Tíminn - 16.01.1971, Side 10

Tíminn - 16.01.1971, Side 10
t *> TÍMINN LAUGARBAGUR 18. janóar 1971 ESSIE SUMMERS: Á VEGLEYSU 33 Bless á meðan. Og svo var hún horfin. Prudence hiló. —Ég ætla að senda margummatinn inn til henn ar. Henni liggur líklega á að klára bréfið. Stormurinn geisaði allan dag- inn. Gegnum talstöðina fengu bau að vita, að hann hefði valdið all- miklu tjóni, en sem betur fer, hafði ekki verio' tilkynnt um neina skipsskaöa meðfram þessari hættulegu strönd. Eftir hádegið, kom Hugo út í eldhúsið. —Við eigurn að fara upp í kapelluna til að biðja fyrir sjó- mönnunum. Hphepa minntj mig á þennan gamla sið. Þú mannst að börnin sögo*u okkur frá því. Pru dence kinkaði kolli. — Já, og þaó' er minnst á það á mörgum stöð- um í dagbókunum hennar Maríu frænku. Hugo fór inn í dagstofuna og sneri sér að gestunum, sem þar voru samankomnir. — Eftir litla stund förum við upp að kapellunni til að biðja fyr- rr skipunum hérna við ströndina. Þið eruð öll velkomin með. Engiran lét segja sér þetta tvisv ar. Þau fóru í regnföt, settu upp höfuðfðt, sumir sjóhatta. Nokkr ir voru í stórum stígvélum, aðrir í plastsandötom, sum barnanna vooru beriætt. Hohepa, Jook og Hugo héldu hver á sinni stormluktinni. Aðrir voru með vasaljós. Prudence hélt f haodlegg Hohepa. Vindurinn reif og sleit í föt þeirra, það hvein í trjánum — þetta var jan- úar — mitt sumar á Nýja Sjá- landi. Þau fáru inn í skúrinn og Hohepa hengdi luktina sína á nagla við dyrnar. Hugo og Joek tóku sínar með sér inn í kapell- una. Hún var traust og einfald- lega byggð úr þykkum bjá'lkum. Prudence settist vig litla orgelið, Hohepa kom með lukt og setti við hlið hennar og flýtti sér svo að kveikja á olíulömpunum, sem héngu niður úr sperrunum og kertunum við steinaltarið. Pru- derice byrjaði að spila, og henni fannst hún aldrei hafa heyrt sálm ana sungna af svo miklum inni- ileik áður. Síðan gekk Hohepa að stólnum, spennti greipar, laut höfði og fór með Faðirvorið. Svo las hann hluta úr 23. sákni. Þessi stund verður mér ógleym- anleg, hugsaði Prudence. Hún hlustaði á Hohepa og þó hún skildi ekki nema eitt og eitt orð. endurtók hún þetta á ensku meö1 sjálfri sér. Hver á sínu máli, hugs- aði hún. Hugo steig fram, allir lutu höfði og féllu kné. Hann bað stutta, en innilega bæn fyria- sjó- farendunum. Prudence gekk við hlið hans spottakorn á leiðinni niðureftir. An þess áð hugsa út í það, stakk hún hönd sinni í hans. — Þákka þér fyrir, Hugo. Pabba hefði þótt mikjð til þessarar guðs þjónustu koma. Síðan gekk hún til frú Wainwright til aö hjálpa henni niður. Tveir dagar liðu, áður en storm inn lægði og báturinn fór að ganga. Bréf Jill var svo þykkt, að það varg að setja það í umslag að stærstu gerð. — Það kostar þig stórfé, a8 senda þetta með flugvél, sagði Hugo stríðnislega. — Gerir ekkert, og þegar ég kem heim. ætla ég að skrifa Vicky og biðja hana afsökunar á því, að ég dæmdi hana ranglega. Á ég að skila kveðju Hugo? Prudence hélt niðri í sér and- anum, meðan hún beið eftir svar- inu. —Nei, þakka þér fyrir, Jill. Ég ætla að skrifa henni sjálfur. Pru dence sneri sér undan. Kannski hafði hún ekki bara bjargað hjónabandi, heldur einnig ástar- ævintýri. Jill