Morgunblaðið - 20.12.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 345. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Íslenskhönnun
ogframleiðsla
-já takk!
Hvað er
Silvía Nótt?
Birta Björnsdóttir ræddi við Gauk
Úlfarsson annan skapara Silvíu Nætur | 60
Bækur og Íþróttir í dag
Bækur | Halldór Laxness Hannes Hafstein Thorsararnir
Leyndarmál Áferð Landið í brjóstinu Íþróttir | Prinz og
Ronaldinho í sérflokki Blakmenn ársins Bo Henriksen til ÍBV
ELSTU börn allra leikskóla í Seljahverfi voru saman komin í Seljakirkju í
gærmorgun þar sem börnin á Jöklaborg fluttu helgileik og börn á leikskól-
unum Hálsaborg, Hálsakoti, Seljaborg og Seljakoti sungu saman í kór.
Morgunblaðið/Golli
Fluttu
helgileik
Teheran. AP, AFP. | Lög með George
Michael, Eric Clapton, The Eagles
og Kenny G. hafa verið vinsæl í
írönskum ljósvakamiðlum en verða
framvegis bönnuð, að sögn ríkisdag-
blaðsins IRAN í gær. Sagði blaðið
„nauðsynlegt að banna flutning
ósæmilegrar og vestrænnar tónlist-
ar“ í ljósvakamiðlunum.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmad-
inejad, hefur endurvakið tilskipun
gegn vestrænum menningaráhrifum
sem gefin var út á fyrstu árum ísl-
ömsku byltingarinnar 1979. Eftir því
sem dró úr byltingarofsanum fór að
heyrast léttklassísk tónlist í útvarpi
og sjónvarpi, m.a. með franska
píanóleikaranum Richard Clayder-
man. Vestræn tónlist, kvikmyndir
og klæðnaður fást nú hvarvetna í Ír-
an og á götum Teheran má heyra
hip-hop úr bílgræjum og hátölurum
verslana. Sjóræningjaútgáfur af
bönnuðum kvikmyndum fást víða á
svarta markaðnum.
Banna
Clapton
DANSKI þingmaðurinn Kamal
Qureshi segir að ríkisstjórnin verði
að setja ofan í við Lögþing Færeyja
fyrir að setja jafnréttislög þar sem
réttindi samkynhneigðra séu huns-
uð, að því er segir á fréttavef danska
ríkisútvarpsins.
Mikill meirihluti fulltrúa á Lög-
þinginu hefur samþykkt að ákvæði
jafnréttislaga, sem meðal annars
banna misrétti vegna kynþáttar eða
trúar við ráðningar í störf, skuli ekki
eiga við um samkynhneigða. Könnun
Gallup í Færeyjum gefur til kynna
að 58% kjósenda séu sammála þing-
meirihlutanum í málinu.
Qureshi sagðist vona að stjórn-
völd ræddu málið við færeyska ráða-
menn. „Það er hrikalegt að við skul-
um vinna að því þróunarlönd sem fá
fjárhagsaðstoð skuli fara að kröfum
um jafnrétti en gera ekki sömu kröf-
ur til þeirra sem eiga aðild að okkar
eigin ríkjasambandi,“ sagði hann.
Samkynhneigðir illa
séðir í Færeyjum
LÖGREGLA og tollgæsla á Íslandi hefur lagt
hald á minna af fíkniefnum það sem af er þessu ári
en á því síðasta en þó hefur skráðum fíkniefna-
brotum fjölgað um 8,5%. Lagt hefur verið hald á
um 3.200 kannabisplöntur í ár sem eru næstum
jafnmargar og síðustu fjögur árin þar á undan. Ás-
geir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögregl-
unnar í Reykjavík, segir að innlend kannabisrækt-
un hafi færst í vöxt á síðustu árum og nú sé svo
komið að nánast allt marijúana sem neytt sé hér á
landi sé innlend framleiðsla. Lögreglu hafi jafnvel
borist upplýsingar um að íslenskt marijúana hafi
verið boðið til sölu í Kaupmannahöfn. Hann segir
að skýr merki séu um að neysla fíkniefna aukist
jafnt og þétt.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra
höfðu 1.754 fíkniefnabrot verið skráð 13. desem-
ber sl. en þau voru 1.617 árið 2004. Á þessu ári hef-
ur verið lagt hald á um 12,7 kíló af amfetamíni og
um 4 kíló af metamfetamíni sem er töluvert meira
magn amfetamíns en lagt var hald á í fyrra, sem þó
var metár í þessu tilliti. Þá hefur svipað náðst af
marijúana. Minna hefur hins vegar náðst af öðrum
efnum, s.s. hassi, e-töflum og kókaíni en í fyrra.
