Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ „JÓLAHÁTÍÐIN hjá mér hefst fyrsta sunnudag í aðventu,“ segir Sunna Ólafsdóttir, sem með réttu má titla sem jólastelpu. „Þá vil ég vera búin að gera sem mest, baka, kaupa gjafirnar, skrifa kortin og skreyta. Þannig að við getum bara notið aðventunnar. Mér finnst það skipta mjög miklu máli.“ Sunna vill alls ekki lenda í því að vera á síðustu stundu með nokkurn hlut eða eiga eitthvað eftir þegar nær dregur jól- um. „Ég vil ekki vera í einhverju stressi að kaupa jólagjafir síðustu daga fyrir jól eða skreyta. Ég vil bara vera búin að þessu svo að að- ventan geti snúist um að hafa það huggulegt og njóta lífsins.“ Innsiglar ekki kökubaukana Sunna notar þó aðventuna til að baka með fjölskyldunni. „Við bökum með krökkunum og kökurnar eru borðaðar á aðventunni,“ segir Sunna. „Ég innsigla ekki baukana með límbandi eins og mamma gerði,“ bætir hún við og hlær. „Tvær sortir eru alltaf bakaðar á þessu heimili, það eru amerískar súkkulaðibitakökur og spesíur. Við klöstrum líka saman piparkökuhúsi. Það endar alltaf með því að verða eins og illa veðraður kofi, en það er gaman að búa það til og við leyfum krökkunum að spreyta sig á því.“ Forskot á jólabækurnar Eiginmaður Sunnu heitir Snorri Már Skúlason. Þegar hún er spurð hvort þau hjónin séu saman í jóla- undirbúningnum svarar hún: „Ég er ýktust í þessu jólastússi. Það hefur löngum verið gert grín að mér fyrir að vera svona mikil jólastelpa, en ég hef einhvern veginn náð að smita hina fjölskyldumeðlimina. Það eru allir voða spenntir og ég held að mér hafi meira að segja tekist að smita Snorra líka.“ Sunna og eiginmaður hennar taka líka forskot á jólasæluna á annan hátt. „Við kaupum okkur oft jóla- bækur á aðventunni og byrjum að lesa fyrir jól. Nú erum við t.d. búin að kaupa þrjár bækur.“ Þessi árstími er í miklu uppáhaldi hjá Sunnu. „Þetta er minn uppá- haldstími og við leggjum áherslu á það að borða góðan mat, förum stundum út að borða. Smáréttir eru vinsælir hjá okkur, bara við sjón- varpið eða þegar gestir koma. Ég er líka dugleg við að bjóða heim, býð vinkonum mínum í kakó eða eitt- hvað slíkt.“ Sunna starfar sem flugfreyja hjá Icelandair. Ætla mætti að það gæti verið erfitt fyrir flugfreyju með óreglulegan vinnutíma að koma þessu heim og saman en svo er ekki hjá henni. „Mér finnst líka gaman að sjá jólastemningu í öðrum lönd- um, alveg frábært. Í Bandaríkj- unum er t.d. mjög mikið skreytt strax í byrjun nóvember og það hjálpar mér að detta inn í rétta gír- inn.“ Hvítt þema í ár „Ég er búin að fara nokkra hringi með skreytingarnar,“ segir Sunna. „Nú er það hvítt, eða hvítt og silfur. Það finnst mér mjög fallegt.“ Hún hefur áður verið með ákveðna liti, segist nota sömu liti kannski í tvö til þrjú ár. „Ég hef verið með gyllt þema og rautt líka.“ Að endingu tekur Sunna það fram að í janúar hefjist nýr tími hjá fjöl- skyldunni. „Þá snýr maður við blaðinu og fer í meinlætalifnað. Við bætum alltaf svolítið á okkur um jól- in, þetta er bara ein stór matar- veisla í desember og þá er ferð í ræktina ekki efst á blaði. Í janúar er þetta svo tekið með trompi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sunna Ólafsdóttir er mikil jólastelpa og í ár er hún með hvítt þema í jólaskreytingunum. Smitandi jólastelpa með allt á hreinu  AÐVENTAN | Tími til að njóta samveru við fjölskylduna Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is DAGLEGT LÍF Humarsnitta Snittubrauð salatblað hvítlaukssósa, tilbúin eða heima- gerð (box sýrður rjómi, 3 hvítlauks- rif, 1 tsk. dijon-sinnep, sletta af sítrónusafa, 2 tsk. hunang, fersk steinselja) soðinn humar ferskur kóríander Brauðið sneitt, salatblað, sósa og soðinn humarhali sett á, skreytt með ferskum kóríander. Hvítlauksristaðir sniglar Tilbúnar brauðskeljar (fæst m.a. í Hagkaupum) ein dós sniglar 2 msk. dijon-sinnep ca 5 hvítlauksrif sletta af rjóma steinselja rifinn ostur Sniglar steiktir í ólífuolíu og hvít- lauk, sinnepi og rjóma bætt við. Sett í skeljar og rifinn ostur yfir. Í ofn ca 10 mín., skreytt með steinselju. Hrátt hangikjöt og melóna Kjötið skorið í bita, borið fram með ferskri melónu sem skorin er í bita. Gráðostadöðlur Döðlur gráðostur beikon Setjið ca eina tsk. af gráðosti á hverja döðlu og vefjið henni inn í beikonsneið. Inn í ofn í ca 8 mín. Kryddlegnar ólífur Slatti af góðri olíu tvær krukkur ólífur, í mismunandi litum, ferskt timian Gráðostadöðlur. Smáréttir og smákökur Sunnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.