Tíminn - 16.01.1971, Blaðsíða 1
LJÓSA
PERUR
h,.£
RAÍTÆKJABEK.D, HAFNARSTRÆTI 23, SlNH 10325
Flugstjórnar-
menn semja
OÓ—Reykjavík. föstudag.
Samningar tókust s. L nótt
milli flugums.jóiiarmanna og Flug
félags fslands og Loftloiða, en
samningar hafa verið lausir sí&an
um s. 1. áramót. Á mánudag munu
fara fram atkvæðagreiðslur í fé-
lögunum um samningana.
Flugumsjónarmenn sjá um
•skipulagningu og rekstur flugs
flugfélaganna, og eru starfsmenn
þeirra. En því starfi er oft ruglað
saman við störf flugumferðastjóra
sem eru starfsmenn ríkisins.
I gær hlaut Jóhannes úr Kötlum „Silfurhestinn", verölaun bókmenntagagn-
rýnenda dagblaðanna, fyrlr Ijóðabók sína „Ný og nið". Hér brosir Jóhann-
es við „stjörnufáknum", etns og hann kallaði gripinn í þakkarávar 1 sínu.
LeigubifreiSasfiórar skrifa forsæfisráðherra
Vilja meiri hækkun
EJ—Reykjavík, föstudag.
Bandalag íslenzkra leigubif-
reiðastjóra hefur ritað Jóhanni
Hafstein, forsætisrá'ðherra, bréf,
þar sem mótmælt er harðlega af-
greiðslu Verðlagsnefndar á beiðni
leiguhifreiðastjóra um 4% hækk-
un á ökutaxta vegna verðhækkun-
ar á bensíni og hækkun á þunga,
skatti bifreiða, en Verðlagsnefnd-
in úrskurðaði í gær, fimmtudag,
að þeir skyldu einungis fá 2%
hækkun á töxtunum.
í bréfinu er minnt á að sölu-
Niðurstöður rannsóknardeildar ríkisskattstjóra:
630 fyrirtæki af 1000 með
ófullnægjandi bókhald
EB—Reykjavík, föstudag.
Starfsmenn skattstofu og
rannsóknardeildar ríkisskatt
stjóra hafa á síðustu misserum
heimsótt 1000 fyrirtæki, til að
kanna bókhald þeirra og önn-
ur þau gögn. sem liggja til
giundvallar skattframtölum og
söluskattskýrslum.
Niðurstöður rannsóknanna
leiddu það í Ijós, að 270 fyrir
tækjanna voru með lítlð sem
ekkert bókhald og 630 þeirra
voru með ófulln.ægjandi bók-
liaid. Aðeins 100 þessara fyrir
tækja höfðp gott bókhald. —
Fyrirtækin þar scm rannsókn
in fór fram, eru verkstæði og
annars konar þjónustufyrir-
tæki.
Kom þetta fram á fundi, sem
skattstjórj og skaltrannsóknar
stjóri. héldu með fréttamönn
um í dag. — Ólafur Nilsson
skattrannsóknarstjóri, sagði að
rannsóknirnar hefðu byrjað
seinni hluta árs 1969, og yrði
rannsóknum haldið áfram af
krafti. Kvaðst hann vona að
takast rnætti að rannsaka bók
hald hjá öllum fyrirtækjum
landsins á næstu fjórum árum.
Sagði Ólafur að niðurstöður
fyri'greindra rannsókna sýndu,
að mikil óreiða og formleysi
væri á bókhaldi og reiknings
skilum fjölda fyrirtækja. Þá
ságði Ólafur. a0' þau fyrirtæki
þar sem rannsóknir fóru fram,
hafi verið lítil, og í'ljós hafi
komið, að eftir því sem fyrir
tækin voru minni. þeim mun
lélegra hafi bókhald þeirra yfir
leitt verið
— Það er flestum Ijóst, —
sagði Ólafur Nilsson, að grund
völlur skattframtala fyrirtækja
er bókhald þeirra og reiknings
skil, auk þess sem bókhald
þjónar margs konar öðrum til-
gangi. Þegar þessar undirstöð
ur vantar. hafa skattstjórar
heimild til að áælla gjaldstofna
til álagninga opinberra gjalda.
Viðbrögð skattyfirvalda í þess
um efnum hijóta því aó' verða
þau í framtíðinni, að leggja
framtöl þoirra aðila til h.iiðar,
sero ha.fa ekki fuilnægjandi bók
Frarnhald á bls 14
verð á bensíni hæfekaði 1. janúar
s.l. um 2.70 krónur á L vegna
hækkunar á irmflutningsgjaldi af
bensíni í sambandi við afgreiðslu
vegalaga í desemiber, og einnig á
50% hækkun þungaskatts bifreiða
við sama tæfeifæri.
Síðan segir í "bréfinu til forsætis
ráðherra:
,,Végna áðurgreindra hækka.va,
lögðum vér fram til verðlagsstjóra
beiðni um heimild til hæfekunar
ökutaxta allt að 5 farþega leigu-
bifreiða til fólksflutninga og sendi
bifreiða, sem hljóðaði upp á 4%
hækkun, sem er algert lágmarfe.
Nú við afgreiðslu máisins hjá
Verðlagsnefnd 14. þ.m., var sam-
þykkt að veita heimild til hækk-
unar ökutaxtans um 2%. Fyrir
þeirri afgreiðslu geta ekfci verið
nokkur rök, og mótmælum vér
henni harðlega og gerum (kröfu til
að beiðni vor um hætofeun öku-
taxtans verði tekin til endurskoð-
unar nú þe-gar.
Oss var tjáð að framangrJÚndar
hækkanir, sem fram komu í frum
varpi til laga um breytingu á
vegalögum, ef að lögum yrði, að
áhrif þeirra hækkana gengju að
sjálfsögðu inn á ötoutaxta leigu-
bifreiða, en reyndin er nú örtnur,
og er nú séð, að oss hafa verið
veittar alrangar upplýsipgar í
þessu efni, og endurtökum vér því
krðfu vora um að þér, hr. for-
sætisráðherra, sjáið um að endur
skoðun fari fram á afgreiðslu
þessa máls nú þegar og óskum
eftir svari yðar tafarlaust."
íslendingaþættir Tímans
fylgja blaðinu í dag
Átti á dauða
sínum von, en
ekki hesti mitt
í skammdeginu
Jóhannesi úr Kötlum var veitt-
ur Silfurhesturinn í gær við há-
tíðlega atliöfn að Hótel Sögu. Við
staddir voru gagnrýnendur blað
anna, Jóhannes Jóliannesson, sem
smíðar silfurhestinn ár hvert, og
Kristinn E. Andrésson útgefandi
velflestra bóka Jóhannesar.
Andrés Kristjánsson, ritstjóri og
bófemenntagagnrýnandi Timans,
afhenti Jóhannesi silfurhestinn.
Er ræða hans við þag tækifæri
birt á bls. 2.
Jóhannes úr Kötlum þakkaði fyr
ir sig með nokkrum orðum. Sagð
ist hann hafa átt á dauða sínum
von en eldd þessum hesti nú
mitt í skammdeginu. Sagðist hann
þakklátur öllum, sem hefðu átt
hlutdeild í að færa sér svo glæsi
legan stjörnufák.
Fjársofnun vegna Ástralfufara:
Þurfa hjálp til
að komast heim
FB—Reykjavík, föstudag. Allmargar íslenzkar fjölskyldur og ein-
staklingar fluttust til Ástralúi fýrir tveimur til þremur árum. Hefur
farið ýmsum sögum af velgengni þeirra í landinu, og stundum verið
sagt, að fólkið vildi gjarnan flytjast aftur til fslands, en hefði ekki
efni á því, enda mun far fyrir einn frá Ástralíu til fslands kosta um
70 þúsund krónur. Forsætisráðherra, Jóhann Hafstein, hefur nú hlut-
azt til um það við dagblöðm í Reykjavfk, að hafin verði fjársöfnun til
þess að auðvelda konu með þrjú böm að komast heim til fslands aftur.
Nánari tildrög þessarar söfnun
ar eru þau, að fyrir nofckru flutt
ist fímm manna fjölskylda til
Ástralíu. Var það maður og
kona og þrjú börn þeirra. tveir
drengir 13 og 18 ára og stúlka
15 ára. Þessari fjölskyldu hefur
ekki vegnaÖ vel í nýja landinu.
Stafar þag meðfram af því að
heimilisfaðirinn hefur vanrækt
framfærslu fjölskyldunnar, og
hefur verið nokkuð óreglusamur.
Ilefur því ekki verið staðið í
skilum með húsaleigu á réttum
tíma, og er fjöLskyldunni þess
vegaa hótað útfourði úr lítilli
íbúð, sem hún hefur á leigu.
EginmaÖurinn er ofbeldishneigð
ur gagnvart fjölskyldunni og
mun hafa lagt hendur á hana. Móð
irin er heilsutæp. en stundar
saumaskap ásamt dótturinni.
Eldri drengurinn vinnur aimenna
verkamannavinnu. Ensku-kunnátta
móður og barna mun lftil og hafa
þau illa aðlagazt í sfeum nýju
heimkynnum. Kjósá þau helzt að
flytja aftur til fslands en hafa
ekki tök á Því vegna fjárskorts.
Framhald á fols. 14.