Morgunblaðið - 04.12.2005, Síða 24
24 | 4.12.2005
lags tónlist í gegnum mig og svo
fór ég líka að kynnast tónlist í
gegnum hann. Hann kynnti til
dæmis Tom Waits fyrir mér, sem
hafði verið mikil uppgötvun fyr-
ir hann og varð það fyrir mig líka.
Þegar ég flutti heim frá Spáni var Hermann um það bil að klára stúdentsprófið.
Hann hafði þá um veturinn verið í hljómsveitum sem tengdust MH. Ég man að það
fyrsta sem við gerðum í músík saman var að spila á hádegistónleikum í MH sem Her-
mann stóð fyrir ásamt Tóta trommuleikara úr Vonbrigðum. Við rigguðum þessu upp
á stuttum tíma, en yfirskrift tónleikanna var „Rokk gegn hávaða“. Við spiluðum með-
al annars pönkútgáfu af Stuðmannalaginu „Söngur dýranna í Týrol“. Ég átti þá hell-
ing af óútgefnum lögum og það varð úr að við fórum, ásamt Árna bróður Tóta, í stúd-
íó og tókum upp plötuna „Þrettán tímar“ og fleiri lög. Ég gaf hana út sjálfur og gerði
held ég öll mistök sem útgefandi getur gert, enda seldist platan ekki neitt. Það breytir
þó ekki því að við vorum mjög stoltir af þessu.
Ég vissi að Hermann var byrjaður að skrifa um þetta leyti en við sýndum hvor öðr-
um ekki neitt til að byrja með. Það gerðist talsvert seinna að við fórum að leita álits
hjá hvor öðrum með það sem við vorum að skrifa. Mér finnst núna mjög gott að fá
gagnrýni frá honum. Hann er búinn að verða sér úti um góðan sans fyrir texta svo
það er óhætt að taka mark á því sem hann segir. Það er líka svo margt sem við eigum
sameiginlegt, fyrir utan að mússísera og skrifa hefur Hermann einnig búið til útvarps-
þætti og lært á Spáni eins og ég. Við erum samt ólíkir um margt. Hermann hefur
meiri metnað en ég. Hann hefur til dæmis lagt mikið á sig og markvisst stefnt að því
að verða rithöfundur meðan ég hef meira látið reka á reiðanum. Og það er í rauninni
Hermanni að þakka eða kenna að ég lenti í glæpasögubransanum því hann vakti at-
hygli mína á smásagnasamkeppninni í fyrra og án hennar hefði ég örugglega ekki
skrifað Krosstré.
Hermann hefur þyngra skap en ég. Hann er orðinn meiri „intellektúal“ en ég og
hefur ríkari þörf fyrir að ögra hinu viðtekna í verkum sínum. Hann lifir meira í sínum
eigin heimi en ég, sem er þó oft úti á þekju, hann hefur til dæmis ekkert vit á fjár-
málum. Við erum miklir vinir, heyrumst oft í viku og bröllum margt saman. Það er
enginn rembingur á milli okkar, engin samkeppni, heldur fyrst og fremst góður
stuðningur.
„Ég vissi aldrei almennilega af
hverju en hann gat verið svolítið
hvumpinn á þessum árum.“
Jón Hallur: Ég er níu árum eldri en Hermann, sem er mikill aldursmunur í uppvext-
inum. Ég hafði eignast systur tveimur árum áður en hann fæddist, en þegar hann
kom í heiminn var fjölskyldan um það bil að flytjast úr vesturbænum í Fossvoginn.
Hermann var fallegur krakki með sætar krullur sem sveigðust upp af eyrunum.
Vegna aldursmunarins var tilkoma hans ekkert áfall fyrir mig, ég var ekki afbrýði-
samur út í hann og píndi hann ekkert að ráði, svo ég muni til. Hermann var brosmild-
ur strákur, ljúfur og hægur. Hann var frekar seinn til máls en þegar hann byrjaði að
tala þá var þetta allt þarna.
Á þessum tíma byrjuðu eldri systkini miklu fyrr að taka ábyrgð á þeim yngri en nú
tíðkast. Ég man til dæmis að ég sótti iðulega systur mína á barnaheimilið Tjarnarborg
og fylgdi henni yfir á Hólavallagötu, þar sem við bjuggum, og var þá sjálfur ekki
nema sjö eða átta ára gamall. Og ég held að ég hafi oft passað þau Hermann í Foss-
voginum.
Systir okkar dó þegar Hermann var sex ára gamall og það hefur örugglega litað
hans uppvöxt mjög mikið; meira en minn af því ég var orðinn fimmtán ára. En ég var
þó ekki orðinn nógu þroskaður til að hugsa út í hvaða áhrif þetta hafði á hann. Ég
man til dæmis að í erfidrykkjunni fór hann eitthvað að fíflast við mig einsog börnum
er lagið en mér þótti það alls ekki við hæfi. Ég skildi ekki að hann hagaði sér alveg
eðlilega. Ég sá síðan að foreldrar okkar höfðu meiri áhyggjur af honum en mér og ég
veit að þegar fram liðu stundir fór það í taugarnar á honum að það væri passað svona
mikið upp á hann.
