Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.2005, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afgrei›slutími Sparisjó›sins um áramótin Heimabanki og hra›bankar Sparisjó›sins eru alltaf a›gengilegir 2. janúar 2006 – loka› 3. janúar 2006 – hef›bundinn afgrei›slutími www.spar.is RÍKISSTJÓRNIN hyggst leggja fram á Alþingi, er það kemur saman að nýju hinn 17. janúar nk., frumvarp um að laun embættismanna og þjóð- kjörinna fulltrúa, sem heyra undir Kjaradóm, hækki um 2,5% frá og með 1. febrúar nk. Jafnframt því verði úrskurði Kjaradóms frá 19. desember sl. hnekkt. Þó er gert ráð fyrir því að úrskurður Kjaradóms gildi í einn mánuð, sem þýðir að launahækkanir dómsins verða greiddar út fyrir þann mánuð. Fram að þeim tíma er þing kemur saman á að starfa starfshópur undir forystu Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi ráðherra, sem ætlað er það hlut- verk að undirbúa endurskoðun laga um Kjaradóm og kjaranefnd. Eftir samþykkt umrædds frumvarps er ætlunin að skipa formlega nefnd, sem skipuð verður fulltrúum stjórnar og stjórnarandstöðu, og á hún að halda áfram því verkefni að endurskoða fyrirkomulag Kjaradóms og kjara- nefndar. Jón á, skv. upplýsingum blaðamanns, einnig að stýra þeirri nefnd. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra greindi efnislega frá þessari niðurstöðu eftir fund formanna stjórnarflokkanna og formanna stjórnarandstöðuflokkanna í Ráð- herrabústaðnum um hádegisbil í gær. Forystumenn stjórnarandstöð- unnar sögðust ósáttir við niðurstöð- una. Þeir vildu fremur að þing yrði kallað saman fyrir áramót svo hægt yrði með lögum að fresta gildistöku úrskurðar Kjaradóms. Þar með hefði engin hækkun verið greidd út í jan- úar. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir að til að mynda hefði verið hægt að fresta gildistökunni um tvo mánuði og end- urskoða lög og samþykkja breyting- ar á Kjaradómi á þeim tíma. Í kjölfar þess hefði Kjaradómur fengið tæki- færi til að kveða upp nýjan úrskurð. Þegar blaðamaður hafði samband við Garðar Garðarsson, formann Kjaradóms, skömmu eftir þessi tíð- indi í Ráðherrabústaðnum í gær sagði hann það eitt að Kjaradómur hefði aldrei litið á sig sem pólitíska stofnun og að ákvarðanir hans hefðu ekki byggt á slíku mati. Enginn kostur góður Ríkisstjórnin fundaði í Ráð- herrabústaðnum í gærmorgun, þar sem umræddur úrskurður Kjara- dóms var m.a. ræddur. Eftir fundinn funduðu formenn stjórnarflokkanna og formenn stjórnarandstöðu. Fund- ur þeirra stóð yfir í um það bil eina og hálfa klukkustund. Í kjölfar hans greindi Halldór Ás- grímsson fréttamönnum frá niður- stöðunni. Inntur eftir því hvort hún fæli í sér vantraust á Kjaradóm, sagði hann: „Við skulum orða það þannig að enginn kostur er góður í þessari stöðu. Það er alveg ljóst að þessi hækkun hefur valdið miklum óróa í þjóðfélaginu og nauðsynlegt er að launahækkanir miðist við getu þjóðfélagins og atvinnuveganna á næstunni. Þess vegna verður að grípa hér inn í. Engum er ljúft að gera það. En við teljum þetta bestu leiðina, að gera þetta með þessum mildari hætti, þ.e. að afnema þetta [launahækkanirnar] ekki með öllu heldur gera þetta þannig að frá og með 1. febrúar gangi 2,5% hækkun fram til þessara aðila, eins og til ann- arra í þjóðfélaginu. Síðan er það Kjaradóms að fjalla um málið í fram- haldi af því.