Morgunblaðið - 20.12.2005, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ástin lífgar
þig við.
KING KONG kl. 5 - 7 og 9 b.i. 12 ára
Harry Potter og eldbikarinn kl. 6 og 9 b.i. 10 ára
Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 6
Green Street Hooligans kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára
Noel kl. 6 og 8
Lord of War kl. 10 b.i. 16 ára
Reese
Witherspoon
Mark
Ruffalo
FRÁ ÓSKARSVERÐ
LAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON
E.P.Ó. / kvikmyndir.com
S.U.S. / XFM 91,9
V.J.V. / topp5.is
S.V. / Mbl.
A.B. / Blaðið
Ó.H.T / RÁS 2
Stattu á þínu og
láttu það vaða.
AÐ fyrsta stúlknasveit Íslands skuli
hafa verið nefnd eftir gerviefni þótti
mér mikil snilld og sýndi að höf-
undar sveitarinnar hefðu vel til
fundna kímnigáfu fyrir sjálfum sér
og því brölti sem hefur verið í kring-
um sveitina. Eftir að hafa hlýtt á
þessa aðra plötu sveitarinnar klingir
þetta nafn þó nánast óþægilega. Það
stendur því miður ekki steinn yfir
steini á Góðum hlutum.
Fyrsta plata Nylon, sem út kom
fyrir síðustu jól, er vel heppnuð
plata. Þó að lagasmíðarnar hafi að
sönnu verið upp og ofan var hljómur
hennar góður, eitthvað sem bar hana
uppi. Platan rann ljúflega um eyrun
og upptökulega hlið plötunnar náði
að breiða yfir ámátlegar lagasmíðar.
Því er ekki að heilsa hér. Upp-
tökur og áferð laga er á stundum
gamaldags, jafnvel fer fyrir sjoppu-
legum hljóm. Verst er þó með lögin
sjálf sem eru afskaplega slök. Ein-
staklega fyrirsjáanleg þannig að eft-
ir tvær, þrjár hlustanir er maður
orðinn leiður. Tökulögin eru þá ekk-
ert sérstök.
Furðulegt verður þá að teljast að
ekkert lag hér, fyrir utan „Dans
dans dans“ er frískt og fjörugt. Öll
eru lögin í rólyndistakti og dragnast
áfram fremur máttleysislega. Nú er
það vel þekkt í þessum geira að eftir
því sem á líður í ferli stráka/
stelpnasveita fara „fullorðinslegri“
plöturnar að koma út. Ungæðis-
hamnum er kastað og tilraun gerð til
að koma með „innhaldsríkari“ tón-
list. Venjulega misheppnast slíkar
æfingar, enda sveitirnar þá í raun í
mótsögn við sjálfar sig. Þessi þrosk-
aði bragur einkennir nokkuð „Góða
hluti“ og er engan veginn að gera
sig. Þessar stúlkur eru einfaldlega of
ungar fyrir þennan miðaldra gír.
Ég hef ekki nokkurn skapaðan
hlut á móti Nylon, það mætti frekar
segja að ég „fíli“ þær og þennan
bransa sem þær tilheyra. Markaðs-
og framleiðslupopp hefur margt til
brunns að bera, þ.e. ef rétt er staðið
að málum. Þessi skrif koma frá
manni sem varð fyrir sárum von-
brigðum, þau eru ekki vegna mein-
fýsi.
Nú er meistari Einar Bárðarson
búinn að lóðsa sveitinni inn á Bret-
landsmarkað og plata fyrir erlendan
markað er í bígerð. Megi það ganga
sem best. Vonandi verður þessari
snautlegu plötu þó sem minnst teflt
fram í þeim þreifingum.
Allt búið?
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Nylon eru Alma Guðmundsdóttir, Stein-
unn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara
Ósk Elíasdóttir og Emilía Björg Ósk-
arsdóttir. Lög og texta eiga Friðrik Karls-
son, Einar Bárðarson, Alma Guðmunds-
dóttir, Óskar Páll Sverrisson, Anthony
Griffiths, Christopher Griffiths og Nylon.
