Morgunblaðið - 04.12.2005, Page 18
18 | 4.12.2005
Tekur tíma að búa til nýjar hefðir
Engum blöðum er um það að fletta að flestir foreldrar eru með
mikið samviskubit gagnvart börnum þegar skilnaður verður og
ekki síst yfir hátíðarnar. Þetta kristallast kannski í skilnaðarbylgj-
um sem prestar verða varir við í janúarmánuði, eins og Þórhallur
útskýrir. „Þessir skilnaðir í janúar eru ekki tilkomnir vegna þess að allt hafi farið
svo illa um jólin heldur vegna þess að fólk reynir að halda út yfir jólin fyrir börnin.
Það gerir jafnvel samkomulag um að haga sér eins og fólk yfir hátíðarnar og skilja
svo í janúar.“ Hann segir óvenju rausnarlegar jólagjafir aðra hlið á samviskubiti yfir
skilnaði. „Stundum ákveður fólk að kaupa sig frá öllu saman með því að kaffæra
börnin í gjöfum og keppa við fyrrverandi maka um að gefa sem mest. Auðvitað
liggur engin lausn í því heldur þarf fólk að halda ró sinni. Best er ef það getur kom-
ist að samkomulagi um hvað barnið vantar og hvað hægt sé að gera án þess að fara í
einhverja keppni.“
Jólahald eftir skilnað varðar fleiri en börn og foreldra. „Oft gleymast afinn og
amman sem horfa líka upp á breytingar og vita því ekki hvernig þau eiga að haga
sér,“ segir Þórhallur. „Þau vilja hins vegar oftast líka fá að hitta barnabörnin yfir
hátíðarnar.“ Reyndar geta slíkar óskir orðið yfirþyrmandi eins og Þórkatla bendir
á. „Fólk er misfrekt og stundum er talað um jólaboðin sem eitthvað sem alls ekki
má hrófla við og allir verði að mæta í því annars sé búið að „eyðileggja allt“. Ömm-
AÐ LIFA AF JÓLIN
ENGINN LJÓMI YFIR NEINU
F yrir sextán árum snerist tilvera Erlu Sigurveigar Sigurðardóttir á hvolf þegarforeldrar hennar skildu. Sjálf var hún þrettán ára og „komin vel á leið inn í
gelgjuna“, eins og hún orðar það. „Það var ákveðið að ég skyldi búa hjá mömmu og
yngri bróðir minn hjá pabba og ég man mjög vel eftir fyrstu jólunum eftir skiln-
aðinn. Ég og bróðir minn vorum hjá mömmu á aðfangadag og bara amma var með
okkur sem var rosalega skrýtið og tómlegt, ekki aðeins út af því að pabba vantaði
heldur höfðu föðuramma mín og afi alltaf verið með okkur áður. Nú voru þau ann-
ars staðar þannig að mér fannst aðstæðurnar bara asnalegar.
Á aðfangadag kíkti pabbi til okkar með pakka og ég man alltaf eftir því að þau
mamma fóru að rífast eins og hundur og köttur. Það var hræðilega leiðinlegt og end-
aði með því að allir voru hálfgrátandi og í miklu óstuði. Þetta eyðilagði jólin alger-
lega og mér fannst þau vera bara í plati. Allir reyndu að vera glaðir en í raun leið
þeim ömurlega.“
Hún segir jólin sem á eftir komu hafa verið sama marki brennd. „Mamma reyndi
eins og hún gat að gera jólin falleg og skemmtileg og tókst örugglega eins vel til og
hægt var. Mér fannst þau hins vegar alltaf gervileg og erfið og ég kveið þeim óskap-
lega. Auðvitað vildi maður alvöru jól en vissi um leið að þau myndu ekki koma af
því að allt var eitthvað svo asnalegt. Ég vorkenndi pabba alltaf að vera einn um jólin
og það var engin stemning í kring um hátíðarnar. Fram að skilnaðinum höfðu jólin
verið skemmtileg og spennandi, mikið af fólki heima hjá okkur og voða mikið fjör.
En svo skyndilega var ekkert fjör. Ég man t.d. eftir jólum þar sem ég og kærastinn
minn, bróðir minn og amma vorum heima hjá mömmu. Það var mjög tómlegt og
enginn ljómi yfir neinu. Jólin hurfu einfaldlega með skilnaðinum.“
Vildi sleppa við jólin | Erla segir líklega hafa skipt máli fyrir jólin sem á eftir komu
hvað fyrstu jólin eftir skilnaðinn voru erfið og dramatísk. „Það eyðilagði örugglega
mjög mikið að allir enduðu þarna grátandi. En það spilaði líka inn í að við vorum
vön að vera í stórri veislu þar sem var tónlist, allir voru glaðir og spilað fram á nótt.
Svo allt í einu urðu jólin lágstemmd – allt búið um níu og enginn hafði neitt að segja.
Þá var engin von til að þau yrðu þau sömu og áður.“
Hún bætir því við að jólin séu fjölskylduhátíð. „Þess vegna minntu þau mann á að
fjölskyldan hafði sundrast. Ég var líka alltaf að miða mig við vinkonur mínar sem
hlökkuðu alltaf svo til jólanna. Engin þeirra á foreldra sem hafa skilið og þeim hefur
alltaf fundist jólin frábær og skemmtileg, jafnvel þótt það séu bara fjórir í fjölskyld-
unni og enginn annar sé með þeim á aðfangadag. Ég skildi það ekki og það pirraði
mig virkilega. Í dag skil ég að þetta voru barnajólin þeirra og því fullkomin eins og
þau voru. Jólin eru svo heilagur tími að það má ekkert út af bregða til að þau eyði-
leggist.“
Eftir skilnaðinn urðu jólin því fyrst og fremst kvíðvænleg í huga Erlu. „Eftir því
sem ég fullorðnaðist fann ég að ég var alltaf að reyna að sleppa við jólin og t.d.
