Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Antony Horowitz „Spennandi frá upphafi til enda… bráðskemmtileg… hrífur lesendur með sér hvort sem þeir eru níu ára eða níræðir.“ Hildur Heimisdóttir / DV „Illyrmislega snjöll.“ Independent „Hröð, fyndin ogmjög spennandi.“ Daily Mail „Stórkostlegt sköpunarverk!“ www.jpv. is ÞINGFUNDUR Í KABÚL Fyrsti þingfundur sem haldinn hefur verið í Afganistan í þrjá ára- tugi fór fram í Kabúl í gær. Hamid Karzai forseti sagði að fundurinn væri mikilvægt skref í þá átt að tryggja framtíð þjóðarinnar sem væri að rísa „úr öskustó innrásar“. Sleppt úr haldi Allt að 25 fyrrverandi embætt- ismönnum stjórnar Saddams Huss- eins, fyrrverandi einræðisherra í Írak, hefur verið sleppt úr haldi án ákæru. Hafa þeir fengið að fara úr landi enda óttuðust þeir um líf sitt, að sögn heimildarmanna. Í hópnum voru einu konurnar í haldi Banda- ríkjamanna, vísindamennirnir Huda Ammash og Rihab Taha. Þær unnu á sínum tíma við sýklavopnaáætlun Íraka á níunda áratugnum. Mun vanta í 25 stöðugildi Um áramót mun vanta í 25 stöðu- gildi á leikskólum í Kópavogi náist ekki að fá nýtt starfsfólk. Mun þá koma til lokunar á að minnsta kosti einni deild á einum leikskóla bæj- arins. Nýgerðir kjarasamningar Reykjavíkurborgar hafa gert það að verkum að starfsfólk í Kópavogi seg- ir upp og sækir um á leikskólum í borginni. Fleiri mál en minna magn Lögregla og tollgæsla hafa lagt hald á minna af fíkniefnum það sem af er árinu en í fyrra en þó hefur skráðum fíkniefnabrotum fjölgað um 8,5%. Lagt hefur verið hald á um 3.200 kannabisplöntur í ár sem er næstum jafnmargar og síðustu fjögur árin á undan. Nánast allt marijúana sem neytt er hér á landi er innlend framleiðsla. Lögreglu hafa borist upplýsingar um að ís- lenskt marijúana hafi verið boðið til sölu í Kaupmannahöfn. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Af listum 38 Viðskipti 18 Umræðan 39/44 Úr verinu 19 Bréf 42 Erlent 22/23 Minningar 46/49 Minn staður 24 Dagbók 54/57 Landið 25 Víkverji 54 Akureyri 26 Myndasögur 54 Suðurnes 26/27 Velvakandi 55 Austurland 27 Staður&stund 55/56 Daglegt líf 28/33 Bíó 62/65 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66 Viðhorf 36 Veður 67 Menning36/38, 58/65 Staksteinar 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,               FULLTRÚAR Launanefndar sveitarfélaga (LN) í samstarfsnefnd höfnuðu því í gær að hefja nú þegar viðræður við Félag leikskólakennara (FL) um breytingu á launum félagsmanna, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns FL. Fulltrúar LN í nefndinni sögðust á fundi í gær ekki hafa umboð til að taka kjarasamninginn upp án sér- staks samþykkis stjórnar LN, segir í frétt FL vegna fundarins. Fulltrúar Félags leikskólakenn- ara áttu í gær einnig fund með borgarstjóra þar sem gerð var grein fyrir viðhorfum félagsins vegna samninga sem Reykjavíkurborg hefur gert við aðra starfsmenn leikskóla. Björg segir að á fundinum hafi komið fram að borgarstjóri vildi ekki tjá sig efnislega um málið fyrr en eftir fund samstarfsnefndar en aðilar yrðu boðaðir til nýs fundar fljótlega. „Við fórum yfir málið, en umboðið er hjá launanefndinni, það er hún sem semur,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri um niðurstöður fundarins. „Við ákváðum að vera í sambandi og funda jafnvel aftur fyrir áramót með tilliti til þess sem kæmi út úr fundinum með samstarfsnefndinni.“ Afstaða FL ekki breyst Björg segir afstöðu FL ekki hafa breyst eftir fundi með borgarstjóra og fulltrúum LN í gær. Ekki komi til greina að bíða til haustsins með kjarabætur til félagsmanna, en þá verða samn- ingar lausir. „En það var lítill árangur af fundum dagsins, það er óhætt að segja það,“ sagði Björg. Á fundi samstarfsnefndarinnar var tekið fyrir erindi FL frá 7. desember sl. þar sem óskað var eftir viðræðum um breytingar á kjarasamningi leikskólakennara. Ítrekuðu fulltrúar FL nauðsyn þess að taka upp gildandi kjarasamning strax. Fulltrúar LN lýstu því hins vegar yfir að sögn Bjargar að þeir gætu ekki tekið ákvörðun um að taka upp gildandi kjarasamning án sérstaks samþykkis stjórnar LN og þeirra sveitarfélaga sem veitt hafa nefndinni umboð sitt. Fram kom að fyrirhugað er að halda launaráðstefnu sveitar- félaga 20. janúar 2006 nk. þar sem núverandi staða í kjaramálum verður rædd. Ákveðin bið- staða hefur því skapast að sögn Bjargar. „Ég veit ekki hvernig leikskólakennarar í Reykjavík munu bregðast við þessum fréttum, það verður tíminn að leiða í ljós.