Morgunblaðið - 15.10.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 15.10.2005, Qupperneq 23
m 23 hreindýrasteik með svepparagú og steiktum kartöflum fyrir 4 3 dl þurrkaðir villi- sveppir, blandaðar tegundir 2 dl vatn, til að bleyta upp sveppina 1 kg hreindýrasteik eða hluti af læri 2 msk. salt 2 tsk. pipar 4 einiber 2 msk. smjör 2 msk. hveiti 2 msk. villikraftur, fljótandi ½ tsk. kummin 3 dl matargerðarrjómi salt og pipar 1 kg kartöflur 3 msk. olía 1 tsk. salt Leggið sveppi í bleyti í vatn. Myljið saman salt, pipar og einiber í mortéli og berið utaná hreindýravöðvann. Setjið kjötið í lítið eldfast mót og steikið við 220°C í 10 mínútur. Lækkið hitann og stingið kjöthitamæli í lærið þar sem það er þykkast. Steikið áfram við 150°C þar til mælirinn sýnir 60°C eða í um 45 mínútur á kíló. Afhýðið kartöflurnar og skerið í geira og setjið á bökunarplötu með bökunarpappír á. Hellið olíunni yfir og saltið. Bakið í ofni við 200°C í 45 mínútur. Hellið vatninu af svepp- unum í annað ílát og geymið vatnið. Þerrið sveppina. Setjið smjör í pott og látið bráðna og steikið sveppina þar í. Takið af hitanum og stráið hveitinu yfir og hellið sveppasoðinu útí ásamt villikrafti og kummin. Látið sjóða saman og blandið rjómanum smátt og smátt saman við. Smakkið til með pipar og salti. laxatartar fyrir 4 100 g reyktur lax 100 g grafinn lax 1 msk. kapers 3 tsk. dijonsinnep 2 msk. dill, fínt saxað 1⁄8 tsk. hvítur pipar 4 sneiðar danskt grófkornótt rúgbrauð ferskt dill Skerið laxinn niður í mjög smáa bita. Blandið saman lax, kapers, sinnepi, dilli og hvítum pipar. Látið standa í kæliskáp í a.m.k. klukku- tíma. Formið brauðið að vild og setjið laxahræruna ofan á og þar ofan á ferskt dill. Berið gjarnan fram með kampavíni eða léttum fordrykk. hreindýraveisla Laxatartar Hreindýrasteik með svepparagú og steiktum kartöflum Perusalat Súkkulaðiterta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.