagsheimilinu, leigjum
út góð herbergi úti í bæ.
Pantið herbergi áður en þér komið.
■ HÓTEL HÚSAVÍK, sími 41490.
Laust embætti
er forseti íslands veitir
Héraðslæknisembættið í Ólafsvíkurhéraði er laust
til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins og ör"”r kjör 'samkvæmt 6. gr.
læknaskipunarlaga nr. 43/1965.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytiS,
13. janúar 1971.
Laust embætti
er forseti íslands veitir
Héraðslæknisembættið í Djúpavogshéraði er laust
til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs-
manna ríkisins og öpnur kjör samkvæmt 6. gr.
læknaskipunarlaga nr. 43/1965.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar n.k.
Embættið veitist frá 1. maí 1971.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
11. janúar 1971.
Bændur austan fjalls
Stórt, jámvarið timburhús tál sölu og flutnings.
Tilvalin heyhlaða, verkstæði eða vélageymsla.
Upplýsingar í síma 32326 milli kl. 7—8.
Týndur hestur !
í haust tapaðist úr Mosfellssveit 5 vetra, rauður I
hestur, með hvítan díl í vinstra herðakambi, lít- ;
ið eitt sokkóttur. Ómarkaður. Þeir, sem gætu gef- ■
ið upplýsingar, vinsamlegast hafið samband við j
Indriða Gíslason, sími 25743, Reykjavík. ;
*.- ...—1
JVIPAS
HLEÐSLUTÆKIN
Hleðslutæki er handhægt að
hafa allt árið i bílskúrnum
eða verkfærageymslunni tii
viðhalds ratgeyminum
SMYRILL, Ármúla 7, s. 84450
VIÐSKIPTI
MARKAÐSMAL OG STIÚRNUN
Hagstæð þróun nýrrar
atvinnugreinar
- en heildarstjórn skortir
Þó aS lokatöfur liggi ekki
enn fyrir, fer það ekki á milli
mála, að árið 1970 var mikið
umsvifaár í sögu íslenzkra ferða
má.’a, ekki síður en á sviði hinn
ar alþjóðlegu ferðamálaþróun-
ar. Er nú þegar ljóst, að sá
vöxtur, er hljóp í Jfcssa atvinnu-
grein í fjölmörgum löndum og
gætti fyrst verulega á árinu
1969, hefir ekki farið framhjá
íslandi — og er margt, sem
bendir til þess, að frekari vaxt-
ar sé enn að vænta á nýju ári.
I september sl. skýrði O.E.C.
D. í París svo frá, að svo virtist
sem árið 1970 yrði metár í al-
þjóðiegum ferðamáAim og gaf
stofnunin upp ýmsar fróðlegar
tölur til marks um þá þróun. M.
a. lágu þá fyrir tölulegar upp-
lýsingar um aukningu á komu
erlendra ferðamanna til hinna
ýmsu aðildarlanda stofnunarinn
ar á fyrstu 6 mánuðum ársins
1970, miðað við sama tíma árið
áður. Við 'étum okkur ekki
nægja minna en heimsmet í
þessari grein því að skv. þess-
um upplýsingum' var ísland efst
á blaði með 24% aukningu ás-
amt Grikklandi með sama
hundraöshluta. Bretland og
Austurríki tilkynntu 21%, Port
úgal 22%, Júgóslavía 11%,
Spánn 8%, Bandaríkin 17% og
Svissland 9%. Danmörk varð
undantekning að þessu sinni,
því að þar fækkaði erlendum
ferðamönnum um 8%, og er þá
miðað við ferðamann frá öðrum
löndum en NorðurÆndum. Er
sagt -ð danskir ferðamálamenn
hafi nokkrar áhyggjur af fram-
tíðarþróun danskra ferðamála,
m. a. vegna verulegrar verð-
bólguþróunar og ekki síður
vegna þess, að Kaupmannahöfn
er smám saman að fá á sig það
orð, að þangað sé ekki jafngam-
an að koma og áðu,r, eftir að
eiturlyfjanautn og hippahópar
hafa í vaxandi mæli sett svip
sinn á borgina.
