Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 25
MINNSTAÐUR
Jón Yngvi Jóhannsson í Kastljósi
„Þessi ótrúlegaKjarvalsbók slær öll met í
vandvirkni og metnaði
í útgáfu á Íslandi“
Við óskum Nesútgáfunni og höfundum
bókarinnar til hamingju með tilnefninguna
LANDIÐ
Grundarfjörður | Þeir voru fjórir
nemendurnir sem urðu fyrstir til
að útskrifast með stúdentspróf frá
Fjölbrautaskóla Snæfellinga í
Grundarfirði við athöfn sem fram
fór í sal skólans um helgina. Í út-
skriftarræðu skólameistara, Guð-
bjargar Aðalbergsdóttur, kom
fram að nú eru 230 nemendur við
nám í skólanum en upphaflegar
áætlanir gerðu ráð fyrir 170 þegar
skólinn yrði fullsetinn árið 2007.
Skólinn tók til starfa haustið
2004 með því að taka inn fyrstu
tvo árganga í framhaldsnámi, en
þriðja árgangi var síðan bætt neð-
an við haustið 2005. Fyrsta árið
voru 120 nemendur við skólann,
en kennslufyrirkomulag skólans
gerir nemendum kleift að koma
þar til náms hvar sem þeir eru
staddir á leið sinni til stúdents-
prófs.
Vilhjálmur Pétursson í Grund-
arfirði útskrifaðist með hæstu
meðaleinkunn nemenda og hlaut
viðurkenningu frá sveitarfélög-
unum á Snæfellsnesi. Þá fékk Vil-
hjálmur einnig viðurkenningu frá
Eddu miðlun fyrir hæstu einkunn
í íslensku og frá KB banka fyrir
hæstu einkunn í viðskiptagreinum.
Vilhjálmur flutti kveðju til skólans
frá nýstúdentum þar sem hann gaf
skólanum og starfsliði fyrstu ein-
kunn fyrir frábært starf.
Fyrstu útskriftarnemarnir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Gáfu skólanum fyrstu einkunn
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Útskrift Fyrstu útskriftarnemarnir frá FSN, f.v. Eygló Jónsdóttir, Gunnar
Már Árnason, Hulda Hildibrandsdóttir og Vilhjálmur Pétursson.
Skagaströnd | Fyrsti hraðbankinn á
Skagaströnd var opnaður á dögun-
um. Er hraðbankinn í anddyri
Landsbankaútibúsins en með opnun
hans batnar þjónustan við íbúa og
ferðafólk til muna á staðnum. Fram
að þessu hefur fólk þurft að aka á
Blönduós eða Sauðárkrók til að nálg-
ast peninga utan afgreiðslutíma
Landsbankans.
Síðastliðið vor safnaði Erla
Hauksdóttir undirskriftum meðal
íbúa Skagastrandar undir áskorun á
Landsbanka Íslands að koma upp
hraðbanka í útibúinu hér. Undir-
skriftasöfnunin bar þann árangur að
nú er búið að koma þessari þjónustu
upp.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Málið í höfn Erla Hauksdóttir
þakkar Gunnlaugi Sigmarssyni úti-
bússtjóra fyrir að hafa unnið að því
að koma upp hraðbanka.
Hraðbanki
vegna óska
íbúanna
Grundarfjörður | Bæjarstjórarnir í
Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæ-
fellsbæ og fulltrúi Landverndar hafa
gert samning um verkefnið Vist-
vernd í verki. Samningurinn er til
eins árs og kveður á um að stofnaðir
verði visthópar í sveitarfélögunum.
Samningurinn kveður á um sam-
starf ofangreindra sveitarfélaga og
Landverndar um fræðslu til að efla
almenna þátttöku til að vernda um-
hverfið, efla vitund um umhverfis-
mál og stuðla að sjálfbærri þróun.
Vistvernd í verki er alþjóðlegt um-
hverfisverkefni fyrir heimili og er
markmið þess að styðja og hvetja
fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl.
Hér á landi hafa nú þegar 470 heimili
tekið þátt í verkefninu sem byggist á
hópastarfi og er yfir 10–12 vikna
tímabil. Í hópastarfinu er unnið með
viðfangsefni eins og sorp, orku, sam-
göngur, innkaup og vatn.
Ragnhildur Sigurðardóttir,
fulltrúi Landverndar, sagði við und-
irritunina að umhverfisverndarstarf
á Snæfellsnesi vekti víða athygli,
ekki síst fyrir þær sakir að þar væri
sífellt verið að taka ný skref í þessum
mikilvæga málaflokki og með und-
irritun þessa samnings væri enn eitt
skrefið stigið.
Vistverndar-
hópar stofn-
aðir á Snæ-
fellsnesi
♦♦♦