Morgunblaðið - 15.10.2005, Page 18
18 m
und hektarar lands verið þaktir vínvið í Franken. Ófriður og kólnandi
loftslag leiddu hins vegar til þess að smám saman skrapp vínræktin
saman – að ekki sé minnst á breyttar neysluvenjur. Á miðöldum
drukku Franken-búar marga lítra af víni á dag enda vatn oftar en
ekki ódrekkandi sökum mengunar. Neyslan minnkaði, ekki síst á
nítjándu öld, þegar álögur voru lagðar á vínið og samkeppnin frá
bjór og kaffi harðnaði.
Nú er vín einungis ræktað á um 6.200 hekturum í Franken sem skýrir
hvers vegna vínin eru jafnsjaldséð og raun ber vitni. Vínbændur eru
rúmlega 7.000 og flestir því mjög umsvifalitlir. Er vínrækt aukabúgrein
hjá um þremur fjórðu þeirra. Einungis um 150 ráða yfir meira en
fimm hekturum lands.
Þessar tölur sýna vel hversu lítið vínhérað Franken er á þýska vísu og
eru Franken-vín einungis um 5–6% heildarvínframleiðslu Þjóðverja.
Meginlandsloftslag
Þar með er ekki sagt að það beri ekki að gefa Franken-vínum gaum
því margur er knár þótt hann sé smár. Franken-vínin eru þegar vel
lætur með betri vínum Þýskalands og sum þeirra hreint afbragð.
Loftslagið er frábrugðið öðrum víngerðarsvæðum og líkist meira
meginlandsloftslagi, með mjög heitum sumrum og mjög köldum vetr-
um.
Tæpur helmingur allra vína sem framleiddur er í Franken er úr þrúg-
unni Müller-Thurgau en einungis um 4% úr Riesling-þrúgunni sem
alla jafna er besta þrúga Þýskalands. Það ætti svo sem ekki að koma
á óvart því Müller-Thurgau er algengasta þrúga Þýskalands en það
var vísindamaður við háskólann í Geisenheim að nafni Müller sem
ræktaði hana fram árið 1882 á grunni þrúgna frá svissnesku kant-
ónunni Thurgau. Einnig er töluvert ræktað af Silvaner og Kerner í
Franken auk þrúgunnar Bacchus.
Langbestu vín Franken eru úr unnin úr Riesling og kannski fyrst og
fremst Silvaner. Þau eru nær undantekningarlaust þurr og almennt
þurrari en gengur og gerist í Þýskalandi. Hið hlýja loftslag gerir jafn-
framt að verkum að ávöxturinn nær meiri þroska og því eru þau
gjarnan kraftmeiri, áfengismeiri og kryddaðri en t.d. vínin frá Mósel
og Rín.
Munkaflöskurnar sérkennilegu
Þekktasta einkenni Franken-vínanna er hins vegar eflaust hin sér-
stæða flaska sem þau eru töppuð á. Hún nefnist bocksbeutel og er lítil
og breið, ekki ósvipuð flöskunni sem t.d. vín á borð við hið portúgalska
Mateus eru seld í. Segir sagan að það hafi verið munkar sem tóku
upp þann sið að setja vínin á slíkar flöskur þar sem þær pössuðu bet-
ur í pokann hjá þeim.
Meginræktunarsvæði Franken er í kringum borgina Wursburg sem
liggur við Main þar sem hún teygir sig í suður og þar er einnig að
finna marga af bestu framleiðendum svæðisins (t.d. Juliusspital) og
þekktustu ekru Franken. Hún heitir Stein og eru Franken-vín jafnvel á
stundum kölluð Steinwein. Juliusspital er þriðja stærsta vínfyrirtæki
Þýskalands en vínframleiðslan hefur staðið undir kostnaði við spít-
alareksturinn frá sextándu öld. Það er stórfenglegt að ganga um hina
gömlu kjallaraganga og þar má bragða á margvíslegu góðgæti.
Fyrir þá sem vilja kynnast Franken-vínum betur er því miður helst
hægt að benda á það að skella sér til Wursburg, en ferð þangað tekur
ekki langa stund með IC-hraðlest frá Frankfurt. Nær öll betri fram-
leiðsla Franken er seld í Þýskalandi og til að næla sér í flöskur frá
bestu framleiðendunum þarf maður eiginlega að fara til héraðsins.
En það er hægt að gera margt vitlausara enda héraðið fagurt og
borgir á við Wursburg fullar af sögu og þokka.
Flestir vínbændanna
í Franken eru
mjög umsvifalitlir.
Á miðöldum drukku
Franken-búar marga
lítra af víni á dag.
Í dag er vín ein-
ungis ræktað á um
6.200 hekturum.