var búinn að pakka niður og beið bara eftir að fara í sína löngu ferð. Hugo bað hana að senda bréfið, jafnvel þótt hún yrði heppin og fengi fljótlega flug far. Ég er dauö'hræddur um, að þetta gangi ekki eins og ætlast er til. Ef tii vill er Greg orðinn bit- ur í hennar garð. Ekki vegna þess að hann hefur alltaf haft stórt hjarta, sagði Hugo við Prudence. — Ég held nú samt, að allt gangi vel, svaraði Prudence, Jill sagði að hann væri skapstór og gerði oft hlutina í fljótfærni. Þannig fólk er ekki langrækið. Það ér fijótt að fyrirgefa og það sem betra er — gleyma. —Það er satt og þú ættir að vita það. — Ætti ég að vita það? — Já, þú ert sjálf skapmikil og fljótfær, vel að merkja á við- kunnanlegan hátt. Alltaf reiðubú in að taka málstað annarra, þótt ])að sé verra fyrir þig sjálfa. Allt of góð i þér til _að hægt sé að kalla þig klóka. Ég býst við að þao' sé ástæðan til að, — jæja, þú veizt, hvað ég á við. Ég ætla ekki að rifja það upp, en ég þori að veðja, að þú hélzt, að God- frey væri einmana og gazt ekki staðizt freistinguna, að reyna að hjálpa. Prudence vissi ekki, hvað hún átti að' segja. Hún varð þess vör, að hann horfði rannsakandi á hana og leit niður fyrir sig. Hann hélt áfram: — Ég held, að þú vitir ekki, hvað þetta hefur verið mér mikils virði. Ég .get varla þakkað þér, Prue. Hvað átti hann við? Var það vegna þess, að hún hafði hjálpaó' JiU, eða af þvi hun hafði lagað eitthvað milli hans og Vicky? Lík- lega það síðara, hugsaði hún og leið ekki allt of vel yfir þeirri staðreynd. Sem betur fór, hafði hún nóg að gera allan daginn. Jill hafö'i lagt af stað með ákveð- inn svip á andlitinu, hún horfði bara fram á við, en ekki um öxl. Margir gestanna voru iíka farn- ir, en nýir voru komnir í þeirra stað. Hugo fór með póstinn inn í þeirra einkadagstofu og sagði við Prue: — Vilt þú fá bréfin þín strax? Ég fékk stóran bunka og hef lúmskan grun um, að eitt- hveirt þeirra sé frá útgefandum mínum. Líklega eru þeir að verða óþolinmóðir. Ef svo er, hef ég ekki um annað að velja, en sitja við ritvélina í alla nótt. —Gæti ég ekki hjálpað þér? Eða er handritið óskiljanlegt? —Nei, en það er óþarfi, þú hefur nóg að gera. En viltu fá póstinn þinn núna? — Nei, ég hef ekki tima, ég lit á hann í kvöld. Þetta varð einn þeirra daga, sem virtist endalaus. Prudenoe hugsaði með sér, að líklega hefði andlegt erfiði síðustu daga þreytt hana svona. Klukkan var ekki nema níu, þegar hún ósfcaði einsk is annars fremur, en stinga sér í rúmið, en hún var búin að lofa gestunum pönnukökum með kvöldkaffinu. Klukkan var orðin hálf tólf, þegar öllu var lokið. Hugo var búinn að leggja á borðið í litlu stofunni þeirra fyr- ir tvo og nú kom hann með pönnuköburínar. — Komdu, Prudence. Seztu nið ur og slappaðu af. Við förum ekki yfir póstinn fyrr en við er- um búin ao' fá okkur í svanginn. Eftir að hafa farið gegn um pantanirnar, tóku þau til við einkabréfin. Skyndilega sagði Hugo: —Almáttugur. Ég hélt að þetta væri frá mömmu. Hún hef- ur skrifað utan á umslagið. En það er frá Gregory. Hann hlýttir að hafa sent það til hennar og hún sent það svo hingað. Prudence, sem farið var aö' syfja, gláðvaknaði nú. Hún sá, að hann las fyrsta hluta