Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 49
MINNINGAR
✝ Hermann Guð-mundsson, fyrr-
verandi stöðvar-
stjóri Pósts og síma,
fæddist í Botni í
Súgandafirði 12.
júní 1917. Hann lést
mánudaginn 12. des-
ember síðastliðinn,
88 ára að aldri. For-
eldrar hans voru
Guðmundur Ágúst
Halldórsson bóndi í
Botni og kona hans
Sveinbjörg Her-
mannsdóttir hús-
freyja. Ólst hann þar upp til tíu ára
aldurs og á Suðureyri til fullorðins-
ára. Hermann átti tvö systkini, auk
þess einn bróður samfeðra og eina
uppeldissystur. Þau eru öll látin.
Hermann stundaði nám í Hér-
aðsskólanum á Núpi í Dýrafirði
1934-1936 og við Samvinnuskólann
í Reykjavík 1939- 1940.
Hinn 2. febrúar 1946 kvæntist
Hermann Þórdísi Ólafsdóttur, f.
2.5. 1922, d. 2.7. 1982, húsmóður.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þ.
Jónsson, vélstjóri og formaður, og
Jóna M. Guðnadóttir húsfreyja.
Þau bjuggu lengst af í Súg-
andafirði. Börn Hermanns og Þór-
dísar eru: 1) Sólrún, f. 7.10. 1945,
búsett í Reykjavík, á eina dóttir og
tvö barnabörn. 2) Sveinbjörg, f.
25.12. 1946, d. 14.12. 2001, hjúkr-
unarfræðingur, var búsett í Hafn-
arfirði, gift Hlöðver Kjartanssyni
hrl. og eru börn þeirra fjögur og
þrjú barnabörn. 3)
Herdís Jóna, f. 24.6.
1949, búsett í Þorláks-
höfn, gift Gísla Vil-
hjálmi Jónssyni skip-
stjóra og eru börn
þeirra þrjú og eitt
barnabarn. 4) Guð-
mundur Óskar, f. 25.5.
1950, búsettur á Pat-
reksfirði, kvæntur
Bryndísi Einarsdóttur
og eru börn þeirra
þrjú og fjögur barna-
börn. 5) Halldór Karl,
f. 6.12. 1958, búsettur
á Bíldudal og á hann einn son.
Hermann var starfsmaður hjá
Kaupfélagi Súgfirðinga á Suður-
eyri 1941 til 1946, stöðvarstjóri
Pósts og síma á Suðureyri 1946–
1973 og stöðvarstjóri sömu stofn-
unar á Akranesi 1973–1988 er
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Hermann var oddviti í hrepps-
nefnd Suðureyrarhrepps í átta ár
en í nefndinni sat hann í tvo ára-
tugi. Hann var formaður Sjúkra-
samlags Suðureyrar í þrjátíu ár og
formaður deildar stöðvarstjóra í
Félagi símamanna um skeið. Her-
mann hefur starfað í Oddfellow-
reglunni, var stofnandi Lions-
klúbbsins Súganda á Suðureyri og
starfaði með Lionsklúbbi á Akra-
nesi.
Útför Hermanns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Í dag er kvaddur hinstu kveðju
Hermann Guðmundsson. Hann
fæddist í Botni í Súgandafirði og
lést í Reykjavík meira en áttatíu og
átta árum síðar.
Á Suðureyri stóð Hermann lengi
í fylkingarbrjósti og vann þar að
mörgum mikilvægum framfaramál-
um. Hann var þátttakandi í útgerð,
rak verslun og hafði margt fleira á
sinni könnu. Hann tók virkan þátt í
félagsmálum. Margir minnast hans
með mikilli hrifningu þegar hann
lék í leiksýningum leikfélagsins.
Allt þetta rækti Hermann af alúð
meðfram starfi sínu sem stöðvar-
stjóri Pósts & síma.
Fyrstu kynni mín af Hermanni
voru þegar ég sem drengur var í
sveit á Norðureyri og heyrði í hon-
um í talstöðinni. Þá er ég stundaði
ungur sumarvinnu á Suðureyri.