“ Borgarstjóri sagði í Morgunblaðinu nýverið að ekki kæmi til greina að breyta núgildandi samn- ingum við leikskólakennara en þeir verða lausir í október á næsta ári. Aðspurð hvort afstaða hennar hefði breyst eftir fundinn með fulltrúum FL í gærmorgun og hvort hún muni beita sér fyrir endurskoðun samninga leikskólakennara segir Steinunn Valdís: „Umboðið er hjá launa- nefndinni, umboðið er náttúrlega ekki hjá Reykjavíkurborg. Ég hins vegar stend við það sem ég sagði í Morgunblaðsviðtali 24. október sl. í tengslum við kvennafrídaginn, að mér fyndist eðlilegt að setja okkur þau markmið í næstu kjarasamningum að hækka lægstu launin og líta sérstaklega til umönnunarstétta. Mér finnst því ekkert óeðlilegt að leikskólakennarar horfi til þessara samninga þegar kemur að því að semja við þá.“ Umboð til samninga hjá launanefndinni en ekki borginni að sögn borgarstjóra Ekki kemur til greina að bíða til haustsins að mati FL Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is TVÖ umferðaróhöpp urðu með skömmu millibili á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í gærdag, að því er virð- ist bæði vegna ógætilegs ökulags, að sögn lögregl- unnar í Hafnarfirði. Samtals voru fimm ökumenn og farþegar fluttir á slysadeild en enginn þeirra var talinn alvarlega slasaður. Fyrra slysið varð um kl. 15:30 þegar ökumaður bíls sem ekið var vestur Reykjanesbraut til móts við Ásvelli tók u-beygju á Reykjanesbrautinni, en ökumaður bíls- ins fyrir aftan náði ekki að stöðva bíl sinn og lenti á fremri bílnum, sem valt tvær veltur við höggið. Öku- menn voru einir í bílunum og sluppu án mikilla meiðsla. Síðara óhappið varð tæplega tveimur klukkustund- um síðar, þegar ökumaður bíls beygði þvert í veg fyrir umferð inn á afleggjara að Rauðhellu, og bíll sem kom úr gagnstæðri átt lenti á bílnum. Alls voru sex í bíl- unum tveimur, og voru þrír fluttir á slysadeild. Þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Ljósmynd/Guðmundur Ari Arason Einn bílanna valt þegar hann reyndi að taka u-beygju á Reykjanesbrautinni, en ökumaður slapp lítið slasaður. Fimm á slysadeild eftir tvö óhöpp TVEIR menn eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík á smygli á töluverðu magni af fíkniefnum. Efnin voru falin í í bíl sem kom með ferjunni Norrænu frá Danmörku, skv. upplýsingum frá lögreglu. Annar maðurinn var handtekinn á fimmtudag en hinn var handtek- inn á laugardag. Báðir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til 23. desember nk. Mennirnir eru á fimmtugs- og sextugsaldri og eru þeir grunaðir um að hafa flutt fíkniefnin til landsins til dreifingar og sölu. Lögregla vildi í gær ekki veita frekari upplýsingar. Fíkniefnin voru í bíl úr Norrænu ICELANDAIR hyggst láta setja svonefnda vænglinga (winglet) á vængenda sjö Boeing 757-þotna sinna í vetur. Fyrsta þota félagsins er komin úr breytingu og hóf áætlunar- flug í gær. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, þarf að gera talsverðar breytingar á vængj- um flugvélanna til að koma vængling- unum fyrir. Tekur breyting hverrar flugvélar 3–4 vikur og fer hún fram í Bandaríkjunum í samvinnu við Boeing, framleiðanda flugvélanna. Vænglingarnir draga úr eldsneyt- iseyðslu flugvélanna svo nemur um 5%. Mörg flugfélög eru að láta setja vænglinga á flugvélar sínar um þess- ar mundir og má rekja það til síhækk- andi eldsneytisverðs. Ráðgert er að ljúka þessum breytingum á stærsta hluta áætlunarflugflota Icelandair fyrir næsta sumar. Vænglingar draga úr eldsneytiseyðslu Ljósmynd/Hilmar Bragi HARÐUR árekstur varð við gatna- mót Glerárgötu og Hörgárbrautar á Akureyri í gærkvöldi. Tveir bílar skullu saman og slasaðist ökumaður annars bílsins nokkuð og var fluttur á Fjórðungssjúkra- húsið. Ökumaður hins bílsins og farþegi hlutu minniháttar meiðsl. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru báðir bílarnir mikið skemmd- ir og fluttir af vettvangi með kranabíl. Árekstur á Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.