bréfsins. Svo lét hann bréfið detta og leit á hana. — Nú er það laglegt. Þetta er stórkostlegt. Hlustaðu Prue: Hana langaði mest til að taka bréf ið af honum, en stillti sig og hann las: — Þegar þú færð þetta bréf, er ég á leiðinni • til Thunder Fi- ord — og Jill. Ég veit ekki, hvað hún hefur sagt þér mikiö', en í stuttu máli sagt hefur hún tvisvar reynt að gera allt gott milli okk- ar aftur. En ég neitaði. A'llt í einu varð mér ljóst, að það er stolt mitt, sem um er að kenna. Ég ætti aö' þekkja Jill. Hún á enn erfiðara með að láta tilfinningar sínar í ljósi, en ég og það ætti ég að virö'a. Ég viðurkenni, að mér fannst gam- an af. að Vieky skildi hafa áhuga á mér, en það hefur aldrei verið GlfflJÖN Styrkárssos hæstakíttaklBcummik AUSÍUKSTAMTI 6 SlMI 1*354 er laugardagur 16. jan. Tungl í hásuðri kl. 04,56 Árdegisháflæði í Rvík kl. 09.18 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan- um er opin allan sólarhringinn. Aðeins móttaka slasaðra. Sim-; 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- ir Reykjavík og Kópavog. sími 11100. Sjúkrábifreið í Hafnarfirði. simi 51336. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu i borginni eru gefnar 1 sfmsvara Læknafélags Reykiavik ur, sím, 18888. Fæðingarheimilið I Kópavogi. EQiðarvegi 40, sími 42644. Tannlæknavakt er í Heilsuvernc.-r- stöðinni, þar sem Slysavarðstof an var, og er'opin laugardaga og sunnudaga ki. 5—6 e. h. Slmi 22411. Kópavogs Apótek er opið ka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9 —14, hehndaga kl. 13—15. Keflavíkui Apótek er opið vtrka daga kl. 9—19, laugardaga kl 9—14, helgidaga k.. 13—15. Apótek Hafnarýjarðar er opið alla virka daga frá kl. 9—7, á laug- ardögum kl. 9—2 og á sunnu- lögum og öðrum helgidögum er opið frá kl. 2—4. Mænusóttarbólusetning fyrir full- orðna fer fram í HeJsuverndar- stöð Reykjavíkur á mánudögum kl. 17—18. Gengið inn frá Bar- ónsstíg. yfir brúna. Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 16.—22. janú- ar annast Reykjavíkur Apótek, Borgar Apótek og Laugarnes Apótek. — Næturvarzla er í Stórholti 1. Nælurvörzlu í Keflavík 16. og 17. janúar annast Guðjón Klemenz- son. MINNING í dag, 16. janúar, fer fram frá Hrunakirkju útför Ólínu G. Ó’afs- dóttur frá Efra-Seli. Grein um hana birtist síðar í íslendingaþáttum Tímans. SIGLINGAR_________________ SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS: Hekla er á Austfjarðahöfnum á norðurleið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 á mánudagskvöfd til Vest- mannaeyja. Herðubreið er á ísa- firði á norðurleið. Baldur fór frá Gufunesi síðdegi's í gær til Snæ- feilsntess- og Breiðafjarðarhafna og Vestfjarðahafna. SKIPADEILD S.Í.S.: Arnarfell er væntanlegt til Svend- borgar á morgun. Fer þaðan 20. tii’ Rotterdam, Hull og Reykjavík- ur. Jökulfell er í New Bedford. Fer þaðan 19. þ. m. til Reykjavík- ur. Dísarfell er á Blönduósi. Fer þaðan til Akureyrar. LitlafeL’ fór 13. þ. 'm. frá Odense til Þorláks- hafnar og Reykjavíkur Helgafell er væntanlegt til Ábo i dag. Fer þaðan 20. tL’ Svendborgar og ís- lands. Sta.pafell fer í dag frá Rvík til Norðurlandshafna. Mælifeil fer væntanlega í dag frá Napoli ti.’ Setubal og Reykjavíkur. KIRKJAN —....