Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.12.2005, Qupperneq 42
42 | 4.12.2005 Hvað ertu að fást við um þessar mundir? Ég er að ljúka kennslu í námskeiðum mínum í upp- eldis- og menntunarfræði; það er mjög gefandi að vinna með nemendunum. Þá er ég að undirbúa erindi um viðfangsefni sem er mér hjartans mál og ég kalla „Að rækta lífsgildi í lýðræðislegu þjóðfélagi“. Ég flyt erindið á ráðstefnunni Hin horfna framtíð – verkefni styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Samhliða þessu er ég undirbúa fundi á Kýpur og London í næstu viku. Á Kýpur þingum við í evrópsku samvinnuneti um meist- aranám sem við erum að fara af stað með um að efla borgaravitund barna og ungmenna; vitund þeirra um rétt sinn og skyldur og ábyrgð sem samfélagsþegnar. Í London ætla ég síðan að hitta samstarfsfólk mitt um rannsóknir á fjölmenningarlegri kennslu. Þetta evr- ópska samstarf er afar gefandi bæði fræðilega og per- sónulega. Hvað olli því að þú valdir þessa náms- og starfsbraut? Einhvern veginn hefur eitt leitt af öðru. Ég fann fljótt þegar ég fór að kenna um tvítugt í grunnskóla að kennsla á vel við mig, fyrir nú utan hvað það er mik- ilvægt starf. Jafnframt tók ég þátt í gerð námsefnis í samfélagsfræði á vegum menntamálaráðuneytisins. Við deildum miklum hugsjónum um mikilvægi þess að efla margvíslegan þroska nemenda og hvernig best væri að standa að því, sem hafa fylgt mér síðan. Í doktorsnámi við Harvardháskóla fékk ég mikinn áhuga á rannsóknum með þá sýn í farteskinu að auka skilning á félagsþroska og samskiptahæfni barna og unglinga. Ég var svo lánsöm að fá stöðu við Háskól- ann þegar ég kom heim úr námi og hef fengið þar ein- stök tækifæri til að vinna að og þróa áfram þessi hugð- arefni mín. En hvert stefndi hugurinn þegar þú varst lítil? Mig langaði til að verða flugfreyja því að þá gæti ég flogið út í heim til framandi landa. Síðar þegar ég var 12 ára man ég sterkt eftir í sveitinni heima að ég ákvað að verða stúdent. Mér þótti það stór ákvörðun! Vildirðu vera unglingur núna? Mér fyndist spennandi að vera unglingur núna. Bæði stelpur og strákar hafa fjölmörg tækifæri til að efla sig og þroska á ýmsum sviðum. Það er svo margt í boði. Ég held líka að almennt sé ungt fólk opnara, víð- sýnna og umburðarlyndara gagnvart samborgurum sínum en þegar ég var að alast upp. Margt breytist þó ekki svo glatt. Eins og áður glíma unglingar við spurn- ingar eins og „Hvað ætla ég að verða?“ Og nú eins og áður upplifa þeir að enginn hafi verið eins ástfanginn og þeir eða lent í þvílíkri ástarsorg. Hefurðu sjálf staðið frammi fyrir ákvörðun á borð við: Ég ætla að bíða? Þegar ég lít til baka sé ég að þannig hefur því einmitt verið varið. Á fyrri hluta unglingsáranna var ég með eldri krökkum sem mörg voru byrjuð að reykja og drekka. Ég var alltaf með það á hreinu að ég ætlaði aldr- ei að reykja og ég var hrædd um að missa sjálfstjórn ef ég drykki og vildi halda sjálfsvirðingu minni. Heimilisbrag- urinn og uppeldið hafði að sjálfsögðu sitt að segja. For- eldrar mínir voru ekki með boð og bönn í þessu efni heldur lá í loftinu að þetta væri ekki snjallt og þau treystu mér. Hvernig eru fjölskylduhagirnir? Maðurinn minn er Þórólfur Ólafsson tannlæknir. Við eigum tvo syni og þrjú barnabörn. Ég sé auðvitað ekki sólina fyrir þeim. Hvað gerirðu í frístundum? Ég hef alltaf verið bókaormur, hef óskaplega gaman af því að lesa alls kyns bækur. Ég hef líka