skreytti ég aldrei neitt sérstaklega heima hjá mér fyrir hátíðirnar. Á tímabili bjó ég í
útlöndum og fannst frábært að vera bara í burtu með kærastanum og hafa engin sér-
stök jól. Ég þóttist vita að jólin væru hundleiðinleg hjá fólkinu mínu heima og var
bara fegin að þurfa ekki að taka þátt í þeim. Ég var líka voðalega ánægð að þurfa
ekki að taka neinar ákvarðanir varðandi jólin, eins og hvort ég ætti að vera hjá
pabba eða mömmu á aðfangadag. Svo var tengdafjölskyldan líka komin til sögunnar
þannig að oft var þetta mjög flókið og mikil togstreita.“
Býr til barnajólin á ný | Fjórtán ár liðu áður en Erla fann hjá sér jólagleði á ný. „Það
byrjaði eiginlega pínulítið í hittifyrra þegar ég var ólétt. Einn daginn fyrir jól kom
jólablað Húsa og híbýla inn um lúguna og fyrstu viðbrögð mín voru að þetta væri
bara enn eitt hundleiðinlegt jólablað. Ég byrjaði samt að fletta því og sá mér til
undrunar að það væri nú bara ýmislegt flott í því. Þá fann ég að þetta var eitthvað
öðruvísi en venjulega og trúði því varla að ég væri pínu spennt. Þetta varð til þess
að ég ákvað að halda jólin heima hjá mér í fyrsta sinn í stað þess að stressa mig yfir
því að særa einhvern eða hlaupa á milli boða. Við mað-
urinn minn buðum mömmu, ömmu, bróður mínum
og kærustunni hans heim til okkar og satt best að segja
höfðum við það bara svolítið kósí.
Margir sögðu líka við mig að ég færi að finna enn
meira fyrir jólagleðinni þegar barnið kæmi en ég hafði
svosem enga trú á því. Hins vegar reyndist það vera
satt því í fyrra, þegar dóttir mín var fædd, skipti það
mig ótrúlega miklu máli að hafa allt pottþétt um jólin.
Þó að hún hafi bara verið fimm mánaða og hafi ekki haft neitt vit á þessu fór ég með
henni í kirkju og á jólaball sem var rosalega skemmtilegt. Þannig að núna hlakka ég
til. Ég er meira að segja farin að hlusta á jólalögin í útvarpinu og finnst það æðislegt.
Núna stend ég mig að því að vilja hafa roastbeaf í matinn eins og mamma og
pabbi gerðu og ég er með uppskriftina að smákökunum hennar ömmu sem voru
alltaf bakaðar fyrir jól. Ég skreyti heimilið í bak og fyrir og keypti næstum nákvæm-
lega eins seríu á jólatréð og var á trénu hjá okkur þegar ég var lítil. Í raun er ég að
reyna að gera allt eins og það var þegar ég var lítil – já, ætli ég sé ekki að reyna að
búa barnajólin mín til aftur. Nú held ég jólin heima hjá mér og á mínum for-
sendum. Og ég er búin að ákveða að jólin eiga alltaf að vera skemmtileg fyrir barnið
mitt.“
Það eyðilagði
örugglega mjög
mikið að allir
enduðu þarna
grátandi.
L
jó
sm
yn
d:
Á
rn
i S
æ
be
rg
„Ég er búin að ákveða
að jólin eiga alltaf að
vera skemmtileg fyrir
barnið mitt,“ segir
Erla Sigurveig Sigurð-
ardóttir sem hér er
með dóttur sinni Veru
Víglundsdóttur, 16
mánaða jólabarni.
urnar og afarnir þurfa að gæta sín á því að stýra börnum sínum og barnabörnum
ekki um of og vera þess í stað dálítið umburðarlynd og sveigjanleg – þetta er nógu
flókið púsl fyrir. Auðvitað eiga þau að segja frá óskum sínum en bregðast ekki við
með því að refsa sé ekki hægt að verða við þeim. Fólk finnur mikið fyrir þessari
togstreitu, að það sé ætlast til af því að það sé á einhverjum vissum stað á vissum
tíma. Við verðum hins vegar að setja mörk á jólunum eins og öðrum dögum.“ Hún
segir að reyndar sé slíkt álag oft byggt á misskilningi. „Fólk gerir stundum öðrum
upp einhverjar væntingar sem eru ekki til staðar. Kannski vilja afi og amma bara
vera í rólegheitum í stað þess að fá allt krakkastóðið í heimsókn?“
Menn virðast sammála um að mesta óvissan og kvíðinn ríki fyrstu jólin eftir
skilnað en Þórkatla segir enga ástæðu til að örvænta ef næstu jól á eftir reynist líka
erfið. „Jólin eru bara einu sinni á ári og það tekur svolítinn tíma að búa til nýjar
venjur og slaka á gagnvart þeim.“ Þórhallur bendir þó á að hlutirnir séu oftast
fljótir að komast upp í rútínu. „Strax næstu jól á eftir spyr fólk sig hvernig það
leysti þetta í fyrra. Rútínan er mikilvæg því þannig vita allir að hverju þeir ganga og
ef skipulagið virkar sæmilega finnur fólk til allrar hamingju að þetta verður auð-
veldara eftir því sem árin líða.“ Flestir finna síðan einhverja lendingu sem hægt er
að lifa við. „Það verður kannski aldrei óskastaða fyrir neinn því allir þurfa að
beygja og sveigja,“ segir Þórkatla. „En ef allir fá eitthvað af sínu fram sjá þeir fljót-
lega að það er alveg hægt að fara í gegnum jólin og njóta þeirra um leið.“