Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 5
KMIMTUDAGUR 14. janúar 1971. TIMINN 5 MED MORGUN KAFFINU WPI Ung cfckja hafði gifrt bróður hins látna eigÍTimanns síns. Vinfcona hennar, sem kom eitt sinn í heimsókn, sá mynd Æfcna eiginmannsins á vegn- um og spur'ði. — Af hverjum ea* |)essi mynd, mér sýnist hann vera svo likur manninum þín- tnm — Æi já, andvarpaði ekkj- an. Þetfca er vesalings mágur minn^-æan dó í fyrra. — Jón, sagði fóstra þín þér ekki að þú mættir ekki gera þetta? — Jú, en þú sagðir í gær, a'ð ég skyldi ekki trúa öllu sem ég heyrði. Helmingur kvenna í heimin- um gerir menn að fíflum — hinn helmingurinn gerir fífl að mönnum. SMtet — Þegar ég tala á þinginu, fcek ég með mér handrit. Hfisbóndínn var méð konu bðm í biltúr, nýlagður af sfcað í sumarferfðalagið. Eftir að hann var búinn að keyra góða sbtind úti á þjóðveginum, hcópaði yngsti fjalskyldumeð- ,'irmrrinn, er sat í aftursætinu: — Heyrðu pahhi, hver sagði þér hvernig þú ættir að keyra bil, áður en þú gdftist mömmu! Jón litli koan grátandi heim. — Meiddinðu þig, litli vin- ur? spurði frændi hans. — Það var nú ekki mikið, sagði drengurinn, — og ég hefði ekki farið að gráta, ef hún marnma hefði ekki verið að baka. Sjúklingur var í heimsókn hjá frægum geðlækni, og lækn irinn vildi komast að raun um ég.5(ðisegja yður sögu og heyra álit yðar á henni. Þér eru® úti að ganga á su'nnudagsmorgni og bíll ek- ur yfir yður. Við sfysið losnar höfuðið frá bolnum og þér stingið þvi undir hendina og labbið yður til næsta apóteks og biðjið um að það verði fest á aftur og það er gert. Finnst yður nokkuð óeðlilegt við þetta? — Já, það finnst mér. — Hvers vegna? — Vegna þess að flest apó- tek eru lokuð á sunnudögum. sálar^standið DENNI DÆMALAUSI Halló, ég íná reyndar ekki tala við þig, því þú hefur svo hátt tímakaup. Christopher, hinn fjögurra mánaða gamli sonur Súsan Hampshires, sem flestir munu líklega þ'ekkja öl.'u betur undir nafninu Fleur frá því hún stytti fól'ki sfcundir, sem fylgd- ist með sjónvarpsþættinum um Forsyth ættina, hefur nú séð meira af heiminum, en flestir jafnaldarar hans. Þá fjóra mán- uði, sem hann heíur lifað, hef- --☆ — ur hann verið á stöðugu ferða- lagi með móður sinni, sem hef- ur verið úti um hvippinn og hvappinn við kvikmyndatöku, og nú er hann nýkominn frá Frakklandi, þar sem verið var að ljúka við að taka eina kvik- mynd móður hans. Mamman og sonurinn voru varla komin ti' Englands og jólahátíðahald- anna þar, en lagt var af stað á fc ff jftyebT} í*i t. . -☆- nýjan leik til kvikmyndaupp- töku, og í þetta sinn fór hún fram í Kenya í Afríku. Þar reikna mæðginin með að verða næstu sex mánuði í sól og hita. Kvikmyndin, sem Susan er nú að byrja að leika í nefnist Born free eða Fædd frjáls, og fjall- ar um ljónið Elsu. Hér sjáið þið svo ferðalangana tvo, sæla og ánægða. — ☆ — Nú komast menn á eftirlaun þegar þeir ná 58 ára aldri í Bandai'íkjunum. Þetta gildir þó al.’s ekki um Bandaríkjamenn almennt, heldur eru þetta á- kvæði í nýgerðum samningum starfsmanna bílaverksmiðjanna General Motors. Ákvæðin hljóða á þá leið, að hafi maður unnið í 30 át við sama fyrir- tækið og náð 58 ára a.'dri, fær hann eftirlaun. Skilyro'ín sem starfsmennirnir settu, voru reyndar þau,að eftir 30 ára starf kæmust menn á eftirlaun, sama hve gam.'ir þeir annars væru, en að þvd vildu GM ekki ganga. Settu þeir 58 ára aldurstak- mark, og var gengið að því. Á samningstímanum lækkar þetta , aldurstakmark þó í 56 ár. Hjá GM vinna 374 þúsund manns, en nú er búizt við að þessi ákvæði verði tekin inn í samninga hjá öðrum bílaverk- smiðjum, og svo j/fljótlega hjá öllum þeim, sem vinna í stál- iðnaðinum í Bandaríkjunum. Um ein milljón manna vinnur við bílaframi’eiðslu, og þar að auki pnnur milljón við stáliðn- aðinn! Verða þá tvær milljónir búnar að ná þessum réttindum og er talið líklegt, að þau færist yfir til annarra stétta einnig. Sagt er að starfsmenn bílaiðnaðarins séu einhverjir pólitískustu þegnar Banda- ríkjanna og tilheyri þeir sterk- ustu verka.ýðsfélögunum, þar í landi. Þegar bílamennirnir komast nú á eftiriaun, fá þeir 500 doll ara á mánuði, eða 45 þúsund krónur. Þykir það vist ekki sér- lega há upphæð þar í landi, þótt margur mundi gera sig ánægð- an með hana hér hjá okkur, en kaupmáttur launanna mun vera töluvert annai' hér og þar, þrátt fyrir allt. En svo segja menn, að þótt 45 þúsund krónur séu ekki mikið, þá ætti' engum 58 ára gömlum manni að vera vork unn að vinna sér inn smáskild ing að auki, svona th’ þess að halda í sér líftórunni. Svíar eru ekki sérlega hrifn- ir af þessum samningum, og seg ir í sænsku blaði, að það sé ó- mannúðlegt, að setja menn út Konungborin Eskimóafjöl skylda, hugsuðu menn og horfðu brosandi á eftir hcnni, þegar hún lagði l«ið sina um götur Kaupmannahaínar fyrir úr starfi og á eftirlaun aðeins 58 ára gamla, það sé óþarfa peningasóun, og svo sé það hreinn glæpur að binda menn við sama fyrirtækið í 30 ár. Hver og einn eigi að vera sjálf- ráður um að færa sig milli fyr- irtækja eftir vild, og eiga þó ekki á hættu að missa af eftir- laununum sínum, eða hækka eftirfaunaaldur sinn með þess- um vinnu skiptum. nokkru. Það vofu reyndar Mar- grét ríkiserfingi, Henrik prins og litlu prinsarnir, þeir Friðrik, i tvcggja og há.’fs árs, og Jóakim, | eins og hálfs árs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.