—.......-—— •- ■ ——— Aðventkirkjan í Reykjavik. Laugardagur: Biblíurannsóknir kl. 9,45 f. h. Guðsþiónus'a kl. 1' rí J. Ólsen predikar. Sunnudagur: Samkoma kl. 5. Sigurður Bjarna- son ta.’ar. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 Barnaguðsþjónusta kl. 10,30. Sr. Garðar Svavarsson. Dómkirkjaii. Messa kl. 11. Sr. Jón Auðuns dóm- prófastur. Messa kl. 2. Sr. Óskar J Þorláksson. Grensásprestakall. Sunnudagaskóli kl. 10,30 í Safnað- arheimilinu. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jónas Gíslason. Hall grúnskirk j a. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Karl Sig- urbjörnsson. Messa kl. 11. Fjöl- breytni trúarlífsins. Dr. .Takob Jónsson. Messa k,’. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kópavogskirkja. Barnasamkoma kl. 10,30. Guðsþjón- usta kl. 2. Sr. Gunnar Árnason. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10,30. Sr. Arn- grímur Jónsson. Messa k’. 2. Sr. Jón Þorvarðsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10,30. Sr. Árel- íus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Óskastur.d barnanna kl. 4. Lágafellskirkja. Barnamessa kl. 2. Sr. Bjarni Sig- urðsson. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðsþjónusta k.’. 11. Sýndar litmyndir frá landinu helga. Sr. Garðar Þorsteinsson. Bessastaðakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 2. Sýndar lit myndir frá landinu helga. Sr. Garðar Þorsteinsson. BústaSaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla k,’. 10,30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Ölafur Skúlason. Ásprestakall. Barnasamkoma í LauSarásbíói kl. 11. sem sr. Ingólfur Guðmundsson annast. Sóknarprestur. Kirkja Óháða s’f-’-^arins. Mcí'■- kl. 2. Sr. Emil Björnsson. Árbæjarpiv . ^all. Barnaguðsþjónusta i Árbæjarskóla k.’. 11. Messa í Arbæjarkirkju kl. 2 Sóknarprestur. Neskirkja.. Barnasamkoma kl. 10,30. Messa kl. 11. Sr. Jón Thorarensen. V þjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Haii- dórsson. Seltjarnarnes. Barnasamkoma í íþróttahúsi Sel- tjarnarness kl. 10,30. Sr. Frank M. Halldórsson. FELAGSLIF Æskulýðsstarf Neskirkjn. Fundir fyrir stú.’kur og pilta 13 ára og eldri mánudagskvöld kl. 8,30. Opið hús frá ld. 8. Sr. Frank M. Halldórsson. Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Mánudaginn 18. janúar hefst félags vistin kl. 2. Á miðvikudag verður opið hús. ORÐSENPING Minningarkort Kapellusjóðs Jóns Steingrímssonar fást á eftirtöldum stöðum: Minningabúðinni, Lauga- vegi 56; Skartgripaverzl. Email, Hafnarstræti 7; Þórskjör, Lang- holtsvegi 128: Hraðhreinsun Aust- urbæjar, Hlíðarvegi 29, ICópav.; Þórði Stefánssyni, Vík; Sr. Sigur- jóni Einarssyni, Kirkjubæjar- klaustri. Kvenfélag Ásprestakalls. Þessir vinningar í Basarhappdrætt- inu hafa ekki verið sójtir: Nr. 356, 381. 894, 1004, 1033. Uppl. í síma 32195. Árhæjarprestakall. Fyrst um sinn verð ég til viðtals í síma 81625 kl. 6—7 síðdegis, alla virka daga nema mánudaga. Guðmundur Þorsteinsson. Fótaaögerðastofa aldraðra í Kópavogi er opin eins og áður alla mánudaga eftir hádegi. ’ Uppl. 1 síma 41836 Föstudaga og mánu- daga kl. 11—12 í.h. <

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.