Tvö tökulög eru á plötunni, eitt þeirra er
eftir Magnús Eiríksson en annað er eftir
þá Gunnar Þórðarson og Þorstein Egg-
ertsson. Upptökur og hljóðblandanir voru
í höndum Óskars Páls Sveinssonar, Þóris
Úlfarssonar og Friðriks Karlssonar. Þá
hafði Einar Bárðarson yfirumsjón með
upptökum.
Nylon – Góðir hlutir
Arnar Eggert Thoroddsen
UM ÞAÐ leyti sem Björk var að
gefa út Debut voru strákarnir í
Deep Jimi and the Zep Creams
búnir að skrifa undir samning við
útgáfurisa í Vesturheimi og heims-
frægðin þrýsti fingrinum á dyrasím-
ann. Svo virðist sem enginn hafi
komið til dyra því samningnum var
brátt rift og hljómsveitin dró sig í
hlé í kjölfarið. Það voru því gleðitíð-
indi fyrir margan íslenskan rokk-
hundinn þegar Deep Jimi hófu upp
raust sína á ný á þessu ári.
Ef nafnið var ekki nægileg vís-
bending, þá er hlustandanum gert
það alveg ljóst hverslags músík er
hér á ferðinni strax á fyrstu sek-
úndum nýútkominnar plötu Deep
Jimi. Í „He Puts it in You and
You’re All His“ er brjálæðislegu
blúsrokkstefi fljótlega skipt út fyrir
annað brjálæðislegt blúsrokkstef og
manni gert ljóst að hér hljómar
hreinræktað blúsrokk sem sækir
óhikað í rokkhefð sjöunda og átt-
unda áratugarins. Strákarnir
þekkja allar helstu klisjurnar inn og
út og á köflum tekst söngvaranum
prýðilega upp við að stæla Robert
Plant sjálfan. Gítarhljómur er mjög
flottur – hér lykilatriði – en hins
vegar er einn stærsti ókostur plöt-
unnar afskaplega óspennandi og
kraftlaus trommuhljómur sem mér
finnst sérkennilegt að hafi ekki ver-
ið bættur við hljóðblöndun.
Þegar Deep Jimi tekst vel upp er
platan samnefnda vel þolanleg,
t.a.m. í frábæru gítarsólói í hinu
annars óspennandi „Baby Bird“ og
þegar maður fær smá frí frá blúsn-
um í nútímalegra „Something Liv-
es“. Einnig er „London is Calling
No More“ nokkuð gott. Stærstum
hluta plötunnar er þó eytt í risavax-
in riff, ófrumlegar skalaæfingar á
gítarinn, og óræðar laglínur sem fá
mann fremur til að líta á klukkuna
en þeyta flösu. Tvennan „Funk This
Shit“ og „Crawling King Snake“ eru
dæmi um þetta.
Ekki bæta karlrembulegir og
hallærislegir textarnir miklu við
einsog sjá má á eftirfarandi dæm-
um: „I’m a raging bull and my horn
is raised“, „I’ll kick you in the balls
and punch you in the eye, that’s just
me, I’m that kind of guy.“ Botnum
er þó náð í lokalaginu „The Rest is
Up to You“: „It’s all a pile of shit
and I am on top of it / It’s all a pile
of poo and the rest is all up to you.“
Það vekur athygli hversu mikið
ósamræmi ríkir á milli textanna í
heild sinni og eilítið Radiohead-
legra textabrota í skreytingum inn-
an í bæklingi disksins.
Deep Jimi eru sæmilega spilandi
band sem ferst eflaust ágætlega að
endurskapa tónlist Led Zeppelin og
Deep Purple á sviði. Maður hlýtur
að spyrja sig hvers vegna þeir nýta
ekki krafta sína fremur þannig í
stað þess að reyna að gera það sem
hefur þegar verið gert þúsund sinn-
um og oftar en ekki miklu, miklu
betur.
Purple Hendrix
and the Led Dreams
TÓNLIST
Geisladiskur
Öll lög eru eftir Deep Jimi and the Zep
Creams. Júlíus Guðmundsson annaðist
upptökur í stúdíó Geimsteini og Þór Sig-
urðsson í TC Electronics, Danmörku. Júl-
íus Guðmundsson hljóðblandaði og
Thomas Keller Hansen masteraði. Geim-
steinn gefur út.