Þannig hefur verið lagt hald á um 11,7 kíló af
hassi, 1 kíló af kókaíni og 1.300 e-töflur en í fyrra
náðust um 37 kíló af hassi, 6,2 kíló af kókaíni og
7.500 e-töflur.
Fíkniefnabrotum fjölgar
en minna efni haldlagt
Upplýsingar um að íslenskt marijúana hafi verið selt í Kaupmannahöfn
Fleiri fíkniefnabrot | 34
Eftir Rúnar Pálmason
rúnarp@mbl.is
ÞÝSKA knattspyrnukonan Birgit
Prinz var í gær kjörin knatt-
spyrnukona ársins í kjöri Alþjóða
knattspyrnusambandsins, FIFA, og
er þetta þriðja árið í röð sem fram-
herjinn fær þessa viðurkenningu.
Brasilíumaðurinn Ronaldinho var
efstur í kjörinu í karlaflokki, annað
árið í röð, en hann var með fáheyrða
yfirburði og fékk 965 stig, en enski
landsliðsmaðurinn Frank Lampard
frá Chelsea varð annar með 306 stig
en Samuel Eto’o, landsliðsmaður
Kamerún og framherji Barcelona
varð þriðji með 190 stig. | C1
Birgit Prinz
í sögubækur
AP
2004 sem ekki var hrint í fram-
kvæmd fyrr en nú eftir kosningar í
von um að minnka þannig pólitískan
þrýsting í landinu,“ sagði Aref.
Sjítabandalag öflugast
Fyrstu tölur um niðurstöður þing-
kosninganna nýverið í 11 af 18 hér-
uðum benda til þess að fylgi flokk-
anna fari mjög eftir skiptingu Íraka í
trúflokka og þjóðerni. Þegar búið
var að telja nær 90% atkvæða í
Bagdad-héraði var öflugasta banda-
lag sjía-múslíma, Íraska bandalagið,
sem nú fer fyrir ríkisstjórninni, með
um 58% stuðning þar. Helsta banda-
lag súnni-múslíma var með 19% en í
þriðja sæti var fylking Iyads Allawis,
fyrrverandi forsætisráðherra, sem
er veraldlega sinnaður sjíti.
ÍRASKUR lögfræðingur, Badee Izz-
at Aref, fullyrti í gær að 24 eða 25
fyrrverandi embættismenn úr
Baath-flokki Saddams Husseins,
sem sátu í fangelsum Bandaríkja-
manna, hefðu verið látnir lausir án
ákæru. Talsmaður Bandaríkjahers í
Bagdad, Barry Johnson undir-
ofursti, vildi þó aðeins staðfesta að
átta manns hefðu verið látnir lausir.
Annar heimildarmaður sagði að
meðal þeirra sem fengið hefðu frelsi
væru vísindamennirnir Rihab Taha,
sem í Írak gekk undir heitinu „dr.
Sýkill“ og Huda Salih Mahdi Amm-
ash en hún var uppnefnd „frú Milt-
isbrandur“. Þær voru einu konurnar
sem Bandaríkjamenn handtóku og
komu þær við sögu sýklavopnatil-
rauna Íraka á níunda áratugnum.
Var Ammash „hjartafimman“, nr. 39
í spilastokki Bandaríkjamanna með
nöfnum og andlitsmyndum 53 hátt-
settra embættismanna sem hand-
taka átti. Taha var nr. 53.
„Um var að ræða sameiginlega
ákvörðun Íraka og Bandaríkja-
manna og í samræmi við ákvörðun
írösku stjórnarinnar í desember
Samverkamenn
Saddams látnir
lausir án ákæru
Huda Ammash Rihab Taha
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
♦♦♦