Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 36

Morgunblaðið - 20.12.2005, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar virðast hafa komið fram þrjú meginsjónarmið. Í fyrsta lagi að flugvöllurinn verði áfram í mýrinni í breyttri eða óbreyttri mynd. Í öðru lagi að í mýrinni eigi að rísa íbúðabyggð og völlurinn eigi að fara þaðan alveg. Í þriðja lagi að leggja eigi völlinn niður og flytja innanlandsflugið til Kefla- víkurflugvallar (þetta sjónarmið virðist ekki taka neina sérstaka af- stöðu til þess hvað gert verður við Vatnsmýrina). Það sem kallað hefur verið um- ræða um þetta mál hefur í raun- inni ekki verið mikil umræða. Nær lagi að fram hafi farið þrjár ein- ræður samtímis, því málsvarar sjónarmiðanna hafa eiginlega ekki brugðist við neinu af því sem hinir hafa sagt. Menn hafa farið þá leið að hamra á sínu eigin sjónarmiði, segja aftur og aftur sömu hlutina. Þetta er stundum kallað að ætla að „keyra málið í gegn“. Mætti kannski segja að þetta sé „um- ræða með hamri“, svo fengið sé lánað og lítillega breytt orðalag frá Nietzsche. Svo má segja að fjórða sjón- armiðið hafi komið frá samgöngu- ráðuneytinu, sem hefur sagt að það væri æskilegasti kosturinn að flugvöllurinn hyrfi úr Vatnsmýr- inni, en að það sé einungis mögu- legt ef finnist viðunandi valkostur. Ráðuneytið hefur því í raun tekið afstöðu í málinu. Þótt deiluaðilar hafi þannig hver í sínu horni mótað skýra stefnu án þess að bregðast beinlín- is við stefnu hinna hafa þeir allir fært tiltölulega skýr rök fyrir sinni afstöðu. Menn hafa svo hver um sig verið ódeigir við að halda fram sínum rökum, bæði með blaðaskrifum og í umræðuþáttum í sjónvarpi. Það hefur aftur á móti lítið farið fyrir því að menn reyni að svara rökum andstæðinga sinna. Menn láta nægja að leggja fram sín eigin rök og fullyrða svo að það blasi við að þeir hafi rétt fyrir sér. En skyldi vera hægt að bera saman rök deiluaðilanna þriggja (sleppum ráðuneytinu) og komast að því hverra rök séu sterkust? Ef umræða á að skila einhverjum ár- angri hlýtur sá árangur að byggj- ast á því að í ljós komi hver deilu- aðila geti fært sterkust rök fyrir máli sínu. (1) Meginrök þeirra sem vilja hafa flugvöllinn áfram í mýrinni eru þau, að hann sé öryggisatriði fyrir landsbyggðina. Hann tryggi eins skjótan aðgang að besta sjúkrahúsi landsins og mögulegt er miðað við búsetu annars staðar en í Reykjavík. (2) Helstu rök þeirra sem vilja reisa íbúðabyggð í Vatnsmýrinni eru þau, að þróun byggðar í Reykjavík sé afleit og nauðsynlegt sé að sporna við henni. Helsta ástæða þessarar af- leitu þróunar sé sú, að ekki sé unnt að nýta Vatnsmýrina til byggðar á meðan flugvöllurinn er þar. (3) Meginrök þeirra sem vilja fá innanlandsflugið til Keflavíkur virðast vera þau, að það myndi skapa atvinnu á Suðurnesjum, sem ekki er síst nauðsynlegt ef bandaríski herinn skyldi nú vera á förum. Hvernig skyldi nú vera hægt að bera þessi rök saman? Það þarf að byrja á því að spyrja hvers eðlis þau séu, hver um sig. Það er að segja, hver er kjarninn í hverri röksemdafærslu fyrir sig? Til hvaða almenna grundvallaratriðis skírskotar hún? Rök (1) vísa til heilbrigðismála, rök (2) til um- hverfismála og rök (3) til atvinnu- mála. Nánar tiltekið má segja að rök (1) lúti að því að tryggja þurfi fólki sem besta heilsugæslu, rök (2) lúti að því að veita þurfi fólki mannvinsamlegt umhverfi og (3) að tryggja þurfi fólki lífsvið- urværi. Allt snýst þetta því um grunnþarfir, en mismunandi brýn- ar þó. Þá má spyrja hvort eitthvert þessara atriða sé óhjákvæmileg forsenda hinna. Það er að segja, er ógerlegt að vilja eitthvað af þessu nema því aðeins að maður vilji fyrst eitthvað annað af þessu? Síð- an má spyrja: Hvaða tveim þess- ara atriða er ég tilbúinn til að fórna fyrir eitt þessara atriða, og hvaða atriði er það þá sem ég er tilbúinn til að fórna hinum tveim fyrir? Þegar svarið við þessari spurningu liggur fyrir er komið í ljós hvaða rök í flugvallarmálinu eru sterkust. Til að byrja með held ég að heilsugæsla og lífsviðurværi hljóti að rista dýpra en mannvinsamlegt umhverfi (án þess að mikilvægi þess síðasttalda sé hafnað). Maður getur ekki viljað fórna lífi sínu fyr- ir vinsamlegt umhverfi. Rök (1) og (3) ýta því rökum (2) til hliðar í fyrstu umferð. Í annarri umferð held ég að rök (1) ýti svo rökum (3) til hliðar, því að til að geta tryggt sér lífsafkomu verður maður fyrst að tryggja líf sitt. Endanlegt svar við spurningunni er því það, að það er trygging heilsugæslu sem ég er tilbúinn til að fórna trygg- ingu lífsafkomu og uppbyggingu vinsamlegs umhverfis fyrir. Þar sem rök (1) eru við þessa fyrstu sýn sterkust verður um- ræðan um málið fyrst að snúast um þau. Það er að segja, þeir sem halda fram rökum (2) og (3) verða að bregðast við rökum (1) og sýna fram á að þau séu í raun ekki með þessum