Deep Jimi and the Zep Creams – Deep
Jimi and the Zep Creams
Atli Bollason
STÓRSÖNGVARINN Páll Rósin-
kranz sendi á dögunum frá sér sína
fyrstu eiginlegu jólaplötu, Christmas
Songs, en á henni gerir Páll að sínum
mörg af ástsælustu jólalögum allra
tíma, svo sem „O Holy Night“, „Have
Yourself a Merry Little Christmas“,
„White Christmas“, „O Com All Ye
Faithful“ og „Silent Night“ svo ein-
hver séu nefnd.
„Maður datt bara snemma í jóla-
skapið,“ segir Páll spurður um ástæð-
una fyrir útgáfunni. „Ég ætlaði að
vísu að gera þetta fyrir fimm árum en
þetta hafðist ekki fyrr en nú.“
Páll segist að vonum ánægður með
plötuna sem þykir mjög vel heppnuð
enda séu honum til halds og traust
mjög færir hljóðfæraleikarar, þeir
Kjartan Valdemarsson á píanó, Guð-
mundur Pétursson á gítar, Scott
McLemore á trommur, Jón Rafnsson
á kontrabassa, Sigurður Flosason á
saxófón og Matthías Stefánsson á
fiðlu.
„Þetta er mjög róleg og falleg plata
og kjörið mótvægi við jólastressið
þessa síðustu daga fyrir jól.“
Páll segist ekki hafa lagst í miklar
rannsóknir þegar lögin á plötuna
voru valin.
„Nei, nei. Ég settist bara niður og
punktaði hjá mér þau sem mér líkaði
og svo enduðu þau meira og minna á
plötunni. Maður hefur lengi dáðst að
þessum stóru söngvurum á borð við
Crosby og Sinatra og mig langaði að
reyna við þessi lög. Ég reyndi nátt-
úrlega að gera þetta eftir mínu eigin
nefi en þetta eru samt svo stórar
stjörnur að það er erfitt að verða ekki
fyrir áhrifum af þeim.“
Spurður hvers vegna hann kaus að
syngja lögin á ensku segir Páll að á
sínum tíma hafi verið reynt að pína
hann til að syngja á íslensku en hann
hafi ekki látið segjast.
„Ég vildi gera þetta á minn hátt.
Það hafa allir sungið jólalög á ís-
lensku og svo eru þeir sem maður
sendir plötuna á í útlöndum sjaldnast
mælandi á íslenska tungu.“
Páll segist þá helst senda plöturnar
á vini og kunningja í Bandaríkjunum
og á Bahamaeyjum, en þar býr góð-
vinur Páls, sjónvarpskokkurinn Völli
Snær, og rekur veitingastað.
„Það er aldrei að vita nema maður
reyni fyrir sér þar eða annars staðar
en það er ekkert ákveðið í þeim efn-
um ennþá. Best að segja sem minnst
að svo stöddu.“
Tónlist | Páll Rósinkranz sendi á
dögunum frá sér Christmas Songs
Páll Rósinkranz fer mjúkum höndum um mörg af dáðustu jólalögum fyrr
og síðar á plötu sinni Christmas Songs.
Datt í jólaskapið
Miðar í net-forsölu á
kvöldstund með
Quentin Tarant-
ino seldust hratt
upp. Alls 500
miðar voru í boði
og tók aðeins 20
mínútur að selja
þá alla. Að sögn
Iceland Film Festival er fólki mikið í
mun að komast yfir miða sem fyrst
og eitthvað um að fólk vilji gefa mið-
ana sem jólagjöf. Því hefur verið
ákveðið að flýta almennri miðasölu
og hefst hún kl. 10 í dag. Fer hún
fram í verslunum Skífunnar, BT á
Akureyri og Selfossi, á Ice-
landFilmFestival.is og Midi.is.
Miðaverð er 3.400 kr. auk 150 kr.
miðagjald. Um 500 miðar eru eftir.
Kvikmyndaveislan með Tarantino
verður föstudaginn 30. desember í
Háskólabíói. Verða sýndar þrjár
myndir að vali leikstjórans og kynn-
ir hann myndirnar og spjallar um
þær við gesti. Sýningar hefjast kl. 21
og er búist við að þeim ljúki kl. 3 um
nótt.
Fólk folk@mbl.is