Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 23

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 23
þannig hafa hinir fátækustu í landinu skyndilega öðlast skriðþunga á stjórnmálasviðinu. „Hann hefur gefið okkur rödd,“ er viðtekin lýsing stuðn- ingsmanna Morales á hlutverki hans í stjórnmálum Bólivíu á undanliðnum árum. Stefna Morales er um margt óljós og jafnvel mótsagnakennd en ekki leikur vafi á að maðurinn býr yfir miklum leiðtoga- og skipulagshæfi- leikum. Morales er sósíalisti og hefur jafn- an gagnrýnt harðlega stefnu og heimssýn ráðamanna Bandaríkjanna. Hann segir George W. Bush forseta og undirsáta hans vera „heimsvalda- sinna“ og er í hópi þeirra, sem telja „ný-frjálshyggjuna“ svonefndu vera „kapítalisma villimennskunnar“. Sjálfum sér hefur Evo Morales lýst á þann veg að hann sé „martröð“ bandarískra ráðamanna. Víst er að hann er ekki ofarlega á vinsældalista stjórnar Bush forseta, sem hefur áhyggjur af fjölgun lítt vinsamlegra ráðamanna í Rómönsku-Ameríku. Haft hefur verið eftir sendiherra Bandaríkjastjórnar í höfuðborg stjórnsýslunnar, La Paz, að sigur Morales gæti þýtt að efnahagsaðstoð við landið verði hætt. Í Bólivíu er kókarækt mikilvæg at- vinnugrein en lauf kókaplöntunnar eru notuð til að framleiða fíkniefnið kókaín. Morales hóf stjórnmálabar- áttu sína með því að gerast talsmaður þess að indíánum yrði heimilað að rækta áfram kókalauf en stjórnvöld höfðu sætt miklum þrýstingi m.a. af hálfu Bandaríkjamanna um að stöðva þessa framleiðslu. Var það raunar lið- ur í yfirlýstu „eiturlyfjastríði“ Banda- ríkjastjórnar. Morales tekur fram að hann sé andvígur eiturlyfjasmygli en hann vill tryggja að indíánum verði leyft að rækta kóka, sem fylgt hefur þeim um árþúsundir og hefur löngum verið notað til lækninga auk þess sem flestir þeirra tyggja kókalaufin. Hald manna er að upphaflega hafi kóka- tuggan komið til í þeim tilgangi að slá á sárasta sultinn í röðum hinna alls- lausu. Í Bólivíu búa rúmar níu milljónir manna. Landið er í hópi fátækustu ríkja Rómönsku-Ameríku og þar hef- ur mikil ólga einkennt stjórnmálin á undanliðnum árum. Bólivía býr hins vegar yfir umtalsverðum náttúruauð- lindum. Mikilvægust er gasvinnslan. Morales boðar þjóðnýtingu nátt- úruauðlinda en segir jafnframt að gildandi samningar við erlend fyrir- tæki á þessu sviði verði haldnir. Olíu- iðnaðurinn var markaðsvæddur á tí- unda áratug liðinnar aldar og erlent fjármagn streymdi inn í landið. Við ol- íuvinnsluna fundust miklar gaslindir í landinu. Vinstri menn í Bólivíu hafa löngum haldið því fram að einkavæð- ingunni hafi fylgt stórfellt arðrán af hálfu erlendra fyrirtækja og að þjóðin hafi verið svikin um réttinn til að njóta afraksturs eigin auðlinda. Þessu hyggst Morales breyta þótt nákvæm- ar áætlanir umfram þjóðnýtingu liggi ekki fyrir. Nú þegar hefur dregið mjög úr erlendri fjárfestingu og ef marka má slagorðin hyggst Morales vinna skipulega að því að minnka bandarísk ítök í Bólivíu. Vinstri menn í sókn í Rómönsku-Ameríku Evo Morales er aðdáandi tveggja ráðamanna í Rómönsku-Ameríku, þeirra Hugo Chávez, forseta Venes- úela, og Fídels Castro Kúbuleiðtoga. Chávez fagnaði kjöri Morales í gær og sagði „söguleg þáttaskil“ hafa orð- ið í Bólivíu. Og sigur Morales kann að vera ávísun á það sem koma skal. Næsta ár verður mikið kosningaár í Rómönsku-Ameríku og bendir flest til að vinstri menn hafi styrkt mjög