“ Geir H. Haarde utanríkisráðherra sagðist aðspurður í samtali við blaða- mann vera sáttur við niðurstöðuna miðað við það hvernig málið hefði þróast. Hann sagði að forysta ríkis- stjórnarinnar treysti því að málið gengi greiðlega í gegnum þingið. Inntur eftir því hvort hækkanir Kjaradóms yrðu greiddar út í janúar sagði hann svo verða og að því yrði ekki breytt. „Úrskurður Kjaradóms mun þá gilda í einn mánuð og það er sambærilegt við það sem gerðist árið 1992 þegar svona mál var uppi þá. Þá var kveðinn upp úrskurður, sem var hnekkt með bráðabirgðalögum, en gilti eigi að síður í einn mánuð.“ Geir sagði alveg ljóst að of langt væri gengið með úrskurði Kjara- dóms miðað við almenna kjaraþróun í þjóðfélaginu. „Það er verið að bregð- ast við því uppnámi sem orðið hefur og þetta er leiðin út úr því að okkar dómi.“ Gæti skapað vandamál Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna og formenn þingflokka þeirra funduðu í húsakynnum Alþingis eftir hádegi í gær. Þar voru þessi mál rædd. Í fréttatilkynningu sem þeir sendu fjölmiðlum að fundinum lokn- um segir m.a. að það sé „óskiljanlegt að ríkisstjórnin skuli ekki bera gæfu til að þiggja boð stjórnarandstöðunn- ar um að Alþingi komi saman og fresti gildistöku úrskurðar Kjara- dóms. Þar með hefði skapast svigrúm til að skoða forsendur málsins og ræða breytingar á skipan kjaramála þeirra sem heyra undir Kjaradóm.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, ítrekaði í samtali við fréttamenn í gær að stjórnarandstaðan hefði viljað koma í veg fyrir að þessi úrskurður tæki gildi um áramótin því það væri alltaf erfiðara að eiga við svona mál eftir að þau hefðu tekið gildi. „Það hefur ekki orðið og það hljóta að vera stóru von- brigðin fyrir alla sem að þessu máli koma.“ Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, tóku í sama streng. Sá fyrrnefndi sagði m.a. að það gæti skapað lagatæknileg vanda- mál að fresta ekki gildistöku úr- skurðarins. Það gæti m.ö.o. verið erf- iðara að draga hækkanir til baka, sem þegar hefðu gengið í gildi, en að fresta gildistöku þeirra. Fram kom í gær að stjórnarand- staðan hefði ekki verið tilbúin til að skipa fulltrúa í nefnd um endurskoð- unar laga um Kjaradóm og kjara- nefnd fyrr en eftir að Alþingi væri búið að afnema úrskurð Kjaradóms. Því var sú leið farin, að sögn Halldórs Ásgrímssonar, að skipa nefndina ekki formlega fyrr en að því loknu. Þegar blaðamaður spurði forystu- menn stjórnarandstöðunnar hvort þeir hygðust greiða atkvæði með boðuðu frumvarpi ríkisstjórnarinnar varð Ingibjörg Sólrún fyrir svörum og sagði að þau ættu eftir að taka efn- islega afstöðu til þess. „Við eigum fyrst eftir að sjá það koma fram og hvernig það lítur út áður en við tök- um afstöðu til þess.“ Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu funduðu í Ráðherrabústaðnum í gær Ríkisstjórnin áformar að hnekkja úrskurðinum Stjórnarandstaðan ósátt við að gildistöku úrskurðar Kjaradóms skuli ekki hafa verið frestað Morgunblaðið/Golli „Við skulum orða það þannig að enginn kostur er góður í þessari stöðu,“ sagði Halldór Ásgrímsson um ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær.    !" "  "  " # ! " $ %" #" & '(  ) *  )   !( +!( ) ,  - ,  - %" +  %  +  "  +    !  .  *  /%"%  +0   /%"%  +0    ,- !%" " !" !  1 "          " " " " "  " " "  "  " " "  " " " " !"#$  " "                 " 23 43562 657382 78939 764362 722368 722368 758377 758377 4 739 9 444395 437 959385 463792 842384     "%&  %' %            "&  ( )$%%   #  Eftir Örnu Schram arna@mbl.is SJÁLFSTÆTT starfandi hjarta- læknar hafa sagt sig af samningi við Tryggingastofnun ríkisins og taka uppsagnirnar gildi frá og með 1. apríl 2006. Karl Andersen, sem sæti á í stjórn Félags sjálf- stætt starfandi hjartalækna, segir að náist ekki samningar fyrir þann tíma verði sjúklingar að greiða allan kostnað við komur til hjartalækna, en fram að þessu hefur TR greitt um þriðjug af kostnaðinum. Karl segir að hjartalæknar séu búnir að standa í margra mánaða viðræðum við heilbrigðisráðuneyt- ið og samninganefnd Trygginga- stofnunar án þess að niðurstaða hafi fengist. Upp úr viðræðum hafi slitnað fyrir einni viku og nýr fundur sé ekki boðaður. Í gildi er samningur milli TR og sérfræðinga, en samkvæmt honum gefa sérfræðilæknar viss- an afslátt af þjónustu sinni þegar þeir hafa fullnýtt kvóta sinn. Kvótinn er í meginatriðum mið- aður við kostnað eins og hann var á árinu 2004 að viðbættum hækk- unum sem rekja má til mannfjölg- unar. Karl segir að hjartalæknar hafi klárað sinn kvóta fyrstir eða í október. Hann segir að við venju- legar kringumstæður þurfi sér- fræðingar að gefa 50% afslátt til TR þegar þeir séu komnir yfir kvótann. Vegna þess hvað hjarta- læknar hafi klárað kvótann snemma hafi TR ákveðið að nýta sér ákvæði samningsins sem aldr- ei hafi verið notað áður og gera hjartalæknum að gefa 100% af- slátt af hlut TR þessa síðustu mánuði ársins. Hjartalæknar hafi því einungis fengið greiddan hlut sjúklinga, en hann dugi alls ekki fyrir kostnaði við rekstur stof- anna. Sjúklingar verða að greiða fullt gjald eftir 1. apríl Karl segir að ýmsar ástæður séu fyrir fyrir því að eftirspurn eftir þjónustu hjartalækna hafi aukist. Meðal annars hafi komið fram nýjungar í rannsóknum og meðferð hjartasjúkdóma sem lengt hafi líf hjartasjúklinga. Hópur þeirra, sem lifi með slíka sjúkdóma og þurfi á þjónustu hjartalækna að halda, fari því ört vaxandi. Þá hafi meðalaldur þjóð- arinnar hækkað og hjartasjúk- dómar séu sjúkdómaflokkur sem hrjái ekki síst þá sem eldri eru. Loks hafi veruleg umræða um hjartasjúkdóma og nauðsyn for- varna gegn þeim verið í fjölmiðl- um seint á árinu 2004. Þetta hafi aukið árvekni fólks sem leiti í auknum mæli eftir þjónustu hjartalækna. Til viðbótar hafi nýir læknar verið að koma heim frá námi og við það hafi biðlisti styst. Uppsögn samninga hjartalækna við TR miðast við 1. apríl á næsta ári. Karl segir að eftir þann tíma muni hjartalæknar innheimta fullt gjald af sjúklingum, en það er í dag 5.671 króna fyrir komu til sérfræðings og töku hjartalínu- rits, en í dag borga sjúklingar 3.888 krónur fyrir þessa þjónustu. Karl bendir á að sjúklingar séu sjúkratryggðir og því ættu þeir að geta farið og rukkað Trygginga- stofnun um hlut stofnunarinnar. Hjartalæknar segja upp samningi við TR Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.