Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
T
elja má víst að sósíalistinn
Evo Morales, leiðtogi
indíána og ákafur and-
stæðingur Bandaríkja-
stjórnar, verði næsti for-
seti Suður-Ameríkuríkisins Bólivíu.
Hér ræðir um mikil tíðindi í sögu
þessa fátæka lands og líklegt er að
áhrifa sigurs Morales muni gæta víða
í álfunni á komandi árum.
Evo Morales er indíáni af ættbálki
Aymara, sem er hinn stærsti í landinu
ásamt Quechua-ættbálknum. Verður
hann fyrstur indíána til að gegna
embætti forseta í sögu Bólivíu, sem
hlaut sjálfstæði frá Spáni árið 1825.
Sumir ganga svo langt að segja að 500
ára útskúfun indíána sé nú lokið í
landinu.
Samkvæmt útgönguspám fékk
Morales 51% atkvæða í forsetakosn-
ingunum í Bólivíu á sunnudag. Helsti
andstæðingur hans, íhaldsmaðurinn
Jorge Quiroga, fyrrum forseti og
fulltrúi flokkabandalagsins „Podem-
os“ („Við getum [það]“), játaði ósigur
sinn á sunnudagskvöld að staðartíma.
Gert er ráð fyrir að úrslit liggi fyrir í
dag, þriðjudag.
Í stjórnarskrá Bólivíu er kveðið á
um að fái enginn frambjóðandi í for-
setakosningum hreinan meirihluta at-
kvæða skuli þing landsins kjósa á
milli tveggja þeirra, sem flest atkvæði
hlutu. Ljóst er að þingheimur getur
ekki gengið gegn úrslitunum á sunnu-
dag fari svo að Morales fái ekki tilskil-
inn meirihluta. Því er við að bæta að
þing- og héraðsstjórakosningar fóru
jafnframt fram á sunnudag og virtist
sem flokkur Morales hefði tryggt sér
nægilegan fjölda þingsæta til að
tryggja kjör leiðtogans. Að auki hafði
Quiroga lýst yfir því að hann hefði
ekki áhuga á að hreppa forsetaemb-
ættið með stuðningi þingsins.
„Við höfum sigrað“
Morales og menn hans voru ekki í
vafa um úrslitin og lýstu yfir sigri
strax á sunnudagkvöld. „Við höfum
sigrað,“ hrópaði Morales er þúsundir
stuðningsmanna hans komu saman í
borginni Cochabamba, sem er helsta
vígi hans. Kváðu útgönguspár þá á
um að hann hefði fengið 51% at-
kvæðanna en Quiroga rúm 30%.
Reynist þetta rétt vanmátu skoðana-
kannanir fylgi Morales um allt að 15
prósentustig. Þetta er athyglisvert og
freistandi að álykta sem svo að Mor-
ales hafi átt umtalsvert fylgi meðal
annarra þjóðfélagshópa en þeirra,
sem mynda kjarna stuðningsmanna
hans. Reynist þetta rétt er það til
marks um að fjölmargir íbúar Bólivíu
hafa fengið sig fullsadda af pólitískri
óvissu, úrræðaleysi og spillingu fyrr-
um ráðamanna.
„Hafið er nýtt skeið í sögu Bólivíu í
átt til sanngirni, til friðar og til þeirra
breytinga, sem íbúar Bólivíu vænta,“
sagði Morales m.a. í ávarpi sínu. „Evo
forseti!“, hrópuðu viðstaddir í kór.
Evo Morales er 46 ára gamall og á
nú sæti á þingi Bólivíu. Hann hefur
farið fyrir andófshreyfingu, sem nú
þegar hefur knúið fram afsögn
tveggja forseta Bólivíu frá árinu 2002.
Feril sinn hóf hann sem leiðtogi kóka-
ræktenda og baráttumaður fyrir rétt-
indum bláfátækra indíána, sem
löngum hafa sætt niðurlægingu og út-
skúfun í samfélaginu þó svo þeir séu
meirihluti íbúa landsins. Morales
sameinaði hina ýmsu indíána-ætt-
bálka landsins innan samtaka, sem
hann stofnaði og nefnast „Hreyfing í
átt til sósíalismans“. Hreyfingin nefn-
ist á spænsku „Movimiento Al Social-
ismo“ skammstafað MAS. Skamm-
stöfun þessi er hugvitsamleg því
„más“ þýðir „meira“ á spænsku. MAS
er nú orðin að stjórnmálaflokki og
Leiðtogi
indíána byltir
stjórnmálum
í Bólivíu
Fréttaskýring | Víst má telja að Evo Morales
verði næsti forseti Bólivíu. Ásgeir Sverrisson segir
frá þessum sögulegu umskiptum, sem kunna að
hafa áhrif á stjórnmálin víða í Rómönsku-Ameríku.
Reuters
Stuðningsmenn Evo Morales í borginni Cochabamba þyrpast að honum þegar útgönguspár voru birtar.
FULLTRÚAR á nýju þingi Afgan-
istan komu saman í fyrsta skipti í
Kabúl í gær en meira en þrjátíu ár
eru nú liðin síðan kjörið þing sat
síðast í landinu. Dick Cheney, vara-
forseti Bandaríkjanna, var við-
staddur en Hamid Karzai, forseti
Afganistans, sagði við þingsetn-
inguna að samkundan markaði
mikilvægt skref í þá átt að tryggja
framtíð þessa stríðshrjáða lands.
„Ég tjái umheiminum nú í ykkar
nafni að Afganistan er að rísa úr
öskustó innrásar og mun vara að ei-
lífu,“ sagði Karzai.
