Tíminn - 16.01.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.01.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN LAUGARDAGUR 16. janúar 1971 Á fundi NorSurlandaráðs æskunnar í Stokkhólmi, voru til meðfer'ðar niörg þýðingar- mikil málefni, bæði er varða norræna samvinnu og alþjóð- leg stjórnmál. Það málefni sem mesta athygli vakti var þó tví- mælalaust afstaða Norðurlanda til Efnahagsbandalags Evrópu, enda er það öðrum málum fremur til umræðu á norræn- um stjórnmálavettvangi síð- ustu mánuöina. Bæði í Noregi og Svíþjóð hefur þannig verið skipulögð sérstök barátta á vegum pólitískra æskulýðssam taka, undir kjörorðinu: „Nej til EBC“. í satnþykkt fundarins var tnjög eindregin andstaða gegn aðild Norðurlandanna að banda lagtnu. og var hún gerð með atkvæðum 58 ráðsmanna gegn 9 atkvæðum hægrimanna, en 3 sátu hjá. Hafði vart verið búizt vjð svo eindreginni vilja- yfirlýsrnga fundarins. Jafnframt kemur fram í samþykktinni, að samræma þurfi stefnu Norðurlandanna í markaðsmálum og satneiningar málum Evrópu, þó ekki á þann hátt sem drögin að Nordek- samningnum fela í sér, og lík- ist um of Rómarsáttmálanum, þ.e. að fjármagnið verði alls- ráðandi en ekki fólkið. Að vald ið sé dregið úr höndum lýð- ræðislega kjörinna þinga í hendur auðvalds og embættis- manna. í umræðunum var þetta ein meginttiksemdin gean aðild að EBE, enda slíkur hátt ur tálinn ósatnrýmanlegur þjóð málastefnum og lýðræðishug- sjón norrænna þjóða. Þá var einnig þung áherzla lögð á, hversu óréttlát slík efnahags- og valdasamsteypa væri gagn- vart fátækum þjóuðm heims. Fundurinn hvatti öll æsku- lýðssamtök, er andvíg erj aðild Norðurlanda að EBE, að mynda norræna hreyfingu gegn aðild að bandalaginu og efna tn.a. til samnorræns mótmæla- dags ,sem helgaður yrði barátt unni gegn aðildinni. Afstaða Norðurlandanna til EBE hefur að sjálfsögðu í för með sér mjög mikla þýðingu fyrir ísland, og það má hik- laust telja að þessi eindregna afstaða ungs fólks til málsins muni verða afdrifarík fyrir fratnvindu málsins, j d .þessu, eips og jji.örgUíg öðþ um máleCnum(- hafa æskulýðs. sambönd flokkanna á Norður- iöitdum <aðra stefnu en fíokk- arnir sjáifir, og í flestam til- fellum mun róttækari. SUF- síðan telur þetta mál svo veiga- mikið, að rétt sé að birtá sam þytokt fundar Norðurlandaráðs um Efnahagsbandalagsmálið í heild og fer hún hér á eftir: Elías Sv. Jónsson, Baldur Óskarsson. Norðurlandaráð æskunnar hefur fjallað um afstöðu Norðurlanda til efnahagslegs samruna í Evrópu og lýsir yfir: L Nortðurlönd eiga ekki, hvorki sitt í hvoru lagi né í sameiningu, a® vinna að því að styrkja hinar efnahagslegu og hernaðarlegu blokkir í Evrópu. Það er þýðingarmikið verkefni Norðurlanda að vinna að því að hafdin verði evrópsk öryggismálaráðstefna. 2. Norðurlönd eifia, hvert um sig og í samein- ingu, að vinna að framgangi þeirrar inn- anríkisstefnu, sem skapar jafnrétti milli þjóðfélagshópa og landsvæða. Á alþjóða- vettvangi eiga Norðurlönd að vinna gegn arðráni hinna verr settu í heiminum. 