Morgunblaðið - 16.06.2005, Side 14

Morgunblaðið - 16.06.2005, Side 14
14 ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM BÍLAR Ég er þrusugóður í fótbolta. Ég er líka ferlega góður í handbolta. Traustur í velflestum ólymp- íuíþróttum. Sérstaklega fimleikunum. Ó, fyrirgefið. Smáleiðrétting: Ég er þrusugóður í því að horfa á íþróttir í sjónvarpinu. Þannig þarf ég í mesta lagi að hreyfa á mér handlegginn til að teygja mig í snakkið. Oftast passa ég samt bara að borðið sé nógu nálægt. Óþarfa hreyf- ing er óholl og varasöm. Vegna þessara hæfileika er ég orðinn óumdeil- anlegur sérfræðingur í velflestum íþróttagrein- um. Ég veit betur en Viggó hvaða vörn hentar best á móti Svíum (6-0 of course), ég veit í hvaða stöðu Eiður skilar landsliðinu bestum leik (sókn- artengiliður – en ekki hvað?) og ég þekki vinkl- aðan Katsjoff með heljarstökki og þrefaldri skrúfu betur en höndina á mér (og hana þekki ég vel …). Ég er „besserwisser“ af guðs náð. Veit allt um íþróttir. En umhverfi mitt er ekki alltaf á sama máli. Einhverjir partí „púpers“ halda að menn þurfi að æfa íþróttir til að geta tjáð sig um íþróttir. Taka ekki mark á „amatörum“ (lesist með yfirstéttarsvip og uppskrúfuðu nefi). Álíta mig vera eitthvað „untermensch“ því að ég æfi ekki neitt. Óforbetranlegt sófajarðepli. Nú geri ég mér alveg grein fyrir því að íþróttir eru góðar fyrir heilsuna. Þær efla þor og þrótt. Kæta, styrkja, bæta (eða var það Tópas …?). Ég veit líka að ef ég hreyfði mig meira, færi út að skokka, í sund, æfði fótbolta eða færi að lyfta reglulega þá myndi ég styrkjast og dafna, grennast og eflast að ráðum og dáð. Viljinn er allt sem þarf og svo framvegis. Hefurðu viljann, Jóhannes? Ertu maður eða mús? Hlauptu, hlunkur! En er þetta þá siðferðilegi boðskapurinn í þess- ari grein? Æfðu íþróttir og lifðu heilbrigðu líf- erni! Eitthvað móralskt „high ground“? Nei, nei. Þessi grein er gjörsamlega siðlaus, rétt eins og Patti broddgöltur í Dýrunum í Hálsaskógi. Eini boðskapurinn er þessi: Ekki vera á bömmer yfir því að vera ekki íþrótta- maður. Horfðu á íþróttir í sjónvarpinu og strjúktu bumbuna ástúðlega á meðan. Þannig færð þú alla spennuna beint í æð en þarft ekki að hreyfa þig og svitna eða eitthvað svoleiðis ógeðslegt. Passaðu bara að snakkið sé í seiling- arfjarlægð þegar þú sest. En ef þú endilega vilt þykjast vera eitthvert útivistarfrík, skelltu þér þá til dæmis á fótboltaleik. Vertu áhorfandi á staðnum. Ég geri það reglulega. Helvítin hleypa mér samt aldrei inn með sófann. ÍÞRÓTTAMAÐURINN MIKLI ÓÞARFA HREYFING ER ÓHOLL OG VARASÖM 1 1. Greinarhöfundur í útivist. Texti Jóhannes Skúlason Ofur-sportjeppar Texti Guðmundur Halldór Guðmundsson Kannt þú að keyra almennilega? Senni- lega eru flestir ökumenn ágætir en þó er enginn með allt á hreinu. Hvernig á maður að haga sér í möl, hvernig er best að bremsa, hvernig er best að fara í beygjur? Hvernig er öruggast að keyra? BMW Driver Training-ökuskólinn í München er einn besti ökuskóli í heimi þar sem heimsklassa aksturskappar kenna fólki að keyra há- klassa ökutæki á öruggan og skynsaman hátt. VÍS hefur ákveðið að bjóða 20 öku- mönnum á aldrinum 17–19 