Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR Jón Yngvi Jóhannsson í Kastljósi „Þessi ótrúlegaKjarvalsbók slær öll met í vandvirkni og metnaði í útgáfu á Íslandi“ Við óskum Nesútgáfunni og höfundum bókarinnar til hamingju með tilnefninguna LANDIÐ Grundarfjörður | Þeir voru fjórir nemendurnir sem urðu fyrstir til að útskrifast með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði við athöfn sem fram fór í sal skólans um helgina. Í út- skriftarræðu skólameistara, Guð- bjargar Aðalbergsdóttur, kom fram að nú eru 230 nemendur við nám í skólanum en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir 170 þegar skólinn yrði fullsetinn árið 2007. Skólinn tók til starfa haustið 2004 með því að taka inn fyrstu tvo árganga í framhaldsnámi, en þriðja árgangi var síðan bætt neð- an við haustið 2005. Fyrsta árið voru 120 nemendur við skólann, en kennslufyrirkomulag skólans gerir nemendum kleift að koma þar til náms hvar sem þeir eru staddir á leið sinni til stúdents- prófs. Vilhjálmur Pétursson í Grund- arfirði útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn nemenda og hlaut viðurkenningu frá sveitarfélög- unum á Snæfellsnesi. Þá fékk Vil- hjálmur einnig viðurkenningu frá Eddu miðlun fyrir hæstu einkunn í íslensku og frá KB banka fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum. Vilhjálmur flutti kveðju til skólans frá nýstúdentum þar sem hann gaf skólanum og starfsliði fyrstu ein- kunn fyrir frábært starf. Fyrstu útskriftarnemarnir frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga Gáfu skólanum fyrstu einkunn Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Útskrift Fyrstu útskriftarnemarnir frá FSN, f.v. Eygló Jónsdóttir, Gunnar Már Árnason, Hulda Hildibrandsdóttir og Vilhjálmur Pétursson. Skagaströnd | Fyrsti hraðbankinn á Skagaströnd var opnaður á dögun- um. Er hraðbankinn í anddyri Landsbankaútibúsins en með opnun hans batnar þjónustan við íbúa og ferðafólk til muna á staðnum. Fram að þessu hefur fólk þurft að aka á Blönduós eða Sauðárkrók til að nálg- ast peninga utan afgreiðslutíma Landsbankans. Síðastliðið vor safnaði Erla Hauksdóttir undirskriftum meðal íbúa Skagastrandar undir áskorun á Landsbanka Íslands að koma upp hraðbanka í útibúinu hér. Undir- skriftasöfnunin bar þann árangur að nú er búið að koma þessari þjónustu upp. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Málið í höfn Erla Hauksdóttir þakkar Gunnlaugi Sigmarssyni úti- bússtjóra fyrir að hafa unnið að því að koma upp hraðbanka. Hraðbanki vegna óska íbúanna Grundarfjörður | Bæjarstjórarnir í Stykkishólmi, Grundarfirði og Snæ- fellsbæ og fulltrúi Landverndar hafa gert samning um verkefnið Vist- vernd í verki. Samningurinn er til eins árs og kveður á um að stofnaðir verði visthópar í sveitarfélögunum. Samningurinn kveður á um sam- starf ofangreindra sveitarfélaga og Landverndar um fræðslu til að efla almenna þátttöku til að vernda um- hverfið, efla vitund um umhverfis- mál og stuðla að sjálfbærri þróun. Vistvernd í verki er alþjóðlegt um- hverfisverkefni fyrir heimili og er markmið þess að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífsstíl. Hér á landi hafa nú þegar 470 heimili tekið þátt í verkefninu sem byggist á hópastarfi og er yfir 10–12 vikna tímabil. Í hópastarfinu er unnið með viðfangsefni eins og sorp, orku, sam- göngur, innkaup og vatn. Ragnhildur Sigurðardóttir, fulltrúi Landverndar, sagði við und- irritunina að umhverfisverndarstarf á Snæfellsnesi vekti víða athygli, ekki síst fyrir þær sakir að þar væri sífellt verið að taka ný skref í þessum mikilvæga málaflokki og með und- irritun þessa samnings væri enn eitt skrefið stigið. Vistverndar- hópar stofn- aðir á Snæ- fellsnesi ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.