Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 19

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 19 ÚR VERINU Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík Sími 569 7700 · www.nyherji.is Gefðu ómótstæðilegar myndavélar og hagkvæma prentara í jólagjöf Ógleymanlegar stundir með Canon Canon jólapakki Einstök Ixus myndavél og þráðlaus prentari á ótrúlegu jólaverði Ixus 55 • 5 milljón pixla myndflaga. • 3x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 15 tökustillingar. • USB 2.0. iP5200R • Upplausn: Allt að 9600x1200 dpi. • Svarthvít prentun: Allt að 30 bls. á mín. • Litaprentun: Allt að 24 bls. á mín. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 36 sek. • Styður Wi-Fi og Ethernet fyrir þráðlausa og netprentun. • Single Ink blekhylkjakerfi sem stuðlar að lægri rekstrarkostnaði. Tilboðsverð 59.800 kr. Verð 79.800 kr. Ixus i zoom stafræn myndavél Glæsilega hönnuð með fimm milljón pixlum • 2.4x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 16 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að 60 mín. • USB 2.0. • Fæst í fjórum litum. Tilboðsverð 29.900 kr. Verð 44.900 kr. 15.000 kr. Þú sparar Canon A410 stafræn myndavél Auðveld í notkun á frábæru verði • 3.2 milljón pixla myndflaga. • 3.2x aðdráttur á linsu. • Þyngd aðeins 150 gr. án rafhlöðu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 14 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að þrjár mín. • USB 1.0. Tilboðsverð 14.900 kr. Verð 19.900 kr. 5.000 kr. Þú sparar Canon A520 stafræn myndavél Einföld í notkun fyrir fjölskylduna • 4.0 milljón pixla myndflaga. • 4x aðdráttur á linsu. • DIGIC II örgjörvi og iSAPS tækni sem eykur hraða og gæði. • 20 tökustillingar. • VGA kvikmyndir í allt að þrjár mín. Tilboðsverð 21.900 kr. Verð 29.900 kr. 8.000 kr. Þú sparar Canon MP500 fjölnotatæki Þín eigin framköllunarstofa • Upplausn prentunar: 9600x2400 dpi í ljósmyndagæðum. • Svarthvít prentun: 29 bls. á mín. í svörtu. • Litaprentun: 19 bls. á mín. með texta og grafík. • Ljósmyndaprentun: 10x15 myndir á 51 sek. • ChromaLife100 kerfi sem eykur endingu ljósmynda. • DVD og CD prentun. Sjálfvirk prentun á báðar hliðar (duplex). Tilboðsverð 23.900 kr. Verð 29.900 kr. 6.000 kr.Þú sparar 20.000 kr. Þú sparar SIGLINGASTOFNUN Íslands hefur verið afhent vottorð frá Vottun hf. sem staðfestingu þess að stofnunin starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2000-staðalsins um út- gáfu áritunar og endurnýjunar al- þjóðlegra atvinnuskírteina fyrir sjómenn samkvæmt alþjóðasam- þykktinni um menntun, þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW-samþykktinni). Skírteinin veita réttindi til og reglugerð um sama efni nr. 416/ 2003. Þar er miðað við að nám og kennsla í sjómannaskólum og út- gáfa alþjóðlegra skírteina og árit- ana hjá Siglingastofnun Íslands skuli vera samkvæmt viðurkenndu gæðastjórnunarkerfi. Í byrjun þessa árs fékk Fjöl- tækniskóli Íslands og Slysavarna- skóli sjómanna vottorð frá Vottun hf. sem staðfestingu þess að skól- arnir uppfylltu kröfur ISO-9001 um gæðastjórnunarkerfi. starfa á farþega- og flutningaskip- um sem eru í alþjóðasiglingum og eru skráð í ríkjum sem hafa að mati Alþjóðasiglingamálastofnun- arinnar uppfyllt ákvæði alþjóða- samþykktarinnar um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW) frá 1978, með síðari breytingum. Þessi samþykkt hefur verið tek- in upp í íslenska löggjöf með lög- um um áhafnir íslenskra farþega- skipa