stöðu sína. Nú þegar hefur Chávez tryggt sér algjöra yfirburðastöðu á þingi Venesúela og líklegt er að sigur Morales reynist vatn á myllu annarra vinstrisinnaðra frambjóðenda í álf- unni. Á síðustu árum hefur mátt greina í Rómönsku-Ameríku mjög ákveðið fráhvarf frá „ný-frjálshyggju“ tíunda áratugarins, sem innleidd var í fjöl- mörgum löndum álfunnar að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Í fjöl- mennasta ríkinu, Mexíkó, sýnast um- talsverðar líkur á að vinstri sinnaður „pópúlisti“, Andrés Manuel López Obrador, verði kjörinn forseti á næsta ári. Sandínistar í Nicaragua, með Daniel Ortega, fyrrum forseta í broddi fylkingar, stefna að því að ná aftur forsetaembættinu, sem þeir töp- uðu árið 1990. Hófsamur vinstri mað- ur, Néstor Kirchner, er forseti Arg- entínu og nokkrar líkur eru á að sósíalistinn Michelle Bachelet, verði kjörin forseti Chile, fyrst kvenna. Vinstri menn eru einnig í sókn í Ecuador og fleiri ríkjum álfunnar; Ollanta Humala, einlægur aðdáandi Hugo Chávez, hefur styrkt mjög stöðu sína í Perú á undanliðnum vik- um en landsmenn kjósa sér forseta í aprílmánuði. Þá er þess að geta að vinstri maður, Luiz Inácio Lula da Silva, er forseti Brasilíu. Raunar virð- ist sem Álvaro Uribe, forseti Kólomb- íu, geti einn hægri manna í álfunni verið nokkuð viss um sigur í kosning- um á nýja árinu. Vinstri hreyfingin í Rómönsku- Ameríku myndar á hinn bóginn eng- an veginn samstæða heild. Þeir Mor- ales, Chávez og Castro eru t.a.m. mun róttækari en hagsýnir menn á borð við Lula í Brasilíu og Kirchner í Arg- entínu. Sigur Morales sýnir hins veg- ar að Rómanska-Ameríka er á leið til vinstri og fylgi við einkavæðingu og óheft viðskiptafrelsi bandarískrar „ný-frjálshyggju“ fer minnkandi. Þá kann að vera að „alþýðuhreyfingar“ á borð við þá, sem Morales myndaði í Bólivíu, skjóti upp kollinum víðar í álf- unni og taki að krefjast mun róttæk- ari breytinga en hefðbundin stjórn- málaöfl hafa verið tilbúin til að samþykkja fram til þessa. asv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 23 ERLENT LÝÐVELDISSINNAR á Norður- Írlandi eru sem þrumu lostnir vegna þeirra uppljóstrana að fyrrverandi skrifstofustjóri hjá þingflokki Sinn Féin, stjórnmálaarms Írska lýðveld- ishersins (IRA), hafi um tveggja ára- tuga skeið njósnað fyrir bresku leyniþjónustuna. Skrifstofustjórinn, Denis Donaldson, var náinn sam- starfsmaður Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, og málið þykir því hið pín- legasta fyrir Adams. En spurningar hafa jafnframt vaknað um hlut bresku leyniþjónustunnar. Adams hélt á föstudag blaða- mannafund þar sem hann greindi frá því að Denis Donaldson hefði verið vikið úr Sinn Féin. Hafði Donaldson þá viðurkennt fyrir félögum sínum að hann hefði um langt skeið veitt bresku leyniþjónustunni upplýsingar og hlotið fyrir það greiðslu. Donaldson hefur lengi verið fram- arlega í starfi lýðveldissinna, sem barist hafa gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi. Hann var m.a. fangelsaður 1972 fyrir aðild að sam- særi um að standa að sprengju- tilræði. En eins og fram kom í yf- irlýsingu Donaldsons sjálfs á föstudag gekk hann á mála bresku leyniþjónustunnar og sérsveit norð- ur-írsku lögreglunnar á níunda ára- tugnum, þegar vargöldin á Norður- Írlandi stóð sem hæst, þegar þeim tókst að finna hjá honum veikan blett. Hefur því verið fleygt að Donald- son hafi samþykkt að gerast