Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. janúar 1971. TIMINN 7 Guðfsnnur Þorbjornsson: Dráttarvé Hinn 11. desember s.l. var grein eftir Siguró' Hreiðar í Tímanum, sem bar yfirskrift- i-na: SVFÍ beðið um að svara spurningum. Þar sem þessi skemmtilega grein S.H. er að miklu leyti (fyrri hluti henn- ar) svar við greinarkorni, sem ég sendi Tímanum og birtist í því blaði 1. desember s. 1., merkt G.Þ , finn ég mig knúinn til þess sð kvitta fyrir þetta svar, þrátt fyrir villandi fyrir- sögn höfundar, og þakka hon- um fyrir þann áhuga, sem hann sýnir þessu þjóðfélagsvanda- máli okkar íslendinga (dráttarvélaslysum), og jafn- framt hina öfgalausu afstöðu, sem harm tekur til banna og boða hinna skólalærðu æsku- lýðsleiðtoga nútímavelferðar- ríkis fslendinga. Það er ánægjulegt, að unnt er að finna sömu sjónarmið hjá miklvi yngri mönnum og maður hefur sjálfur, þótt eldri sé, og það gefur mér tilefni til að þakka honum áminnzta grei-n. Sigurður Hreiðar er „hjartan- lega sammála G.Þ. um að ekki komi til greina að banna ung- Kngum að stjórna dráttarvél- um“. En mér virðisí að þá ályktun ætti að draga af um- mælum hans, að börn ættu að gégma þessu hlutverki. Til þess affi fyrirbyggja allan misskiln- ing okkar á milli (S.H. og min), mæli ég ekki með, að yngri drengjum (eða tápmiklum telpum) en 12—14 ára sé leyfð meðferð þessara tækja, enda þótt aldurstakmark sé alltaf hæpið. En til þesjs að stjórna þessum tækjum þarf (eða virð- ist þurfa) einhverja lágmarks- hæð. lágmarksþroska, hand- lagni, aðgát o.fl., sem er mjög svo mismunandi á þessu ára- skeiði, og verður e.t.v. erfitt að ákveða (og jafnvel óþarít) ein- hvern aldur, ef allrar aðgæzlu er gætt og þeim nauðsynlegu undirbúningsreglum, sem Sig- urður Hreiðar talar um, er fyigt. Sigurður Hreiðar talar am „nástæð framhjól“ á dráttarvél- um. Að vísu notaði ég ekki þetta orð í fyrrnefndri grein (G.Þ.) í Tímanum 1. desember en sé hins vegar, að S.H. hefur talsvert hugsað um og aflað sér þekkingar á dráttarvélum og er ekki líkt því eins ókunn- ugur þeim og hann vill vera láta. Hann slær mig alveg út með að nafngreina hinar ýmsu gerðir þessara fjölvirku véla, uppruna iþeirra, firmanafn eða þjóðerni og hefur sem vænta má byrjað ungur (yngri en okkar velferðarríkispostular í dag telja æskilegt) að aka þess um furðufuglum um tún og engi foreldra sinna. án þess að hafa beðið skaða af eða valdið alvarlegum slysum. Hins vegar virðist hann leggja óþarflega þrönga merk- ingu í orðatiltæki mitt í fyrr- nefndri grein, þar sem ég tala um innfæranleg framlijól, sem eru í öllum tílfellum miklum mun minni en hin stóru dríf- andi aftlurhjól og geta í viss- um tilfellum verkað sem eitt hjól eða einn fótur á „þrífæti" Enda þótt ekki verði fundin dæmi nema fá um að þessi hjól séu þétt saman (sem eitt hjól), er það staðreynd, að á öllum þessum vélum, sem ég hef val- ið samheitið „dráttarvél", eru framhjólin svo miklu veiga- minni en aftur- og drífandi hjól, að enginn samanburður er á, og aúðsjáanlega ekki áætluð (í fyrstu) til þess að fram- kvæma alla þá vinnu, sem fs- lendingar ætla þeim með þegj- andi samþykki framleiðenda og sem því miður hefur valdið allt of mörgum alvarlegum slys um, bæði á þjóðvegum og við hin ýmsu störf, sem þessum fjölvirku tækjum er gert að annast við hin ýmsu heimilis- störf. Mín skoðun er alveg óbreytt um að þessar vélar væru æski- legri ef hin stóru, drífandi og breiðu hjó) gengju fyrir (væru „hinn leiðandi krúmtappi" á vélstjóramáli). % SANDVIK i snjónaglar Snjónegldir hjólbarðar veita öryggi || Iá . 'i.r i í snjó og hólku. 11 1 1 Ldtið okkur athuga gömlu hjólbarðana v 11 mBW yðar og negla þá upp. Góð þjónustá — Vanir menn Jr' * - j|| Riímgotf athafnasvæði fyrir aiia bíla. BARÐINN HF. Ármúla 7. —Sími 30501. —Reykjavík. Þótt ég í áminnztri grein minntist á Volvo, má ekki skilja það svo, að ég sé á nokk urn hátt að auglýsa það ágæta fiéma en er ennþá þess fullviss, að þar er rétt haldið á spöðuu- um. Ég minntist á erindi Sigurðar Ágústssonar í sjónvarpinu fyr- ir um það bil ári, bar sem hann lýsti í tali og mynd- um átökum dráttarvéla í laus- um jarðvegi og skilyrðislausum ráðum. ef vélin festist, það að „bakka“ upp úr í stað þess að aka áfram, sem í flestum til- fellum mundi orsaka veltu. Ég þakka Sigurði Hreiðari gi-ein hans, eða þann hluta henn ar, sem tekur til greinar minn- ar, en læt S'VFÍ únr að svara hinum „gömlu“ spurningum hans. ÖNFIRÐINGAR SUNNANLANDS Árshátíð verður haldin í Þjóðleikhúskjallaran- ura, 7. febrúar n.k. Sala aðgöngumiða hefst 25. jan. í Reykjavík: Gunnar Ásgeirsson, Suðurlandsbr. 16, Iiljóð- færahúsið, Laugav. 96, Raftorg, Kirkjustr. 8. I Hafnarfirði: Bókabúð Oliver Steins, Strandgötu 31. Stjómin. Hjúkrunarkonur óskast Hjúkrunarkonur vantar nú þegar í Kleppsspital- ann, einnig á kvöld- og næturvaktir. Hálft starf kemur til greina. — Upplýsingar hjá forsíöðu- konu, sími 38160. Reykjavík, 12. janúar 1971 Skrifstofa ríkisspítalanna. pei Háþrýstar 1” Miðstöðvardælur fyrirliggjandi á hagkvæmu verði. S M Y R I L L, Ármúla 7, sími 844S0. I 3 Almennur dansleikur FUF í Veitingahúsinu að Lækjarteig 2 í kvöld Tvær hljómsveitir: í efri sal: Tríó Þorsteins Guðmundssonar frá Selfossi 1 neðri sal: G. P. og Didda Löve Dansað til kl. 2 — Fjörið verður á FUF-gleðinni í kvöld! FUF f REYKJAVÍK i! I i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.