Fyrir alvöru hófust kynni okkar þó
fyrir þrjátíu og þremur árum, þeg-
ar við Svenný mín festum ráð okkar
á heimili hans og Dísu, kærrar
tengdamóður minnar, sem ég minn-
ist með virðingu. Engan skugga
hefur borið á trausta vináttu okkar
síðan.
Hermann var hraustmenni bæði
á sál og líkama. Dugnaðarmaður í
öllu sem hann tók sér fyrir hendur.
Yfir öllu hans fasi var reisn og virð-
ing. Hann var skapfestumaður og
lét ekki hlut sinn fyrir neinum.
Hann var rammur að afli. Á Suður-
eyri mun enginn hafa lagt hann í
sjómann. Hann var gamansamur og
skemmtilegur maður. Hann var
ræðumaður góður og hafði yndi af
kveðskap. Góð vísa eða saga veitti
honum ómælda ánægju. Hann
stundaði laxveiði áður fyrr með
góðum vinum. Samneytið við þá var
honum ekki minna yndi. Hann var
traustur vinur vina sinna, en lá ekki
á því sem honum kunni að mislíka.
Hann var hreinskiptinn svo ekki
líkaði öllum. Hann kunni sannar-
lega að gleðjast í góðra vina hópi.
Hann naut lífsins meðan heilsan
leyfði sem var nær allt hans líf.
Að leiðarlokum minnist ég
tengdaföður míns og vinar með
söknuði. Þakka ber að hann átti
langt og gott líf, þrátt fyrir sorgir
eins og aðrir menn.
Er hann nú kært kvaddur. Bless-
uð veri minning Hermanns Guð-
mundssonar.
Hlöðver Kjartansson.
Þegar maður sest niður og setur
á blað hugleiðingu í minningu vinar
renna minningarnar í gegn um hug-
ann. Ég kynntist verðandi tengda-
foreldrum mínum, þeim Hermanni
og Dísu, veturinn 1975 á árshátíð
Súgfirðingafélagsins sem haldin
var á Hótel Sögu. Ég var að sjálf-
sögðu búinn að kvíða fyrir en það
var auðvitað óþarfi eins og hjá flest-
um á slíkum stundum. Ég hafði
kynnst Heddu, dóttur þeirra, fáum
mánuðum áður og var nú komið að
því að sýna piltinn hennar foreldr-
um, ættingjum og vinum. Mér er
minnisstætt hvað þau Hermann og
Dísa voru glæsileg hjón og tóku
mér afar vel strax í upphafi. Síðan
þróaðist með okkur vinátta sem
engan skugga bar á meðan þau
lifðu, en Dísa lést úr krabbameini
1982 rétt sextug. Hermann saknaði
hennar mjög og minntist hennar oft
og síðast hafði hann orð á því við
mig fyrr á þessu ári hvað hann vildi
hafa notið samvista við hana lengur
en varð.
Hermann var stöðvarstjóri Pósts
og síma nánast allan sinn starfsald-
ur, fyrst á Suðureyri 1946–1973 og
á Akranesi 1973–1988. Á Suðureyri
gegndi hann ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir byggðarlagið, var í
hreppsnefnd í rúma tvo áratugi, þar
af oddviti í átta ár. Hermann var
talnaglöggur með besta móti, heið-
arlegur og vandvirkur með allt sem
hann tók sér fyrir hendur. Þau hjón
ráku saman bókabúð í fjölda ára á
Suðureyri og síðan verslunina Val-
fell á Akranesi þar til Dísa missti
heilsuna. Hann var virkur í fé-
lagsmálum alla tíð, var m.a. öflugur
í leikfélaginu á Suðureyri og fór
gjarnan með aðalhlutverk eins og
t.d. Skugga-Svein í Útilegumönnum
Matthíasar Jochumssonar og mörg-
um fleiri . Hann var vinsæll þar sem
fólk kom saman og flutti þá gjarnan
ræður við ýmis tækifæri, svo sem
þegar vinir fögnuðu áfanga, stóraf-
mælum, við brúðkaup eða á öðrum
sambærilegum stundum. Tækifær-
isræðurnar hans Hermanns voru
jafnan blandaðar léttum húmor og
sagði þá gjarnan gamansögur sem
fáum tókst betur.
