Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Auglýsendur!
Tímarit Morgunblaðsins er mest lesna tímaritið í áskrift á
Íslandi. Því er dreift í 60 þúsund eintökum með
sunnudagsblaði Morgunblaðsins til lesenda um land allt.
Nýjasta fjölmiðlakönnun Gallup staðfestir vinsældir Tímarits
Morgunblaðsins, en lestur þess eykst þriðju mælinguna í röð
og er nú 42%.
Allar nánari upplýsingar veita Sigrún Sigurðardóttir í síma
569 1378 eða sigruns@mbl.is, og Bylgja Björk Sigþórsdóttir
í síma 569 1142 eða bylgjabjork@mbl.is
ENGUM dylst, að mikið er að
þorskinum, sem hefur smám sam-
an, með smásveiflum, verið á nið-
urleið. Nú er stofninn 800 þ. tonn
og tveir mjög lélegir árgangar eru
framundan, einn þeirra, 4 ára
þorskur, verður 5 ára
um áramótin og menn
munu sakna hans í
veiðum á næsta ári.
Svo er 1 árs fiskur
mjög lélegur; af hinum
tveimur er annar
þokkalegur. Svona er
hjakkað í áravís og
máttarvöldin beðin um
hjálp. Hafrómenn gefa
óbreytta sýn um for-
sendur og segja lítinn
hrygningarstofn
ástæðuna, en hann
hefur verið á niðurleið
í 40–50 ár. Og ofveiði
er sögð skýringin og
þar með á ábyrgð
fimm ráðherra. En á
einstökum árum hefur
ráðum fiskifræðing-
anna verið fylgt. Þetta
er yfirlýsing um þekkingarskort. –
Aðrir fræðimenn segja, að nýliðun
sé í öfugu sambandi við stofnstærð,
fiskurinn talinn éta undan sér ung-
fiskinn, já, það er dapurlegt líka og
þau dæmi, sem tiltínd hafa verið
um þetta, gefa enga trúverðuga
mynd. Það hlýtur að vera mikið að
þeirri hugmynd, að veiða eigi bara
meira þegar fiskskortur ríkir og
sultur.
Kanadíska þingið bregst við
Mikið er rætt um þorskhrunið í
Kanada um 1990. Þá hvarf stærsti
þorskstofn í norðurhöfum, fyrir
framan nefið á færustu fræðingum
heims. Þingið í Ottawa tók fyrir í
síðasta mánuði skýrslu sjáv-
arútvegsnefndar með mörgum
ályktunum með yfirskriftinni:
„Northern Cod: A failure of Can-
adian Fisheries Management.“ –
„Brestur í veiðistjórn þorsks í Kan-
ada.“ Nefndin hélt fundi í St.John’s
í sept. sl. og hagsmunaaðilar og
vísindamenn voru kallaðir fyrir.
Engum blandast hugur um að
veiðistjórnun brást hrapallega. –
Enginn vafi ríkir um, að togveiðar
stórra skipa næstum
eyddu þorskinum á
úthafssvæðum, en
ekki annar veiðiskap-
ur, sem stundaður var
á grunnmiðum. For-
maður útgerðarmanna
taldi, að hin aukna
veiðitækni (techno-
logy) væri sökin; það
getur bara átt við stór
togskip. Glenn
Blackwood, fram-
kvæmdastjóri Fisher-
ies and Marine
Institute, var í ýmsum
nefndum þegar mistök-
in urðu og tók hann á
sig fulla ábyrgð á vol-
æðinu og þekking-
arskortinum; hvað erf-
iðast var að átta sig á,
að „mestu“ vís-
indamennirnir voru bjartsýnir, en
hinir „minni“ voru svartsýnir. –
Það virtist vera töluverður fiskur á
miðunum undir lokin, en hann var
lélegur og virtist soltinn. Þess
vegna fannst mörgum að hann væri
í hættu. – Þrír þekktir vísindamenn
gáfu skýrslur (testimony) fyrir
nefndinni; deYoung (próf., haf-
fræði), R. Myers, (próf., líffræði) og
J. Hutchings, (próf., líffræði), allir
við Dalhousie-háskólann í Halifax.
Þeir upplýstu um mikinn þekking-
arskort þegar hin örlagaríku mis-
tök urðu. Um það leyti, sem bann
var sett á, var nokkuð um fisk á
miðunum, en hann gat ekki end-
urnýjað sig og ástand er enn að
mestu óbreytt, ef frá eru taldir
undirstofnar á grunnslóðum. –
Hutchings var ekki í miklum vafa
um að eiginleikar einstakra und-
irstofna hefðu breyst erfðafræði-
lega vegna viðvarandi stærðar-
flokkunar eða „þróunarbreytinga,“
en þær gerast hratt þegar „ofveiði“
á sér stað, einmitt þá er hættan á
úrkynjun mest af völdum botn-
vörpu og dragnót. Ýmsir hafa tínt
ýmislegt annað til eins og lækkun
hitastigs um 1990 og afrán sela.
