Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 37
MENNING
Meðlagsgreiðendur!
Meðlagsgreiðendur, vinsamlega
gerið skil hið fyrsta og forðist
vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands voru hefð-
bundnir; syrpa af jólalögum og efni-
legur einleikari af yngri kynslóðinni
fékk að spreyta sig með hljómsveit-
inni. Í þetta sinn var það Arngunnur
Árnadóttir klarinettuleikari og spil-
aði hún fyrsta kaflann úr konsert í
B-dúr eftir Stamitz. Arngunnur er
átján ára gömul og er nemandi í
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Greinilegt er að hún er bráðefnileg,
hún lék konsertinn af öryggi og
músíkölsku innsæi og var ákaft
fagnað í lokin.
Jólahátíðarforleikur eftir Leroy
Anderson var sömuleiðis prýðilega
leikinn undir fjörlegri stjórn Bern-
harðs Wilkinsonar og þættir úr
Svanavatninu eftir Tchaikovsky
voru stórskemmtilegir, en þar stigu
dansarar úr Listdansskóla Íslands
nokkur nett dansspor á sviðinu. Þá
glaðnaði yfir ungum ballerínum
meðal áhorfenda, enda Svanavatnið
til í Barbíútgáfu á næstu vídeóleigu.
Sjö ára dóttir mín, sem var með mér,
þekkti greinilega söguna í smáat-
riðum og gat útskýrt fyrir mér hvað
var að gerast í ballettinum hverju
sinni. Það var eins gott, því annars
hefði ég ekki skilið bofs.
Halldór Gylfason var kynnir og
var verulega fyndinn. Jólasaga sem
hann sagði um kraftaverk í lífi trúðs
meðal munka var
svo kostuleg að
áheyrendur vein-
uðu af hlátri.
Barnakórar frá
Flúðum og Sel-
fossi undir stjórn
Edit Molnar og
Glúms Gylfason-
ar hefðu hins veg-
ar mátt vera líf-
legri; syrpa af
jólalögum frá Póllandi, Tékklandi og
Ungverjalandi var á köflum allt að
því dapurleg og saknaði ég hins
skæra hljóms sem venjulega ein-
kennir íslenska barnakóra. Kannski
var ofuráhersla lögð á tæknilega ná-
kvæmni í flutningi; vissulega var
söngurinn hreinni en títt er um slíka
kóra. Eða þá að hljómburðurinn í
Háskólabíói skyggði á glansinn í
söngnum.
Kórarnir tóku líka undir í hinu
þekkta lagi Litli trommuleikarinn,
en þar var einleikari hinn níu ára
gamli Ingólfur Gylfason og var hann
pottþéttur í hlutverki sínu.
Lokaatriðið var svipað og í fyrra;
einhver undarlegur náungi birtist
óvænt sem hélt að það ætti að vera
bíósýning. Bjánagangurinn var
skondinn og ólíkt uppákomunni fyrir
ári síðan var manni hlíft við klám-
bröndurum.
En hverjum datt í hug að hafa
kafla úr Eldfuglinum eftir Strav-
insky á dagskránni? Hann var eins
og skrattinn úr sauðarleggnum og
gerði ekkert fyrir tónleikana nema
að lengja þá óþarflega mikið. Eld-
fuglinn er ballett eins og Svanavatn-
ið; af hverju var ekki að minnsta
kosti dansað við hann?
Jónas Sen
Dansað á Sinfóníu-
tónleikum
TÓNLIST
Háskólabíó
Tónlist eftir Anderson, Stamitz, Tchai-
kovsky, Stravinsky, o.fl. Einleikari: Arn-
gunnur Árnadóttir. Stjórnandi: Bern-
harður Wilkinson. Kynnir: Halldór
Gylfason. Fram komu dansarar úr List-
dansskóla Íslands og barnakórar frá
Flúðum og Selfossi. Laugardagur 17.
desember.
Sinfóníutónleikar
Bernharður
Wilkinson
KARLAKÓR Reykjavíkur verður
stöðugt betri; söngur hans um
helgina í Hallgrímskirkju var tals-
vert fágaðri en í fyrra. Í rauninni gat
ég aðeins fundið að tveimur lögum;
Heilig, heilig eftir Schubert var allt
of hægt og flæðið í tónlistinni eftir
því takmarkað, ef nokkuð. Og Lof-
söngur Beethovens var svo remb-
ingslegur að auðheyrt var að kórinn
hafði meiri áhuga á að sýna hversu
sterkt hann gæti sungið en hvað
byggi í tónlistinni.