Hermann var mjög lengi félagi í
Oddfellowreglunni, allt til dauða-
dags, og lengst af virkur. Einnig
starfaði hann um árabil í Lions,
fyrst á Suðureyri og síðan á Akra-
nesi. Hermann átti góð ár á Akra-
nesi og eignaðist þar fjölda góðra
vina sem hann bar mikla virðingu
fyrir. Eftir að hafa búið nokkur ár á
Höfðagrund 10 á Akranesi flutti
Hermann til Reykjavíkur og settist
að í fjölbýli ætlað eldriborgurum í
Hraunbæ 103. Það sem ýtti undir
að hann flytti sig um set var að fólk-
ið hans bjó flest á svæðinu og ekki
síst að hans góði vinur, Trausti
Friðbertsson, bjó í þessu sama húsi.
Ekki er hægt að minnast Her-
manns öðruvísi en geta þeirra fé-
laga hans og vina, þeirra Trausta og
Jóhannesar Jónssonar, en þeir þrír
voru bundnir órjúfanlegum vináttu-
böndum. Þær voru margar ferðirn-
ar sem þeir félagar fóru bæði inn-
anlands og utan, ásamt eiginkonum
sínum. Þeir voru líka góðir vinir
Hermann og Óskar Kristjánsson,
en Óskar var nokkru yngri en hinir.
Nú eru þeir allir búnir að kveðja,
Trausti árið 2002 og hinir þrír á
þessu ári.
Hermann var góður bridgespilari
og spilaði lengi vel tvo daga í viku
en síðasta ár einu sinni í viku þegar
heilsa hans og spilafélaganna leyfði.
Hann hafði mikla ánægju af hvers-
konar spilamennsku og þegar eng-
an var að fá til að spila við þá lagði
hann kapal sér til ánægju.
Hermann bar mikla umhyggju
fyrir börnum sínum, bar velferð
þeirra og fjölskyldna þeirra mjög
fyrir brjósti. Ekki leið sá dagur
þegar ég var á sjó að hann leitaði
ekki frétta af veðri og veiðum. Þeg-
ar aldurinn færðist yfir, sjón og
heyrn fóru að gefa sig, seldi hann
bílinn sinn og treysti á okkur ætt-
ingjana að hjálpa sér með smá við-
vik tengt daglegum rekstri heimilis.
Það voru margar ferðir sem við fór-
um saman í Bónus, bankann og
stundum var stefnan tekin á Múla-
kaffi og borðaður hádegismatur.
Ekki spillti fyrir ef á matseðlinum
var saltkjöt og baunasúpa en slíkar
kræsingar voru í uppáhaldi hjá báð-
um. Við höfðum skipulagt eina slíka
ferð þegar ég kæmi í jólafrí. Sú ferð
verður ekki farin, í bili að minnsta
kosti.
Sveinbjörg dóttir Hermanns lést
frá fjölskyldu sinni, eiginmanni og
fjórum börnum fyrir fjórum árum
og syrgði hann dóttur sína mjög.
Hún mamma mín sagði gjarnan
þegar hún frétti lát eldra fólks:
„Mikið var það dýrmætt.“ Þetta
skildi ég ekki, að það væri gott að
einhver dæi. Þetta var nokkuð sem
ég fékk betri skilning á þegar ég
kynntist lífinu betur.
Ég þakka Hermanni samfylgdina
og veit að hann hefur auðgað líf
mitt. Aðstandendum öllum sendi ég
samúðarkveðjur.
Gísli V. Jónsson.