flugu- maður til að koma í veg fyrir að náinn ættingi hans yrði sendur í fangelsi. Mál þetta hefur verið kallað „Stor- montgate“ en heimastjórnarþingið norður-írska sat í Stormont-kastala. Það hefur mikilvæga pólitíska skírskotun því að það var handtaka Donaldsons og tveggja annarra fyrir þremur árum sem olli því að bresk stjórnvöld tóku aftur við stjórn Norður-Írlands af sérstakri sam- stjórn mótmæl- enda og kaþ- ólikka. Reyndist sú ákvörðun af- drifarík því ekki hefur enn tekist að skapa slíkt traust milli stríð- andi fylkinga að grundvöllur sé fyrir því að sam- starf þeirra hefj- ist aftur um stjórn Norður- Írlands. Atburðarásin í október 2002 var með þeim hætti að Donaldson og tveir aðrir erindrekar Sinn Féin á heimastjórnarþinginu í Stormont voru sakaðir um njósnir í þágu IRA og neituðu mótmælendur að eiga frekara samstarf við Sinn Féin í heimastjórn í kjölfar málsins. Fyrr í þessum mánuði var hins vegar tilkynnt að þremenningarnir yrðu ekki ákærðir fyrir njósnir vegna þess að það væri ekki talið „þjóna hagsmunum almennings“. Vakti sú niðurstaða athygli, m.a. vegna þess að lengi hefur þekkst að mál væru látin niður falla í því skyni að vernda uppljóstrara breska rík- isins í röðum lýðveldissinna. Greini- legt er að lýðveldissinna sjálfa grun- aði nú hvers kyns var og leiddi síðan rannsókn Sinn Féin í ljós, sem fyrr segir, að Donaldson hefði njósnað fyrir Breta. Bæði forysta Sinn Féin og Donald- son hafa sagt að uppnámið fyrir þremur árum hafi verið samsæri kokkað upp á skrifstofum leyniþjón- ustunnar, sem hafi viljað valda hruni heimastjórnarinnar. Þessu neita bresk yfirvöld með öllu og benda á að fjöldi viðkvæmra, stolinna skjala hafi fundist við rannsókn á skrif- stofum Sinn Féin og á heimili Don- aldsons, sem bent hafi til þess að IRA hefði sitthvað misjafnt á prjón- unum. Bað félaga sína afsökunar Mál þetta þykir hið ótrúlegasta og flytur enduróm af ófremdarástandi því sem ríkti lengi á Norður-Írlandi, og leynimakkinu – svonefnt „skítugt stríð“ – sem einkenndi baráttu IRA og leyniþjónustunnar, sem hafði það verkefni að ráða niðurlögum IRA. Og víst er að mörgum spurningum er enn ósvarað. Bresk yfirvöld höfn- uðu þó í gær kröfum um opinbera rannsókn á „Stormontgate“, sögðu engar líkur á að slík rannsókn leiddi neitt nýtt í ljós. Segja sumir að þessi afstaða sé til marks um að hags- munir bresku leyniþjónustunnar og IRA skarist á tilteknum sviðum, báð- ir aðilar vilji í reynd slá striki yfir málið. Sjálfur bað Donaldson fyrrum fé- laga sína fyrirgefningar í yfirlýsingu sinni á föstudag. Kvaðst hann harma gjörðir sínar mjög. Sem kunnugt er lýsti IRA fyrr á þessu ári yfir því að herinn hefði bundið enda á vopnaða baráttu sína. Engu að síður fór Donaldson í felur í síðustu viku, löng hefð er fyrir því innan samtaka lýðveldissinna að svikurum sé refsað grimmilega. Ein af athyglisverðustu hliðum þessa máls er hins vegar sú, að haft er á orði á Norður-Írlandi að flett hafi verið ofan af Donaldson nú sök- um þess að í röðum Sinn Féin sé að finna jafnvel enn mikilvægari flugu- mann bresku leyniþjónustunnar. Er haft á orði að þar kunni að vera um að ræða áberandi stjórnmálaforingja úr röðum Sinn Féin og að einhverjir sjái sér hag í því að koma í veg fyrir að flett sé ofan af honum. Flett ofan af njósnara í röðum Sinn Féin Gerry Adams Denis Donaldson Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.