Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÉLAGIÐ Heilaheill bauð til jóla- fagnaðar í gær undir yfirskriftinni „Þetta er ekki búið!“. Þar var nýtt vefsvæði félagsins opnað auk þess sem fyrstadagskort var kynnt, en það er ætlað á fyrsta degi þeim einstak- lingum sem verða fyrir heilaáfalli, blóðtappa eða blæðingu. Á því eru nauðsynlegar upplýsingar um hvert sé best að snúa sér ef áfall dynur yfir. Félagið hét áður „Félag heilablóð- fallsskaðaðra“, en tilgangur þess er að vinna að velferðar- og hagsmuna- málum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilablóðfalls, með innbyrðis kynningu meðal sjúklinga og aðstandenda, fræðslu um sjúk- dóminn og afleiðingar hans og ráð- gjafar- og upplýsingaþjónustu. Sjúkratölur á Íslandi segja að tveir á dag fái sjúkdóminn og sá þriðji fær öll einkenni sem ganga svo til baka og hann leitar ekki læknis. Áhersla á upplýsingagjöf Þórir Steingrímsson rannsóknar- lögreglumaður stýrði hátíðinni, en hann er einn fjögurra einstaklinga sem verða til að byrja með talsmenn Heilaheilla. Reynslusögur þeirra og annarra má lesa á heimasíðunni ný- opnuðu, en auk þess svara talsmenn- irnir í síma sem opnað var fyrir á há- tíðinni í gær. Síminn, 860-5585, er opinn fyrir alla, en hinir talsmennirn- ir eru Katrín Júlíusdóttir alþingis- maður, Edda Þórarinsdóttir leikkona og Ragnar Axelsson ljósmyndari. Þórunn Sæunn Úlfsdóttir, formað- ur Heilaheilla, ávarpaði gesti og sagði að núverandi stjórn legði áherslu á að koma upplýsingum um sjúkdóminn og afleiðingar hans á framfæri til al- mennings. Hún sagði að auk tals- mannanna hefði verið settur saman viðbragðshópur sem myndi taka við fyrirspurnum símleiðis og í gegnum tölvupóst, veita upplýsingar og stuðn- ing og meta hvort beina þyrfti málum áleiðis til fagaðila. Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra opnaði heimasíðuna og óskaði félagsskapnum allra heilla og lýsti ánægju sinni með kynningu úrræða fyrir sjúklinga og aðstandendur. Ingólfur Margeirsson rithöfundur las upp úr bók sinni Afmörkuð stund, en þar segir frá reynslu hans af sjúk- dómnum. Hann sagði ánægjulegt að sjá hve áhuginn fyrir starfi félagsins væri mikill og nefndi að margir hefðu skrifað reynslusögur sínar á nýja vef- inn. Sjálfur hefði hann hins vegar skrifað heila bók. Kímnigáfan var skammt undan í ávarpi Ingólfs og kvaðst hann ánægður með hið nýja nafn félagsins, Heilaheill. Þó hefði honum jafnvel þótt enn betra að kalla það Heilafeill og uppskar hann mikla kátínu viðstaddra. Ingólfur áritaði síðan bók sína, ásamt Sigríði Þor- valdsdóttur leikkonu, sem skrifaði bókina Í gylltum ramma. Áður en dagskránni lauk útskýrði Katrín Júlíusdóttir notkunarleiðir nýju vefsíðunnar, en hönnuður henn- ar er Helgi Páll Þórisson. Gestir þáðu loks kaffi og konfekt. Heilaheill opnar heimasíðu og gefur út fyrstadagskort Áfall er ekki endirinn Morgunblaðið/Ásdís Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vitnaði í yfirskrift hátíðarinnar og sagði að áfall væri svo sannarlega ekki endirinn. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TENGLAR .............................................. www.heilaheill.is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá ritstjórn Vefþjóðviljans. Athugasemdin er vegna athugasemdar frá forseta Ís- lands sem birt var í Morgunblaðinu í gær. „Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent frá sér athugasemd, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, um kostnað við embætti forseta Íslands. Athugasemd- in er viðbrögð við Staksteinum Morg- unblaðsins um helgina, en þar var vitn- að til skrifa Vefþjóðviljans. Í athuga- semdinni er nefnt að til