3. Norðurlönd eiga, hvert um sig og í samein- ingu, að auka áhrif fólksins á fjármagns- streymi og nýtingu auðlinda og annarra gæða landanna. Tryggja á einstaklingum áhrif á dagfegt um- hverfi sitt — vinnustað, skóla og fbúðar- svæði, 4. Vald auðmagns hindrar þróun í lýðræðis átt, bæði innan lands og utan. Þess vegna er þýðingarmikið að Norðurlönd vinni, ásamt öðrum, að alþjóðlegum samningum og nor- rænni lagasetningu um lýðræðislegt eftirlit með og stjóm á ajþjóðlegum fyrirtækjum og hinum alþjóðlega peningamarkaði. Afgerandi forsenda áhrifaríks eftiríits með alþjóðlegum fyrirtækjum er sterkt og al- þjóðlegt samstarf verkalýðshreyfingarinnar 5. Norðurlönd eiga ekki að taka þátt í alþjóð- legu samstarfi, sem felur í sér, að nýír múr- ar rfsi innan Norðurfanda, hvort sem það er með tollum eða á annan hátt. 6. Norðurlðnd eiga að auka viðskipti við COMECON og gera sameiginlega frívérri unarsamning við EBE samtímis sem þau eeki viðskiptastefnu, sem afnemi allt mis- rétti gagnvart þeim þjóðum sem verr eru settar í heiminum. Á þessum gnmdvelli samþykkir Norðurlanda- ráð æskunnar eftirfarandi: A. Norðurlandaráð æskunnar lýsir því yfir, að ekkert Nonðurlanda sku,’i verða aðili að EBE. B. Norðurlandaráð æskunnar harmar mjög, að markaðspólitískar viðræður milli Norður- landa og EBE fara fram einhliða, og að ekki er fyrir hendi neins konar samræming á afstöðu Norðurlanda í markaðs- og Evrópumálum. Norðurlandaráð æskunnar vi,'l því skora á ríkisstjórnir Norðurlanda að taka á ný upp viðræður í því skyni að vinna að nýju að því a® útvíkka efnahagssamstarf Norður- landa. Slíkt samstarf getur augljóslega komið í stað inngöngu einstakra ríkja Norðurlanda í EBE. Það er forsenda, að slíkt samstarf grundvallist á ofannefndum meginatriðum, og hafi það sem megin stefnu, að allar fjármagnshreyfingar ,*úti lýðræðislegri stjórn. Samstarfið verður að vera þannig, að það þjóni hagsmunum fólksins en ekki hagsmunum fjármagnsins. Þetta samstarf verður einnig að grund- vallast á því, að ekkert ,'andanna skerist úr leik og gangi inn í EBE. Þegar þessu samstarfi hefur verið komið á, geta Norð- urlönd í sameiningu sem eining samið um viðskiptaleg og efnahagsleg samskipti sín við önnur Evrópuríki. C. Norðurlandaráð æskunnar leggur á það mikla áherzlu, að það starf, sem unnið er í baráttunni gegn EBE á Norðurlöndum, verði samræmt þannig. að hægt sé að mynda sameiginlega, norræna hreyfingu gegn þeirri stækkun EBE, sem felur í sér Viðræðurnar F/rsH vlSræBufundur Samtaka frjálslyndra og vlnstrl manna og Sambands ungra framsóknarmanna var haldinn á miSvikudagskvðldið í Þórsbamri. Fóru þar fram almennar umræður um málin, og verður vlðræðunum haldið áfram næstu daga. ROTTÆKT ÞING NORRÆNNAR ÆSKU í SVÍÞJÓÐ Fyrsti og síðasti fundur Norður landaráðs æskunnar var eins og kunnugt er af fréttum, haldinn í Stokkliólmi dagana 7.—9. jan., og sátu hann 78 kjörnir fulltrúar frá pólitískum æskulýðssamtökum á Norðurlöndunum öUum. Lang fjölmennasti hópurinn á þújgiinu voru fulitrúar ungra jafn- aðarmanna, en þeir voru 6 frá Danmörku, 4 frá Finnlandi, 9 frá Noregi, 1Ö frá Svíþjóð og 1 frá íslandi, eðfi. samtals 30. Næst stærsti hópurinn voru full trúar miðflokka og vinstri flofcka, sem eru margir á flestum Norður landamna. Auk þess voru mættir 13 fulltrúar hægri manna og fá- einir kommúnistar, en þeir hafa sem kunnugt er fáa þingmenn á þjóðþingum Norðurlanda, ea full trúar á þennan fund Norðurlanda ráðs æskunnar voru kjönnir í hlut falli við styrkleika sjórnmálar,okk anna á þjóðþingunum. Fundurinn hófst kl. 11 að morgni fimmtudagsins, og að ^etn ingarathöfn lokinni voru flutt sex framsöguerindi um þessa mála- flokka: 1. Norrænn vinnumarkaður og byggðastefna. 