Annað var hins vegar frábært; Ave
María eftir Bruckner, Slá þú hjart-
ans hörpustrengi eftir Bach, Það ald-
in út er sprungið eftir Prätorius og
margt fleira var fallega mótað og
gætt alls konar blæbrigðum, og var
unaður á að hlýða. Mismunandi
raddir voru í prýðilegu jafnvægi og
heildarhljómurinn var sérlega þéttur
og fókuseraður, hvort sem söngurinn
var sterkur eða veikur.
Sérstaklega verður að nefna Mars
konunganna, franskan jólasöng sem
var ótrúlega skemmtilegur undir
dynjandi trumbuslætti Gísla Páls
Karlssonar.
Einsöngvari var drengjasópraninn
Ísak Ríkharðsson, sem var stórkost-
legur í Panis Angelicus eftir Franck.
Annar drengjasópran, Árni Þór Lár-
usson, ásamt Þóru Sif Friðriksdóttur
sópran kom við sögu í Pie Jesu eftir
Andrew Lloyd Webber. Söngur
þeirra beggja var að mörgu leyti
ágætur; auðheyrt var að þau eru
efnilegir tónlist-
armenn. Þóra Sif
hefur afar fallega,
skæra rödd og
þótt tauga-
óstyrkur hafi
komið í veg fyrir
að hún nyti sín til
fulls á tónleik-
unum var greini-
legt að hún á
framtíðina fyrir
sér sem söngkona.
Drengjakór Reykjavíkur var áber-
andi á dagskránni, kannski fullmikið
miðað við getu, því fremur þreytandi
var að hlusta á loðinn, ómarkvissan
flutning á hverju laginu á fætur öðru.
Á sama tíma var afburða karlakórinn
nánast hafður útundan á tónleik-
unum eftir hlé og fékk ekki að taka
lagið fyrr en undir lokin. Það var ein-
kennilegt. Nóg hefði verið að hafa
drengjakórinn í einu eða tveimur at-
riðum.
Hljóðfæraleikarar voru m.a. Eirík-
ur Örn Pálsson og Ásgeir Stein-
grímsson sem spiluðu á trompet.
Frammistaða þeirra var glæsileg og
Forleikurinn að Te Deum eftir
Charpentier, betur þekktur sem
Evrópulagið, var stórfenglegur í
ríkulegri endurómun kirkjunnar.
Flautuleikur Guðrúnar Birg-
isdóttur var sömuleiðis vandaður en
dálítið feimnislegur á köflum. Og
orgelleikur Lenku Mateovu var pott-
þéttur, en stundum heldur bjartur
fyrir minn smekk. Nauðsynlega dýpt
skorti hér og þar í heildarhljóminn.
Friðrik S. Kristinsson stjórnaði
kórunum og gerði það af nákvæmni.
Greinilegt er að hann hefur unnið
frábært starf með karlakórnum.
Drengirnir hins vegar þurfa mun
meiri þjálfun ef þeir eiga að teljast
frambærilegir á tónleikum sem þess-
um.
Fimir karlar, þreyt-
andi drengir
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór
Reykjavíkur fluttu ýmis lög. Hljóðfæra-
leikarar: Lenka Mateova, Guðrún Birg-
isdóttir, Gísli Páll Karlsson, Ásgeir Stein-
grímsson og Eiríkur Örn Pálsson.
Einsöngvarar: Ísak Ríkharðsson, Árni Þór
Lárusson og Þóra Sif Friðriksdóttir.
Stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. Laug-
ardagur 17. desember.
Kórtónleikar
Jónas Sen
Friðrik S.
Kristinsson
ÁRIÐ 2002 eignuðust Íslendingar í
fyrsta skipti verk úr einni stærstu
kórgrein vest-
rænnar tónlist-
arsögu með Jóla-
óratóríu Johns
Speight. Öllu má
að vísu nafn gefa
núorðið, en þó að
Barn sé oss fætt
[„Unto Us“] sé
aðeins hálfdrætt-
ingur samnefnds
risaverks eftir
Bach að einskærri lengd (og m.a.s.
fúgulaus), þá ætti 67 mínútna flutn-
ingstími vel að duga til að ná við-
unandi lágmarksumfangi.