Látinn er Hermann Guðmunds-
son, fyrrv. póstmeistari á Súganda-
firði og Akranesi, en hann hafði átt
við talsverða vanheilsu að stríða
undanfarin misseri.
Okkar fyrstu kynni af Hermanni
og fjölskyldu urðu þegar hann
gerðist póstmeistari á Akranesi í
byrjun árs 1974, en áður hafði hann
gegnt sams konar starfi á Súganda-
firði.
Kona hans var Þórdís Ólafsdóttir
og áttu þau fimm börn, þrjár stúlk-
ur og tvo drengi.
Þórdís lést langt um aldur fram
árið 1982, aðeins sextug að aldri, en
þá var Hermann 65 ára. Heimili
þeirra Þórdísar og Hermanns var
ætíð opið okkur, gestrisni var þar í
hávegum höfð eins og best verður á
kosið og fyrir það viljum við færa
kærar þakkir.
Hermann gekk í Oddfellowregl-
una 1955 á Ísafirði, en við komuna
til Akraness gekk hann til liðs við
stúkuna Egil hér á Akranesi. Hann
varð strax mjög ötull félagi og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
fyrir regluna.
Hermann var mikill gleðigjafi,
átti mjög auðvelt með að segja frá
og ætíð var mikil gleði og léttleiki í
kringum hann. Við ásamt nokkrum
bræðrum úr stúkunni stofnuðum
ferðaklúbb sem við nefndum Apa-
vatnshópinn, fyrstu ferðirnar voru
farnar að Apavatni þar sem síma-
menn áttu stóran og góðan bústað
en Hermann hafði forystu um að fá
hann leigðan. Frá 1984 hefur þessi
hópur ferðast saman, fyrst að Apa-
vatni og síðan vítt og breitt um
landið, nær óslitið í öll þessi ár.
Hermann var óborganlegur og reif-
ur og hafði ávallt eitthvað til mál-
anna að leggja. Viljum við því fyrir
hönd Apavatnshópsins og Oddfell-
owreglunnar á Akranesi þakka
Hermanni frábær störf og kynni.
Að lokum vottum við aðstandend-
um okkar dýpstu samúð. Minningin
um góðan vin gleymist ekki.
Hörður Pálsson,
Sigurður Ólafsson.
HERMANN
GUÐMUNDSSON
Hugheilar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð, umhyggju og einstakt
vinarþel við andlát og útför okkar ástkæra
KARLS MARKÚSAR BENDERS
verkfræðings,
Freyjugötu 34,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hrafnhildur Ástþórsdóttir,
Elín Sigríður Markúsdóttir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR METHÚSALEMSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðar fyrir umönnun
Guðrúnar á liðnum árum.
Ragna Magnúsdóttir, Magnús Aðalbjörnsson,
Finnur Magnússon, Guðrún Stefánsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir, Arngrímur Brynjólfsson,
barnabörn og langömmubörn.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og útför eiginmanns míns,
MAGNÚSAR VALS ÞORSTEINSSONAR,
Gaukshólum 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks líknardeildar
Landspítala og Karitasar fyrir hlýhug og góða
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Súsanna Pálsdóttir og synir.
Við sendum hugheilar þakkir öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og stuðning við fráfall og út-
för elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
SÓLEYJAR ÞÓRARINSDÓTTUR
frá Suðureyri
við Tálknafjörð.
Einnig sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynn-
ingar Krabbameinsfélagsins.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Alúðarþakkir fyrir allt.
Ólafur Magnússon og fjölskylda.
Hjartans þakkir fyrir samúð, hlýhug og vinsemd
okkur sýnda vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
BJÖRNS VIGNIS SÆMUNDSSONAR,
Ránarbraut 9,
Vík í Mýrdal.
Kolbrún Matthíasdóttir,
Matthías Jón Björnsson, Hafdís Þorvaldsdóttir,
Ingi Már Björnsson, Hjördís Rut Jónsdóttir,
Kristín G. Ólafsdóttir
og barnabörn.
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.350 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR