Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 31.12.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 354. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is GAMLÁRSDAGUR 2005 | 148 SÍÐUR Fólk og fréttir ársins  Hvað segja þau um áramót?  Áramótagetraunir  Stjörnuspá 2006  Áramótabrennur  Íslensk menning í Lesbók  Kvikmyndir og plötur ársins  Ávörp formanna stjórnmálaflokkanna  Börn  Fréttamyndir ársins  Krossgáta  Íþróttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleðilegt nýár! LAUN embættismanna og þjóðkjör- inna fulltrúa hækka um 2,5% hinn 1. febrúar nk. nái boðað frumvarp rík- isstjórnarinnar, þar um, fram að ganga. Það verður lagt fram er Al- þingi kemur saman að nýju hinn 17. janúar nk. Á sama tíma stendur til að fella úr gildi úrskurð Kjaradóms frá 19. desember sl. um að hækka þessi laun um u.þ.b. 8%. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra greindi frá þessari ákvörðun um hádegisbil í gær, eftir fund hans og Geirs H. Haarde utanríkisráð- herra með formönnum stjórnarand- stöðuflokkanna. Stjórnarandstaðan var ósátt við þessa niðurstöðu. Hún vildi að þing kæmi saman fyrir ára- mót svo hægt yrði að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar þýðir að úrskurður Kjaradóms gildir í einn mánuð, þ.e. launahækkanir dómsins verða greiddar út fyrir þann mánuð. Ekki stendur til að draga þær til baka skv. upplýsingum blaðamanns. Nái fyrrgreint frumvarp fram að ganga og nýjar launahækkanir taka gildi hinn 1. febrúar nk. hækka laun forseta Íslands um rúm 38 þúsund á mánuði í stað þess að hækka um tæp 93 þúsund, eins og úrskurður Kjara- dóms gerir ráð fyrir. Laun forsætis- ráðherra hækka um tæplega 23 þús- und í stað þess að hækka um tæpar 75 þúsund kr. og laun alþingismanna hækka um 11.500 kr. í stað þess að hækka um 37.500 kr. Ákvörðunin viðunandi Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segir ákvörð- un ríkisstjórnarinnar viðunandi „á sinn hátt“ eins og hann orðar það. Betra hefði verið að ljúka málinu fyrir áramót. Hann segir að afstaða ASÍ hafi verið skýr frá því Kjaradómur kvað upp sinn úrskurð; úrskurðurinn hafi þótt óviðunandi og sömuleiðis að hann skyldi taka gildi strax eftir ára- mót. „Ég spyr hvers vegna ekki hafi verið hægt að klára málið fyrir ára- mót fyrst ríkisstjórnin er komin með málið í þennan farveg,“ segir hann. Ingimundur Sigurpálsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, segist fagna því að ríkisstjórnin skuli mark- visst fylgja eftir þeirri afstöðu sinni að það verði að bregðast við þeirri keðju- verkun launahækkana sem hafi verið að byggjast upp undanfarnar vikur. „Stöðugleikinn og trygging kaup- máttar launþega eru í húfi og kaup- mátturinn skiptir meira máli en pró- sentuhækkanir launa sem ekki er innistæða fyrir.“ Hann bætir því við að framganga ríkisstjórnarinnar í þessu máli sé skýr. Hún ráði þó ekki úrslitum ein og sér. „Fleiri verða að fylgja á eftir á sömu nótum og því verður fróðlegt að fylgjast með því hver framvindan verður á vettvangi sveitarfélaga í næsta mánuði.“ Úrskurðinum hnekkt – launin hækka um 2,5% Morgunblaðið/Golli Formenn stjórnarandstöðunnar, Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón A. Kristjánsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Ráðherrabústaðnum. Ekki stendur til að draga hækkanir í janúar til baka Eftir Örnu Schram arna@mbl.is  Ríkisstjórnin | 4 Washington. AP. | Dómsmálaráðu- neyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á því hvernig dagblaðið The New York Times fékk upplýs- ingar um að George W. Bush for- seti hefði heimilað símahleranir og aðrar njósnir innanlands án lög- formlegrar heimildar dómstóls. Heimildarmenn í ráðuneytinu, sem vildu ekki láta nafns síns get- ið, sögðu að rannsóknin beindist að því hver eða hverjir láku þessum upplýsingum í The New York Tim- es. Hörð viðbrögð urðu við frétt blaðsins. Forsetinn var sakaður um að hafa brotið landslög með því að leyfa njósnirnar án heimildar eða eftirlits leynilegs dómstóls sem stofnaður var fyrir 30 árum til að fjalla um beiðnir leyniþjónustu- stofnana um að fá að hafa eftirlit með mönnum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi eða njósnir. Stjórn Bush segir aftur á móti að ákvörðun forsetans samræmist stjórnarskrárákvæði um völd og skyldur forsetans á stríðstímum. Stjórnin heldur því einnig fram að þingið hafi veitt forsetanum vald til að leyfa slíkar njósnir þegar það heimilaði honum með sérstakri ályktun að beita öllum ráðum, með- al annars hervaldi, í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum skömmu eftir hryðjuverkin í Bandaríkjun- um 11. september 2001. Bush- stjórnin rannsakar fréttaleka VÍSIR að taílenskri verslanamið- stöð, sem kölluð er Thai City, er að verða til við Engihjalla í Kópavogi. Þrjár taílenskar athafnakonur hafa nú þegar komið sér fyrir í mið- stöðinni með fimm verslanir, en þær stefna að því að laða fleiri að auk þess sem áform eru uppi um taílenskan matsölustað. Taílenskur tónlistarkennari hef- ur aðstöðu í húsnæðinu til að kenna börnum á ýmis hljóðfæri. Búddista- félaginu verður boðin aðstaða og hugmyndir eru uppi um nám- skeiðahald í taílenskri matargerð. Athafnakonan Prapasiri Sareek- had, sem keypt hefur stærstan hluta húsnæðisins af fasteigna- félaginu Fófni ehf., segir drauminn vera þann að skapa þarna samfélag með austurlenska stemningu og menningu sem höfði til Asíubúa jafnt sem Íslendinga. | 30 Thai City verður til í Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.