grundvallar í samanburði milli ára á kostnaði við for- setaembættið sé lögð tala fyrir árið 1996. Þetta ár séu opinberar heim- sóknir ekki taldar með, en þær hafi bæst við árið 1998. Þetta er rétt hjá Ólafi Ragnari, en þó er sérkennilegt af manni sem fer fram á nákvæman sam- anburð að hann skuli ekki láta þess getið um leið að í tölunni frá árinu 1996 er líka gert ráð fyrir biðlaunum fyrir fráfarandi forseta. Þetta vegur nokkuð á móti kostnaðinum við opinberu heimsóknirnar og sanngjarnt hefði verið af Ólafi Ragnari að láta þessa getið úr því hann taldi ástæðu til að gera athugasemd við samanburðinn. Sé tekið tillit til beggja þessara talna, en ekki aðeins þeirrar sem kemur Ólafi Ragnari vel, þá er hækkunin á tímabilinu frá 1996 til 2006 ekki um 230% eins og ef látið er vera að leið- rétta fyrir þessum liðum, heldur um 180%. Óleiðrétt er aukningin í tíð Ólafs Ragnars þess vegna rúmlega þreföld eins og sagði í Vefþjóðviljanum á föstu- dag, en með leiðréttingu er aukningin tæplega þreföld. Í stórum dráttum breytir þess vegna engu hvort leiðrétt er fyrir þessum liðum eða ekki. Þá segir Ólafur Ragnar í athuga- semd sinni að brýnt sé að gæta þess þegar bornar eru saman tölur milli ára að það sé gert á sama verðlagsgrund- velli. Hann lætur þess hins vegar ekki getið að í Staksteinum er einmitt haft eftir Vefþjóðviljanum að launavísitala hafi hækkað um meira en 80% á tíma- bilinu og vísitala neysluverðs um rúm 40%, og um leið bent á að hækkun kostnaðar við forsetaembættið sé langt umfram verðlagsþróun. Öllum má ljóst vera af þessum tölum að verð- lagsþróun skýrir ekki aukinn kostnað forsetaembættisins. Ólafur Ragnar tínir einnig til ákveð- in atriði sem hann segir skýra aukinn kostnað við embættið. Hann gengur þó vitaskuld ekki svo langt að halda því fram að útskýringar sínar skýri alla kostnaðaraukninguna, enda væri það fráleitt, jafnvel fyrir mann sem vann sér vafasama talnameðferð til frægðar þegar hann var fjármálaráðherra fyrir rúmum hálfum öðrum áratug. En ein- mitt vegna þess að hann var fjármála- ráðherra á árum áður mætti ætla að hann hefði ákveðinn skilning á einu at- riði. Hann ætti að vita það að fjárlög eru ekki til lauslegrar viðmiðunar fyrir stofnanir ríkisins heldur lög til að fara eftir. Hann ætti að vita að það er ekki ásættanlegt að embætti ríkisins fari næstum árlega verulega fram úr fjár- heimildum sínum. Og hann ætti að hafa skilning á því að eðlilegt væri að forsetaembættið gengi frekar á undan með góðu fordæmi en slæmu. Forsetaembættið hefur farið fram úr fjárheimildum sínum nær öll árin sem Ólafur Ragnar hefur gegnt emb- ætti, eins og sjá má í ríkisreikningum fyrir árin 1996 til 2004. Tvær undan- tekningar eru á þessu þegar embættið er lítillega innan heimilda, önnur árið 1998 og hin árið 2001. Seinna árið naut Ólafur Ragnar þess að hafa fengið verulega hækkun fjárheimilda sem greinilega taka mið af framúrkeyrsl- unni árið 2000, en embættið fór reynd- ar engu að síður strax árið 2002 langt fram úr útgjöldum ársins 2000. Sam- anlagt hefur embætti forseta Íslands farið 122 milljónum króna fram úr fjár- lögum á þeim árum sem Ólafur Ragn- ar hefur gegnt því embætti. Þetta er ekki verðleiðrétt tala, en stærstur hluti framúrkeyrslunnar er á allra síðustu árum, og þar sem verðbólga hefur ver- ið lág gefur þessi tala mjög góða mynd af framúrkeyrslunni. Enn betri mynd fæst þó þegar framúrkeyrslan er skoð- uð í hlutfalli af fjárheimildum, því að þá má sjá að embættið hefur að meðaltali farið 12% fram úr fjárheimildum. Þeg- ar Ólafur Ragnar fær milljón á fjár- lögum eyðir hann henni og jafnan 120 þúsund krónum til viðbótar. Vefþjóðviljinn er ekki einn um að hafa áhyggjur af rekstri forsetaemb- ættisins í tíð Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Ríkisendurskoðun tók emb- ættið til sérstakrar skoðunar í fyrra þar sem gerðar voru tillögur um bætta fjármálastjórn og í ríkisreikn- ingi fyrir árið 2004 segir orðrétt: „Útgjöld embættis forseta Íslands hafa á síðustu þremur árum verið talsvert umfram fjárheimildir og er svo komið að í árslok 2004 var ráð- stöfun umfram fjárheimildir 84,6 m.kr.