feikilega gaman af að spila bridge og hef gert það síðan á unglingsárum. Hvað gerirðu eða hvert leitarðu þegar þér finnst lífið þér erfitt eða andsnúið? Mér finnst líf mitt aldrei erfitt eða mér andsnúið, þvert á móti. En að sjálfsögðu tekur ýmislegt á og þegar ég hef áhyggjur og þarf að taka erfiðar ákvarðanir finnst mér gott að fara út að ganga, ræða við manninn minn og aðra nána í fjölskyldunni og vinahópnum. Hvernig vildirðu verja efri árunum? Ég vona að ég verði svo notaleg og skemmtileg mann- eskja á efri árum að barnabörnin mín, synir og makar þeirra sækist eftir að vera í návist minni hvar sem ég verð stödd: hér í Reykjavík, í sumarbústaðnum í Grímsnesi eða á jörðinni okkar fjölskyldunnar norður í Miðfirði. Ég sé mig fyrir mér spila bridge með vinkonum mínum og borða nýstárlega og gómsæta rétti sem við eldum hver fyrir aðra. Ég sé mig berjast fyrir heilbrigðum lífs- háttum og velferð barna og unglinga. Ég sé mig láta af varfærni vísindakonunnar og segja skoðanir mínar tæpi- tungulaust. Ég vona að ég mér lánist á efri árum að vera lífsglöð og lifandi gagnvart umhverfinu, sífellt að auka skilning minn á mannlífinu sem er svo spennandi við- fangsefni og þá með lestri, ferðalögum og samræðu við fólk sem hefur margs konar sýn á tilveruna. | ath@mbl.is Að auka sífellt skilning á mannlífinu KONA EINS OG ÉG | SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR, PRÓFESSOR Í UPPELDIS- OG MENNTUNARFRÆÐI VIÐ FÉLAGSVÍSINDADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Mér fyndist spennandi að vera ung- lingur núna … Það er svo margt í boði. L jó sm yn d: G ol li Hægt er að rekja sögu jólakúlunnar aftur til 14. aldar eða sama tíma og jólatrén sjálf komutil sögunnar. Á þeim tíma stóð kirkjan fyrir svokölluðum „kraftaverkaleikritum“ til aðkynna sögur Biblíunnar fyrir fólki því fæstir kunnu að lesa. Sérstök leikrit voru leikin í tengslum við gamalt dýrðlingadagatal kirkjunnar og þar sem 24. desember var á þeim tíma dag- ur Adams og Evu var venja að leika söguna um þau á aðfangadegi jóla. Leikritið fjallaði m.a. um það þegar Eva fékk sér epli af forboðna trénu en það gat verið vandkvæðum bundið að finna epla- tré á þessum árstíma sem leikmun fyrir þennan dramatíska atburð í leikritinu. Í Þýskalandi var vandamálið leyst með því að höggva sígrænt tré, s.s. greni eða furu, og á greinar þess voru bundin epli. Hugmyndin um jólatré með eplum á féll Þjóðverjum svo vel í geð að áður en varði voru margar fjölskyldur farnar að setja upp svokallað Paradísartré heima í stofum sínum. Allt síðan þá hefur grænn og rauður, litir trésins og eplisins, verið tengdir jólahaldi kristinna manna. Eftir því sem fram liðu stundir tók fólk að setja fleira á tréð en eingöngu epli. Þannig voru gylltar hnetur og piparkökur faldar í trénu. Á greinarnar var hengt sælgæti úr marsípani, sem var í lag- inu eins og ávextir og grænmeti. Sömuleiðis þótti mikil prýði af eggjaskurnum, sem málaðar voru í sterkum litum og fylltar með sætindum. Jólatréð varð þannig hlaðið góðgæti og svo rammt kvað að þessu að um tíma var það kallað sykurtréð. Það þótti til vansa að þetta bragðgóða skraut hvarf mjög auðveldlega ofan í heimilisfólkið og því var því smám saman skipt út fyrir skreytingar úr þunnum málmi sem málaður var á skrautlegan hátt, þar á meðal jólakúlur í öllum regnbogans litum. SAGA HLUTANNA | JÓLAKÚLAN Epli Evu í Paradís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.