Upplýst var að sams konar kæling
sjávar hefði orðið í byrjun níunda
og einnig áttunda áratugarins og
þá hefði ekkert hrun orðið eða
hættulegar þróunarbreytingar.
Menn hafa bara verið að leita að
öðrum skýringum en þeim sárs-
aukafyllstu, erfðabreytingunum. –
Vísindamennirnir voru allir svart-
sýnir um endurreisn þorsksins, en
ýmsar vísindagreinar Hutchings
sýna, að hafi þorskur hrunið, þá
hefur hvergi reynst mögulegt að
reisa hann við.
Of seint í rassinn gripið?
Nýlega var haldið upp á 40 ára
afmæli Hafró ásamt með Sjáv-
arútvegsráðuneyti með fundi um
ástand þorsks. Af sex fyrirlesurum
voru þrír erlendir sérfræðingar;
einn þeirra var áðurnefndur R.
Myers, sem upplýsti um tilvist und-
irstofna við Kanada og að hið sama
gæti átt við Ísland og að einstakir
undirstofnar geti hafa tortímst.
Hann nefndi einnig skort á
„stórum feitum kerlingum“ (kven-
kyns golþorskur) og erfðabreyt-
ingar í undirstofnum.
Hafró hefur hafið erfðarann-
sóknir á undirstofnum með DNA-
greiningum á lífefni á kvörnum og í
þorski og er það fagnaðarefni. Þó
er ljóst, að niðurstöður verða ekki
líklegar til að breyta veiðiráðgjöf
Hafró á næstunni, en þær sýna
ekki hættulegar erfðabreytingar
innan stofna, sem gerast með vali í
veiðum.
Sjávarútvegsráðherra hefur til-
kynnt, að hann ætli að beita veið-
arfærastjórnun, en það er frávik
frá ráðgjöf Hafró. Hún er afger-
andi nýjung, sem lætur lítið yfir
sér. Með henni má binda veiðileyfi
við veiðarfæri og stöðva frekari
hrörnun þorsks. Hrun lýsir sér
ekki fyrst sem lítil veiði í núinu
heldur sem stöðvun á nýliðun. Ef
lélegur eins árs fiskur birtist í n.k.
vorralli, þá er þorskur við Ísland
hruninn. Útlitið er ekki bjart og
„sultur í sjó“ er vísbending um
steypifall (cascades) afleiðinga af
minnkun þorskstofns (Frank K.T.
o. fl.); þá hafa þeir fiskar, sem áður
voru æti þorsks, náð sér svo á
strik, að þeir hindra uppvöxt smá-
þorsks og þar með nýliða. Hrunið
getur leynst í pípunum.
Er þorskhrun
í pípunum?
Jónas Bjarnason
fjallar um fiskstofninn
Jónas Bjarnason
’Þetta er yf-irlýsing um
þekkingar-
skort.‘
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Fréttir í tölvupósti
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
EFNAHAGSLEGUR stöðugleiki
þjóðarinnar er kominn í uppnám
eftir að kosningavíxill borgarstjóra
var kunngjörður á dögunum. Af-
gerandi kjarabætur borgarstarfs-
manna skekja önnur bæjarfélög en
borgarstjóri ver gjörðir sínar og
segir gangskörina tímabæra, bæði
efnahagslega og eins til að varna
manneklu í lægst launuðu störf-
unum.
Vísir menn skynja þó hættuna
og vara eindregið við launaskriði,
verðbólgu og minni kaupmætti, allt
hlutir sem verst koma niður á lág-
launafólki. Sömu menn skynja þó
ekki þann jarðveg sem ákvörðun
borgarstjóra er sprottinn upp úr.
Mikil undiralda er í þjóðfélaginu,
kraumandi óánægja, ekki með lífs-
kjör, sem klárlega hafa farið batn-
andi, heldur siðferðilegt innræti
opinberra framámanna, endalausar
mótsagnir þeirra, markleysur og
flottræfilshátt. Ráðamenn neita að
taka ábyrgð, neita að taka sönsum
og neita þjóðinni um þá upplýsingu
sem henni ber. Nefni nokkur
dæmi.
Þingmenn skópu eftirlaunalög
nýverið sem eru í hróplegu ósam-
ræmi við annan landslýð, meira að
segja sérsniðnar klásúlur fyrir eina
og örfáa. Kalla þetta leiðréttingu
en hvers vegna þá ekki laun borg-
arstarfsmanna? Ráðherrar tala
fjálglega um kjör eldri borgara,
hvers vegna er þá ekki gerður
skurkur í málunum nú loksins þeg-
ar peningar eru til? Hvar er millj-
arðurinn sem fara átti í fíkniefna-
forvarnir? Hvers vegna borgar fólk
sem vinnur með höndunum 40% í
skatt, fyrirtæki átján og fjár-
magnseigendur tíu? Hvernig dett-
ur forsetanum í hug að taka þátt í
tónleikum lokuðum almenningi?
