Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 28

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 28
daglegtlíf ídesember ÝKT JÓLASKRAUT SMÁRÉTTIR „VIÐ gerum mikið af því að syngja jólalög með krökkunum,“ segir Andrea Magnúsdóttir, dag- mamma í Kópavogi. „Útgangs- punkturinn hjá okkur er samt að hafa sem rólegast, vera ekkert að stressa okkur við undirbúning- inn. Við bökum samt pipar- kökur og málum á þær.“ Andrea er dagmamma ásamt dóttur sinni Ásdísi Ólafsdóttur og saman eru þær með níu börn í dag- vist. Eðli dagmömmu- starfsins hefur breyst talsvert í seinni tíð af því að börn fara nú orðið miklu fyrr inn á leikskóla. Það gerir það að verkum að þær eru með mjög ung börn í pössun, það yngsta 8 mánaða og það elsta er eins og hálfs árs. „Dagmæðrafélagið er með jólaball og við förum á það þegar færi gefst.“ Andrea og Ásdís eru líka duglegar að föndra með börnunum í desember. „Við búum til jólagjafir með börn- unum, sem þau svo gefa foreldrum sínum. Börnin eru það lítil að það er minna hægt að föndra með þeim en við gerðum áður, en við gerum það sem hægt er.“ Höfum það sem rólegast  JÓLAANDI Morgunblaðið/Ómar Vilt þú hafa húfuna? Kjartan Pétur Víglundsson og Eiður Baldvin Baldvinsson. Kjartan Pétur Víglundsson er upptekinn við að reyna að koma kökum og skreytingu heim og saman en Eiði Baldvini Baldvinssyni og Ágústi Beck Arnarsyni líst betur á að borða kræsingarnar strax. Ásdís Ólafsdóttir dagmamma og Victor Örn Úlfarsson skreyta piparkökur. Piparkökur 200 g sykur 200 g síróp 6 msk vatn 500 g hveiti 1 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk engifer 2 tsk matarsódi 100 g smjörlíki Gott er að velgja sírópið að- eins áður en það er sett í deigið. Allt hrært saman í hrærivél með hnoðaranum. Flatt út og skorið út mynstur að vild. Bak- að í 10 mín. við 180–190°. ÞAÐ á ekki að nota ketil, sem er vanalega bara notaður til að sjóða vatn, til að hita upp jólaglögg. Ef það er gert getur jólakvöldið endað með kopareitrun, segir á norska vefnum www.forskning.no. Vatnskatlarnir eru með kop- arleiðslum sem leysast upp ef þær komast í kynni við sýr- urnar í glögginu. Það getur stundum verið náttúrulegur kopar í vatni og þegar það er hitað í katlinum sest koparinn á koparleiðsl- urnar, þessi kopar leys- ist ekki upp við venjulegt vatn en ef eitthvað súrt er sett í ketilinn, eins og jóla- glögg, leysist koparlagið upp. Koparrörunum hefur verið skipt út fyrir plaströr undanfarin ár þann- ig að þetta vandamál á ekki við um nýlega katla. Einkenni kopareitrunar eru áreiti á slímhúð í maga og þörmum sem getur leitt til niðurgangs eða upp- kasta. Einkennin geta komið fram allt að tíu mínútum eftir inntöku. Ár hvert veikjast nokkrar mann- eskjur í Noregi vegna þessa en það er yfirleitt ekki alvarleg eitrun, held- ur er um að ræða smá pirring í maga og þörmum. Eitt gott ráð gegn kopareitrun er að sjóða edikvatn í katlinum áður en glögg er hituð í honum. Þá á að fylla ketilinn með eitt prósent edikvatni, sjóða það og láta það svo standa í a.m.k fimmtán mínútur í katlinum áður en því er hellt niður. Þannig er ketillinn hreinsaður. Hraðsuðukönnur eru heldur ekki hentugar til hitunar á súrum drykkjum. Hitakerfið í þeim get- ur nefnilega verið úr kopar. Það segir sig sjálft að ekki er sniðugt að hita glögg í kop- arpottum. En það geta líka verið aðrar ástæður en kopareitrun fyrir því að fólk veikist af jólaglögg, t.d gæti ver- ið að það hafi verið sett aðeins of mikið af rauðvíni eða öðrum hátíð- legum drykk í pottinn. Morgunblaðið/Kristinn Kopareitrun af jólaglögg  HEILSA Á JÓLABORÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.