Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.01.1971, Blaðsíða 13
r MMMTGDsMÍUR 14. Jaaúar 1971. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 Gunnlaugur á gömlum slöðum Eins og við sögðum fyrir skömmu, báðu ÍR-ingar Gunnlaug Hjálmarsson um að taka við þjálfun 1. deiidarliðs þeirra, eftir að honum hafði verið sagt upp störfum hjá Fram. Gunnlaugur mun hafa gert ákveðnar kröfur tll leikmarma ÍR, ef hann ætti að taka við þeim og gengu leikmennirnir fúslega að þeim. Fyrsta æfing Gunnlaugs hjá sínu gamia félagi var sl. þriðjudag, og var þessi mynd þá tekin. ÞRIÐJI ÍSLENDINGURINN YFIR 2 METRA í HÁSTÖKKI Hið árlega Jólamót ÍR í frjáls nm íþróttum innanhúss var hald ið í ÍR-húsinu við Túngötu dag ana 27. og 29. desember s. 1. Athyglisverður árangur náðist í mörgum greinum, en lang hæst ber afrek Elíasar Sveinssonar, 18 ára pilts, er tókst nú að stökkva í fyrsta sinn yfir 2.00 mtr. í há- stJöfcki, og er hann þriðji íslend ingurinn er nær því marki. Þessi árangur Elíasar er nýtt ísl. drengjamet innanhúss og ennfrem ur jöfnun á innanhúss unglinga- meti Jóns Þ. Ólafssonar frá árinu 1961. Elías hefur æft mjög vel í vetur og er líklegur til að þæta afrek sín mjög verulega í hinum ýmsu greinum í vetur og á kom andi sumri, en hann er sem kunn er mjög fjölhæfur og efnilegur tugþrautarmaður. Mjög skemtileg keppni var á mótinu í öðrum greinum, má þar m.a. nefna sigur Elíasar yfir Jóni Þ. Ólafssyni í langstökki án abrennu, en Jón hefur verið nær ósigrandi í þeirri grein s. 1. ára tug, en Elías náði þarna sínum hezta árangri í skemmtilegri keppni við Jón, en þess ber að geta að sá síðarnefndi hefur ekk ert æft í vetur. Annars voru helztu úrslit móts ins þessi: Fyrri dagur: Hástökk án atrennu: Jón Þ. Ólafsson ÍR 1.66 Elías Sveinsson ÍR 1.57 Erlendur Valdemarsson _ÍR 1.57 Friðrik Þór Óskarsson ÍR 1.57 Guðmundur Jóhanness. HSH 1.53 Langstökk án atrennu: Elías Sveinsson ÍR .320 Jón Þ. Ólafsson ÍR _ 3.15 Friðrik Þór Óskarss. ÍR 3.07 Erlendur Valdemadsson ÍR 3.00 Þrístöbk án atrennu: Elías Sveinsson ÍR 9.49 Friðorik Þór Óskarsson ÍR 9.16 Ágúst Ásgeirsson ÍR 8.11 Einar Guðjohnsen ÍR 8.03 Hástökk með atrennu: Elías Sveinsson ÍR 1.90 Erlendur Valdemarsson ÍR 1.68 Síðari dagur: Hástökk með atrennu: Elías Sveinsson ÍR 2.00 ísl. drengjam. innanhúss Friðrik Þór Óskarsson ÍR 1.70 Guðm. Jóhannesson HSH 1.66 Ágúst Ásgeirsson ÍR 1.66 Einar Þorgríimsson ÍR 1.60 Magnús G. Einarsson ÍR 1.56 ísl. piltamet innanhúss Langstökk án atrennu: Friðrik Þór Óskarsson ÍR 3.18 Elías Sveinsson ÍR 3.14 Sigfús Jónsson ÍR 2.55 íbrox Park-slysið Nú er 12 ára gömlum, látnum dreng kennt um Á víðavangi Framhaid ai öLs. 3 þegar þeir eru orðnir staðnað- ir og þreyttir, eins og öllum er að verða ljóst að eru helztu einkenni þein-a eftir langa valdasetu? Trúir nokitur því, að við getum leyst með sóma vandamál áttunda áratugsins, ef við sýnimi ekki í verki meiri ráðdeild og stjórnsemi í fjár- festingarmálum og fjárstjórn. armálum rikisins en gert hef- ur verið á nýliðnum áratug? Trúir því nokkur, að við getum leyst vandamál áttunda ára- tugsins með nýjum Osj nýjum gengisfellingum? Jú, það gera núverandi valdhafar, sem halda óbreyttri stefnu, sem leiddi til fjögurra gengisfell- inga á síðasta áratug og safna nú óðum í þá fyrstu á áttunda áratugnum. Eru þcir ekki orðn ir fáir, sem trúa því ekki. að okkur er nauðsyn á nýrri for- ystu og nýjum vinnuhriigðum til að leysa hin miklu viðfan?sefni, sem okkar bíða á áttunda ára- tugnum? Undir forystu Ólafs Jóhann- essonar, formanns Framsóbnar- flokksins, hafa Framsóknar- menn reynt að horfa fram á f leið og markað sér stefnu, sem miðast við þau verkefni, sem bíða okkar á áttunda áratugn- um. Stefna Framsóknarflokks- ins hefur vendilega verið út- færð f einstökum atriðum í flutningi mikils fjölda saman- tengdra og samhæfðra frum- varpa og þingsályktunartillaga. Framsóknarflokkurinn hefur nú skýrari og afdráttarlausari stefnu í stærstu framtíðarmál- um þjóðarinnar en nokkur ann- ar stjórnmálaflokkur, og flokk- urinn skorar á þjóðina að kynna sér þes,si mál sem bezt, því að flokkurinn treystir þvi að þjóðin láti ekki blekkjast enn einu sinni, og að þjóðin muni vilja fylgja fram þeirri alhiiða framfara- og umbóta- stefnu, geri hún sér nægilega Ijóst, hvað um verður að velja í