Tíminn - 16.01.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.01.1971, Blaðsíða 13
ÍAUGAKDAGUR 16. janúar 1971. ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR 13 t-------------------------- Ármann vann KR í 1. flokki Úrslitaleikurinn í 1. flokki karla í Reykjavíkunnótinu íi handknattleik milli KR og Ár- j manns var leikinn í fyrrakvóld ( í Laugai'dalshöUinni. J Þessi liö voru jöfn að stig I um þegar ínótinu lauk, og urðu | því að leika aukaleik um sig' urinn. Leiknum lauk með sigri t Ármanns 7:6. Af þessum 6) mœrkum KR skoraði gamla [ kempan Karl Jóhannsson, sem \ nú er þjálfari meistara- og 1. í floklks, 5 mörk, en hjá Ármanni t skiptust mörkin jafnt á milli J manna. — klp. J HM VANN UMFN MenntaskóUnn í Hamrahlíð sigr aði 1.' deildarlið Ungmennafélags Njarðvíkur með 82 stigum gegn 66, í körfuknattleikskeppni, sem fram fór í fyrrakvöld í fþrótta húsi Njarðvíkur, Krossinum. Báð ir aðilar tefldu fram stcrkustu liðum sínum. Einar Magnússon, Víkingi, skorar hér f leiknum gegn Haukum sl. miðviku- dagskvöld. Sigurður Jóakimsson gengur vol út á móti honum, en nær ekki að stöðva .,risann". Á morgun leika báðir þessir menn með félögum sinum í 1. deild. Einar með Víkingi gegn Fram og Sigurður með Haukum gegn „stóra bróður", FH. (Tímamynd Gunnar) Guðmundur Svembjörnsson Kveðja frá KSÍ Gnðömmdur Sveiubjörnssoo, fyrr verandi bæjarfulltrúi og fþrótta- frömuður, andaðist laugardaginn 9. janúar í Sjúkrahúsi Akraness, langt um aldur fram, aðeins 59 ára að aldri. Guðmundur var mikilhæfur for ystumaður og foringi í félagsmál- um, bæði í innanbæjarmálum Akrauess, sem og íþróttahreyfing unni, fyrst og fremst í heima- byggð sinmi, Akrane.si, en einnig í heildarsamtökum íþróttamanna. Við stofnun Knattspyrnu- bands íslands 26. tnarz 1947 var hann kjörinn í stjóm sambands- ins og átti sæti þar í samfleytt 20 ár, eða þar til að hann baðst undan endurkosningu á Knatt- spyrnuþinginu, sem haldið var 19. febrúar 1966. Voru Guðmundi þá færðar þakkir fyrir frábær störf og hann hylltur af þingheimi fyrir skelegga og langa baráttu að fram gangi kmattspyrnuíþróttarinnar, sem og öðrum greimutn innan •íþróttahreyfingarinnar. Sérstakar þakkir hlaut hann fyrir sfna löngu og farsælu setu í stjórn sambands- ins, en þar sótti hann fundi með eindæmum vel, alla tíð, enda þótt um langan veg væri að fara til að sækja þá, oftast nær, og síðan heim aftur til Akraness, stundum í slæmri færð og veðri. Á þessum 20 árum sótti Guðmund- ur alls 428 fundi, og má af því marka hve miklum tíma hann eyddi, aðeins í þágu Knattspyrnu sambandsins, fyrir utan allan þann tíma, sem fórnað var fyrir heima- byggðina í félögum, ráðum, nefnd um og bamdalagi. Með Guðmundi er genginn einn þeirra forystumanna íslenzks íþróttalífs, sem af ást og áhuga hafa fórnað ótrúlega miklum hluta ævi sinnar, fyrir málefni íþrótta- hreyfingarinnar, fyrir æsku fs- lands og heilbrigði þjóðarinnar 1b>fi£4nu» f títicni {hr^fct Guðmundur Sveinbjörnsson amna er mikill og merkur og ber góðum dreng fagurt vitni um fórn fúst starf áhugamannsins. Fyrir það drúpum við höfðum í dag í þakklátri minningu um mikið starf og góðam, horfinn vin og samstarfsmann. Guðmundur var mikill fundar- maður, ræðumaður í bezta lagi, rökfastur og tillögugóður. Harður málafylgjumaður, en hógvær og drengur góður í öllum samskipt- um sínum á fundum, sem utan þeirra. Fyrir störf sín í þágu íþrótta- hreyfingarinnar var Guðmundur að verðleikum sæmdur æðsta heiðursmerki Knattspyrnusam- bandsins og æðsta heiðursmerki íþróttasambandsins. Guðmundur bjó sér fagurt heim ili með sinni ágætu eiginkonu, Halldóru. Þangað var gaman að koma og blanda geði við þau hjón; þá var gleði 1 ranni og veitt af rausn. Húsfreyjan veitandi, blíð og brosmild, húsbóndinn ræðinn og skemmtilegur, en sfðan hefur sól brugðið sumri, því í dag er kær vinur kvaddur hinztu kveðju. Knattspyrnusambandið þakkar Guðmundi og kveður hann í dag með söknuði og trega. Við send- um þér, kæra Halldóra, okkar innilegustu samúðarkveðjur. vit- andi að drottinn leggur ávallt líkn með þraut. Blessuð veri minning Guðmuud- ar Sveinbjörnssonar, friður veri m eð sálu Ua ns Vilja Norður- löndin frekar en Brasilíu Vestur-Þýzka knattspyrnusam- bandið hefur tilkynnt því Brasil- íska að ekkert geti orðið af lands- leikjunum milli Brasilíu og V- Þýzkalands, sem fram áttu að fara í Rio í júní næsta ár. og einnig hef ur það tilkynnt enska knattspyrnu sambandinu að ekkert geti orðið af fjáröflunarleiknum (fyrir Pak- istasöfnunina, sem fram átti að fara nú í janúar. Vestur-Þýzka landsliðið mun heimsækja Norðurlöndin (=Is- land og Finn.'and) í júní næsta ár. Liðið mun leika við norska lands- liðið í Osló 22. júní, sænska landsl. í Gautaborg 27. júní og það danska í Kaupmannahöfn 30. júní. ÍÞRÓTTIR ÍLaugardagur: Köríuknattleikur: Laugarvatn kl. 16.00. 1. deild HSK-Ármann. Handknattleikur: Laugardalshöll kl. 14.00. 12 leikir í yngri flokk ] unurn og leikur í 2. deild KR- Breiðablik. íþróttahúsið Seltjarnarneesi kl. 15.30. 7 leikir í yngri flokkunum og leikur í 2. deild Grótta-Ár- mann. Frjálsar íþróttir: Baldurshagi kl. 14.00. FRÍ-mót. Stinnudagur: Körfuknattleikur: fþróttahúsið Selijarnarnesí kl. 20,00 1. deild, KR-UMFN og Valur-Ármann. Han<Iknattleikur: Laugardaishlöll kl. 14,30. 1. deild kvenna, Fram Njarðvík. Vikingur-Valur. Ár- mann-KR. Laugardalshöll kl. 20,00 1. deild karla, Fram-Vikingur. Haukar- FH. Knattspyrna: Keflavík kl. 14.00. i-aadsiiðjð — ÍBK Atta 1. deildar- leikir um helgina — m.a. leikur Hauka og FH í handknattleik og HSK og Ármanns í körfuknattleik Klp-Reykjavík, Um helgina fara fram 8 leikir í 1. dcildarkeppnunum i hand- knattleik og körfuknattleik hér á Suðurlandi. En þar fyrir utan fara fram fjölmargir leikir í öll- um aldursflokkum í handknattleik og einnig 2 leikir í 2. deild karla í sömu grein. í dag áttu tveir leikir að fara fram í 1. deild í körfuknattleik, HSK-Ármann á Laugarvatni og ÍR-Þór á Akureyri. Síðari leiknum verður að fresta, þar sem gólfið í íþróttaskemmunni er ekki til- búið, og verc/ur erfiðleikum þund ið að koma þeim leik fyrir síðar nema að mótinu loknu — eða í miðri viku, því liðin eru upptek in við leiki um allar helgar, það sern eftir er vetrarins. Á Laugarvatni leika í dag, HSK og Áæmann. og má búast við skemmtilegum leik, og mikilli bar áttu, því bæði liðin eru taplaus til þessa og hvorugt hefur áhuga á að breyta þeirri staðreynd. f 2. deildarkeppninni í hand knattleik eiga tveir leikir að fara fram í dag. í íþróttahúsinu á Seltjarnamesi leika Grótta og Ármann, og kæmi engum á óvart þótt Ármann tapaði stigi eða stig- um þar. Hinn leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni í dag, og leika þar KR og Breiðablik. Á morgun verða leiknir tveir leikir í 1. deild í körfuknattleik í íþróttahúsinu á Seltjamaraesi. Fyrri leikurinn hefst kl. 20.00 og verður hann á milli KR og UMFN En sá síðari verður á milli Vals og Ármanns, en það verður annar leikur Ármanns á tveim dögum, og eru báðir leikirair gegn erfið um andstæðingum. f handknattleik hefst keppnin á morgun í Laugardalshöllinni kl. 14,30 með leikjum í 1. deild kvenna. Fyrst leika fslandsmeist ararnir, Fram við nýliðana í deild inni, Njarðvik, en síðan mætast Valur og Víkingur og loks KR og Ármann. Um kvöldig verður leikið í 1. deild karla, og eru það tveir „stórleikir“ sem þar fara fram. Fyrri leikurinn er á milli VÍkings og Fram, en þau skipa bæði neðstu sætin í deildinni með 1 stig hvort. Má fastlega reikna með hörku keppnj milli þeirra, því bæði eru I fallhættu (enn sem komið er) og hefur hvorugt þeirra áhuga á að vera í ,,júmbó-sætinu“ til fram búðar. Síðari leikurinn á morgun er á milli keppinautanna úr Hafn arfirði, FH og Hauka. Þar verður örugglega mikill spenningur og barátta, eins og jafnan þegar þessi einu stolt Hafnafjarðar í íþróttum mætast. AÐALFUNDUR Aðalfundur knattspymudeildar Þróttar verður haldinn á morgun (sunnudaginn 27. jan.) að Feryju götu 27 og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórain. AÐALFUNDUR Aðalfundur frjálsíþróttadeildar ÍR verður haldinn laugardaginn 23. janúar n.k. í ÍR-húsinu, og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. út blað Skemmti- og fréttabiað um bridge hefur hafið göngu sína. Kemur út sex sinnum á ári, yfir vetrarmánuðina 32 bls. Seadið nafn og heimilis- fang til „Bridge blaðið“, Pósthólf 7002, Rvík, og þér fáið fjTSta hefti blaðsins sent án nokk- urrar greiðslu. Ef yður líkar ekki blaðið, þá endursendið það, annars fáið þér blaðið sent áfram og áskriftargjald, kr. 400,— á ári, verður innheimt eftir méttöfcu blaðs nr. 2, í febrúar. Undirritaður dskar eftir að fá sent janúarhefti Bridge- blaðsins. Nafn: siuuuii blaðið - Pésthólf 7002, RvSc.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.