2. Norðurlönd og efnahagslegur samruni í Evrópu. 3. Norðurlönd og þriðji heimurinn 4. Norðurlönd og öryggismál Evrópu. 5. Umhverfismál og mengun. 6. Norðurlandaráð og framtíð Norðurlandaráðs æskunnar. Þingheimi var síðan skipt niður í sex nefndir, sem hver um sig fjallaði um einn ofangreindra málaflökka, og höfðu þær til grundvallar ásamt framsöguerind- um fjölmargar tillögur, sem ein- stakir þingfulltrúar eða félaga- samtök höfðu lagt fram. Nefndir þessar störfuðu allan föstudagian, en álit þeirra voru tekin til uro ræðu og afgreiðslu á laugardag. Það einkenndi mjög störf fund- arins hve umræður og afgreiðslur mála gengu fljótt og vel fyrir sig, þótt miilar deilur og fjörugar um ræður yrða om þýðingarmikil grundvallaratriði innanríkis- og utanríkismála. Skipta þar mestu þær ströngu reglur, sem settar voru þegar f upphafi um mjög takmarkaðan ræðutima, sem aldrei fór yfír 5 minútur. Það gerði umræðurnar einaig snarp- ari og skemmtilegri, að fundar- manni gafst tækifæri tfl andsvara þegar f stað ef á hann var defít af ræðumanni, og fékk hasm þá eina mfnútu til umráða. I ölkim þessum málum voru gerðar margar ákveðnar, skýrar og róttækar samþykktir, og fylgdi þeim oft á tíðum viðamikill rök- stuðningur Verður helztu sam- þykktunum gerð skil á SUF-síð- unni á aæstu vikum. f dag er sér- staklega fjallað um yfirlýsingu fundarins um Efnahagsbandalag Svrépu og afstöðu Norðurlanda til þess, en þjóðmálanmræða á Norðurlöndum snýst nú að mestu um það mál, einkum meðal ungs fólks. Á þessum fundi sannaðist áþreif anlega hve íslenzk stjómmálaum- ræða og þjóðmálabarátta er í litl- um tengslum við samtímann og þær stefnumótandi umræður sem fra-m fara í löndumim umhverfis okkur. f stað rannsókna, umræðna orr átaka um pólitísk grundvallar- atriði ber hór næstum eingöngu á einskisnýtu karpi um misjafn- lega merkileg öægurmál og per- sónulegri valdastreitu. Þessi ~.tað- reynd er mjög alvarieg fyrir fram tíðarsess ísiands í samfélagi þjóð- anna og alþjéðlegu samstarfi, enda er mála sanuast að fulltrúar í ísl. sendin-efndum eru oft sem þorskar á þurru landi þar sem um- ræður um stjórnmál fara fram og teknar eru ákvarðauir, sem geta verið jafn örlagaríkar fyrir ís- lenzku þjóðína sem aðrar þjóðiv Baldur Óskarssou. Elías Sn. Jónsson aðild eins eða fleiri Norðurlanda. Þýðingarmikið verkefni er að skipu- leggja sameiginlegan norrænan mótmæladag gegn EBE. Norðurlanda- ráð æskunnar skorar á þau samtök á Norðurlöndum, sem styðja póli- tískt inntak þessarar yfirlýsingar, að sameinast um slíka mótmæla- aðgerð. Norðurlandaráð æskunnar skorar á Norðurlandaráð að veita fjárbagslegan og pólitískan stuðning þeim samtökum, sem taka vilja þátt í því starfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.