Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 60

Morgunblaðið - 20.12.2005, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ofurpæjan Silvía Nótt varð landsþekkt ástuttum tíma fyrr í sumar. Foreldrarhennar eru Gaukur Úlfarsson kvik-myndagerðarmaður og Ágústa Eva Er- lendsdóttir, sem jafnframt túlkar Silvíu sjálfa. „Hugmyndin að persónunni kviknaði þegar við Ágústa ætluðum að fara að vinna eitthvað saman,“ byrjar Gaukur. „Ég hef verið að vinna í þessum bransa í sjö til átta ár og það var í fyrsta sinn lítið að gera hjá mér. Við ákváðum því að búa eitthvað til.“ Upphaflega átti Silvía Nótt þó að vera hluti af stærri þætti þar sem áttu að koma við sögu fleiri persónur. „Þetta átti upphaflega að vera þáttur með tveimur þáttastjórnendum, Ágústu og einum strák þar sem Silvía kæmi við sögu ásamt hinum og þessum karakterum en við fundum bara aldrei neinn sem okkur fannst henta. Við ákváðum þá að veðja bara alfarið á Silvíu og kynntum hana fyrir Helga Hermannssyni sem þá var dagskrárstjóri Skjás Eins sem leist strax vel á hugmyndina,“ segir Gaukur. „Þá fórum við í það að þróa karakter Silvíu betur og gera hann dýpri, það eina sem við vorum búin að ákveða var að hún væri afar grunn, hugsaði bara um peninga og frægð. Út frá því fórum við svo að skrifa sögu hennar. Grunnhugmyndin á bakvið hana var þó alltaf að hún er einhvers konar anti- kristur, það er ekkert andlegt við hana. Hún er al- veg ofurlseld efnishyggjunni, peningum, frægð og útlitsdýrkun.“ Þau Gaukur og Ágústa sköpuðu Silvíu Nótt sam- an frá upphafi og segir Gaukur að allt verkefnið hafi verið tveggja manna verk frá upphafi. „Í fyrstu þáttaröðinni sáum vð tvö um allt sem kom að þáttagerðinni og skiluðum þáttunum full- unnum í hús. Það var að sjálfsögðu rosalega mikil vinna og eftir fyrstu þáttaröðina í sumar vorum við orðin ansi lúin. Í seinni þáttaröðinni fengum við svo liðsauka og það munaði öllu.“ Guð er 90’s! En hver skyldi heimspekin vera á bakvið Silvíu Nótt? „Í fyrri þáttaröðinni voru flestir þættirnir dæmi- sögur. Flestir þættirnir byrjuðu á gífurlegum yf- irlýsingum hennar um einhver markmið sem hún ætlaði sér að ná en sem enduðu öll með einhverjum ógurlegum niðurlægingum Silvíu. Hennar hug- myndir um hamingju eru að ná í tiltekinn strák, eignast ákveðinn bíl eða fá samning við þetta og hitt fyrirtækið. Hún eltir hamingjuna í þessum hlutum og dæmisögurnar ganga útá það að lífs- hamingjuna er að sjálfsögu ekki að finna á þessum stöðum,“ segir Gaukur. „Ég hef alveg sjálfur bragðað á því að það fæst engin hamingja í þessum efnislegu hlutum en Silvíu myndi aldrei detta í hug í að leita að hamingjunni í því að gera eitthvað fyrir aðra en sjálfa sig. Það er þó mín lífsskoðun að tilgangur lífsins sé að vera öðrum innan handar og hugsa sem minnst um sjálf- an sig. Ég er alveg ófeiminn við að segja frá því að ég er trúaður, það er Silvía ekki en henni finnst Guð vera 90’s!“ Gaukur segir þættina því deila talsvert á trúleysi nútímamanna. „Ég held að of mörgum í dag finnist trúin ekki skipta miklu máli, hún sé eingöngu ef þú lendir í vandræðum,“ segir hann. „Stærsta ádeilan er kannski sú að við erum farin að hugsa of mikið útfrá efnishyggjunni og hugsum of lítið um Guð og trúna. Trúin er mikið feimnismál að mínu mati, það eru fáir sem lýsa því yfir op- inberlega að þeir séu trúaðir. Trúin er þó i mínu til- felli það sem hefur fært mér hvað mesta hamingju í lífinu. Ég vil þó taka það skýrt fram að það hefur ekki með nein trúfélög að gera.“ 200 tölvupóstar Þrátt fyrir áðurnefnda lesti Silvíu Nætur segir Gaukur það hafa verið nauðsynlegt að gefa henni einhverja eiginleika sem fólki líkaði við. „Hún mátti ekki vera of andstyggileg. Það verð- ur að vera eitthvað viðkunnalegt eða mannlegt við hana. Ef henni myndi takast öll ætlunarverk sín þá myndi maður eflaust hata hana en þar sem hún er mannleg líka rennur hún iðulega á rassgatið,“ segir hann. Silvía Nótt hefur átt miklum vinsældum að fagna hér á landi síðan hún lét fyrst að sér kveða fyrr í sumar. Hún var meðal annars kjörin sjón- varpsmaður ársins á nýafstaðinni Edduverð- launahátíð og þátturinn bestu skemmtiþátturinn. Hverju þakkar Gaukur vinsældir hennar? „Ég vil auðvitað trúa því að það sé vegna þess að við lögðum mjög hart að okkur við gerð þáttanna og vönduðum okkur mikið. Svo vorum við líka mjög heppin, ég held að Silvía hafi verið réttur hlutur á réttum tíma,“ segir Gaukur. Hann segir viðbrögð fólks hafa verið mikil frá upphafi. „Við lögðum upp með frekar óhefðbundna kynn- ingarherferð áður en fyrsti þátturinn var sýndur. Ágústa var óþekkt og við unnum út frá því að Silvía Nótt væri ósvikin persóna. Það kom mér þó á óvart þegar fyrsti þátturinn fór í loftið hversu stór hluti áhorfenda trúði því að hún væri raunveruleg. Ágústa gerði þetta auðvitað mjög vel og varð í rauninni þessi karakter. Þrátt fyrir að flestir viti nú að hún er á bakvið Silvíu er eins og það sé einhver hópur fólks sem vill eigna henni einhverja eig- inleika Silvíu Nætur,“ segir Gaukur en viðurkennir að viðbrögðin í kjölfarið hafi komið sér á óvart. „Eftir fyrsta þáttinn fengum við hátt í 200 tölvu- pósta en Silvía var alveg satanísk í fyrsta þættinu, fór í Kolaportið og var að tala um útlendinga og skítugt fólk. Það voru kannski fjórar jákvæðar tölvupóstsendingar en restin jaðraði við morðhót- anir. Þegar ég las fyrstu 20 bréfin var ég rosa ánægður og sá fyrir mér gríðarlega mikið umtal en þegar ég hélt lestrinum áfram fóru að renna á mig tvær grímur. Ég fór að hafa áhyggjur af því að Ágústa gæti ekki lengur farið út úr húsi.“ Hann segir það þó ekki hafa komið til greina að hætta við. „Auðvelda leiðin út hefði verið að stíga fram og segja að þetta væri grín og að Silvía væri tilbún- ingur. Þá hefðum við þó eyðilagt allt fyrir okkur, það á ekki að útskýra efni afþessu tagi,“ segir hann. „Við urðum þó vör við margar kjaftasögur um Silvíu, en það sem fæstir vita er að við bjuggum þær flestar til sjálf, einsog þá vinsælustu, um að pabbi Silvíu eigi stóran hlut í Skjá Einum og þarafleiðandi var skýring komin á hversvegna Silvía fékk þáttinn sinn. Þessi saga lifir góðu lífi enn í dag.“ Gaukur segist Skjá Einum afar þakklátur fyrir tækifærið og traustið sem þeim Ágústu var sýnt. „Við fengum að ráða okkur alveg sjálf,“ segir hann. Gaukur segir þau Ágústu vera í fríi núna frá sköpunarverkinu enda hafi stór hluti ársins farið í að sinna Silvíu á alla kanta. Hann sagði að lokum allsóvíst hvort vænta væri meira frá hinni kok- hraustu Silvíu í framtíðinni. Silvía Nótt átti einhverja eftirminnilegustu innkomu í íslenskt sjónvarp á árinu. Birta Björnsdóttir ræddi við Gauk Úlfarsson, annan skapara Silvíu Nætur, um hug- myndina að baki persónunni sem allir elska að hata. Silvía Nótt er einhvers konar anti-kristur birta@mbl.is Þeir sem misstu af Silvíu Nótt í sjónvarpinu þurfa ekki að örvænta. Fyrsta þáttaröðin er komin út á mynddiski. Morgunblaðið/RAX „Við urðum þó vör við margar kjaftasögur um Silvíu, en það sem fæstir vita er að við bjuggum þær flestar til sjálf,“ segir Gaukur Úlfarsson, annar hugmyndasmiðurinn á bak við Silvíu Nótt. Morgunblaðið/Eggert Ágústa Eva Erlendsdóttir sem Silvía Nótt. Innbrotsþjófar létu greipar sópaum heimili fyrirsætunnar Claud- iu Schiffer í Notting Hill í London. Þeir tóku verðmæti fyrir hundruð þúsunda á meðan fjölskyldan svaf vært á efri hæðinni. Þjófarnir tóku fartölvu og mynda- vél með fjölskyldumyndunum og þótti fyrirsætunni og eiginmanni hennar, kvikmyndaframleiðand- anum Matthew Vaughn, víst hræði- legt að vita af þjófunum á kreiki á meðan þau sváfu í húsinu. Nýlega hefur verið hrina af inn- brotum hjá fræga fólkinu í London, þar á meðal Elle MacPherson og Geri Halliwell sem búa í sama hverfi. Fólk folk@mbl.is Leikkonan Lindsay Lohan tekurvið sem andlit tískuhússins Chanel af fyrirsætunni Kate Moss. Chanel sagði upp samningnum við Kate Moss þegar hún var mynduð við kókaínneyslu í upptökustúdíói í London. Lohan og Moss hafa nýlega kynnst og sást til þeirra snæða sam- an á kaffihúsi í Beverley Hills fyrr í mánuðinum. Að sögn Lohan er Kate Moss táknmynd tískunnar í hennar huga. A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Lið-a-mót FRÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.