og flutningaskipa nr. 76/2001 Siglingastofnun vottar sjómennsku ● EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur lagt fram áætlun sem felst í því að sníða af agnúa og bæta löggjöfina um sjáv- arútveginn á árunum 2006 til 2008. Áætlunin er hluti stærri heildar um að bæta fiskveiðistjórnunina. Til- lögur í smáatriðum hafa verið lagðar fram, byggðar á ákvörðun ráðherra- ráðsins um einföldun hinnar sameig- inlegu fiskveiðistefnu og aukið sam- ráð við aðildarþjóðirnar og sjávar- útveginn sjálfan. Áætlunin felur í sér fjölda for- gangsatriða á næstu þremur árum, sem miða að tveimur meginþáttum, það er fiskvernd og eftirliti. Þetta er fyrsta áætlunin af þessu tagi og mun hún ryðja brautina í einföldun laga og reglugerða, ekki aðeins innan sjáv- arútvegsins, heldur einnig í lagasetn- ingu Sambandsins í heild. Joe Borg, framkvæmdastjóri sjáv- arútvegsmála ESB, segir að þessi áætlun njóti góðs af framlagi allra þeirra sem vilji skýrari og einfaldari fiskveiðistjórnun. Séu reglurnar ein- faldari, sé auðveldara að framfylgja þeim og þannig verði vinna allra við- komandi auðvelduð. Þessi áætlun sé skýrt dæmi um einbeittan vilja ESB til að bæta lög og reglugerðir. Markmiðið með einföldun hinnar sameiginlegu fiskveiðistefnu er að tryggja að lög og reglugerðir verði skýrar og einfaldar, að tryggja það að bæði sjómenn og embættismenn í hverju landi hafi greiðan aðgang að þeim upplýsingum sem þeir þurfi á skýru og auðskildu formi, til að draga úr því álagi sem hvílir á þessum að- ilum nú vegna flókinnar lagasmíði. Auk þessarar áætlunar eru fjöl- mörg atriði í endurskoðun svo sem ákvörðun leyfilegs heildarafla og kvóta, veiðigeta, tæknilegar aðgerðir til verndar smáfiski, söfnun og með- ferð upplýsinga, tölvustýrt eftirlit, til- kynningaskylda og leyfi til veiða utan lögsögu ESB. Með því að leggja áherzlu á verndun og eftirlit telur Sambandið að bæta megi vinnuskil- yrði bæði sjómanna og embættis- manna og að fiskveiðistjórnunin öll verða gagnsæ og skilvirkari en áður. ESB sníður agnúa af fiskveiðistefnunni ÞEIR félagar Einar Knútsson og Margeir Lárusson vinna hörð- um höndum í Klumbu í Ólafsvík við að raða þorskhryggjum á bretti sem fer svo í þurrkun. Er varan síðan send á markað á Nígeríu. Alls er framleiðslugeta Klumbu um 10 þús- und tonn af hausum og hryggjum á ári og er eftirspurn meiri en framboð, að sögn Leifs Halldórssonar, eins af eigendum Klumbu. Morgunblaðið/Alfons Hryggirnir þurrkaðir ● FACTUM fyrirtækjamiðlun og ráð- gjöf hefur tekið yfir rekstur Kvóta- netsins af Útvegshúsinu ehf. Kvóta- net er rótgróið fyrirtæki í miðlun aflaheimilda og aflahlutdeilda og hefur verið starfandi í Reykjavík und- anfarin ár. Kvótanet mun nú taka til starfa á Akureyri og mun hér eftir sem hingað til veita heildarþjónustu í kvótamálum fyrir útgerðir. Af þjónustu Kvótanetsins má m.a. nefna kaup og sölu aflamarks og aflahlutdeilda, kaup og sölu báta og skipa ásamt því að bjóða útgerðum upp á heildarumsjón með öllum kvótamálum. Kvótanet er eina fyrirtækið á Norð- urlandi sem sérhæfir sig í miðlun fiskveiðikvóta en markaðssvæði fyr- irtækisins er landið allt. Þá hefur Factum ehf. gert samning við norska skipamiðlunarfyrirtækið Stormbrokers AS um aðkomu að kaupum, sölu skipa á milli landa, leigu á skipum, útvegun olíu á alþjóð- legum hafsvæðum og fleiri þáttum er snúa að alþjóðlegum skipamálum. Factum yfirtekur Kvótanetið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.