Síðari tölur fyrir áramótin
staðfesta þessa þróun. Loftleiö-
ir tilkynntu í desember, að eftir
10 mánuði hefði félagið í fyrsta
sinn flutt 250 þús. farþega og
dótturfélag þeirra suður í höf-
um th'kynnti hvorki meira né
minna en 87,4% farþegaaukn-
ingu, Miðað við áramótin má
telja liklegt, að talan hafi farið
upp í að minnsta kosti 280 þús.
og hefir því farþegaaukning
Loftleiða á árinu orðið u. þ. b.
40%, sem sannarlega er mynd-
arleg aukning. Hætt er -ið, að
erfiðar aðstæður á ICeflavíkur-
flugvelli valdi því, að aukning
viðdvalarg. verði ekki jafnmik
i;, en eins oe kunnugt er, hefir
mikið borið á „yfirflugi" hjá
Loftleiðum í vetur, eftir að fé-
lagið hóf þotuflug.
Ljóst er. að veruleg aukning
hefur ennfremur orðið hjá Flug
félagi tslands, þó að lokatölur
liggi ekki fyrir. Væntaniega
verður heildarfarþegaaukning-
in um 30%, þar af um 16—17%
í utan.’andsflugi. Um áramóún
hafði félagið fengið fleiri sæta-
bókanir fyrir þetta ár en
nokkru sinni fyrr á sama tíma,
og mikil herferð er hafin er-
lendis þess efnis, að kynna
mengunarlaust land með hreinu
lofti og vatni. Félagið mun
halda rlppi 16 ferðum á viku
til erlendra áfangastaða og það
er opinbert leyndarmál, að það
verður ekki gert nema nýr þotu
kostur komi tif. Eins mun fé-
lagið nú leita fyrir sér með
nýja áfangastaði og mun vera
í athugun að hefja flug til
Þýzkalands. Er þess að vænta,
að ákvörðun um nýjan þotu-
kost verði tekin samhliða loka-
ákvörðun um nýja eða nýjar
flugleiðir.
ÝmLslegt fleira er á dagskrá
í ferðaheiminum þessar vik-
urnar. Því miður varð ekki um-
talsverð aukning erlendra ferða
manna hjá Eimskip og vefdur
þar mestu verkfallið sl. sumar.
I áætlun félagsins fyrir þetta
ár'er hins vegar brotið upp á
ferðanýjungum, sem líklegar
eru til þess að bera árangur.
Er m. a. boðið upp á siglingar
umhverfis landið í vor og sum.
ar, auk hinna vinsælu skíða-
ferða vestur og norður. Mikill
hugur er í ferðaskrifstofumönn-
um við upphaf ársins.
Ferðaskrifstofa Zoega, sem
nýverið hefur stofnað ti.' nýrra
viðskiptasambanda í Bretlandi,
boðar auknar ferðir um landið
og hefur þegar selt 65% sæt-
anna. 16 skemmtiferðaskip eru
væntanleg á vegum skrifstofunn
ar og gert er ráð fyrir verulegri
aukningu. Aðrar skrifstofur, m.
a. Útsýn hafa svipaða sögu að
segja og í vor hefst flug BEA
hingað í fyrsta sinn og mun fé-
lagið fljúga tvisvar í viku yfir
sumarið a. m. k. Þó að SAS
felli niður flug hingað, a. m. k.
að sinni, munu þeir eftir sem
áður reka hér nokkra starfsemi
og Grænland verður á dagskrá
hjá þeim í samvinnu við F-’ug-
félag íslands.
En hvers konar þróunar meg-
um við þá vænta á árinu 1971?
Og hverju megum við þá þakka
þá hagstæðu þróun, sem greini-
lega varð á sl. ári? Varðandi
siðari spurninguna held ég, að
Ijóst sé, að þar hafi margir að-
ilar notið' góðs af margra ára
kynningar- og auglýsingastarf-
semi, bæði þeirra sjálfra og
annarra víða um heim, sem
kostað hefur stórfé og þar hafa
einkaaðilar átt mestan hlut að
máli. Að því er varðar fyrra
atriðið bendir ýmis.’egt til þess,
að aukning innlendrar ferða-
þjónustu verði m. a. fólgin í
ýmiskonar ráðstefnuþjónustu
og er ljóst, að þeirrar þróunar
mun gæta töluvert á árinu 1971.
Einnig þar er þess ekki að
vænta, að umtalsverður árang-
ur náist nema að undangenginni
verulegri kynningarstarfsemi,
sem m. a. Loftleiðamenn hafa
sinnt með myndarlegum ár-
angri í sambandi við hótel sitt.
Þessa dagana er að koma út nýr
kynningarbæklingur, kostaður
af báðum flusfélögunum og
'*ærri hótelunum. þar sem ým-
iskonar ráðstefnuaðstaða er
kynnt Auðvitað er þetta að-
eins eitt skref af mörgum, en
hér er áreiðanOega rétt spor
stigið. Það vakti nokkra athygli
fyrir nokkru, að á Alþingi var
borið fram frutnvarp, þar sem
lagt var til, að sett yrði á stofn
ríkisstofnun til að vinna að ráð-
stefnumálum. Er vonandi, að
Alþigi beri gæfu til að fella
það frumvarp. Það yrði áreið-
anlega röng stefna og þróun
ferðamála til óþurftar, ef horf-
ið yrði að því ráði að setja
upp opinbera stofnun, sem ætf-
að væri að sinna tilteknum
framkvæmdaþáttum ferðamála.
Það væri áreiðanlega skynsam-
legra að verja sömu fjármun-
um til að aðstoða þá aðiia er
nú þegar vinna að þessum mál-
um, til að skipuleggja þau enn
frekar og til aukningar þeirri
starfsemi. Mætti hafa um þetta
fleiri orð og rekja margskonar
möguleika er fyrir hendi eru,
en það er áreiðanlega ö:i. .1
fyrir beztu, að bæði hinu opin-
bera og ferðamálunum verði
hlíft við forsjá hins fyrrnefnda
í þessum efnum.
1 sambandi við frekari þróun
íslenzkra ferðamála á þessu ári
og næsta, vakna ýmsar spurn-
ingar. Það, sem að framan er
sagt sýnir, að íslenzk ferðaþj 'n
usta er ekki lengur á frum-
stigi heldur vaxandi atvinnu-
grein. Hún hefur hins vegar þá
sérstöðu með öðrum íslenzkum
atvinnugreinum, að svo virðist
sem opinberir aðilar hafi enn
ekki viðurkennt þessa starfsemi
í raun eða geri sér ekk: enn
grein fyrir mikilvægi hennar.
Þessi afstaða eða afstöðuleysi
kemur fram með ýmsu móti, m.
a. því, að ÖL' fjármálaleg upp-
bygging atvinnugreinarlnnar er
mjög losaraleg og stofnlána-
sjóðir nánast engir fyrir hendi.
Þrátt fyrir ört vaxandi gjald-
eyristekjur af henni, virðist
sem bankakerfið hafi ekki enn
tekið hana inn í sitt skipulag
á sama hátt og aðra og í raun-
inni sambærilega aðila og skipu
skipulagsbundinna vinnubragða
til uppbyggingar atvinnugrein-
inni gætir vart ennþá.
í sambandi við fjárfestingu á
sviði ferðamái'a kemur ýmisiegt
til greina og þar verður að
velja og hafna, en hefjast
handa við ákveðin verkefni skv.
skipulagi. Ekki verður allt gert
í einu, en mikilvægt að grund-
völlur að frekari þróun verði
lagður. Það hefur til að mýnda
verið talað um það í fjöldamörg
ár, að æskilegt væri að byggja
upp ferðamannaaðstöðu á stöð-
um eins og Snæfe.’lsnesi, Hvera
gerði og á Akureyri. Og æski-
legt er, að bókmennta- og sögu-
þjóðin haf' meira að sýna gest-
um sínum um þau efni en hún
hefir gert til þessa — svo a@
ekki sé talað um aðgengilega
kynningu á íslenzkum náttúru-
fyrirbrigðum eins og eldgosum
og hverum, t. d. i sérstöku
safnahúsi. Og hvenær ætlar
fiskveiðiþióðin að byggja yfir
fskinn úr sjónum og reisa fiska
safn í höfuðborginni? Hvernig
sem slíkri kynningu yrði hátt-
Framhald á bls. 18