Hermann átti marga góða vini í Fossvoginum og það var gaman að fylgjast með
þeim krökkum. Næsti nágranni var Halldóra Geirharðsdóttir, nú leikkona, hún var
mikill leiðtogi og Hermann mjög góður vinur hennar. Sem minnir mig á að um tíu ára
aldur varð Hermann skyndilega stórleikari, sennilega í gegnum Dóru, þegar hann
fékk eitt af aðalhlutverkunum í Óvitum eftir Guðrúnu Helgadóttur sem sýnt var í
Þjóðleikhúsinu. Þar voru tvenn hjón í miðpunkti og hann lék annan pabbann. Sýn-
ingin naut mikilla vinsælda, Hermann stóð sig mjög vel og ég var afar stoltur af litla
bróður mínum. Það má því segja að hann hafi byrjað sinn listamannsferil með látum.
Um það leyti flutti ég að heiman og eignaðist fljótlega mitt fyrsta barn. Hermanni
þótti þá mikið varið í að koma í heimsókn til stóra bróður sem var farinn að búa. Ein-
hvern tíma á þeim árum lærði hann á gítar í eitt eða tvö ár, síðan hefur hann getað
spilað nánast á hvaða hljóðfæri sem er. Ég man til dæmis eftir okkur í hljóðfæraversl-
un úti á Spáni – þetta var á fyrsta námsári mínu þar og Hermann og foreldrar okkar í
heimsókn – að Hermann var að prófa lútu. Við spiluðum þarna saman lag í búðinni
og það var bara eins og við hefðum þaulæft lagið. Síðan keypti hann lútuna og á hana
held ég enn. Þetta var kannski í fyrsta skipti sem við spiluðum saman. Ég átti gítar
sjálfur, og á enn, en hef aldrei verið flinkur á hann.
Þau fjögur ár sem ég bjó á Spáni skrifuðumst við heilmikið á ef ég man rétt. Megn-
ið af plötusafninu mínu varð eftir heima og ég veit að honum fannst gaman að grúska
í því. Þegar jafnaldrar Hermanns voru að hnusa af pönkinu var hann á kafi í Bítl-
unum, hann fór mjög rækilega í gegnum þeirra tónlist snemma á unglingsárunum.
Á þessum Spánarárum bjuggum við þáverandi kærasta mín og stelpan okkar flest
sumrin hjá foreldrum mínum í Fossvoginum, því þar var pláss fyrir okkur. Og ég
man að eitt sumarið var Hermann eitthvað voðalega þungur út í mig, við töluðumst
varla við. Ég vissi aldrei almennilega af hverju en hann gat verið svolítið hvumpinn á
þessum árum. Annars hefur verið gott á milli okkar.
Tónlistin var eitt af því sem tengdi okkur yfir aldursbilið. Hermann kynntist alls
MEÐ SÆTAR KRULLUR SEM
SVEIGÐUST UPP AF EYRUNUM
JÓN HALLUR STEFÁNSSON er fæddur árið 1959 í
Reykjavík. Hann varð stúdent frá MS 1979, lauk
BA prófi frá HÍ árið 1983 í almennri bókmennta-
fræði og spænsku og licensiatgráðu í spænskum
fræðum frá háskólanum í Granada árið 1988. Hann
sendi frá sér þrjár ljóðabækur, tvær hljóðsnældur og
eina hljómplötu með eigin lögum og textum. Starf-
aði við dagskrárgerð á Rás 1 frá 1993 til 2003. Í
fyrra vann hann fyrstu verðlaun í glæpasmásagna-
samkeppni og nú fyrir jólin kom út fyrsta skáldasaga
hans, glæpasagan Krosstré, hjá bókaforlaginu
Bjarti. Jón Hallur er í sambúð með Rikke Houd,
þáttagerðarmanni og háskólakennara, og á þrjár
dætur, Brynju 25 ára, Þórdísi Höllu 12 ára, Iðunni
10 ára, og soninn Dag Óla, sem er innan við eins árs.
HERMANN STEFÁNSSON fæddist árið 1968. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamra-
hlíð 1988, lauk BA-prófi frá Háskóla Íslands árið 1994 í Almennri bókmenntafræði, og MA-
gráðu frá HÍ og háskólanum í Santiago de Compostela á Spáni árið 2001. Hann hefur sent frá
sér bækurnar, Sjónhverfingar - greinasafn 2003, Níu þjófalyklar – smásögur 2004 og nú fyrir
jólin kom út fyrsta skáldsagan hans, Stefnuljós, allar hjá bókaforlaginu Bjarti. Hermann er í
sambúð með Sigrúnu Benedikz og á eina dóttur, Sólrúnu ellefu ára og einn son Stefán Þórarinn
þriggja ára.
TENGSL | BRÆÐURNIR HERMANN OG JÓN HALLUR STEFÁNSSYNIR
EFTIR PÁL KRISTIN PÁLSSON