hætti sterkust, áður en þeir geta leitt sín eigin rök til um- ræðunnar. Ef þeir geta ekki sýnt fram á þetta hljóta rök (1) að halda áfram að vera sterkust, og önnur rök hreinlega koma ekki til umræðu. Það á ekki að tala um þá afstöðu í málinu sem að svo komnu byggist ekki á sterkustu rökunum. (Þess vegna var það bráðræði að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar án þess að gera þar ráð fyrir flug- velli.) Til að komast hjá því að fram fari þrjár samhliða einræður en engin umræða á aðeins að ræða þá afstöðu sem hefur sterkustu for- sendurnar. Einungis það er eig- inleg umræða. Rætt um flugvöll Til að komast hjá því að fram fari þrjár samhliða einræður en engin umræða á aðeins að ræða þá afstöðu sem hefur sterkustu forsendurnar. VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is LJÓS í myrkri er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Hallgrímskirkju á vetrarsólstöðum, annað kvöld kl. 20. Verða þar flutt tónlist og hug- vekjur til stuðnings íslenskri nátt- úru og stendur hópur listafólks úr öllum listgreinum að viðburðinum, sem og samtökin Náttúruvaktin og áhugamenn um verndun víðerna Ís- lands. „Kveikjan er sú að mjög mörgum listamönnum, fræðimönnum og fólki úr ýmsum greinum er annt um verndun hálendisins og vilja gjarnan vekja athygli á þeirri baráttu sem er og hefur verið í gangi um nokkurt skeið, til verndar víðernum Íslands,“ segir Þóra Sigurðardóttir, myndlist- armaður og einn af aðstandendum viðburðarins. Hún bætir við að há- lendið sé endalaus uppspretta inn- blásturs, hvort sem fólk starfar í fræðimennsku, vísindum eða listum. „Það er óheyrilega dýrmætt svæði, og er auðvitað stærsta ósnerta víð- erni Evrópu, ef út í það er farið. Þetta er því ekkert einkamál Íslend- inga, heldur mál sem þarf að vekja athygli á langt út fyrir okkar lands- steina.“ Listafólk úr öllum áttum Á samkomunni koma fram kvart- ettinn amina sem flytur nýtt frum- samið verk helgað íslenskri náttúru, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona sem flytur kvæðið „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvarsson við undirleik Laufeyjar Sigurðardóttur fiðluleik- ara, Ólafar Sesselju Óskarsdóttur sellóleikara og Elísabetar Waage hörpuleikara og Ólöf Arnalds sem flytur frumsamið tónverk. Þá munu Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout flytja íslensk þjóðlög á víólu og steinaspil, Kristinn Sig- mundsson söngvari og Jónas Ingi- mundarson flytja „Draumalandið“ og „In diesen heiligen Hallen“ úr óperunni Töfraflautunni og Hörður Áskelsson kórstjóri og organisti leiða fjöldasöng. Hugvekjur lesa Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur, Katrín Fjeldsted læknir, Ósk Vil- hjálmsdóttir myndlistarmaður og séra Sigurður Pálsson. Kynnir er Arnar Jónsson leikari. Þóra segir stóran hóp listamanna vera tilbúinn að leggja málefnum náttúruverndar lið, og það sjáist meðal annars á tónleikunum á morg- un. Þar komi fram allt frá ungum listamönnum sem eru að feta sín fyrstu skref, á borð við kvartettinn aminu, til reyndari kempa á borð við Kristin Sigmundsson. Í samtali við Morgunblaðið sagði Kristinn það hafa verið sjálfsagt mál þegar leitað var eftir liðsinni hans á tónleikunum. „Mér finnst full ástæða til að menn hugleiði það að náttúran er ekki einhver sjálfsagður hlutur, og við þurfum að standa vörð um hana, hvort sem það er á landinu eða í sjónum,“ sagði hann. Víðtæk andstaða Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en frjáls framlög eru vel þegin við innganginn. Þóra segir að- standendur ekki gera ráð fyrir að öðru en að viðburðurinn standi vel undir kostnaði, þó meginmarkmiðið sé ekki að safna fé. „Fyrst og fremst viljum við vekja athygli á þessu mál- efni og efla samstöðuna um þessa baráttu. Það er þörf á því að fólk átti sig á því hversu víðtæk andstaða er við eyðilegginguna á hálendinu, og fólk finni styrkinn hvort hjá öðru. Það skiptir máli að vera samtaka og að þessi orka komi fram, sem er til staðar hjá fólki í þessa átt,“ segir Þóra Sigurðardóttir að lokum. Náttúruvernd | Tónleikar til stuðnings íslenskri náttúru, Ljós í myrkri, fara fram í Hallgrímskirkju annað kvöld Morgunblaðið/Kristinn Hluti hópsins sem kemur að tónleikunum Ljós í myrkri í Hallgrímskirkju annað kvöld. Samstaðan efld Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarfólkið Steef van Oosterhout og Herdís Anna Jónsdóttir mun leika íslensk þjóðlög á víólu og steinaspil á tónleikunum í Hallgrímskirkju. Ljós í myrkri hefst í Hallgríms- kirkju annað kvöld, miðvikudaginn 21. desember, kl. 20. LEIKGERÐ á hinni nafnkunnu sögu Franz Kafka, Hamskiptunum, er um þessar mundir á fjölum leik- hússins Fura dels Baus í Almeria á Suður-Spáni. Á myndinni sést aðalleikarinn í hlutverki sínu. Reuters Hamskiptin á Spáni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.