kosningunum að vori. — TK Viðskipti Kramhaid al eis 6 að. en út í það skal ekki farið, vroi að miða allar framkvæmdir við það, að þær hefðu almennt gildi og yrðu ti; gagns og g-m- ans fyrir landsmenn sjálfa. Það er þegar orðið tímahært, að verk verði látin koma í stað endurtekinna orða og lauslegra greinargerða. Þessi atvinnu- grein okkar íslendinga er það langt á veg komin, að verulegar líkur eru á því, að t. d. alþjóð- legar fjármálastofnanir, sem hafa ferðamái'aþróun ofarlega á stefnuskrá sinni, vilji veita okk ur liðsinni, ef eftir því væri leitað og skipulegar áætlanir lagðar fram. í slíkum málum er þess ekki að vænta að einka- fyrirtæki gangi fram fyrir skjöldu. Hér er komið að rík- isvaldinu sjálfu, sem of lengi hefir láti'ð stjórnast af atburða- rásinni í stað þess ’að hafa áhrif á hana. Atburðarásin er þegar hafin á nýju ári og enn eitt tækifæri komið ti’ stefnumót- unar og verka. Vonandi verður það ekki látið ganga úr greip- um. Heimir Hannesson ÚR QG SKARTGRIPIR: KORNELÍUS JONSSON SKÓLAVÖRDUSTiG 8 BANKASTRÆTie £“»18588-18600 John Rankin þingmaður frá Glasgow h,efur að sögn lagt mikla vinnu í rannsókn á hinu hroða lega slysi, sem varð á Ibrox park er 66 manns, þar af flestir ungling ar, létu lífið. Hann telur sig hafa fundið út hveir ástæðan hafi ver ið, eftir að hafa rætt við marga sjónarvotta, og útskýrði það á blaðamannafundi fyrir skömmu.. „12 ára gamall drengur var að klæða sig í frakkann“, sagói hann, „þegar lið hans, Rangers, jafnaði á síðustu sekúndu leiksins 1:1. — Það er mark hrópaði hann, og lyfti báðum höndum til him- ins. En á einhvern hátt féll frakk inn yfir höfuð hans, og hann hras aði um eina tröppu en það varð til þess að skriða af hrópandi mannfjölda rann af stað ... og 66 biðu bana, og tugir slösuðust, sumir það mikið að þeir verða öryrkjar alla sína æfi, og margt af þeim eru börn og unglingar." Strax eftir slysið var stofnaður sjóður til styrktar þeim, sem -um sárt áttu að binda og gaf Glas gow Rangers þegar í þann sjóÖ sem svarar 13 milljónum ísl. króna, og peningar hafa streymt víða að í sjóðinn. Jim Baxter, fyrrum „Rangers-stjarna“, á öl krá rétt hjá vellinum, og sagði hann að á einum tíma hefðu gest ir hans safnað sem svaratr 120 í þús. ki'ónum. Þetta mikla.^lys hefur orðið til þess að á öílum völlum í Éng- landi og víða annarsstaðar í heim inum fara nú fram miklar rann i sóknir á áhorfendastæðum. Meðal Enska bikarkeppnin Nokkrir leikir fóru fram í 3. umferð ensku bikarkeppn- innar á mánudagskvöldið. Óvænt- ustu úrslitin þar voru sigur Roeha- dafe, sem er neðarlega í 3. deild, yfir 1. deildarliðinu Coventry 2:1, jafntefli Roterham úr 3. deild og Leeds 0:0, sigur Oxford yfir Burn- ley 3:0 og naumur sigur Notth. Forest yfir Luton, 4:3, á útivelli. Leik Newcastle og Ipswich lauk með jafntefli 1:1. — 4. umferð bikarkeppninnar fer fram annan laugardag, 23. janúar. þeinra valla sem hafa verið rann sakaðir, er Idrætsparken í Kaup mannahöfn, en þar fundust nokkr ar ryðgaðar stoðir, og var þegar skipt um þær. Eins og síðastliðinn vetur munu Golfklúbbur Reykjavikur og Golf klúbburinn Keilir gangast fyrir sýningum á golfkvikmyndum í vet ur. Fyrsta sýningin verður á morg un, föstudag 15. janúar í Domus Medica við Egilsgötu. Sýnd verður mynd frá opnun bandarísku keppninnar (U.S. Open) frá síðasta ári. Einnig mun Jóhann Eyjólfsson sýna myndir sem hann tók á Eisenhower-keppn inni á Spáni í sumar og segja í stórum dráttum frá ferð þeinra félaga þangað. Sitthvað fleira verður á dagskrá. Allir unnendur golfíþróttarinn ar eru yelkomnir og skora&' er á menn ao f jölmenna. ísland ckki til að miða við! Danski knattspyrnumaðurinn, Kresten Bjerre, sem leikur með Racing White í Belgíu, vakti mikla athygli á sér í leik gegn Antwerpen í 1. deild s. 1. laug ardag, er hann tók vítaspyrnu síðast í leiknum . . . með þvf að taka aðeins citt skref til baka — og skjóta svo. Þetta þótti „ógurlegur kuldi“ í 1. deildarleik, en hann afsak aði sig með því að hann hefði æfingu í þessu . . . hann hefði skorað á nákvæmlega sama hátt í landsleik gegn Íslandi á Idrætsparken . . en það finnst Belgíumönnum ekki neitt að miða við. Aðalfundur ASalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, fimmtudaginn 21. janúar n.k. kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.