Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 16
Finimtudagur 14. janúar 1971. Borgarlæknir stöðvar solu a hveitikorni Jóhann Snorrason leikur fyrsta leik þeirra norSanm anna. Margeir Steingrímsson fylgist vel meS. Setið að tafli á Ákureyrí SB—Reykjavík, miðvikudag. Það er annar leikur sunnan manna í blaðaskákinni, sem er á bls. 2 í dag. Eins og áður er sagt, eru það þeir Gunnar Gunn arsson og Trausti Björnsson, sem tefla fyrir Taflfélag Reykja víkur og Jóhann Snorrason og Margeir Steingrímsson fyrir Skákfélag Akureyrar. Þeir Jóhann og Margeir eru báðii- starfsmenn hjá Kaup félagi Eyfirðinga. Jóhann er deildarstjóri í Búsáhaldadeild og hefur verið í fjölm'örg ,ár. Hann er reyndur skákmaf.'ur og hefur tvisvar sinnum vedð Skákmeistari Akureyrar, og ár- in 1940, 1945 og 1951 var hann skákmcistari Norður lands. Síðari árin hefur Jóhann ekki lagt sig mjög firam við skákmennskuna,' að þvl er hann sjálfur segir. Margeir Steingrímsson, sem er sendill hjá KEA, er búinn að tefla meira og minna í hart nær 30 ár. Hann hefur einu sinni orðið Akureyrarmeistari í skák og einu sinni Norður landsmeistari, en hann segist hreint vera búinn að stein gleyrna, hvaða ár hann bar þessa titia. 60 MANNS HAFA LEITAÐ TIL HJÓNAMIÐLUNARINNAR SB—Reykjavík, miðvikudag. Hjúskaparmiðlun hefur nú ver ið starfandi í Reykjavík síðan í október, og ber ekki á öðru en þetta sé hin þarfasta stofnun. Þangað hefur leitað fólk á öllum aldri og af öllu landinu, og hafa nokkur pör, sem þarna hafa kynnzt, þegar hafið búskap sam-' an. Miðlunin hefur nú opnað skrif ; stofu. Þegar hjómamiðÞjnin tók til j starfa fyrir þrem mánuðum. ræddi blacfis við hjúskaparmiðiarann ; sjálfan og vildi hann, að nafns; hans yrði ekki getið. Þá var hann ; bjartsýnn og þegar blaðið hafði tal af honum í gær, sagðist hann enn bjartsýnni, og vildi, að nafni Kópavogur, þorrablól Þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið laugar daginn 23. janúar í Félagsheim ili Kópavogs, efri sal, klukkan 19 Ómar Ragnarsson skemmtir, hljóm sveit Kristjáns Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Vero aðgöngu miða kr. 450.00. Framsóknarkonur Félag framsóknarkvenna heldur fund að Hallveigarstöðum fimmtu daginn 21. janúar kl. 8,30. Umræðu fundur. Fundarefni: Konur og stjórnmál. Fjöilmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. sínu yrði eftir sem áður haldið leyndu. Hann sagði, aS um 60 manns hefiðu leitað til miðiunar- innar. Fyrst hefðu karlmenn ver ið í meiribluta, en nú væru kon ur mun fleiri. Viðskiptin fara þannig fram, að viðkomandi ger ist eins konar áskrifandi í tvo mánuði, og ef hann kynnist ekki viðunar.di mótparti á þeim tíma, getur hann endurnýjað áslkriftina, eða hætt. — Hefur nokkurt brúðkaup v.r- ið haldið vegna miolunarinnar? — Nei, ekki enn, þetta eru nú ekki nema 3 mánuðir, það mesta. En þetta getur svo sem komið. Það eru 6 pör farin að búa saman, . fyrir tilstilli miðlunarinnar. — Hvernig fólk er þstta helzt.! sem leitar íii þín, og á hvaða j aldri? ; — Þetta er alls konar fólk og á öllum aldri, frá tvítugu til sjötugs, en ég held, að flestir séu milli þrítugs og fertugs. — Hvað um fólk úti á landi? — Það eru nú eiginlega ekki nema karlmenn utan af iandi, sem hafa skrifafi mér, kvenfólkió* virð ist latara að skrifa. Mér yirðist sem kvenfólk vilji síður kynnast bréflega, en karlmönnunum er al veg sama um það, svo ég bíð eftir, að kvenfólkið úti á landi hafi samband við mig. — Þú ert búinn að opna skrif- stofu? — Já, er. , ég vil ekk; segja, hvar hún er, það er nóg að aug lýsa simanúmerið og pósthólf 7150, sagði hjúskaparmiðlarinn að lokum. Borgarlæknir hefur stöðvað sölu á hveitikorni, sem var á boð stólum í Náttúrulækningafélags búðinni. í hveitinu voru rauð korn, sem sett munu í það til að auðkenna það hveiti, sem ekki er ætlað til manneldis. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, sagði í dag, að sýnishorn af hveit inu hefði verið sent til rannsókn ar hjá eiturefnanefnd, og er ekk ert hægt að segja um, hvort korn ið er eitrað eða ekki, fyrr en niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir. Hveiti þetta er flutt inn af, Mjólkurfélaginu. og er lítið magn í þeirri sendingu, sem hér um ræðir. Auðvelt er fyrir fólk, sem ef til vill hefur keypt þetta hveiti korn að varast það, því rauðu kornin eru mjög greinileg. Leifur Guðmundsson forstjóri Mjólkurfélagsins sagði Tímanum, að Mjólkurfélagið hefði nokkrum sinnum selt Náttúrulækningafélags búú'inni hveitikorn, og hefðj það í öllum tilvikum verið fóðuirhveiti korn. Forráðamönnum verzlunar innar hefði verið bent á, að hér væri ekki um að ræða hveitikorn sem séi’staklega væri ætlað til manneldis, en þeir hefðu selt bað í verzlun sinni sem slíkt. Þá sagði Leifur, að undanfari&' hefði Mjólkurfélagið keypt allt sitt fóðurhveitikorn frá Bandaríkjun um, en þar væri mjög strangt eftirlit með fóðurvörum, og ekki blandað umræddu efni í kom þar. Ef hveitikornið úr Náttúru lækningabúðinni væri frá Mjólk- urfélaginu, væri það sem sagt nokkufi gamalt, og alls ekki selt frá Mjólkurfélaginu til manneld is. Þá sagði Leifur.að lokum, að efnið sem sett væri í kornið víða í Ewrópulöndum væri til að merkja það korn, sem greitt væri niður í viðkomandi löndum, og efnið væri óskac/legt. 10 ÁRA DRENGS LEITAÐ - FANNST í GÆRMORGUN OÓ—Reykjavfk, miðvikudag. Björgunarsveit Slysavarnafé- lagsins og Hjálparsveit skáta í Reykjavík hófu í morgnn leit að 10 ára gömlum dreng, sem fór að heiman frá sér áleiðis í skóla í gærmorgun. Drengurinn kom ekki í skólann, en ski.’di skóla- töskuna eftir á skólalóðinni, og lagði hjá henni miða, þar sem félagar hans voru beðnir aó' skila töskunni á heimili drengsins. Síð an fréttist ekkert af drengnum fyrr en kl. 11 í morgun, að lög regluþjónn sá hann á gangi á Laugavegi á móts við Kjörgarð. Þegar drengurinn var ekki kom inn heim í gærkvöldi, báðu for- cldrar hans lögregluna um að stoð. Var auglýst eftir honum í útvarpi og í morgun hófu hjálp arsveitir leit. Þegar drengurinn fannst, var leitarmönnum snúið tíl baka. Drengurinn segist hafa verið á gangi um borgina allan þennan tíma, nema í nótt lagði hann sig fyrir rétt við Tómstundahöllina við Nóatún. Drengurinn var pen ingalaus og var hann oroínn svangur og þreytulegur þegar hann fannst. Drengurinn hefur horfið áður, en ekki verið að heiman yfir nótt, fyrr en nú. I 10 MILLJON DOLLARA LAN 1 gær var undirritaður í London samningur um 10 millj. dollara opinbert lánsútboð ríkissjóðs á hinum alþjóðlega doliaramarkaði. Er það jafnvirði 880 millj. ís- lenzkra króna. Lánsútboðið hafa ; annazt þrír bankar, The First 42% FARÞEGAAUKNING HJÁ LOFTLEIDUM KJ—Reykjavík, miðvikudag. Gífurleg fárþegaaukning varð á s. 1. ári hjá Loftleió'um, en það ár flutti félagið 282,546 farþega, en það er 42% meira en árið 1969. Sætanýtingin hefir aukizt Hún var 71nv arið 1969. en reyndist í fyrra 73,2%. Með botiiflnajmi sern hófsl K. maí s. 1. A flugleiðinnj milli Bandaríkjanna. íslands og Lux emborgar, jókst sætaframboð ið verulega, eða tæplega sein nam aukingu farþegafjöldans. Framhoðnir sætakílómetrar voru 2.197.077.831 en 1.608.538 358 nýttir. Flutt. voru með flugvélum Loflleiða 1478 tonn af vörum árið 1970 en það reyndist 28, 5% aukning, miðað við vöru flutningana árið áður. Auk þess voru flutt um 500 tonn af pósti og aukafarangri. Viðdvalarfarþegum Loftleiða fjölgaífi um 8,2%, og urðu þeir 12.428 árið 1970. Flestir urðu þeir í maímánuði 1659. en fæst ir i janúar, 400. Boston Corporation í New York, en Lundúnaskrifstofa þeirra ann- aó'ist að mestu undirbúning láns útboðsins, Westdeutsche Landes bank Girozentrale í Dusseldorf o-g Banque Lambert í Briissel. Sölu samningur á skuldabréfunum milli þessara aðila og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs var í dag undirrit aður af Jóhannesi Ncxrdal, seðla bankastjóra, fyrir hönd Magnús ar Jónssonar, fjármálaráðherra. Lán þetta er að fjárhæð 10 millj. kr. dollara, og eru nafn- vextir þess 8%% og skuldabréfin seld á 99% af nafnverði. Lánið er til 15 ára, og afborgunarkjör hagstæð, þar sem 60% af endur greiðslunum falla ekki fyrr en á síó'ustu sex árum lánstímans. Lánsútboðið virðist hafa gengið mjög vel og bréfin hlotið góðar viðtökur markaðnum. Andvirði lánsins verður varið annars vegar til raforkufram Fi’amhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.