“ Áhyggjurnar eru ekki ástæðu- lausar, því að framúrkeyrsla embætt- isins hefur farið stöðugt vaxandi og var þessi þrjú ár sem Ríkisendur- skoðun nefnir að meðaltali 22% af fjárheimildum. Það er þess vegna ljóst – og athugasemd Ólafs Ragnars Grímssonar breytir engu þar um – að forsetaembættið hefur á síðustu ár- um farið langt fram úr fjárheimildum og kostnaður við rekstur þess hefur stóraukist frá því að hann tók við embætti, rétt eins og Vefþjóðviljinn benti á í grein sinni á föstudag og Staksteinar vitnuðu í á sunnudag.“ Um kostnað við embætti forseta Íslands Það eru víða vandræði í rækjuvinnslunni Úr verinu á morgun MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði, en í henni hafna samtökin algjörlega fullyrð- ingum forsvarsmanna Mjólku. „Á undanförnum mánuðuðum hef- ur talsvert verið fjallað um starfsemi afurðastöðvarinnar Mjólku ehf. sem hafið hefur framleiðslu og sölu á fetaosti. Í málflutningi fram- kvæmdastjóra Mjólku ehf. hefur komið fram mikill misskilningur varðandi starfsskilyrði fyrirtækis- ins. Tímabært er að leiðrétta tvö at- riði sem skipta máli í þessu sam- bandi. Í fréttatíma Sjónvarps 22. nóvem- ber sl, var sögð frétt, undir heitinu „Fyrstu dropar Mjólku“, þess efnis að fyrsta innlegg hjá fyrirtækinu væri frá lögbýlinu Brúarreykjum í Stafholtstungum. Skv. opinberum upplýsingum er umrætt lögbýli með greiðslumark og nýtur því ríkis- stuðnings eins og önnur mjólk sem greiðslumarkshafar framleiða. Mjólka ehf. tekur því á móti ríkis- styrktri mjólk til sinnar framleiðslu eins og aðrar afurðastöðvarog er því ekki utan þess kerfis, eins og fram- kvæmdastjóri Mjólku ehf. heldur fram. Hið opinbera innir engar greiðslur af hendi til mjólkursam- laga á Íslandi, það skipulag var af- lagt árið 1992. Í Morgunblaðinu, nú síðast laug- ardaginn 17. desember sl., er haft eftir framkvæmdastjóra Mjólku ehf. að fyrirtækið njóti engra fyrir- greiðslna úr verðtilfærslusjóði mjólkur og að Mjólka ehf. þurfi að greiða niður rekstur keppinautanna. Hið rétta er að Mjólka ehf. hefur m.a. keypt undanrennuduft til sinnar framleiðslu á niðurgreiddu heild- söluverði, og hefur Verðtilfærslu- sjóður mjólkur greitt með því und- anrennudufti sem Mjólka ehf. hefur keypt á árinu 2005. Aðrar afurða- stöðvar en Mjólka ehf. hafa því nú þegar niðurgreitt hráefniskaup Mjólku ehf. á árinu 2005. Mjólka ehf. tekur því bæði á móti ríkisstyrktri mjólk frá framleiðend- anda auk þess sem aðrar afurða- stöðvar greiða niður undanrennu- duft sem Mjólka ehf. notar til framleiðslu sinnar. Yfirlýsing frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði vegna gagnrýni Mjólku Mjólka ehf. tekur á móti ríkis- styrktri mjólk MAÐURINN sem var handtekinn fyrir umfangsmikla ræktun á kannabisplöntum í Biskupstungun- um í liðinni viku var sleppt úr haldi um helgina eftir langar yfirheyrslur hjá lögreglunni á Selfossi. Obbinn af þeim rúmlega 160 plöntum sem fundust við húsleit hjá manninum. Maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en að sögn lögreglu kröfðust rannsókn- arhagsmunir þess ekki að mann- inum yrði haldið svo lengi. Rætt hef- ur við fleiri vegna málsins. Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.