Hitt má til sanns vegar færa, sem
bæklingsskrifari bendir raunar á, að
jólaóratóríur eru furðufáar á heims-
vísu og teljandi á fingrum, þrátt fyr-
ir þessa mestu gleðitíð kirkjuársins.
Og nánast engar með því fornafni
frá nútíma. Svo hefur verið haldið
fram að gleðileg tilefni henti síður
streituhlöðnu tónmáli 20. aldar en
kvöl og pín. Hvort það hafi örvað
smíði passía og annarra verka
tengdum páskum á kostnað jóla-
verka skal hins vegar ósagt látið, þó
ekki kæmi það manni svosem á
óvart.
Það er því merkilegt hvað tón-
skáldinu tekst að laða mikla fegurð –
og gleði – fram úr tiltölulega fram-
sæknum stíl, jafnvel þótt jaðri á
köflum við dúr og moll. En sem bet-
ur fer eru þeir dagar taldir þá eng-
inn þótti maður með mönnum í aka-
demískri tónsköpun nema allt væri á
hvínandi framúrstefnunótum.
Hreinræktarárátta hefur oftar en
ekki leitt til einnota verka er deyja
fljótt drottni sínum. Enda yrði erfitt
að heyra fyrir sér varanlegt fagn-
aðarerindi Nýja testamentisins und-
ir þvílíkum formerkjum.
Enn lengra er síðan að menn
gengu raulandi út af tónleikum eftir
nýtt verk. Hér finnst varla (frekar
en í flestri annarri nútímamúsík)
aukatekið eftirminnilegt stef er
grípur eyrað við fyrstu heyrn. Aftur
á móti má upplifa Barn er oss fætt
sem stóra mósaíkmynd í tónum, þar
sem litríkt andrúm og fjölbreytt
hljómferli skiptir meira máli en
stakar laglínur. Þar tekst John
Speight með ólíkindum vel upp og
verkar jafnvel innblásinn á stundum.
Alltjent hvetur verkið til end-
urhlustunar umfram mörg önnur
nútímaverk af sömu stærðargráðu.
Það er ekki sízt að þakka frábær-
um flutningi Hallgrímskirkjukór-
anna tveggja, sem ásamt þjálum ein-
söngvurum og fagmannlegum leik
félaganna úr SÍ hleypa hvað eftir
annað verkinu á flug. Auðheyrt er að
stjórnanda er fullkunnugt um hvað
ber sérstaklega að framhefja í þessu
margslungna verki. Heildarútkoman
er eftir því áhrifamikil, enda sam-
stilling, jafnvægi og innlifun flytj-
enda með því flottasta sem ég hef
heyrt í sambærilegum verkum af
svipaðri stærð. Eflaust á diskurinn
eftir að verða talinn meðal hátinda á
ferli Scholae cantorum, Mótettu-
kórsins og Harðar Áskelssonar – og
meðal höfuðdjásna í nýrri íslenzkri
kórtónlist yfirleitt.
Fyrsta ís-
lenzka jóla-
óratórían
TÓNLIST
Íslensk geislaplata
John A. Speight: Jólaóratorían Barn er
oss fætt. Elín Ósk Óskarsdóttir S, Guð-
rún Jóhanna Ólafsdóttir MS, Garðar Thór
Cortes B og Benedikt Ingólfsson B.
ásamt Schola cantorum, Mótettukór
Hallgrímskirkju og strengjum, 2 óbóum,
ensku horni og slagverki úr Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Hörður
Áskelsson. Upptaka í Hallgrímskirkju
12/2002. Hljóðmeistari: Páll Sveinn
Guðmundsson. Tónmeistari: Bjarni Rúnar
Bjarnason. Bæklingsskrif: Valdemar
Pálsson. Lengd: 67:12. Útgáfa og dreif-
ing: Smekkleysa, í samvinnu við ÍTM,
RÚV og SÍ. SMK 41.
Jólaóratóría
John A. Speight
Ríkarður Ö. Pálsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111