ára að keyra um með ökurita í bílnum sínum í sumar og sá sem nær bestum árangri fær í vinning ferð fyrir tvo til München í ökuskólann góða ásamt fleiri góðum verðlaunum. Nánar á www.vis.is og www.bmw.de/uk/ services/Fahrertraining. LÆRÐU AÐ KEYRA EINS OG MAÐUR! Stórir lúxusjeppar eru orðnir býsna áberandi í umferðinni á Íslandi í dag sem og í öðrum lönd- um, enda álitlegur kostur fyrir fjölskyldufólk sem þarf að koma mörgum krökkum í skólann í einu og fara í skylduferðir í sumarbústaði vítt og breitt um landið. Fæst þessara ökutækja eru mjög kraftmikil ef undanskildir eru Porsche Cayenne Turbo og BMW X5 4,8is. Range Rover- framleiðendur sáu sér því leik á borði og ætla að etja kappi við þessa tvo með því að setja 4,2 l vél frá Jagúar, með blásara (supercharger) sem skilar 400 hö, í bæði venjulegan Range Rover og svo Range Rover Sport. En þessir jeppar eru að sjálfsögðu ekki nógu kraftmiklir fyrir þá sem þykir skemmtilegt að keyra hratt. Því hefur breytingafyrirtækið Overfinch tekið að sér að endurbæta hina nýju sportjeppa frá Range Rover. Í haust kemur 500 ha Range Rover Sport og síðar 500 ha Range Rover. Báðir þessir bílar verða með endurbættu, endurhönnuðu fjöðr- unar- og bremsukerfi og felgum sem eru stærri en brunnlok. Allt þetta gerir það að verkum að þessir bílar komast á allt að 250 km/klst. og er Range Rover Sport 5,9 s í 60 míl/klst. (96 km/ klst.). Hinn venjulegi Range Rover SE er talsvert þyngri og er 7,0 sek. að ná sama hraða. Þátt fyr- ir allt þetta er Porsche Cayenne ennþá kraft- mesti sportjeppinn á markaðnum, en það var hins vegar ekki nóg. Porsche ætlar að jarða keppinauta sína algerlega með endurbættum Porsche Cayenne Turbo sem eins og Range Rover verður með 4,5 l, 500 ha mótor með tveimur túrbínum, hámarkshraðinn er 268 km/ klst. og spretturinn frá 0–60 míl/klst. (96 km/ klst.) tekur aðeins 4,9 sek. Til þess að temja þennan ógnarkraft er nýtt 6 stimpla bremsu- kerfi og endurhönnuð fjöðrun ásamt 19" felg- um. Bíllinn gefur því enga afsökun fyrir því að koma of seint lengur. OFUR-SPORTJEPPAR Leikarinn Christian Bale segist hafa þurft að ganga í gegnum erfitt tímabil í tengslum við þyngdaraukningu fyrir nýju Batman-myndina. Leikarinn sem er vana- lega um 92 kg þurfti að létta sig niður í 60 kg fyrir Machinist og sagði það hafa geng- ið mjög vel. Hins vegar hafði hann ein- ungis haft fimm mánuði til að fita sig um 50 kg og sagði hann það hafa reynst hon- um mun erfiðara. „Á tímabili leið mér mjög illa, eins og ég væri að ofgera lík- amanum og að springa. En ég var aldrei í neinni hættu og hefði aldrei skaðað lík- ama minn í þessu ferli," sagði Christian. Leikarinn er þrítugur, fæddur í Wales og skaust fyrst upp á stjörnuhimininn aðeins 11 ára, þegar hann lék í Empire-kvikmynd Stevens Spieldbergs. Hann er hvað þekkt- astur fyrir myndina American Psyco, þar sem hann lék siðlausan geðsjúkling. Það verður spennandi að fylgjast með fram- göngu mála hjá leikaranum eftir Batman- myndina. CHRISTIAN BALE Í BATMAN BEGINS Ég veit í hvaða stöðu Eiður skilar landsliðinu bestum leik (sóknartengiliður – en ekki hvað?)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.