Hinn aldni Mohammed Zahir
Shah, sem var konungur Afganist-
ans þar til honum var steypt af stóli
1973, ávarpaði einnig þingheim.
Sagðist hann þakka guði fyrir að
hafa fengið að upplifa þessa stund,
eftir áratuga löng átök í landinu.
Tilkoma þingsins væri mikilvægur
þáttur í endurreisn Afganistans.
Margir eiga blóðuga fortíð
Þingið nýja var kosið í september
en 351 fulltrúi á þar sæti, þar af um
það bil þriðjungur konur, en reglur
kosninganna í september tryggðu
hlut kvenna á þinginu. Margir
þeirra sem sitja á þinginu eiga blóð-
uga fortíð að baki og sumir hafa
jafnvel enn yfir að ráða eins konar
einkaherjum. Þá náðu nokkrir fyrr-
verandi embættismenn talibana-
stjórnarinnar kjöri í þingkosning-
unum í september. Er ljóst að
almenningur í Afganistan er ekki
allur sannfærður um að þessum
mönnum standi gott eitt til. Malali
Joya, ung kona sem á sæti á
þinginu, lýsti m.a. reiði sinni yfir
því að þurfa að sitja í þingsalnum
við hlið manna sem átt hefðu þátt í
því að leggja Afganistan í rúst.
„Þeir geta aldrei stuðlað að bjartri
framtíð Afganistans,“ sagði hún.
Mikil öryggisgæsla var við upp-
haf þinghalds í gær en uppreisn-
armönnum hefur vaxið fiskur um
hrygg að undanförnu og hafa stað-
ið fyrir fjölda árása á síðustu vik-
um.
AP
Fyrsti þingfundurinn
í Kabúl í þrjá áratugi
ÞÝSKA fornleifafræðingnum Sus-
anne Osthoff var sleppt á sunnu-
dagskvöld eftir að hafa verið í gísl-
ingu mannræningja í Írak í rúmar
þrjár vikur. Hún er sögð við tiltölu-
lega góða heilsu.
Osthoff, sem er 43 ára, hefur bú-
ið í Írak í 10 ár. Henni og bílstjóra
hennar var rænt í Nineveh-héraði í
norðvesturhluta Íraks 25. nóvem-
ber. Bílstjóra hennar var sleppt úr
haldi í gær.
Bandarískur gísl myrtur
Osthoff var í gær í þýska sendi-
ráðinu í Bagdad. Að sögn tals-
manns þýska utanríkisráðuneytis-
ins hyggst hún dvelja þar í nokkra
daga ásamt 12 ára dóttur sinni.
Hópur súnníta, sem nefnist Ísl-
amski herinn í Írak, kvaðst í gær
hafa tekið bandarískan gísl sinn af
lífi. Hópurinn birti á Netinu mynd-
band þar sem sést hvar maður er
skotinn margoft í höfuðið með vél-
byssu. Sagði í yfirlýsingunni að
hinn myrti hefði verið Bandaríkja-
maður að nafni Ronald Schulz.
Honum var rænt í nóvember en
Schulz starfaði að öryggismálum í
Írak. Hópurinn hafði þann 8. þessa
mánaðar lýst yfir því að Schulz
hefði verið tekinn af lífi. Var í til-
kynningunni í gær vísað til þess að
hópurinn hefði þá sagt að mynd-
band af aftökunni yrði birt.
Osthoff sleppt í Írak
Washington. AFP, AP. | George W.
Bush Bandaríkjaforseti varði enn á
ný í gær þá ákvörðun sína að heimila
njósnir um fjölda Bandaríkjamanna
og útlendinga í Bandaríkjunum án
þess að fyrir lægju lögformlegar
heimildir dómstóla. Sagði hann
ákvörðunina „nauðsynlegan hluta
þess starfs míns að verja“ Banda-
ríkjamenn gegn árásum.
Bush sagði um eftirlit með símtöl-
um fólks og tölvuskeytum að hann
myndi halda áfram að leggja blessun
sína yfir slíkt eftirlit „svo lengi sem
þjóðin stendur frammi fyrir þeirri
ógn sem af óvini steðjar sem vill
drepa bandaríska borgara“. Fullyrti
hann að fyllilega væri staðinn vörð-
ur um borgaraleg réttindi fólks
þrátt fyrir þetta eftirlit.
Bush var afar harðorður í garð
þeirra sem lekið hefðu upplýsingum
um eftirlitið til The New York Tim-
es. „Það var skammarleg framkoma
af viðkomandi að greina frá þessum
mikilvægu aðgerðum á stríðstím-
um,“ sagði hann. Kvaðst hann gera
ráð fyrir að fram
færi ítarleg rann-
sókn á því hver
lak upplýsingun-
um til blaðsins;
en fram hefur
komið að The
New York Times
lá á upplýsingun-
um í eitt ár og
lögðu embættis-
menn hart að blaðinu að birta þær
ekki á þeim forsendum að þær gætu
spillt rannsókn mála og orðið til þess
að hryðjuverkamenn fengju grun
um að með þeim væri fylgst. „Sú
staðreynd að við erum að ræða þess-
ar aðgerðir hjálpar óvininum,“ sagði
Bush í gær.
Bush gagnrýndi þingheim fyrir að
hafa ekki enn framlengt „föður-
landslögin“, sem sett voru eftir árás-
ina á Bandaríkin 2001, en þau falla
úr gildi um áramót. „Í stríði gegn
hryðjuverkum höfum við ekki efni á
því að vera án þessarar löggjafar
eina einustu stund,“ sagði hann.
Bush vill rann-
sókn á leka
George W. Bush