Hann er sameiningartákn þjóð-
arinnar. Hvernig geta ráðamenn
látið þjóðina horfa upp á endalausa
ósvífni í mannaráðningum hins op-
inbera og hafa lög og hæfniskröfur
að engu? Af hverju er hinn gríð-
arlegi tekjuafgangur ríkissjóðs
ekki nýttur til að borga niður þjóð-
arskuldir í stað þess að stofna til
nýs klafa í formi hátæknisjúkra-
húss? Og ráða til verksins Íslands-
meistara í bruðli og bakkaföllum?
Og hvað á þjóðin að halda með
sparisjóðina og stofnfjárfestana?
Eða bókhald flokkanna? Af hverju
þarf það að vera lokað?
Nei, þegar þjóðin vitnar enda-
lausa óráðsíu, baktjaldamakk og
ósanngirni verður til jarðvegur
sem að lokum leysir úr læðingi
kraft sem kallar á réttlæti. Við get-
um líka kallað þennan kraft öfund,
ábyrgðarleysi eða eiturmall sam-
fylkingarinnar en ekkert breytir
þeirri staðreynd að jarðvegurinn
er sprottinn af ósæmilegri hegðan
ráðamanna sem eiga hvorki né
mega skerma sig af og hirða fyrstu
og feitustu bitana. Haldi þeir upp-
teknum hætti halda innviðir þjóð-
arinnar áfram að morkna og við
verðum öll eins og Sylvía Nótt.
LÝÐUR ÁRNASON,
Hrannargötu 2, Flateyri.
Atlaga eða tímabært?
Frá Lýði Árnasyni
Jörðin mín og Jörðin þín
Hví skyldu í heiminum milljónir
þjást?
Hví er á Jörðinni skortur af ást?
Hví skyldu’ ekki mennirnir meir
um það fást?
Hví megna’ ekki þjóðirnar við það
að kljást
Ef tengdum í kærleika hendi við
hönd,
ef huga við lyftum, að styrkja þau
bönd.
Ef umhyggju léðum að sérhverri
strönd,
ef skilningur ríkti og góðvild um
lönd.
Þá birti í heimi af hamingjusól,
þá hefðu börnin öll fæði og skjól.
Þá væri friðsælt og fagurt hvert
ból,
þá fengi mannkynið gleðileg jól.
FRIÐRIK ÞÓRÐARSON,
bókari, Norðurbyggð 14,
Akureyri.
Hugleiðing
á aðventu
Frá Friðriki Þórðarsyni
Sveit Eðvarðs Hallgrímssonar
efst í Kópavogi
Þá er aðalsveitakeppninni lokið
hjá Bridsfélagi Kópavogs með
öruggum sigri sveitar Eðvarðs
Hallgrímssonar. Með honum
spiluðu Björn Friðriksson, Júíus
Snorrason, Eiður M. Júlíusson,
Leifur Aðalsteinsson og Böðvar
Magnússon.
Lokastaðan:
Eðvarð Hallgrímsson 169
Allianz 153
Guðlaugur Sveinsson 147
Loftur Pétursson 145
Að lokinni sveitakeppninni var
spilaður tvímenningur, 14 spil.
Hæsta skor NS:
Loftur Pétursson – Sigurjón Karlsson 99
Þórður Jörundss. – Vilhjálmur Sigurðss. 98
Ólafur Lárusson – Skúli Sigurðsson 95
AV:
Eðvarð Hallgrsson –
Ingvaldur Gústafsson 109
Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 99
Björn Jónsson – Þórður Jónsson 98
Næsta spilakvöld verður 5. jan-
úar. BK óskar öllum bridsspilurum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju
spilaári.
Jólabrids í Gullsmára
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 12 borðum
fimmtudaginn 15.12. Miðlungur 220.
Efst vóru í N/S:
Ernst Backmann – Haukur Ísaksson 279
Dóra Friðleifsd. – Jón Stefánsson 273
Aðalbjörn Benediktsson
– Leifur Jóhannesson 246
Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðss. 233
A/V
Gunnar Sigurbjörnsson
– Hinrik Lárusson 270
Heiður Gestsd. – Oddur Jónsson 255
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorbergsd. 243
Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 242
Síðasti spiladagur fyrir jól, Jóla-
brids, mánudaginn 19.12. kl. 12.45 á
hádegi.
Fádæma fín fásveitakeppni
á Akureyri
Sunnudaginn 18. desember náðist
aðeins í 2 borð en spilamennskan
var mjög skemmtileg. Frímann átti
29 ára afmæli og mætti með veit-
ingar sem gengu vel í mannskap-
inn.
Úrslitin í fásveitakeppninni urðu:
Gissur Gissurarson – Hans Viggó +41
Björn Þorláksson
– Frímann Stefánsson +19
Sveinbj. Sigurðss. – Sigurður Marteinss. -9
FEB Hafnarfirði
Föstudaginn 16. desember var
spilað á 9 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S:
Sverrir Jónsson – Oddur Jónsson 264
Bjarnar Ingimarsson
– Friðrik Hermannsson 262
Albert Þorsteinsson
– Sæmundur Björnsson 248
A/V
Ingimundur Jónss. – Helgi Einarsson 279
Þorvarður S. Guðmss. – Jón Sævaldss. 237
Heiðar Þórðarson – Sigríður Gunnarsd. 227
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson